Morgunblaðið - 27.08.2020, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
- síðan 1986 -
Skútuvogi 6
104 Reykjavík
Sími: 568 67 55
alfaborg.is
Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) - 108 Reykjavík - S. 568 3920
Opið 12.30-18.00
ÞÚ
FIN
N
U
R
A
LLT
FYR
IR
Á
H
U
G
A
M
Á
LIN
H
JÁ
O
K
K
U
R
pingpong.is
pingpong.is
ping
ng.is
pingpong.is
ÞÚ
FINNU
ALLT
FYRIR
ÁHUGAM
ÁLIN
HJÁ
O
KKUR
KÖRFUBOLTASPJÖLD
po
20%
afsláttur
Oddur Þórðarson
odduth@mbl.is
Fimmfalt fleiri hafa farið í gegnum
farsóttarhúsin á Rauðarárstíg og á
Akureyri í yfirstandandi bylgju kór-
ónuveirufaraldursins miðað við fyrri
bylgju. Um 250 hafa nú dvalið bæði í
einangrun og í sóttkví í farsóttar-
húsum það sem af er seinni bylgju
en aðeins um 50 manns dvöldu þar í
fyrstu bylgjunni. Aðsókn í farsóttar-
húsið er enn að aukast. Þetta segir
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjón-
armaður farsóttarhúsanna, í samtali
við Morgunblaðið.
„Það hefur verið mun meira að
gera í seinni bylgjunni en í þeirri
fyrri. Nú koma hingað erlendir
ferðamenn sem greinast jákvæðir á
landamærum og svo eitthvað af Ís-
lendingum sem ekki geta verið
heima hjá sér í sóttkví og einangrun.
Svo tökum við alla hælisleitendur
sem koma hingað til lands í sóttkví.
Þetta er aðskilið í Reykjavík, sóttkví
í öðru húsinu og einangrun í hinu, en
á Akureyri er þetta blandað. Eins og
staðan er núna þá eru 18 í sóttkví og
18 í einangrun í Reykjavík og einn í
einangrun á Akureyri.“
Vísa fólki ekki frá
Gylfi segir ekki koma til greina að
vísa fólki frá ef of mikið er að gera.
Það verði einfaldlega að þjónusta þá
sem leiti til farsóttarhúsanna.
Starfsmenn Rauða krossins skipta
með sér vöktum og vinna myrkr-
anna á milli við að þjónusta gesti far-
sóttarhúsanna. „Við erum fá og það
er lítið sofið. Það voru hérna 55 í
einu þegar mest lét og þá var auðvit-
að gríðarlegt álag. Við fjölgum auð-
vitað bara starfsólki ef þörf krefur.
Það kemur bara ekkert annað til
greina.“ Gylfi segir jafnframt að
þrátt fyrir gríðarlega fjölgun gesta í
húsinu séu sjálfboðaliðarnir færri.
„Við erum átta starfsmenn hérna
núna og erum með fjóra sjálf-
boðaliða en þeir voru 40 í fyrri bylgj-
unni. Sjálfboðaliðum hefur því fækk-
að tífalt á sama tíma og fjöldi gesta
fimmfaldaðist.“
Félagslegi þátturinn
mikilvægur
Þótt starfsmenn farsóttarhúsanna
hlúi að veikum einstaklingum í ein-
angrun í samvinnu við COVID-
göngudeild Landspítala, þá sé ekki
síður mikilvægt að hlúa að fé-
lagslegum og andlegum þörfum
gestanna. Dvölin í farsóttarhúsinu
getur verið erfið þar sem fólki er al-
farið bannað að fara út úr her-
bergjum sínum meðan á dvöl stend-
ur. Til eru dæmi þess að fólk hafi
verið í um sex vikur í einangrun í
sóttvarnahúsinu.
„Við reynum bara að spjalla við
fólk og vera létt í bragði. Þetta er
skiljanlega gríðarlega erfitt fyrir
fólk og við gerum allt sem við getum
til þess að stytta því stundirnar,“
segir Gylfi. Hann segir jafnframt að
andi meðal starfsfólks sé góður.
„Enn sem komið er hefur hvorki
starfsmaður né sjálfboðaliði smitast
þannig að það er augljóslega merki
um hversu vel er staðið að sótt-
vörnum hérna. Andinn er góður og
þá verða vinnubrögðin fagmannleg.“
Fjöldi í farsóttarhúsum fimmfaldast
Mikið álag á
starfsmönnum
Ný einangrunar-
hæð tekin í notkun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sóttvarnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður Farsóttarhúsa, er bjartsýnn þótt álagið sé mikið. Alls dvelja nú 37 í sóttkví og einangrun í farsóttarhúsum.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Umsjónarlæknir COVID-göngu-
deildar landspítalans, Ragnar
Freyr Ingvarsson, segir að vel
hafi gengið undanfarið að hlúa að
sjúklingum á deildinni. Aðeins
hafi fjórir sjúklingar verið lagðir
inn það sem af er seinni bylgju og
enginn látist. Mikinn lærdóm hafi
verið hægt að draga af fyrri
bylgjunni sem nýttist í seinni
bylgju, en ógætilegt væri að full-
yrða að það stuðli að lægri dán-
artíðni.
Sex ný smit greindust hér á
landi á þriðjudag og þrjú til við-
bótar við landamæri. Einn er á
sjúkrahúsi. Þegar hæst bar, 2.
apríl, voru 44 samtímis á sjúkra-
húsi vegna kórónuveirusmits.
Degi áður, 1. apríl, voru flestir á
gjörgæslu samtímis eða 14
manns. Um 115 manns hafa þurft
að leggjast inn á sjúkrahús hér á
landi frá upphafi faraldursins
Dánartíðni almennt lág
„Það hefur gengið bara ágæt-
lega,“ segir Ragnar Freyr við
blaðamann Morgunblaðsins þegar
hann var spurður hvernig gengið
hefði síðustu daga. „Það hafa ein-
ungis fjórir þurft innlögn hjá okk-
ur og bæði hefur gengið vel að
hlúa að þeim líkt og þeim sem
ekki þurftu innlögn en voru samt
veikir.“
Ragnar segir að heilt yfir hafi
tekist vel til á Íslandi að glíma við
kórónuveiruna. „Dánartíðni hér á
landi hefur verið lág miðað við
annars staðar og við höfum náð
að vernda sjúkrahúsin og gjör-
gæsluna fyrir því að allt fyllist af
sjúklingum.“
Vekur athygli erlendis
Fjallað var um það í grein í Jo-
urnal of Internal Medicine í júní
hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi
tókst á við áskoranir tengdar kór-
ónuveirunni. Ragnar Freyr kom að
skrifum greinarinnar ásamt öðrum
íslenskum læknum og sérfræðing-
um og segir Ragnar að tímaritið sé
virt meðal lækna og sérfræðinga í
heilbrigðisgeiranum.
Hann segir varasamt að fullyrða
um að lægri dánartíðni á heims-
vísu skýrist af því að heilbrigðis-
starfsfólk sé orðið betra í að með-
höndla smitaða sjúklinga. „Alla
jafna er yngra fólk minna veikt, já,
og yngra fólk smitast nú í meira
mæli. Það þýðir samt ekkert endi-
lega að færni heilbrigðisfólks
skipti þar marktækum sköpum.
Við erum vissulega orðin færari í
að glíma við þessa veiru og vitum
meira um hana en svo hefur dán-
artíðni almennt bara verið lág á
Íslandi. Bæði í fyrri bylgju og
þeirri seinni.“
Verklagi ekki verið breytt
Ragnar segir að þrátt fyrir að
sjúklingar á COVID-göngudeild
landspítalans hafi verið yngri í
seinni bylgjunni miðað við þá fyrri
þá hafi verklagi ekkert verið
breytt. „Við erum í raun að með-
höndla sjúklinga með sama hætti
og áður og reynum áfram að sníða
meðhöndlun sjúklinga að hverjum
sjúklingi eins og hægt er. Það höf-
um við alltaf gert og munum gera
áfram.“
Heilt yfir gengið vel
hér á landi frá upphafi
Margt hægt að læra frá fyrri bylgju Einn á sjúkrahúsi
Innanlands
Landamæraskimun:
Virk smit Með mótefni
Beðið eftir
mótefnamælingu
Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní til 25. ágúst
990 einstaklingar eru í sóttkví
2.082 staðfest smit
115 er með virkt smit
Heimild: covid.is
19,6 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
júní júlí ágúst
205.935 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
119.216 sýni
20
15
10
5
0
Nýgengi smita
innanlands:
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI