Morgunblaðið - 27.08.2020, Side 6

Morgunblaðið - 27.08.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Litlar eða engar fréttir hafa borist Náttúrufræðistofnun af spánar- sniglum nú síðsumars, samkvæmt upplýsingum Erlings Ólafssonar skordýrafræðings. Hins vegar hefur skuggasnigill spjarað sig undanfarin ár og notið góðs af betri tíð og lengri sumrum en áður, að ógleymdri síauk- inni grósku í görðum og næsta um- hverfi fólks. Hlýnun loftslags er skuggasnigli hagstæð, segir Erling. Hérlendis fundust spánarsniglar fyrst í Kópavogi 2003 og síðan hafa verið árvissar fréttir af þeim víða um land. Þeir verða með stærstu snigl- um, allt að 15 sentimetra langir, og eru mikil átvögl sem éta um hálfa þyngd sína á dag. Á matseðlinum er nánast allt lífrænt sem á vegi snigils- ins verður. Snemmsumars var tilkynnt um fjóra spánarsnigla til Náttúrufræði- stofnunar, þrír þeirra voru í Reykja- vík. Erling segir að spánarsnigill hafi aldrei náð blómaskeiði hérlendis, hafi í mesta lagi haft það þokkalegt með tímabundnum og staðbundnum stærri skotum hér og þar. Svartsnigill finnst á láglendi um land allt en er algengastur á sunnan- og austanverðu landinu. Algengt er að svartsniglar hérlendis nái um átta sentimetra lengd en þeir verða mun stærri erlendis. Svartsnigill finnst t.d. í graslendi nálægt sjó, gróðurríkum grasbrekkum, gjarnan mót suðri, skjólgóðum hraungjótum og húsa- görðum. Hann er alæta sem leggst m.a. á hræ, sveppi og gróður, bæði lif- andi og rotnandi, en veldur ekki telj- andi skaða í garðrækt, að því er fram kemur á pödduvef NÍ. aij@mbl.is Ljósmynd/Helgi Hermannsson Á Eyrarbakka Lítill munur getur verið á litarafti skuggasnigils og ungum spánarsniglum, en væntanlega er skuggasnigill þarna á ferð í húsagarði. Skuggasnigill dafnar, en fáir spánarsniglar Öryggisíbúðir Eirar til langtímaleigu Grafarvogi Reykjavík Þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu. Eirborgir, Fróðengi 1-11, 112 Reykjavík. Eirarhús, Hlíðarhúsum 3-5, 112 Reykjavík. Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. Sími 522 5700 Pantið skoðun í síma 771 5500 og eða á tinna@eir.is Þér er velkomið að koma að skoða • Íbúðarhúsnæði byggð eftir ströngustu öryggisstöðlum • Öryggisvöktun allan sólarhringinn • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð • Góðar gönguleiðir í nágrenninu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að framleiðsla á lambakjöti verði nokkur hundruð tonnum minni í ár en á síðasta ári. Með því heldur áfram sá samdráttur sem verið hefur í framleiðslunni síð- ustu árin. Ástæðan er afleit afkoma sauðfjárbænda. Sauðfjárslátrun hófst á Sauðárkróki í byrjun vikunn- ar en almennt hefst sláturtíð ekki fyrr en í næstu viku. Afurðastöðvarn- ar hafa enn ekki gefið út hvað greitt verður fyrir innleggið. „Að fenginni reynslu frá síðasta ári töldum við þörf á að einhver slátur- hús byrjuðu fyrr, til þess að tryggja að nýtt lambakjöt komi í tæka tíð á markaðinn. Kjöt af nýslátruðu frá okkur fer í verslanir í næstu viku,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðu- maður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Sauðfjárslátrun hófst á Sauðárkróki í byrjun vikunnar. „Við keyrum á minni afköstum til að byrja með,“ bætir Ágúst við og skýr- ir það með því að þjálfa þurfi upp nýj- an mannskap vegna þess að vanir slátrarar frá Nýja-Sjálandi komist ekki til landsins í þetta sinn vegna að- gerða þar í landi til varnar kórónuveirufaraldrinum. Í staðinn komi fleiri starfsmenn frá Póllandi og Rúmeníu og reynt sé að taka á móti þeim í litlum hópum til þess að draga úr hættu á smiti. Sauðfjárslátrun hefst hjá Slátur- félagi Suðurlands á Selfossi 4. sept- ember. Steinþór Skúlason forstjóri segir að tveimur dögum verði bætt við í nóvember vegna þess að reiknað sé með heldur minni afköstum í slát- urtíðinni að þessu sinni. Mikið er lagt upp úr sóttvörnum í sláturhúsum landsins. Reynt er að hólfaskipta starfseminni eins og hægt er. Þá er lokað fyrir aðgang annarra en starfsmanna. Bændur geta því ekki framvísað eigin fé að þessu sinni og ekki fylgst með vigtun. Ágúst bendir á að stóráföll hafi orðið úti í Evrópu þegar stórum sláturhús- um hafi verið lokað vegna kórónuvei- rusmits. Óvissa um forsendur Þótt slátrun sé hafin vita sauðfjár- bændur enn ekki hvað þeir fá fyrir innleggið því sláturleyfishafar hafa ekki gefið út verðskrár sínar. Lands- samtök sauðfjárbænda hafa lagt til að afurðaverðið verði hækkað að raunverði til þess horfs sem var á árinu 2013. Það þýðir að verðið þyrfti að hækka í haust úr 468 kr. á kíló í um 600 krónur eða um 28% og síðan um 90 krónur til viðbótar að ári. Ekki er að heyra að markaðsaðstæður bjóði upp á slíkar hækkanir. Steinþór segir að mikil óvissa sé um forsendur verðákvörðunar. Nefnir hann að lítið sé búið að selja af gærum og óvissa með verð. Ágúst segir að mikil óvissa hafi verið á er- lendum mörkuðum fyrir lambakjöt vegna kórónuveirufaraldursins en reynt sé að loka samningum. Ásetningsskýrslur frá haustinu 2019 gefa til kynna að talsverður samdráttur verði í framleiðslu lambakjöts í haust, eða um tæp 4% sem þýðir samdrátt um 300 tonn. Ef lömb koma óvenjulega væn af fjalli getur það dregið úr samdrættinum í bili. Sömuleiðis ef ásetningur minnk- ar í haust. Unnsteinn Snorri Snorra- son, framkvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda, reiknar með 300 tonna samdrætti í dilkakjöti og framleiðslan fari niður í rúm 8.000 tonn. „Við búum við það kerfi að allir í virðiskeðjunni muni geta greitt sína reikninga í haust, nema sauðfjár- bændur. Okkur er ekki tryggð lág- marksafkoma,“ segir hann. Telur Unnsteinn að ef ekki verður veruleg- ur viðsnúningur megi búast við áframhaldandi samdrætti. Við bætist að líkur séu á því að einhverjir þeirra sem urðu fyrir kalskemmdum í tún- um fækki fé til þess að þurfa ekki að kaupa eins mikið fóður. Unnsteinn rifjar einnig upp að ferðamennskan hafi stutt verulega við störf í dreif- býli. Þegar samdráttur er í þeirri grein dragi úr möguleikum bænda að sækja vinnu annað. Sláturleyfishafar merkja fækkun fjár út frá sláturpöntunum frá bænd- um. „Sauðfjárbændur eru orðnir langþreyttir á tekjuleysi og lágu af- urðaverði. Fyrirsjáanlegt er að það verður samdráttur í haust og spurn- ing með framhaldið,“ segir Ágúst. Enn samdráttur í sauðfjárræktinni  Slátrun hafin en bændur vita ekki hvað þeir fá fyrir kjötið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Réttir Hauststörfin verða með óvenjulegum brag. Fólk hópast ekki í réttir.Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Laxar fiskeldi hafa fest kaup á stórum fóðurpramma frá fyrirtækinu Akva Group í Noregi. Pramminn er með þeim stærstu sem hingað hafa verið keyptir, ásamt Arnarborg sem Arnarlax notar á Vestfjörðum, og er tilgangur Laxa að geta sinnt auknu laxeldi fyrirtækisins í Reyðarfirði. Fóðurpramminn ber allt að 650 tonn af fóðri í tólf geymum og er með tólf fóðrunarlínur út í kvíar. Laxar fiskeldi eru með leyfi til að framleiða allt að 9 þúsund tonn af laxi í Reyðarfirði og segir Gunnar Steinn Gunnarsson framleiðslustjóri að markmiðið sé að komast upp í sextán þúsund tonn á næstu árum. Það er vel innan við burðarþol fjarðarins sem metið er 20 þúsund tonn. Fyrir- tækið hefur hug á að nýta það til fulls í framtíðinni. „Stærðarhagkvæmni fæst með aukinni framleiðslu og hún er mikilvæg til þess að lækka fram- leiðslukostnað og standa undir þjón- ustu sem við kaupum af öðrum,“ seg- ir Gunnar Steinn. Spurður um mikilvægi þess að fá stóran og vel tækjum búinn fóður- pramma segir Gunnar að fyrirtækið sé ekki með aðstöðu í landi til að geyma fóður og þess vegna þurfi fóðurprammarnir að geta borið mikið magn. Þá sé nýi pramminn, sem væntanlegur er til landsins næsta vor, með kjölfestutanka sem notaðir eru til að halda honum í jafnvægi í sjónum þegar gengur á fóðrið. Ystu staðsetningar Laxa í Reyðar- firði verða nokkuð utarlega og segir Gunnar Steinn nauðsynlegt að hafa öfluga fóðurpramma og sjókvíar sem ráði við ölduna. Laxar eiga fyrir tvo fóðurpramma og er annar þeirra einnig frá Akva Group en talsvert minni en sá sem nú bætist í flotann. Kaldur sjór í vor Eldið í Reyðarfirði hefur gengið ágætlega í sumar. Gunnar Steinn segir að vísu að sjórinn hafi verið kaldur í júní og fram í júlí og það hafi dregið úr vexti en hitastigið sé nú orðið eðlilegt. Slátrun hefur legið niðri frá því í lok maí. Gunnar segir að heimsmark- aðsverð á laxi hafi verið sveiflukennt vegna kórónuveirunnar og sé raunar oft lágt seinni hluta sumars þegar mikið framboð er frá Noregi. Vonast hann eftir betra verði þegar líður á haustið og seinni kórónuveirubylgjan fer að láta undan síga. Þá verði byrj- að að slátra aftur og vonandi haldið áfram í allan vetur. Tækni Fóðurpramminn sem Laxar fiskeldi hafa keypt mun þjóna fiskeld- iskvíum í Reyðarfirði og verða þar sem framleiðslan er mest hverju sinni. Stór fóðurprammi á Reyðarfjörð  Laxar bíða með slátrun fram á vetur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.