Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
DAÐI Regnjakkar
kr. 11.990.-
GARRI Jakki/Anorakkur
Barnastærðir kr. 4.990.-
GARRI Pollabuxur
kr. 2.750.-
GÍGUR Regnbuxur
Barnastærðir kr. 4.990.-
GÍGUR Regnbuxur
kr. 6.990.-
DÖGG Regnjakkar
kr. 11.990.-
BRIM Regnjakkar
kr. 8.990.-
PONCHO Regnslá
kr. 1.990.-
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Eftir að hafa elst við snjókrabba í
Barentshafi í nokkur ár tók Gísli
Unnsteinsson strandveiðar við Ís-
land föstum tökum í sumar. Hann
kom að landi með rúmlega 46 tonn á
báti sínum Steinunni ÁR 34, sem
gerður er út frá Þorlákshöfn, og var
aflahæstur á strandveiðunum. Hann
lætur vel af þessum veiðiskap og seg-
ir hann skipta miklu fyrir sjávarpláss
hringinn í kringum landið.
Ágætisgangur í veiðunum
Gísli gerir út frá Þorlákshöfn og
hóf strandveiðar þaðan í byrjun maí,
reri frá Vestmannaeyjum frá miðjum
júní fram í miðjan júlí og lauk vertíð-
inni síðan frá Höfn í Hornafirði.
Hann segir að ágætisgangur hafi
verið í veiðunum og náði samtals 43
róðrum áður en skellt var í lás frá og
með fimmtudeginum 20. ágúst. Frá
þeim tíma voru strandveiðar bann-
aðar þar sem viðmiðunarafla var náð
í þorski. Þá hafði Gísli náð sjö róðr-
um í ágústmánuði, en ekki ellefu eins
og ýmsir aðrir.
Mögulegt var að ná 47 róðrum í
strandveiðum sumarsins og einn náði
þeim róðrafjölda, en nokkrir voru
með 46 róðra. Gísli var með mestan
heildarafla á vertíðinni, samtals rúm
46 tonn og þar af um 35 tonn af
þorski. Nokkrir voru með meiri
þorskafla. Fram hefur komið að afla-
verðmæti þeirra sem mest öfluðu
getur hafa verið um tólf milljónir
króna.
„Það er bagalegt að frá lokum
strandveiðanna verður báturinn
bundinn fram yfir mánaðamótin þar
sem við komumst ekki út úr strand-
veiðikerfinu. Þó svo að veiðum sé
lokið erum við bundnir í kerfinu og
megum ekkert gera fyrr en í byrjun
september,“ segir Gísli. Hann stefnir
á að ná sér í leigukvóta og er að auki
með smá byggðakvóta.
Gísli hefur síðustu ár stundað
strandveiðarnar hér við land sem
aukabúgrein, en aðalvinna hans síð-
ustu fimm árin hefur verið að stjórna
60 metra krabbaskipi norskrar út-
gerðar og hefur verið sótt eftir snjó-
krabba norður í Barentshaf, en
krabbinn er veiddur í gildrur. Hann
segir að árangurinn á þessum veið-
um hafi verið misjafn og margar út-
gerðir verið í mínus eftir veiðarnar.
Meiri gangur og betri árangur hafi
verið við veiðar á kóngakrabba með-
fram ströndum Noregs.
Flest nýtt um borð nema skelin
„Núna er ég kominn heim og verð
á handfærunum meðan ég hef gaman
af,“ segir Gísli. Steinunn ÁR er tæp-
lega 40 ára gamall Mótunarbátur, en
Gísli segir að aldurinn segi ekki allt
því báturinn hafi verið mikið endur-
nýjaður og flest sé nýtt nema plast-
skelin. Báturinn er rúmlega níu
metra langur og hálfur þriðji metri á
breidd, keyptur frá Hafnarfirði í vet-
ur. Gísli segir gott að vinna um borð
og vélin sé öflug.
Um borð er Gísli með fjórar hand-
færarúllur og segir skipta sköpum
við vinnuna að hann er með svokall-
aðar öngulvindur til að draga slóð-
ann. Í þeim sé gífurleg hjálp við að
draga fiskinn, en frá því að Gísli
byrjaði á handfærum síðasta vetur
er hann alls búinn að landa um 80
tonnum. Hann segir að í Noregi séu
flestir færabátar búnir öngulvindum,
en hér viti hann aðeins um einn auk
sín.
Gísli segir að strandveiðarnar
skipti miklu máli fyrir sjávarpláss
um allt land. Þær skapi vinnu fyrir
sjómenn, hafnir, fiskmarkaði og fisk-
vinnslufólk því að þó svo að fiskurinn
sé oft keyrður í burtu frá löndunar-
höfn sé hann unninn í húsum annars
staðar.
„Svo hafa þessir bátar mikið að-
dráttarafl fyrir ferðafólk. Ég get
tekið Hornafjörð sem dæmi, en ná-
lægt höfninni eru 8-9 veitingahús og
gríðarleg ferðamennska í eðlilegu
ári. Þegar um 20 strandveiðibátar
koma inn síðdegis til að landa hrúg-
ast ferðamenn á bryggjurnar til að
fylgjast með.“
Stýrir það ekki góðri lukku?
Skipsnafnið Steinunn er ekki óal-
gengt í íslenska flotanum, nefna má
báta með þessu nafni frá Ólafsvík,
Hornafirði og Hafnarfiði, en hvert
sótti Gísli nafnið á sinn bát? „Nafnið
er fallegt og í mínu tilviki er það sótt
til mömmu minnar, stýrir það ekki
góðri lukku? Mér finnst reyndar að
bátar eiga að heita í höfuðið á eða
eftir góðum eldri konum.“
Bátar beri nöfn góðra eldri kvenna
Tók strandveiðar af krafti og varð aflahæstur Öngulvindur auðvelda störfin um borð í færabátum
Lokaðir inni í kerfinu þó svo að tímabilinu sé lokið Hafði verið á snjókrabbaveiðum við Noreg
Ljósmyndir/Örn Arnarson
Aflakló Gísli Unnsteinsson hyggst stunda handfæraveiðar meðan hann hefur gaman af.
Steinunn ÁR Báturinn er mikið endurnýjaður og hefur reynst Gísla vel.
Í ár lönduðu alls 668 strand-
veiðibátar, en þeir voru 619 í
fyrra. Meðalafli á bát nam tæp-
lega 17,7 tonnum, sem er 1,3
tonnum meira en í fyrra. 494
bátar fengu meira en 10 tonn.
Sex bátar fiskuðu meira en 40
tonn:
Steinunn ÁR 34 - 46,1 tonn
í 43 róðrum.
Jónas SH 237 - 45,5 tonn
í 45 róðrum.
Nökkvi ÁR 101 44,5 tonn
í 44 róðrum.
Hrafnborg SH 182 - 43,8 tonn
í 41 róðri.
Kolga BA 70 - 43,2 tonn
í 45 róðrum.
Sigrún Hrönn ÞH 36 - 40,1
tonn í 46 róðrum.
Sex fengu
yfir 40 tonn
FLEIRI Á STRANDVEIÐUM
Morgunblaðið/RAX