Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bret- lands, og Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, bættust í gær í hóp annarra leiðtoga á Vesturlöndum, sem kallað hafa eftir rannsókn á máli Alexeis Na- valní, eins helsta leiðtoga stjórnarand- stöðunnar í Rússlandi, sem liggur enn á sjúkrahúsi í Berlín eftir að hann féll í dá í síðustu viku. Rússnesk stjórnvöld segja að ekki hafi verið staðfest hver orsök meina Navalnís sé, en læknar við þýska Cha- rite-spítalann í Berlín segja að eitrað hafi verið fyrir honum, en ekki er vitað nákvæmlega með hvaða efni. Sagði Stoltenberg í gær að engin ástæða væri til að draga þær niðurstöður í efa. „Það sem þarf nú er gagnsæ rann- sókn til að komast að því hvað gerðist og til að tryggja að þeir sem beri ábyrgðina svari til saka,“ sagði Stol- tenberg í gær. Boris Johnson tók í sama streng. „Við þurfum gagnsæja heildarrann- sókn á hvað gerðist. Þeir seku verða að bera ábyrgð og Bretland mun taka þátt í kalli alþjóðasamfélagsins til að tryggja að réttlætið nái fram að ganga,“ sagði Johnson. Yfirlýsing Johnsons mun líklega ekki verða til að bæta samskipti Bret- lands og Rússlands, en þau hafa verið stirð frá árásinni á fyrrverandi gagn- njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury árið 2018, en Bretar hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að henni. Nota sama lyf við meðferðina Stjórnvöld í Rússlandi hafa hafnað niðurstöðum þýsku læknanna og sagt þær ótímabærar, en þeir segjast hafa fundið leifar af efnum, sem hafa meðal annars verið nýtt í framleiðslu efna- vopna, lyfja og skordýraeiturs. Læknarnir munu hafa gefið Navalní móteitrið atrópín, en það er sama efni og læknar í Bretlandi notuðu til að bjarga lífi Skrípal-feðginanna fyrir tveimur árum. Þrýsta á Rússa um rannsókn  Stoltenberg segir enga ástæðu til að efast um niðurstöðu lækna í máli Navalnís AFP Navalní Jens Stoltenberg ræðir við fjölmiðla um Navalní-málið í gær. Íbúar í Texas og Louisiana-ríki sem búa á mögu- legum flóðasvæðum negldu fyrir glugga og bjuggu sig undir brottför frá heimilum sínum, þar minnst 25 manns dáið vegna bylsins. Vindhraði fellibylsins mældist um 150 km/klst. og vöruðu veðurfræðingar við að hann myndi aukast. sem gert var ráð fyrir að fellibylurinn Laura myndi ganga á land. Fellibylurinn hefur nú þegar valdið miklum usla á Karabíska hafinu og hafa AFP Búa sig undir að fellibylurinn Laura gangi á land Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, vakti nokkra at- hygli með ræðu sinni á lands- fundi Repúblik- anaflokksins í fyrrinótt. Sló hún þar annan tón en eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert til þessa í kosningabaráttunni. Beindi Melania meðal annars orðum sínum að þeim sem misst hafa ástvini sína í kórónuveiru- faraldrinum og rifjaði upp sína eig- in sögu sem innflytjandi í Banda- ríkjunum. Hvatti hún þá einnig bandarísku þjóðina til þess að reyna að yfirstíga þau vandamál sem komið hefðu upp á í sam- skiptum ólíkra kynþátta vestanhafs í sumar. „Við getum lært svo mikið hvert af öðru,“ sagði Melania m.a. Gerður góður rómur að ræðu Melaniu Melania Trump BANDARÍKIN Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti hét því í gær að Tyrkir myndu ekki láta undan þrýstingi um að þeir hættu við að kanna nátt- úruauðlindir í hafinu undan ströndum Kýpur, þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi krafist þess. Grikkir, Kýpverjar, Frakkar og Ítalir hófu í gær sameiginlega flota- æfingu á austurhluta Miðjarðar- hafs, degi eftir að tyrkneski flotinn ákvað einnig að halda heræfingu á sömu slóðum. Þýsk stjórnvöld hafa boðist til þess að miðla málum í deilu Grikkja og Tyrkja og hafa stjórnvöld í Ank- ara sagt að þau gætu fellt sig við það, ef tryggt sé að viðræðurnar verði „sanngjarnar“ gagnvart Tyrklandi og án skilyrða. TYRKLAND Tyrkir munu ekki „gefa neitt eftir“ Recep Tayyip Erdogan Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðirALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.