Morgunblaðið - 27.08.2020, Side 28

Morgunblaðið - 27.08.2020, Side 28
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Áform breskra stjórnvaldaum byggingu kjarn-orkuvers við Sizewell íSuffolk-sýslu á austur- strönd Englands hafa vakið spurn- ingar um kjarnorku sem orkugjafa og stöðu þeirra mála í okkar heims- hluta. Stofnun Kjarnorkubandalags Evrópu árið 1957 lagði grunninn að notkun kjarnorku í álfunni. Kjarn- orka er notuð í mörgum aðild- arríkjum Evrópusambandsins (ESB) og hefur framkvæmdastjórn- in strangt eftirlit með notkun henn- ar á grundvelli kjarnorku- bandalagssáttmálans (e. Euratom Treaty). Hverju ríki er þó frjálst að ákveða hvort það noti kjarnorku. Um 28 prósent raforku innan ESB kemur frá kjarnorkuverum samkvæmt tölum frá 2018. Dregið hefur úr notkun hennar um nær fimmtung á síðasta áratug. Af 27 núverandi aðildarríkjum ESB eru 13 með kjarnorkuver, Belgía, Búlg- aría, Tékkland, Þýskaland, Spánn, Frakkland, Ungverjaland, Holland, Rúmenía, Slóvenía, Slóvakía, Finn- land og Svíþjóð. Samtals munu um 109 kjarnaofnar vera í notkun í þessum löndum. Hlutur Frakklands er stærstur; þar er framleiddur um helmingur allrar kjarnorku í álf- unni. Ný kjarnorkuver eru í bygg- ingu í þremur ESB-löndum, Finn- landi, Frakklandi og Slóvakíu. Tvö ESB-ríki til viðbótar, Dan- mörk og Ítalía, notast einnig við kjarnorku sem orkugjafa en hún kemur utanlands frá. Ítalir ráku kjarnorkuver fram til 1990 en hættu því eftir að kjósendur höfn- uðu áframhaldandi rekstri þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu 1987. Verið er að byggja kjarnorkuver í þremur Evrópulöndum utan ESB, Rúss- landi, Hvíta-Rússlandi og Tyrk- landi. Kjarnorkuver eru í 30 ríkjum heims en aðeins í fjórum þeirra, Frakklandi, Slóvakíu, Úkraínu og Ungverjalandi, er hún megin- orkugjafinn. Bandaríkin framleiða mest af kjarnorku eða um 30 pró- sent allrar kjarnorku í heiminum. Þar eru um hundrað kjarnaofnar í 30 sambandsríkjum. Þeir framleiða um fimmtung allrar raforku í land- inu. Kínverjar hafa lagt áherslu á byggingu kjarnorkuvera og hafa staðið fyrir miklum framkvæmdum á síðustu árum. Einnig er mikill uppgangur á þessu sviði á Indlandi, í Rússlandi og Suður-Kóreu. Kjarnorkuverum fylgir áhætta Kjarnorkuframleiðslu fylgir afar lítil losun gróðurhúsalofttegunda og hún er því mun vistvænni en raf- magn sem framleitt er með bruna jarðefnaeldsneytis. Í kjarn- orkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem síðan er látin knýja hverfla sem búa til rafmagn. Kjarn- orkuverum fylgir hins vegar áhætta vegna mögulegrar geislamengunar. Ef kjarnorkuver bila þá geta afurð- ir kjarnaklofnunar borist út í um- hverfið og þeir sem komast í tæri við þær verða fyrir geislun. Sum að- ildarríki ESB telja ókosti kjarnork- unnar vega þyngra en kostina og eru því andsnúin nýtingu hennar. Þannig hefur Þýskaland markað þá stefnu að hætta að nota kjarnorku og stefnir að því að loka öllum kjarnorkuverum sínum. Í landinu voru 17 kjarnaofnar en slökkt hefur verið á 8 þeirra. Stefnt er að því að öllum verunum hafi verið lokað í árslok 2022. Í staðinn leggja Þjóð- verjar áherslu á aukna notkun sól- ar- og vindorku. Enn er þó notast mikið við kol til orkuframleiðslu í landinu og eru Þjóðverjar stærstu notendur kola í því skyni í heim- inum. Þegar kjarnorkuver komu fyrst til sögunnar á sjötta áratug síðustu aldar ríkti nokkur bjartsýni á fram- tíð þeirra sem lausnar á orkuvanda heimsins. Yfirleitt var rætt um þau í jákvæðum tón. Það breyttist með kjarnorkuslysunum í Three Mile Island 1979, Chernobyl 1986 og Fu- kushima 2011. Almenningsálitið varð víða andsnúið kjarnorkunni og tvær grímur runnu á stjórnvöld og stjórnmálamenn um heim allan. En þessar stöðvar voru allar komnar til ára sinna og síðan hafa kröfur til kjarnorkuvera og öryggisráðstaf- anir við rekstur þeirra aukist stór- lega. Enn hafa menn þó áhyggjur af afleiðingum hugsanlegrar hryðju- verkaárásar á kjarnorkuver auk áhrifa náttúruhamfara, og enn eru efasemdir um ágæti kjarnorkunnar mjög áberandi í opinberum um- ræðum. Þá er vaxandi umræða um kjarnorkuúrgang sem er óhjá- kvæmilegur fylgifiskur starfsem- innar. Ekki er langt síðan skýrt var frá því að Finnar byggju sig undir að geyma geislavirkan úrgang úr kjarnorkuverum sínum í djúpum neðanjarðargöngum á lítilli grænni eyju. Var talið að hægt yrði að geyma hann þar í allt að 100.000 ár. Svipaðar leiðir hafa verið farnar í öðrum löndum en margir hafa þó áhyggjur af geislavirkum lekum frá þessum urðunarstöðum. Kjarnorkuver í bygg- ingu í 7 Evrópuríkjum Kjarnorkuver starfrækt eða í byggingu í Evrópu Kjarnorkuver starfrækt eða í byggingu í löndum ESB í febrúar 2020 ESB-ríki án kjarnorkuvera Lönd utan ESB þar sem kjarnorkuver eru starfrækt eða eru í byggingu Lönd utan ESB án kjarnorkuvera H e im ild : W o rl d N u c le a r A ss o c ia ti o n ÍSLAND ÍRLAND BRETLAND PO RT ÚG AL PO RT ÚG AL DANMÖRK TÉKKLAND AUSURRÍKI HVÍTARÚSSLAND SV ÍÞ JÓ Ð PÓLLAND FRAKKLAND RÚMENÍA GRIKKLAND NOREGUR ÍTALÍA ÞÝSKALAND ÚKRAÍNA FINNLAND SVISS SPÁNN TYRKLAND RÚSSLAND 28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Greint var fráþví í gær aðrík- isstjórnin hefði samþykkt að rétt- ur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta lengdist úr þremur mánuðum í sex mánuði og að hlutabótaleiðin yrði framlengd um tvo mánuði. Þá verði greiðslur vegna einstaklinga sem sæta þurfa sóttkví fram- lengdar til loka næsta árs. Þessar aðgerðir endurspegla þann erfiða efnahagsveruleika sem Ísland, líkt og flest önnur ríki, glímir nú við vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðun Seðlabankans í gær um að halda vöxtum í 1% endurspeglar einnig þennan veruleika og í riti bankans, Peningamálum, sem kom út samhliða ákvörðuninni, má lesa um þessa alvarlegu stöðu. Þar kemur fram að landsfram- leiðslan á öðrum fjórðungi árs- ins hafi dregist saman um 13% á milli ára, sem sé mesti sam- dráttur frá upphafi mælinga. Þá segir að horfur fyrir seinni hluta ársins hafi versnað miðað við spá bankans í maí enda hafi faraldurinn víða færst í aukana. Gert er ráð fyrir að lands- framleiðslan á árinu í heild drag- ist saman um rúm 7%, sem er heldur minni samdráttur en spáð var í maí. Í Peningamálum segir að atvinnu- leysi hafi ekki aukist eins mikið og óttast hafi verið í maí og er hlutabótaleiðinni þakkað það, auk minnkandi atvinnuþátt- töku og fjölgun hlutastarfa. Því er þó spáð að fram undan sé vaxandi atvinnuleysi og að það nái hámarki í um 10% undir lok ársins. Þessi spá er verulegt áhyggjuefni en kemur ekki á óvart því að útlit er fyrir all- nokkrar uppsagnir um næstu mánaðamót og hætt við að haustið verði mörgum erfitt, fólki jafnt sem fyrirtækjum. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa kynnt eru skiljanlegar í ljósi ástandsins og verða von- andi til þess að draga úr erfið- leikunum. Þær eru þó aðeins skammtímaaðgerðir, til þess ætlaðar að brúa erfiðan tíma. Um leið er brýnt að hugað sé að því að skapa atvinnulífinu hagstæðari skilyrði til lengri tíma svo það geti sem fyrst haf- ið uppbyggingu með verð- mætasköpun, vexti og fjölgun starfa. Ríkisstjórnin hefur kynnt ráðstafanir sem binda verður vonir við að létti mörgum róðurinn} Aðgerðir á erfiðum tímum Deila Grikkjaog Tyrkja um náttúruauðlindir undan ströndum Kýpur harðnar enn. Báðar þjóðir hafa nú hafið flotaæfingar á austurhluta Miðjarðarhafs, svo til á sama tíma og á sama stað. Slíkt býður hættunni heim, en herskip þjóðanna tveggja lentu í árekstri í þar- síðustu viku, sem varð ekki til þess að róa taugar neins. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur heitið því að hann muni ekki gefa einn þumlung eftir af kröfum Tyrkja á hafsvæðinu um- hverfis Kýpur, jafnvel þótt Evrópusambandið hafi gefið til kynna að það muni standa með aðildarþjóðum sínum, Grikklandi og Kýpur, gegn ásælni Tyrkja. Staðan er að sönnu graf- alvarleg, og hafa grískir þing- menn jafnvel gefið til kynna, að styrjöld við Tyrki verði ekki umflúin, láti þeir ekki af tilraunum sínum til þess að leggja undir sig auðlindir sem með réttu tilheyri öðr- um. Það flækir stöðuna að Tyrkland er eitt af 15 ríkjum sem viðurkennir ekki hafréttar- sáttmála Samein- uðu þjóðanna, né heldur alþjóða- dómstólinn í Haag, en hvort tveggja væri hægt að nýta til þess að leysa deiluna friðsamlega. Þýsk stjórnvöld hafa því séð sig tilneydd að reyna að stíga inn í og forða frekari árekstrum á milli Grikkja og Tyrkja. Þýski utanríkisráð- herrann Heiko Maas hefur því síðustu daga flogið á milli höfuðborganna að fordæmi Kissingers gamla og reynt að ýta á eftir viðræðum milli ríkjanna. Tyrkir hafa sagt að þeir gætu fellt sig við þýska milligöngu, sé það tryggt að engin skilyrði fylgi, en Grikk- ir hafa verið ófúsir til þess að ræða við Tyrki nema þeir láti þegar í stað af rannsóknum sínum á orkuauðlindum í austurhluta Miðjarðarhafs. Og þar liggur hundurinn grafinn, því báðir aðilar telja sig í rétti á sama tíma og þjóðarstolt beggja ríkja hefur verið sett að veði. Í slíkum aðstæðum þarf ekki mikið til að illa fari. Hvernig á að ná sáttum þegar hvor- ugur vill gefa eftir?} Heræfingar auka spennuna N ú hefur önnur aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu verið lögð fram á Alþingi. Áætl- unin gildir fyrir árin 2021-2025 og á sér stoð í þingsályktun um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 en samkvæmt heilbrigðisstefnu skal uppfærð aðgerðaáætlun til fimm ára lögð fyrir þingið ár hvert. Áætlunin er tengd við fjárlagavinnu Alþingis á hverjum tíma og tekur mið af helstu áskorunum og áhersluverkefnum í heilbrigðismálum. Um fjórðungur fjárheimilda ríkissjóðs rennur til heilbrigðismála svo mikilvægt er að forgangs- raða fjármunum til málaflokksins þannig að þjónustan verði sem öflugust fyrir okkur öll. Í aðgerðaáætluninni eru sett fram þau meginmarkmið að kaup á heilbrigðisþjónustu tryggi að fjármunum sé varið til þeirrar þjón- ustu sem mest er þörf fyrir á hverjum tíma, að nýtt þjón- ustutengt fjármögnunarkerfi verði tekið í notkun fyrir op- inber sjúkrahús og sambærilega einkarekna þjónustu, að nauðsynlegar kröfur séu gerðar um aðgengi, gæði og ör- yggi sjúklinga og að notendur heilbrigðisþjónustu hafi gott aðgengi að upplýsingum til að taka upplýstar ákvarðanir um val á heilbrigðisþjónustu. Að lokum eru tilgreind meg- inverkefni til að ná þeim markmiðunum sem lýst er í áætl- uninni. Aðgerðaáætlunin hefur verið send stjórnendum stofn- ana sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið og starfsáætl- anir stofnana fyrir árið 2021-2022 ættu að endurspegla hana. Einnig hefur starfsáætlun heilbrigðis- ráðuneytisins fyrir árið 2020 verið birt. Mark- visst starf heilbrigðisstofnana landsins og far- sæl innleiðing embættis landlæknis á gæðaáætlun í heilbrigðisþjónustu er lykillinn að árangursríkri innleiðingu þessarar fimm ára aðgerðaáætlunar. Í samræmi við fyrri aðgerðaáætlun heil- brigðisstefnu, fyrir árin 2019 –2023, og mark- mið heilbrigðisstefnu hefur á síðustu misserum verið unnið að því að skýra ákveðna grunn- þætti innan heilbrigðiskerfisins. Þegar hafa verið gerðar breytingar á löggjöf um heilbrigð- isþjónustu í þessu skyni og hún samræmd heil- brigðisstefnu þannig að löggjöfin er nú skýrari og afdráttarlausari um hlutverk heilbrigðis- stofnana og þeirra sem veita heilbrigðisþjón- ustu. Efnt var til heilbrigðisþings í fyrra þar sem hófst undirbúningur að gerð þingsályktunartillögu um þau siðferðilegu gildi sem hafa skuli að leiðarljósi við forgangsröðun í íslenskri heilbrigðisþjónustu og var þings- ályktunin samþykkt á Alþingi í júní síðastliðnum. Stefnt er að því að boða einnig til heilbrigðisþings síðar á þessu ári. Nú hafa ný áhersluverkefni og markmið í heilbrigð- ismálum verið skilgreind í hinni nýju aðgerðaáætlun og þar með tökum við fleiri mikilvæg skref í því stóra verk- efni að koma heilbrigðisstefnu til ársins 2030 til fram- kvæmda. Svandís Svavarsdóttir Pistill Aðgerðaáætlun til fimm ára Höfundur er heilbrigðisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.