Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 30

Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar á Akureyri var lítið rætt um miðbæjarskipulag- ið enda hafði það verið samþykkt samhljóða í bæjarstjórn árið 2014. Sumum þykir hins vegar að dregist hafi óþarflega lengi að koma þessu ágæta skipulagi til fram- kvæmda. Sjálfstæðisflokkurinn lagði þó til í stefnuskrá sinni 2018 að „fallið verði frá þrengingu og til- færslu Glerárgötu og bygging- arreitum í Hofsbótinni breytt til samræmis við það“. Á hinn bóginn kom fram í stefnu Samfylking- arinnar að gengið yrði frá vist- vænni Glerárgötu í gegnum miðbæ- inn í samræmi við gildandi deiliskipulag. Önnur framboð tjáðu sig ekki jafnafdráttarlaust um þennan þátt málsins og opnuðu heldur ekki á að breyta því sem bú- ið var að ákveða í deiliskipulaginu að færa umrædda götu vestan Hofs til austurs og mjókka hana til að hægja á umferð og skapa um leið viðbótarbyggingarreiti í Hofsbót. Allt í samræmi við markmiðið um vistvænan miðbæ þar sem tryggðar verði greiðar leiðir fyrir gangandi vegfarendur, hjólandi eða á bílum. Síðan var kosið og myndaður nýr meirihluti L-lista, Framsóknar og Samfylkingar. Meirihlutinn lætur undan síga Í málefnasamningi meirihlutans var „lögð áhersla á að uppbygging vistvæns miðbæjar taki mið af ör- yggi vegfarenda, skilvirku umferð- arflæði, rými til uppbyggingar og fjárhagslegri skynsemi“. Núgild- andi deiliskipulag tekur einmitt mið af öllum þessum ágætu markmiðum og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að nýr meirihluti vindi sér í að framkvæma uppbyggingu í samræmi við það. En trúir sinni stefnu klifuðu sjálfstæðismenn sí- fellt á því að það væri alltof dýrt að færa götuna til á umræddum kafla og hægja með því umferðina þar niður í 40 km/klst. eins og stefnt er að enda er það forsenda vistvænn- ar umferðar. Að lokum virðist sem meirihlutinn hafi hreinlega farið á taugum í málinu og fallist í vand- ræðagangi sínum á að skoða áður- nefnda stefnu Sjálfstæðisflokksins; skipaði síðan nefnd fyrir ári til að útfæra þessa stefnu og þjóna þar með lund flokks í minnihluta! Nú getur verið að meirihlutinn trúi því að það sé mun minni kostnaður fyr- ir bæinn að hafa umræddan hluta götunnar á sama stað og mjókka hana ekki. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að það er grundvallar- misskilningur. Hagkvæmur kostur Fyrir nokkru gerði virt verk- fræðistofa kostnaðar- og tekju- áætlun við að færa umræddan hluta götunnar til austurs og mjókka eftir gildandi skipulagi. Þar er gert ráð fyrir kostnaði upp á röskar 390 milljónir króna. Auðvit- að eru þetta miklir fjármunir en þegar þess er gætt að með fram- kvæmdinni eykst byggingarými vestan götunnar um heila 5.000 fer- metra er eftir miklu að slægjast. Þarna eru dýrustu lóðir bæjarins og áætlar verkfræðistofan að 100 milljónir króna fáist strax í bæj- arsjóð fyrir viðbótarsvæðið í gatna- gerðargjöld auk 15 milljóna króna í fasteignagjöld á ári hverju. Af þessu er ljóst að breytingarnar á götunni munu skila sér á 15 til 20 árum. Eftir það verður þetta svæði góð tekjulind fyrir bæjarsjóð í ára- tugi. Við það bætast svo tekjur sem bærinn fær af öflugri atvinnu- starfsemi á þessu viðbótarsvæði sem annars yrði ekki í boði. Til- færsla og mjókkun götunnar og það við- bótarbyggingarsvæði sem af því leiðir er því mjög góð fjárfest- ing og „fjárhagslega skynsamleg“ eins og meirihlutinn stefnir að. Ekki ætti að vera mikið mál fyrir stönd- ugt bæjarfélag eins og Akureyri að taka lán fyrir þessum fram- kvæmdum og klára þær á næstu misserum. Þá getur þetta nauðsynlega verkefni orðið sjálfbært og þarf ekki að koma nið- ur á öðrum mikilvægum viðfangs- efnum bæjarins. Bak við luktar dyr Áður en undirbúningur hófst við gerð gildandi miðbæjarskipulags var haldið fjömennt þing á Ak- ureyri um hvað íbúar vildu leggja áherslu á í þeirri vinnu. Á grund- velli niðurstöðu íbúaþingsins gaf Akureyri í öndvegi bænum 152 vandaðar tillögur færustu arkitekta víða að úr heiminum um nýtt skipulag miðbæjarins. Með skír- skotun til afraksturs þessa viða- mikla sjálfboðaliðastarfs afgreiddi bæjarstjórn síðan samhljóða nú- gildandi skipulag eftir ítarlegar kynningar og umræður við bæjar- búa. Allt mjög opið og lýðræðislegt. En nú fer bæjarstjórnin aðra leið og heldur spilunum þétt að sér. Í heilt ár hefur nefndin, sem áður er getið um, unnið fyrir luktum dyr- um „við endurskipun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar“ eins og segir í samþykkt bæjarstjórnar. Ekki verið rætt við nokkurn mann utan ráðhússins en allri vinnunni haldið leyndri. Því verður áhugafólk að treysta á sögusagnir og tíst fugla sem fljúga yfir ráðhúsið um fram- vindu þessa mikilvæga málefnis. Einn þessara fugla sagði á dög- unum að sér hefði heyrst að búið væri að ráða sérfræðinga til að út- færa frágang Glerárgötu eftir hug- myndum sjálfstæðismanna. Hins vegar alveg sleppt að ræða við bæjarbúa eins og áður var lagt mikið upp úr; ekkert við þá að tala. Með þessari leynd er greinilega vonast til að hægt verði að ganga svo langt að fólk átti sig ekki og standi að lokum frammi fyrir gerð- um hlut sem bæjarbúar verði að sætta sig við og kyngja. Ef þessi spádómur rætist verður broslegt að hlusta næst á bæjarfulltrúa tjá elsku sína á íbúalýðræði. Hefjumst handa Þrátt fyrir allt vona margir að bæjarstjórnin sjái að sér og sýni loks framkvæmdahug í þessu mik- ilvæga málefni svo fjárfestar horfi til Akureyrar um áhugaverð tæki- færi í nýjum miðbæ. Þá má líka bú- ast við að akureyrskir fjárfestar komist hjá að leita til annarra bæja fyrir sunnan til að koma fjár- munum sínum í vinnu eins og nú er að gerast. Að öllu þessu metnu er löngu tímabært að sextán ára umræður umbreytist nú þegar í sjálfbærar framkvæmdir við uppbyggingu glæsilegs og vistvæns miðbæjar í samræmi við óskir bæjarbúa. Sjálfbær framkvæmd Eftir Ragnar Sverrisson » Löngu er tímabært að sextán ára um- ræður umbreytist nú þegar í sjálfbærar fram- kvæmdir við uppbygg- ingu glæsilegs og vist- væns miðbæjar í samræmi við óskir bæjarbúa. Ragnar Sverrisson Höfundur er kaupmaður. raggijmj@simnet.is Um þessar mundir er hverfisskipulag Breiðholts til kynn- ingar. Hverfaskipulag- ið er ígildi deiliskipu- lags og mun hafa í för með sér töluverðar breytingar fyrir hverf- ið. Breiðholtið hefur mestmegnis verið af- skipt af hálfu borgar- yfirvalda síðustu ár. Sumt í nýja hverfisskipulaginu verð- ur Breiðholtinu til góðs þó annað sé gagnrýnivert og jafnvel algerlega vanhugsað. Íbúum í hverfinu hefur fækkað um þúsundir síðustu ár, inn- viðum hefur ekki verið haldið við og lítil sem engin uppbygging í hverfinu hefur bitnað á gæðum hverfisins. Þegar farið er í róttækar breytingar á skipulagi sem snertir þúsundir íbúa er mikilvægt að vinna málið í sátt og samlyndi við hverfið. Samráð? Borgin stærir sig af því að mikið samráð hafi verið haft við íbúa hverfisins við vinnu skipulagsins. Ekki í fyrsta sinn en Reykjavíkur- borg hefur áður stært sig af miklu samráði við íbúa borgarinnar, stofn- anir og fleiri aðila. Hins vegar hefur komið á daginn að sá ferill hefur alltaf verið einhliða af hálfu borgarinnar, þ.e.a.s. íbúar hvattir til þess að taka þátt í umræðum og segja sína skoðun. Þegar niðurstöður samráðsvettvangs eru svo birtar, hefur einhliða stefna meirihluta flokkanna í borginni verið það eina sem kynnt er og unnið eftir. Til eru ótal dæmi um þennan farsa síðustu ár. Þessi vinnubrögð hafa ekki stuðlað að sátt um breytingar á borgarskipulaginu síðustu ár. Handbók Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2017 er ætlað að vera leiðbeinandi plagg fyrir sveit- arstjórnir í landinu svo hægt sé að bæta samráð við íbúa og auka já- kvæða þátttöku þeirra í ákvörð- unartöku í nærsamfélagi þeirra. Þar stendur meðal annars: „Áður en lagt er af stað í vegferðina þarf þó að vera alveg ljóst að það sé ennþá svigrúm til að hafa áhrif á ákvörðunina og sveitarstjórn þarf að hafa raunveru- legan áhuga á að hafa viðhorf íbúa til hlið- sjónar. Málamynda- samráð grefur undan trausti íbúa á sveitar- stjórnum og á aldrei rétt á sér.“ Þessi vinnubrögð eru ein af mögulegum ástæðum þess að borg- arstjórn mælist ítrekað með minnsta traust allra stofnana samkvæmt könnunum Gallup, eða aðeins 12%. Jákvæð uppbygging og fegrun Uppbygging hverfiskjarnanna í Breiðholti er þörf og á flestum af þeim svæðum sem lagt er til að þétta byggð mun þéttingin hafa jákvæð áhrif á hverfið. Nýja skipulagið gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu lítilla íbúða. Hins vegar er skortur á íbúð- um í hverfinu fyrir hjón og ein- staklinga á miðjum aldri sem enn vilja búa í hverfinu en þurfa til dæmis að minnka við sig úr einbýlishúsum. Einnig er skortur á fjölskylduíbúðum fyrir ungt fólk með 2 til 4 börn. Stór hluti Breiðholts er byggður upp af litlum íbúðum og stærri einbýlis- húsum, því er ekki skortur á þeim í hverfinu, frekar offramboð. Aukinn íbúafjöldi og meiri þéttni íbúa ætti að ýta undir aukna þjónustu í hverfinu sem hefur oft á tíðum átt erfitt með að þrífast til langs tíma. Til dæmis má nefna hverfiskjarna eins og í Rangárseli, Arnarbakka og Völvufelli, auk kjarna í Iðufelli og Tindaseli. Einnig eru spennandi hug- myndir um uppbyggingu stúdenta- íbúða í hverfinu. Hins vegar hafa stúdentar í gegnum tíðina sóst meira eftir búsetu í nærumhverfi háskóla- samfélagsins en í útjaðri borgarinnar. Vegna afskiptaleysis borgaryfir- valda síðustu ár er þörf á átaki í við- haldi og fegrun hverfisins. Hverfið, eins og mörg önnur úthverfi borg- arinnar, hefur verið illa hirt og við- haldi á grunnstoðum samfélagsins verið verulega ábótavant svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Borgin gæti t.a.m. skoðað þann kost að bjóða hús- félögum og húsfélagseiningum upp á samtal og samráð um fegrun stórra svæða í umsjá húsfélagseininga. Þannig gæti borgin verið ráðgefandi aðili íbúa hverfisins í að fegra og byggja upp svæði sem lengi hafa ver- ið látin afskipt. Samspil íbúa og borg- arinnar væri því lykill í jákvæðri upp- byggingu og fegrun hverfisins. Gagnrýnivert Þegar farið er í uppbyggingu í grónum hverfum borgarinnar er ákveðin hætta á að gengið sé á mik- ilvæg svæði. Skipulagsdrögum að nýju hverfisskipulagi hlýtur að verða breytt til að halda í svæði eins og Bakkatún. Svæðið er mikilvægt í hverfinu en þar var t.d. fjölskyldu- hátíð haldin 17. júní síðastliðinn. Einnig ætlar borgin sér að útrýma öllum stórbílastæðum í hverfinu án nokkurrar ástæðu. Þar þarf að finna lausn hið fyrsta. Skipulagið setur samgöngu- sáttmálann í hættu Ein af áhugaverðustu hugmyndum hverfaskipulagsins er Vetrargarður við skíðabrekkuna ofan við Jafnasel. Hugmyndin er hugsuð sem skíða- brekka fyrir skólabörn og ungt fólk árið um kring. Hins vegar eru þær skipulagshugmyndir vanhugsaðar því þær stangast á við Samgöngu- sáttmálann sem Reykjavíkurborg undirritaði ásamt öðrum sveitar- félögum höfuðborgarsvæðisins. Verði núverandi skipulag að veruleika kem- ur það að öllum líkindum í veg fyrir lagningu Arnarnesvegar. Það setur sáttmálann í uppnám og óljóst hvað önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu ákveða að gera brjóti Reykjavíkurborg Samgöngusátt- málann. Fórnarkostnaður yrði mjög mikill verði ekki fundin lausn á mál- inu. Hverfisskipulag Breiðholts Eftir Egil Þór Jónsson Egill Þór Jónsson » Það setur sáttmál- ann í uppnám og óljóst hvað önnur sveit- arfélög á höfuðborgar- svæðinu ákveða að gera brjóti Reykjavíkurborg Samgöngusáttmálann. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. egill.thor.jonsson@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.