Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30
Gott úrval af gæðakjöti
Úrvals hamborgarar með brauði
Sósur, krydd og marineringar
„Þjóðin á eftir að elska þennan“
Þær stórfréttir bárust á dögunum að von
væri á fjórum nýjum konfektmolum frá
sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi.
Eins og vænta mátti voru viðbrögðin við
þessum fregnum mikil og tróndi fréttin á
toppnum yfir mest lesnu fréttir dagsins á
mbl.is. Molarnir eru fjórir talsins og hver
öðrum ólíkari. Molarnir koma í stað ann-
arra mola og segja má að við þessa breyt-
ingu þéttist konfektlína Nóa Síríus til
muna. Molarnir eru afskaplega afgerandi
og það er nákvæmlega ekkert leiðinlegt
eða óspennandi við þá. Fjórar stjörnur
sem vert er að taka eftir.
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Við fengum fimm álitsgjafa okkur til aðstoðar enda marg-
slungin vísindi að smakka mat. Álitsgjafarnir voru Stefán Einar
Stefánsson, ritstjóri ViðskiptaMoggans, Guðlaug Sigurðardóttir,
framleiðslustjóri Morgunblaðsins, Steinþór Guðbjartsson, blaða-
maður á Morgunblaðinu, Elín Arnórsdóttir, grafískur hönnuður,
og Kristín Sif Björgvinsdóttir, dagskrárgerðarkona á K100.
Molinn kemur úr uppskriftabók eins verkstjórans sem
blandaði iðullega saman kókos og marsípani í konfektmola
fyrir starfsmenn til hátíðabrigða um jólin. Molinn hefur alltaf
verið í miklu uppáhaldi hjá starfsfólki og nú fær þjóðin loks að
njóta með.
„Þetta er klassískur Nóa
Síríus-moli útlitslega. Mar-
sípan/kókosfyllingin er
hins vegar algjört meist-
araverk, létt en mjúk og
þétt og í góðu jafnvægi
við súkkulaðið. Kókos-
bragðið kemur fyrst
fram en síðan tekur við
fínlegt marsínpanbragð. Fyrir
minn smekk var þetta langbesti molinn af þessum fjórum.
Hann er mjög „elegant“ og hentar við öll tækifæri.
„Kókosblandaða marsípanið er léttara en hefðbundnir
marsípanmolar.“
„Marípanmolinn tekinn á næsta level. Kókosinn blandaður
við marsípanið gerir hann líflegri og mann langar í meira.“
„Hættulega góður moli. Virkilega góð blanda.“
„Krembrauð með kókos og marsípani. Blanda sem ég hef
ekki látið mér detta í hug áður en er skemmtileg. Elska
marsípan en þetta er sannarlega léttara og ekki eins „olíu-
kennd“ áferð eins og oft verður af hreinni marsípanfyllingu.“
„Ægilega góður. Marsípanið verður miklu betra með kókos-
inu. Miklu betri en venjulegur marsípanmoli. Léttur í maga.“
„Marsípanið kemur fyrst sterkt fram og svo tekur kókos-
bragðið við. Fullkomin blanda.“
Kókosmarsípanmolinn
Skuggalega fagur moli með tilkomumiklum hrafni á. Molinn er svar Nóa Síríus við ákalli þjóðar-
innar en lengi hefur verið beðið eftir lakkrísmola.
„Í mola sem skartar hrafni á steini og
krákusporum á hliðum hlýtur að vera lakkrís-
fylling, sem var raunin. Sæt saltlakkrís-
fyllingin höfðar til margra enda
hefur lakkrís verið geysivinsæll
hin síðari misseri.“
„Háklassa moli.“
„Vel balanseraður og stingur
vel á tungubroddinn.“
„Mjúk lakkrísfylling sem er bæði
sölt og sæt. Virkilega gott jafnvægi.
Liturinn á fyllingunni kom á óvart.“
„Besti lakkrísmoli sem ég hef smakkað. Salt-
ur og góður, rjómakenndur og mjúkur í
munni.“
„Lakkrís og súkkulaði klikkar aldrei.
Hóflegt salt í bland við lakkrísinn. Bitinn
er í sætara lagi, jafnvel væminn en það
kemur ekki að sök. Dálítil vonbrigði að
fyllingin væri ekki svört eins og
krummi en kannski er gert ráð fyrir að
fólk borði molann í einum bita. Lagið á
molanum er mjög skemmtilegt og er á
pari við stuðlabergsmyndanirnar á Ís-
landsmolanum sem alltaf kæta augað.“
„Þjóðin á eftir að elska þennan.“
Hrafnamolinn
Molinn inniheldur gamla uppskrift að rjómatrufflu frá því að verksmiðjan var á Barónsstíg, sem
fannst við undirbúning 100 ára afmælissýningar Nóa Síríus fyrr á árinu og var ákveðið að setja í
konfektmola.
„Mild rjómakaramellufyllingin er fínleg og
nýtur sín vel með ljósu súkkulaðinu. Molinn
státar af merki Nóa Sírus á toppnum en
á hliðunum eru fínlegar blómarist-
ur. Í eftirbragðinu leynist grunur
um líkjör eða romm.“
„Góður konfektmoli sem passar
við öll tækifæri. Skemmtilegt auka-
bragð sem gerir gæfumuninn.“
„Vandaður og lágstemmdur moli. Á
vel við með flestu. Trufflan passlega
mjúk og dásamleg.“
„Skemmtileg og tilgerðarlaus rjómatruffla.
Ekki of sæt og jafnvægið í bragðinu gott.
Undarlega léttur romm-undirkeimur
sem hvílir vel í eftirbragðinu.“
„Virkilega góður rjómasúkkulaði-
moli með smá rommbragði. Það er
allavega einhver spennandi tónn
sem gefur gott eftirbragð.“
„Þetta er moli fyrir alla. Hann
er mjúkur og notalegur. Virki-
lega góður kaffibollamoli. Smá nostalgía
í honum en útfærslan alveg til fyrirmyndar.“
Nóa Síríus-molinn
Fagurlega skreyttur með klassísku laufabrauðsmynstri.
Fyllingin varð óvart til þegar ungur starfsmaður blandaði
tveimur fyllingum saman fyrir algjöra tilviljun. Úr varð þessi
gómsæta fylling sem vakti mikla lukku innanhúss og búið er að
spara fyrir rétta tilefnið.
„Bragðið spilar virkilega vel
saman. Sætt og gott eftir-
bragð.“
„Virkilega góður moli.
Karamellan er fljótandi með
mildu kókos- og jafnvel
vanillubragði.“
„Skemmtileg útfærsla á
laufabrauðsmynstri prýðir
molann. Það eitt og sér ger-
ir hann spennandi. Fyllingin
margslungin, keimur af kókos
og vanillu. Bragðið er flókið en
tónar vel saman. Fyllingin er dísæt en bragðlítið
súkkulaðið tónar sætubragðið aðeins niður. Þennan mola þarf
að borða í heilu lagi því fyllingin lekur út sé bitið í hann.“
„Léttur og góður karamellumoli. Karamellan hvorki of
þung né of sæt. Dálítill „cool kid on the block“ fílíngur.“
„Guði sé lof fyrir þennan Viggó viðutan sem ruglaði bragð-
tegundunum.“
„Fallegur moli og munstrið klassískt og jafnvel dálítið gam-
aldags. Kókoskaramellan er skemmtileg nýjung. Karamellan
kemur sterk inn fyrst og kókosinn er jafnvel dálítið feiminn.
Kemur þó betur í ljós í millibragðinu. Karamellan alls ekki
brennd eða þung. Létt og skemmtileg blanda.“
Laufabrauðsmolinn
Vantar þig pípara?
FINNA.is