Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
Fyrst og síðast munum við
minnast Evu sem elskulegrar
tengdadóttur, eiginkonu og
móður. Þá var samband hennar
við foreldra sína og systur ein-
stakt.
Það er nú ómetanlegur
styrkur fyrir Gunnlaug, Þor-
geir Viðar og Þrúði Júlíu að
njóta nærveru þeirra og stuðn-
ings. Slík fjölskyldubönd eru
ekki sjálfsögð en hér eru þau
sterk og gefandi og bera fjöl-
skyldu Evu fagurt vitni.
Við biðjum nú góðan Guð að
styrkja Gunnlaug, Þorgeir Við-
ar og Þrúði Júlíu, foreldra Evu
og systur og þeirra fjölskyldur
og okkur öll sem þótti svo vænt
um Evu. Megi ljós minninganna
um Evu nú vísa okkur fram á
veginn.
Þorgeir og Guðrún Erla.
Fallega og yndislega mág-
konan mín, Eva Björg Skúla-
dóttir, er fallin frá í blóma lífs-
ins. Það er margt sem kemur
upp í hugann þegar ég hugsa til
baka. Sú stund er ég kom inn í
hennar dásamlegu og sam-
heldnu fjölskyldu. Er ég kynnt-
ist eiginkonu minni Hófý, syst-
ur Evu. Minnisstæðar eru allar
ferðirnar sem Eva kom á Dal-
vík frá Akureyri til að djamma,
snjóaveturinn 1995. Mikið lagði
hún á sig til að komast úteftir,
oft með miklu brasi.
Einnig allar sumarbústaða-
ferðirnar og svona mætti lengi
telja um það sem við höfum
brallað saman. Eftir að Eva
kynntist Gulla sínum, og þau
eignuðust Þorgeir Viðar og
Þrúði Júlíu, höfum við átt
margar góðar stundir saman.
Ekki síst í sannkölluðum sælu-
reit fjölskyldunnar yfir í heiði.
Þar sem stórfjölskyldan dvelur
mikið saman.
Eva var einstök manneskja,
hjartahlý, róleg og yfirveguð.
Við fráfall Evu er stórt skarð
höggvið í fjölskyldu Skúla og
Nunnu, það vita þeir sem hana
þekkja.
Eva átti marga góða vini,
sem er dýrmætt, ekki síst innan
LC þar sem hún var fljótt kom-
in á hæsta pall, var landsforseti
2018-2019. Sem sýndi hve klár
hún var, og einnig mikill leið-
togi.
Það var aðdáunarvert að
fylgjast með því allt frá því að
hún veiktist, hvernig hún tókst
á við verkefnið. Það var ekki
annað hægt en að dást að styrk
hennar og jákvæðni.
Það er alltaf sárt að missa
góða vini og aldrei finnst manni
það tímabært.
En vegir guðs eru órannsk-
anlegir.
Evu Bjargar Skúladóttur
verður svo sannarlega saknað.
Gulli, Þorgeir Viðar og Þrúð-
ur Júlía. Megi guð góður gefa
ykkur allan þann styrk sem
hugsast getur til að takast á við
þá miklu sorg sem framundan
er.
Ég sendi fjölskyldu og vinum
Evu mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Evu
Bjargar Skúladóttur.
Tryggvi Kristjánsson.
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í arf,
Er endurminning um göfugt starf.
(Davíð Stefánsson)
Það er þyngra en tárum taki
að hripa niður þessar fátæklegu
línur, nokkur minningarorð um
hana Evu Björgu.
Eva frænka mín var bara 44
ára gömul þegar hennar stóra
hlutverki meðal okkar var lokið,
ung falleg ofurkona.
Ég passaði þessa skottu og
systur hennar þegar þær voru
litlar, árin liðu, við vorum alltaf
frænkur, systkinabörn, þótt
samverustundir tengdust aðal-
lega fjölskylduviðburðum. Þeg-
ar foreldrar lifa börn sín finnst
mér óréttlæti heimsins hvað
mest.
Ég fylgdist alltaf með Evu,
ég vissi að henni voru ekki út-
hlutuð auðveld verkefni til að
kljást við. Erfið liðagigt sem lít-
il stelpa, lyfjagjafir og aðrar
meðferðir auðvelduðu ekki
barni, unglingi og ungri konu
lífið, en Eva tæklaði þau eins og
henni einni var lagið með styrk-
leika sínum, jákvæðni, ákefð og
gleði.
Það var svo í lok síðasta árs
sem Eva fékk aukaverkefni,
eins og það væri það sem hana
vantaði. Hún var samt valin.
Það eru nefnilega ekki allir sem
ráða við erfiðu verkefnin í líf-
inu, það eru þeir sterku, þeir
sem kunna að leysa verkefni
jafnvel þótt útkoman sé
kannski eins og við viljum.
Eva Björg var ein af þeim
sterku, þeim útvöldu.
Eva var vinsæl, vinamörg,
hnyttin og dásamlega skemmti-
leg ung kona, hún menntaði sig
og eignaðist tvö yndisleg börn
með Gulla sínum, hún elskaði
lífið og samheldnu fjölskylduna
sína umfram allt annað. Í faðmi
stórfjölskyldunnar var hennar
skjól og styrkur, faðmi sem ég
veit að mun umvefja eiginmann
og börn hennar um ókomin ár.
Ég á engin orð til að lýsa
sorg minni og samkennd með
elskulegu frændfólki mínu,
þeirra er missirinn mestur og
sorgin sárust.
Elsku þið öll, megi allar góð-
ar vættir umvefja ykkur og
styrkja á þessum erfiða tíma.
Elsku fallega Eva, hver
minning er dýrmæt perla.
Hjartans þökk fyrir sam-
fylgdina.
Kristín Hrönn og fjölskylda.
Fallin er frá yndisleg mág-
kona mín, mörgum áratugum of
snemma. Orð virðast einskis
megn, andspænis svo stóru
sári.
Eva kom inn í líf mitt þegar
ég var enn barn að aldri, þegar
hún kynntist elsta bróður mín-
um, Gunnlaugi, og þau felldu
hugi saman. Ég hef líklega ver-
ið sjö eða átta ára þegar við
hittumst fyrst, Eva líklega rétt
um þrítugt. Fyrsta minningin
sem ég á um okkur tvær var í
sumarbústað með foreldrum
mínum, Evu og Gunnlaugi –
dýrindiskvöldmatur hafði verið
borinn á borð og í eftirrétt var
búið að grilla banana með
Mars-súkkulaði. Slíka blöndu
hafði ég aldrei séð áður – og
raunar hafði ég heldur aldrei
smakkað grillaða banana. Ég
var tortryggin á þetta enda
matvönd eins og flest börn á
þessum aldri en man að Eva
eyddi dágóðum hluta kvöldsins
í að reyna að fá mig til að
smakka. Það gekk fyrir rest.
Nú mun ég minnast Evu í hvert
sinn sem ég borða banana með
Mars-súkkulaði, í mínum huga
er þetta rétturinn hennar.
Síðustu árin vorum við síðan
byrjaðar að leggja grunn að
vinskap okkar á milli sem
byggðist á jafningjagrundvelli,
enda ég loksins vaxin upp úr
matvendninni og komin í full-
orðinna manna tölu. Eva og
Gunnlaugur voru alltaf til í að
gefa manni tímann sinn og
rýmka til í dagskránni hjá sér
til að geta hist. Þeim fannst
ekkert tiltökumál að keyra
jafnvel landið þvert og endi-
langt með engum fyrirvara til
að gera sér glaðan dag með
manni í höfuðborginni og það
þótti mér afskaplega vænt um.
Síðustu misseri dvaldi ég
nokkra mánuði á Akureyri
vegna náms og starfa á Sjúkra-
húsinu á Akureyri og þá þróuð-
um við Eva áfram vinskap okk-
ar og dyr hennar og Gunnlaugs
stóðu mér ávallt opnar. Minn-
ingar af pizzakvöldum og
pönnukökukaffi eru nú enn dýr-
mætari en áður.
Í sumar lögðum við grunn að
plönum um kaffitíma saman í
íbúðinni sem við Haukur erum
nýflutt inn í. Við hlökkuðum
báðar til og biðum þess að hún
yrði aðeins hressari. Aldrei
varð af þeim kaffibolla, því mið-
ur.
Ekki grunaði mig heldur að
kaffitíminn sem við áttum sam-
an á Akureyri í sumar, Eva og
Gunnlaugur ásamt krökkunum,
ég og Haukur minn, ætti eftir
að vera kveðjustundin okkar.
Það er furðulegt og eiginlega
ómögulegt að hugsa til þess að
keyra norður næsta sumar og
finna Evu ekki með hundinn
Lottu í fanginu í eldhúsinu á
Hólatúninu.
Söknuðurinn er sár en ljós
minninganna lýsir okkur áfram
og við sem eftir lifum munum
leggja okkur fram um að lifa líf-
inu eins og Eva kenndi okkur –
í gleði og kærleika.
Guðrún Ingibjörg.
Elsku besta og fallega Eva
mín, það er svo sárt að kveðja
þig, lífið er ekki alltaf sann-
gjarnt, góðhjartaðri manneskju
er erfitt að finna. Þú gerðir allt
fyrir alla í kringum þig, meðal
annars mig og ég mun svo
sannarlega reyna að feta í þín
fótspor.
Ég hefði sennilegast ekki
komist í gegnum framhalds-
skóla nema að hafa þig á hlið-
arlínunni. Ég mun aldrei
gleyma okkar síðasta samtali
þegar þú sagðir við mig hvað
þú værir stolt af mér að elta
draumana mína og ætla ég svo
sannarlega að gera það, við
ræddum líka stundirnar okkar
saman í Brussel þar sem við
tvær fórum á barinn á meðan
hinar konurnar fóru heim, en
við fengum okkur kokteila. Þú
sagðir alltaf að það væri allt í
lagi að gráta en samt ættum við
ekki að draga sængina upp fyr-
ir haus, við þurfum líka að vera
sterk og halda áfram. Þorgeir
Viðar og Þrúður Júlía eru svo
flott og þau eru sterk á þessum
erfiða tíma en ég mun gera allt
sem ég get til að láta þeim líða
betur, það kemur enginn í stað-
inn fyrir þig, elsku besta, en við
hin munum samt gera allt til að
vera til staðar fyrir þau eins og
þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur.
Elska þig alltaf. Þín
Guðrún Mist.
5 ár eru ekki langur tími en
það er engu að síður tíminn
sem ég og Evan mín fengum
saman. Frá upphafi var eins og
við hefðum þekkst alla ævi og
tengdumst við strax sterkum
böndum. Eva kom eins og köll-
uð inn í líf mitt fyrir rúmum 5
árum. Þá var ég nýbúin að
missa föður minn og Eva með
sinni fallegu nærveru, einlægni
og hlýju hjálpaði mér að takast
á við missinn. Vinátta okkar var
falleg, sterk og einlæg eins og
Eva sjálf.
Við vorum á margan hátt svo
líkar en um leið ólíkar, við
deildum sömu sýn á lífið og not-
uðum frasann „ live a little“
ansi oft, sérstaklega þegar að
við vorum að skipuleggja ný
ævintýri og undirbúa einhverja
vitleysuna sem okkur datt í
hug. Eva var ævintýragjörn og
stökk á öll tækifæri sem hún
fékk til að prufa eitthvað nýtt,
ferðast og búa til minningar og
þá sérstaklega með litlu fjöl-
skyldunni sinni.
Þegar ég lít til baka og hugsa
um allt sem við gerðum á þess-
um stutta tíma, get ég ekki
annað en brosað í gegnum tárin
og fundið fyrir þakklæti. Þakk-
læti fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman.
Allar hláturstundirnar á
„happy hour“ eða bara heima
yfir kaffibollanum, göngutúrana
og „roadtrip-in“ þar sem heims-
málin voru leyst og síðast en
ekki síst allar utanlandsferðirn-
ar en mér telst að þær hafi ver-
ið 11 talsins. Upp úr stendur án
efa ferðin okkar til New York
ásamt eiginmönnum þar sem
við fögnuðum 50 árunum hans
Gulla. Ferð sem skilur eftir sig
dýrmætar minningar.
Elsku Eva, þú kenndir mér
svo margt. Hugrekki er mér of-
arlega í huga sem og lífsgleðin
sem einkenndi þig. Í kringum
þig var alltaf gleði, fallega bros-
ið þitt og nærveran var engu
lík. Við áttum einnig okkar
stundir þar sem við grétum
saman og trúðum hvor annarri
fyrir okkar dýpstu sorgum, fal-
legar og einlægar stundir sem
ég mun geyma áfram í hjarta
mér.
Það er ekki sjálfgefið að
eignast svona einlæga og fal-
lega vináttu, fyrir þig er ég
þakklát.
Elsku Gulli, Þorgeir og Þrúð-
ur, Nunna, Skúli, Silla, Alla,
Hófý og fjölskyldur. Missir
ykkar er mikill, ég bið þess að
góður Guð veiti ykkur styrk í
sorginni.
Elsku Eva, ég sakna þín sárt
og með tárum kveð ég þig.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Þín vinkona,
Hildur Halldórsdóttir.
Eva var stóra frænka mín,
ein af mínum bestu vinkonum
og fyrirmynd. Eva passaði mig
mikið þegar ég var lítil en ég
var fyrsta ungbarnið sem hún
hélt á. Alltaf þegar ég átti af-
mæli þá rifjaði hún upp þetta
fyrsta skipti sem hún hélt á
mér, undir súðinni í Ásveginum
hjá ömmu og afa. Ást við fyrstu
sýn, sagði hún alltaf, en sú til-
finning var gagnkvæm. Þarna
undir súðinni mynduðust órjúf-
anleg bönd okkar á milli. Eva
svæfði mig, lék við mig og
hjálpaði mér að hætta með
snuð.
Ég er svo þakklát fyrir það
að hafa haft hana Evu mína
með mér í gegnum unglings-
árin.
Hún sýndi mér sem einstak-
lingi einlægan áhuga, hún lét
mér líða eins og ég væri merki-
leg og ég fann hversu mikið
hún elskaði mig. Svoleiðis ást
og einlægni er erfitt að finna en
ég fann hana hjá Evu. Við
eyddum endalausum tíma í að
tala um ferðalög og framtíðina
en Eva á stóran hluta í minni
ákvörðun um að fara í nám er-
lendis. Ég mun alltaf þakka
henni fyrir það að smita mig af
þessari ævintýraþörf.
Eva var ótrúlega hvetjandi,
frábær hlustandi og hafði ráð
við öllu. Ráðin hennar Evu hafa
fylgt mér inn í fullorðinsárin og
á hún stóran part í því hver ég
er í dag.
Eva var alltaf tengd ein-
hverju fjöri, naut lífsins í botn
og var dugleg að taka þátt í
öllu. Hún var falleg, góð og gaf
löng og hlý faðmlög.
Elsku Eva.
Það er sárt að þurfa að
kveðja þig og ég mun sakna þín
á hverjum degi. Nú segi ég við
þig það sem þú sagðir alltaf við
mig: „I love you to the moon
and back, dúllubossinn minn.“
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Elsku Gulli, Þorgeir og Þrúður,
Nunna, Skúli og systur. Ykkar
missir er mikill, guð veiti ykkur
styrk á þessari sorgarstundu.
Kristín Hólm Geirsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Evu Björg
Skúladóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Elsku besta mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
AÐALHEIÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR,
Lalla,
lést miðvikudaginn 19. ágúst á Land-
spítalanum, Hringbraut.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 1. september
klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina en henni verður
streymt á youtu.be/q46Y2cM0ej8.
Guðrún Kristín Antonsdóttir
Margrét Gísladóttir Haukur Halldórsson
Grettir Gíslason Sigríður Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
EINAR ÁRMANNSSON,
lést á Hrafnistu Nesvöllum 21. ágúst.
Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju
miðvikudaginn 2. september klukkan 11.
Í ljósi aðstæðna verða fjöldatakmarkanir í kirkjunni.
Ármann Einarsson Alfa Aradóttir
Katrín Einarsdóttir
Þorsteinn Einarsson
Jónína Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LAUFEY GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR,
lést föstudaginn 26. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ingunn Anna Helgadóttir Óli Harðarson
Lárus Helgason Hunter Guðrún Pétursdóttir
Pétur Helgason Rósa Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir vináttu og hlýhug
vegna andláts okkar dásamlega
ÚLFARS DANÍELSSONAR,
sem lést 23. júlí.
Adda María Jóhannsdóttir
Hildur Jónsdóttir Silja Úlfarsdóttir
Sara Úlfarsdóttir Sindri Dan Vignisson
Melkorka Rán Hafliðadóttir Snævar Dan Vignisson
Kormákur Ari Hafliðason Þorkell Magnússon
og aðrir aðstandendur