Morgunblaðið - 27.08.2020, Síða 44

Morgunblaðið - 27.08.2020, Síða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 60 ára Stefanía ólst upp á Ytri- Neslöndum í Mý- vatnssveit en býr í Tjarnarholti. Hún er framkvæmdastjóri Fuglasafns Sigurgeirs og er einnig bóndi á Ytri-Neslöndum. Maki: Jóhann Ingvarsson, f. 1951, fv. vélamaður og sjómaður. Systkini: Álfdís Sigurveig, Aðalbjörg, Axel Jónas, Sigríður, Stefán, d. 1980, og Sigurgeir, d. 1999. Foreldrar: Stefán Axelsson, f. 1923, d. 2010, og Ingibjörg Kristín Sigur- geirsdóttir, f. 1930, d. 2017, bændur á Ytri-Neslöndum. Stefanía Halldóra Stefánsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hægðu ferðina aðeins, maki þinn gæti skipt um vinnu á næstu tveimur ár- um. Raðaðu verkefnum eftir forgangsröð því þá verður eftirleikurinn auðveldari. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er svo gott að gefa af sér að þú veist ekki hversu mikið þú gefur. Hafðu þetta stöðugt í huga og gerðu það sem í þínu valdi stendur til að draumar þínir geti ræst. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Í dag er upplagt að sinna við- gerðum á heimilinu, hvort sem um er að ræða stór verkefni eða smá. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að viða að þér miklum fróðleik til þess að geta hagað máli þínu svo að áheyrendur þínir snúist á sveif með þér. Lestu í það. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Einhver ný manneskja kemur inn í líf þitt með mikinn lærdóm. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sígandi lukka er best svo þú skalt bara halda þínu striki og klára hvert mál eins og það kemur fyrir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert fullur af eldmóði og krafti og getur haft mikil áhrif á fólkið í kringum þig ef þú vilt það við hafa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er að mörgu að hyggja bæði í einkalífi og starfi. Með réttu verk- lagi kemstu hjá mistökum og klárar þig af þessu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fylli- lega skilið. Farðu eftir ráðleggingum vina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú verður ekki lengur undan því komist að hrinda í framkvæmd áætlun sem hefur verið í startholunum. Einhver vill láta á sér bera með öllum tiltækum ráðum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Orka þín eykst á næstu vikum. Gefðu þér tíma til að leika við börnin, leika uppáhaldsíþróttina þína og spjalla við vini þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú stefnir í að þú hittir fyrir þá sem eru sama sinnis og þú og reiðubúnir til þess að vinna málstað ykkar brautargengi. Sýndu þeim tillitssemi sem trufla þig. sjóði námsgagna, www.islend- ingasogur.is, og gerði síðar endursagnir fyrir Menntamála- stofnun og fyrir breskt skólakerfi að beiðni Oxford University Press. Árið 2002 var viðburðaríkt, Bryn- hildur gaf út tvær fyrstu bækurnar sínar, Njálu og Lúsastríðið. Hún dvaldi í Stokkhólmi við að klára handritin en leit upp frá tölvunni og fór í afdrifaríkt útskriftarboð. Þar kynntist hún manni, Þóroddi Bjarnasyni, sem hún hefur nú verið gift í 14 ár og á þrjú börn með. Þór- oddur var þá með stöðu við Háskól- ann í Albany í New York og þar var hún meira og minna næstu misserin. „Það gafst ágætis næði til rit- starfa í Ameríku, ég skrifaði sam- tímis MA-ritgerð um miðalda- bókmenntir og spennusögu handa börnum, þetta fór fjarska vel sam- an, reyndar læddist Grettir Ás- mundarson inn í bókina í auka- hlutverki. Bókin hét Leyndardómur ljónsins og fékk íslensku barna- bókaverðlaunin 2004. Í henni tefli ég saman krökkum frá Reykjavík og Akureyri sem er skemmtilegt svona eftir á að hyggja, því ég hafði ekki hugmynd um að Akureyri yrði ing stökk á hugmyndina og kom mér í samband við Margréti Lax- ness myndlistarmann. Njála kom út endursögð og myndskreytt 2002 og seldist strax vel. Egla kom 2004 og Laxdæla 2006.“ Brynhildur fékk norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir þessar bækur. Hún bætti við barnvænum vef um Íslendinga- sögurnar með styrk frá Þróunar- B rynhildur Þórarins- dóttir fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1970. Fyrstu árin bjó hún við Hávallagötu, hafði Landakotstúnið sem leiksvæði og hóf skólagönguna í Melaskóla. En foreldrarnir fóru að byggja eins og önnur hver hjón á áttunda ára- tugnum og 1979 flutti fjölskyldan í Ljárskóga. Þar var mikið líf og fjör enda Seljahverfið morandi af krökk- um. Brynhildur fór í Ölduselsskóla og síðan í Menntaskólann í Reykjavík. Eftir stúdentspróf flutti hún til Þýskalands og glímdi við gasleiðslur í arkitektúrnámi en áttaði sig á því að áhuginn lægi frekar á sviði bók- mennta. Hún sneri heim og fór í ís- lensku í HÍ og lauk BA prófi 1995. Brynhildur starfaði með Röskvu á háskólaárunum, sat í Stúdentaráði og háskólaráði og var framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs. „Það var af- skaplega fjörlegt tímabil, miklir eld- hugar í félaginu sem gjarnan þurftu að ræða málin langt fram á nætur.“ Brynhildur gerðist blaðamaður og síðar ritstjóri Vinnunnar, tíma- rits Alþýðusambands Íslands og bjó þá í Þingholtunum. „Árin hjá ASÍ voru mjög lærdómsrík og skemmti- leg, ég ferðaðist t.d. um landið og tók viðtöl við fólk á alls konar vinnu- stöðum. Ég man enn eftir lyktinni í skinnaiðnaðinum og sláturhúsinu.“ Á sama tíma tók hún viðtöl fyrir Helgarpóstinn og sinnti annarri lausamennsku, ritstýrði t.d. 19. júní eitt árið. Frá ASÍ lá leiðin til Bylgjunnar þar sem Brynhildur var einn af um- sjónarmönnum Þjóðbrautarinnar. Eftir þrjú ár í útvarpi var hugurinn farinn að leita aftur í íslenskuna. Brynhildur gerðist leiðbeinandi í grunnskóla og kenndi m.a. íslensku en bauðst þá að taka við Tímariti Máls og menningar. Hún fór jafn- framt í meistaranám í íslenskum bókmenntum og sökkti sér ofan í miðaldirnar. „Ég fór að fikta við Íslendinga- sögurnar, bókstaflega, langaði að blása í þær lífi með því að endur- segja þær fyrir börn. Mál og menn- næsti áfangastaður.“ Brynhildur og Þóroddur fluttu til Akureyrar haustið 2004 og búa þar enn, þrem- ur börnum ríkari. Brynhildur bætti við sig kennslu- réttindum og kennir nú bókmenntir og ritlist við kennaradeild HA. Hún heldur jafnframt utan um starf Barnabókaseturs en það sinnir lestrarhvatningu með ýmsum hætti. Brynhildur stundar ritstörf sam- hliða kennslunni og hefur verið bæjarlistamaður Akureyrar. Bækur hennar eru orðnar átján, sú nýjasta, Dularfulla símahvarfið, kom út í vor en tvær komu út fyrir síðustu jól, Ungfrú fótbolti, og Fábrot, örleikrit fyrir örfáa leikara. Áhugamál Brynhildar hafa lítið breyst síðan í æsku þegar fótbolti og skíði heilluðu og lesið var hvenær sem tækifæri gafst. „Ég spilaði götubolta með hinu stórkostlega liði Fótboltafélagi flinkra krakka í Ljár- skógum og síðar FRAM en í dag stend ég á hliðarlínunni þegar yngstu börnin spila með KA. Fjöl- skyldan er mikið á skíðum og það er stórkostlegt að hafa Hlíðarfjall i í fimm mínútna fjarlægð. Ég verð líka að nefna ferðalög af því að við getum ekki farið neitt núna. Við höf- um ferðast talsvert með krakkana og tvisvar dvalið heilt misseri er- lendis, þau eru býsna reynd eftir skólagöngu í Newcastle og Cork. Fimmtugsafmælinu átti að fagna með ferðalagi, við fórum öll til Taí- lands þegar eiginmaðurinn varð fimmtugur. Ferðalagið mitt býður betri tíma. Margfalt fimmtugs- afmæli saumaklúbbsins hefur hins vegar verið fært frá Miðjarðarhaf- inu til Siglufjarðar.“ Fjölskylda Eiginmaður Brynhildar er Þór- oddur Bjarnason, f. 8.11. 1965, pró- fessor við Háskólann á Akureyri. Foreldrar hans: Hjónin Bjarni Hannesson læknir, f. 21.2. 1938, d. 2.4. 2013, og Þorbjörg Þórodds- dóttir kennari, f. 23.8. 1938, búsett í Garðabæ. Börn Brynhildar og Þórodds eru Þorbjörg Þóroddsdóttir, f. 24.2. 2005, nemi við MA; Þórarinn Þór- Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri – 50 ára Fjölskyldan Berja- og sveppatínsla í Krossanesborgum núna í ágúst. Fór að fikta í Íslendingasögunum Rithöfundurinn Brynhildur áritar bók sína, Ungfrú fótbolti. 40 ára Vigdís fæddist á Blöndu- ósi og ólst þar upp en býr á Skaga- strönd. Hún er leið- beinandi í Höfða- skóla og er í kennaranámi við Háskóla Íslands. Maki: Þröstur Árnason, f. 1975, sjó- maður á Drangey hjá Fisk Seafood. Börn: Auðunn Árni, f. 2001, Hekla Guðrún, f. 2003, Ellert Atli, f. 2009, og Gunndís Katla, f. 2012. Foreldrar: Hekla Birgisdóttir, f. 1963, vinnur á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, og Þorgeir Guðmundsson, f. 1960, skipstjóri á Verði hjá Gjögri. Vigdís Elva Þorgeirsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Emilía Bríet Davíðsdóttir fæddist 26. september 2019 kl. 12.56 í Reykjavík. Hún vó slétt 4.000 g, eða 16 merkur, og var 53 cm á hæð. For- eldrar hennar eru Davíð Aðalsteinsson og Hafdís Svala Einarsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.