Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 47
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Einbeitt Markvörðurinn Cecilía Rán tekur ekki augun af boltanum.
fulltrúa í liðinu en það eru Elín
Metta og Hlín sem hafa verið at-
kvæðamiklar eins og í fyrra. Þá á
Fylkir tvo leikmenn í liðinu en
Fylkiskonum hefur gengið vel að
verja markið í flestum leikjum. Sést
það í einkunnagjöfinni en Cecilía
Rán tryggir sér markmannsstöðuna
í liðinu af öryggi. Hefur hún fengið
níu M eða fjögur fleiri en næstu
markverðir. Fyrirliði Fylkis, Berg-
lind Rós, er einnig í liðinu en þær
hafa hvor um sig verið tvívegis í liði
umferðarinnar í blaðinu.
Cecilía myndi ef til vill hafa nóg
að gera væri þessu liði teflt fram
þar sem Morgunblaðið blæs til
sóknar og stillir upp í 4-3-3. Bak-
verðir andstæðinganna yrðu ekki
sérlega öfundsverðir að þurfa að
líta eftir þeim Sveindísi og Sevcovu
en fá svo einnig Hlín og Öglu Mar-
íu á sig á fullu gasi.
Lið Þróttar hefur vafalítið komið
einhverjum á óvart með sinni
frammistöðu en nýliðarnir eru fyrir
ofan fallsæti. Laura Hughes hefur
uppskorið virðingu þeirra sem um
leikina fjalla og er með 9 M á þess-
um tímapunkti.
Blikar fyrirferðarmiklir
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Sveindís lengst til vinstri, Alexandra (16) og Agla María (7) eru í liði fyrri hluta mótsins.
Topplið Breiðabliks á fjóra fulltrúa í úrvalsliði fyrri hluta Íslandsmótsins
Frammistaðan endurspeglast í M-gjöfinni Sveindís og Agla María efstar
3-4-3
Lið fyrri umferðar hjá Morgunblaðinu
Pepsi Max-deild kvenna 2020
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Fylki
Agla María
Albertsdóttir
Breiðabliki
Sveindís Jane Jónsdóttir
Breiðabliki
Laura Hughes
ÞróttiHlín Eiríksdóttir
Val
Alexandra
Jóhannsdóttir
Breiðabliki
Elín Metta Jensen
Val
Berglind Rós
Ágústsdóttir
Fylki
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Þór/KA
Olga Sevcova
ÍBV
Kristín Dís Árnadóttir
Breiðabliki
Fjöldi sem leikmaður
fékk í mánuðinum
5
Varamenn:
Sandra Sigurðardóttir, Val
Guðný Árnadóttir, Val
Barbára Sól Gísladóttir , Selfossi
Þórdís Elva Ágústsdóttir, Fylki
Clara Sigurðardóttir, Selfossi
Karólína Lea Vilhjálmsd., Breiðabliki
Berglind Björg Þorvaldsd. , Breiðabliki
5
7
7
7
7
6
6
9
7 6
7
8
12 8
9
11
89
UPPGJÖR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Morgunblaðið birtir í dag úrvalslið
fyrri umferðar í efstu deild kvenna,
Pepsí Max-deildinni, á Íslands-
mótinu í knattspyrnu. Valið er
byggt á einkunnagjöf blaðsins en
sem kunnugt er fjalla Morg-
unblaðið og mbl.is um alla leiki í
efstu deild karla og kvenna. Ekki
þarf að taka sérstaklega fram hér
að mótshaldið hefur verið með
óvenjulegum hætti. Það þekkja
sparkunnendur vel og hefur dag-
skráin riðlast mest hjá kvennaliði
KR.
Breiðablik fór á kostum í fyrri
hluta mótsins og vann alla leiki
sína. Í toppslagnum gegn Val vann
Breiðablik 4:0 og þau úrslit eru
töluvert önnur en í leikjum liðanna
í fyrra þegar báðum lauk með jafn-
tefli. Þá sáust einnig úrslit hjá
Breiðabliki eins og 7:0 og 6:0 í fyrri
hluta mótsins. Ekki þarf því að
koma á óvart að Breiðablik eigi
nokkra fulltrúa en fjórir Blikar eru
í liðinu og tvær til viðbótar á meðal
varamanna.
Sveindís Jane hefur fengið flest
M til þessa eða tólf talsins og þrí-
vegis hefur hún fengið MM fyrir
frammistöðu sína. Hún hefur auk
þess fjórum sinnum verið í liði um-
ferðarinnar. Agla María er rétt á
eftir henni með ellefu M en hún,
Alexandra og Berglind Björg hafa
þrívegis verið í liði umferðarinnar.
Íslandsmeistararnir í Val eiga tvo
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
Knattspyrnumaðurinn Albert
Guðmundsson tryggði hol-
lenska liðinu AZ Alkmaar sæti
í 3. umferð Meistaradeild-
arinnar í gær þegar liðið vann
Viktoria Plzen frá Tékklandi
3:1 eftir framlengdan leik í
Hollandi.
Albert kom inn á sem vara-
maður á 64. mínútu. Lét hann
mjög til sín taka og skoraði
bæði mörk AZ í framlenging-
unni. Á 8. mínútu framlengingarinnar og 28. mín-
útu. Dýrmæt mörk hjá Alberti enda eru miklir
fjárhagslegir hagsumnir í húfi fyrir félögin í
Meistaradeildinni. kris@mbl.is
Tryggði AZ sigur
Albert
Guðmundsson
Atvinnukylfingurinn Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir, úr GR,
hefur leik á LET-Evrópu-
mótaröðinni í golfi á laugar-
daginn kemur en mótið fer
fram á Berounve-vellinum í
Tékklandi. Ólafía er með tak-
markaðan keppnisrétt á Evr-
ópumótaröðinni á þessu
keppnistímabili og því átti hún
ekki von á því að komast inn á
mótið. Þá vonast hún einnig til
þess að komast inn á mót í Sviss dagana 10.-12.
september en golf.is greinir frá þessu.
Mótahald á Evrópumótaröðinni hefur að
mestu legið niðri á þessu keppnistímabili.
Keppir í Tékklandi
Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir
Goðsögnin Usain Bolt hefur greinst
með kórónuveiruna. Bolt hélt upp á 34
ára afmæli sitt í heimalandi sínu Ja-
maíku um síðustu helgi og fór í sjálf-
skipaða sóttkví til varúðar eftir að
hafa farið í sýnatöku á laugardag.
„COVID-prófið var jákvætt en Usain
sýnir engin einkenni,“ sagði umboðs-
maður Bolts, Ricky Simms, í yfirlýs-
ingu eftir því sem fram kemur á BBC.
Bolt, sem lauk ferlinum árið 2017,
vann til átta gullverðlauna á Ólympíu-
leikunum og 11 heimsmeistaratitla á
mögnuðum ferli sínum. Hann á heims-
metið í 100 og 200 metra hlaupi.
Starfsmaður hjá þýska handbolta-
félaginu Melsungen hefur greinst með
kórónuveiruna en landsliðsþjálfarinn
Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar
liðið. Línumaðurinn Arnar Freyr Arn-
arsson leikur með liðinu og gekk í rað-
ir Melsungen í sumar. Framundan er
Evrópuleikur hjá liðinu gegn Bjerr-
ingbro-Silkeborg eftir þrjá daga.
Jamie Vardy hefur framlengt samn-
ing sinn við enska knattspyrnufélagið
Leicester. Fyrri samningur Vardys átti
að renna út sumarið 2022 en í staðinn
rennur hann út sumarið 2023. Vardy
er orðinn 33 ára gamall sem þýðir að
hann verður 36 ára þegar samningur
hans rennur út.
James Rodríguez, miðjumaður
knattspyrnuliðs Real Madrid á Spáni,
er að ganga til liðs við Everton í ensku
úrvalsdeildinni en það er Sky Sports
sem greinir frá þessu.
Rodríguez hefur ekki átt fast sæti í
byrjunarliði Real Madrid frá því Zined-
ine Zidane tók fyrst við stjórnartaum-
unum hjá félaginu árið 2016. Rodrígu-
ez var hins vegar fastamaður í liðinu
þegar Carlo Ancelotti, núverandi
stjóri Everton, stýrði Real Madrid frá
2013 til 2015.
Körfuknattleiksdeild Hauka hefur
samið við Alyesha Lovett og mun hún
leika með liðinu á komandi leiktíð. Lo-
vett er 27 ára og lék síðast í Ástralíu.
Þá hefur hún leikið á Spáni og Eng-
landi. Útskrifaðist hún úr Cincinnati-
háskólanum í Ohio árið 2016.
Spænski knattspyrnumaðurinn Iz-
aro Abella er genginn til liðs við Leikni
frá Fáskrúðsfirði á nýjan leik en hann
kemur frá Þór á Akureyri. Abella þekk-
ir vel til á Fáskrúðsfirði en hann lék
með Leiknismönnum á síðustu leiktíð
og var valinn besti leikmaður liðsins
2019 þegar það vann 2. deildina.
Thiago Silva, fyrirliði Frakklands-
meistara PSG í knattspyrnu, er að
ganga til liðs við Chelsea en það er
Sky Sport sem greinir frá þessu. Silva
mun gangast undir læknisskoðun hjá
enska félaginu í dag en hann er orðinn
35 ára gamall.
Silva kemur til Chelsea á frjálsri sölu
en samningur hans við PSG rann út á
dögunum.
PSG gerði
tilraun til
þess að fá
brasilíska
varnarmanninn
til að fram-
lengja en sú
tilraun bar
ekki til-
ætlaðan
árangur.
Eitt
ogannað
Körfuknattleiksmaðurinn Sig-
urður Gunnar Þorsteinsson
hefur stefnt fyrrverandi félagi
sínu ÍR vegna vangoldinna
launa sem nema um tveimur
milljónum króna eftir því sem
fram kemur hjá RÚV.
Sigurður gerði tveggja ára
samning við ÍR fyrir síðasta
tímabil eftir stutta dvöl í
Frakklandi hjá BC Orchies.
Sigurður sleit hins vegar
krossband strax í fyrsta leik og lék ekki meira
með liðinu á tímabilinu.
Var samningi Sigurðar við ÍR rift eftir síðustu
leiktíð og samdi hann við Hött á Egilsstöðum.
Stefnir ÍR-ingum
Sigurður Gunnar
Þorsteinsson