Morgunblaðið - 27.08.2020, Page 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
www.danco.is
Heildsöludreifing
vPappír
vBorðar
vPokar
vBönd
vPakkaskraut
vKort
vSkreytingarefni
vTeyjur
vSellófan
Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Fyrirtæki og verslanir
Heildarlausnir
í umbúðum
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Fyrir sjö árum stofnuðu eigendur
nokkurra danskra gallería sérstaka
norræna listakaupstefnu sem hefur
verið haldin í lok ágúst í sölum hinn-
ar sögufrægu stofnunar Charlotten-
borg og Konunglega myndlistar-
akademísins við Nýhöfnina í Kaup-
mannahöfn. Öll helstu myndlistar-
gallerí Norðurlanda hafa tekið þátt
og á síðustu árum einnig virt hönn-
unargallerí og er boðið upp á fjöl-
breytilegar sýningar og allrahanda
uppákomur; fyrirlestra, sýningar á
verkum efnilegra norrænna lista-
manna, gjörninga og tónleika. Þessi
myndlistarhátíð hefur notið sívax-
andi vinsælda og á síðasta ári heim-
sóttu til að mynda 28 þúsund gestir
sýninguna á þremur dögum og með-
al gesta voru fulltrúar fjölmiðla víða
að og nær eitt hundrað alþjóðlegra
safna og stofnana, sem komnir voru
að fylgjast með því helsta í nor-
rænni myndsköpun. Ákveðið hafði
verið að takast á við umtalaðan
kynjahalla í sýningum gallería á list-
kaupstefnum með því að galleríin 28
sem ætluðu að taka þátt í ár myndu
aðeins sýna verk eftir konur. En svo
skall kórónuveirufaraldurinn á. Öll-
um listakaupstefnum heims var af-
lýst, nema þessari einu – CHART
verður haldin um helgina en með
nýju og gjörbreyttu sniði. Galleríin
setja undir heitinu „De-centered“
eða „Af-miðjað“ upp sýningar á
heimavöllum sínum í Kaupmanna-
höfn, Helsinki, Ósló, Stokkhólmi og
hér í Reykjavík. En aðeins hér sýna
þau saman. Sýningar BERG Con-
temporary, i8 gallerís og Hverfis-
gallerís verða í húsakynnum BERG
á Klapparstíg 16. Og sýnd verða
verk eftir átta myndlistarkonur.
Dramatískar ákvarðanir
Nanna Hjortenberg, fram-
kvæmdastjóri CHART, segir stjórn-
endur hafa tekið tvær stórar
ákvarðanir varðandi CHART í ár.
„Þá fyrri áður en kórónuveiran
mætti á svæðið og það var að sýna
einungis kvenkyns listamenn í ár,
sem viðleitni til að sýna hvernig
listakaupstefnur geti tekið virkari
þátt í að glíma við þær áskoranir
innan myndlistarheimsins sem eng-
inn einn getur leyst.
Seinni ákvörðunina tókum við um
miðjan aprílmánuð þegar við áttuð-
um okkur á því að vegna fjöldatak-
markana sem höfðu verið settar á
gætum við ekki stefnt öllum þessum
gestum og þátttakendum saman í
Kaupmannahöfn. Við gátum aflýst
CHART í ár, eins og gert var við
aðrar listakaupstefnur sem fyrir-
hugaðar voru, en okkur fannst það
ekki gefa okkur neitt frekara öryggi
um að geta síðan haldið CHART
eins og ekkert hefði gerst. Við hug-
leiddum vel hvað við gætum gert til
að taka þátt í að endurræsa mynd-
listarsenuna og starfsemi gall-
eríanna á Norðurlöndum, sem á
þeirri stundu voru alveg lokuð. Út
frá því tókum við tvær mikilvægar
ákvarðanir. Önnur var að við vildum
hafa framkvæmdina eins áþreifan-
lega og raunverulega og unnt væri.
Úti um allt var þegar verið að setja
upp alls kyns vefgallerí og sýningar
og við sáum að þeir möguleikar
væru vel nýttir. En að upplifa listina
á staðnum, að hafa verkin raunveru-
lega fyrir framan sig er bara allt
önnur upplifun. Við ákváðum því að
hafa sýningar en án einnar miðju; í
stað þess að galleríin sýni hér í
Charlottenborg þá sýna þau flest í
sínum eigin rýmum og salarkynnum
og þannig getum við boðið söfnurum
og listunnendum að mæta og sjá
sýningarnar og styðja um leið
myndlistarlífið.
Önnur áskorun var hvernig við
gætum tengt þátttakendur og gesti.
Við fórum í að setja upp vel undir-
búna netfundi milli galleríanna og
alþjóðlegra sýningarstjóra og safn-
ara. Slíkir fundir geta verið gagn-
legir í samtali um listaverk, og með
þessum hætti má mynda sambönd
sem koma listamönnum, sköpun
þeirra og kynningu á verkunum til
góða.“
Þá gefur CHART úr myndarlega
bók sem verður hægt að nálgast á
sýningarstöðunum. Í henni eru verk
eftir alla listamenn sem taka þátt og
greinar um og viðtöl við marga
þeirra.
Listmarkaðurinn fór á hliðina
Undanfarnir mánuðir hafa í
skugga veirunnar verið myndlistar-
galleríum afar erfiðir. Fréttir segja
gallerí víða hafa lagt upp laupana.
Eru öll norrænu galleríin sem höfðu
ætlað að taka þátt ennþá með í
hópnum?
„Já, þau vildu öll taka þátt,“ svar-
ar Hjortenberg. „Galleristum þótti
áhugavert hvernig við ákváðum að
fara aðra leið en allar aðrar
listakaupstefnur í ár, þar sem við
leggjum áherslu á að gestir nái að
upplifa verkin í raun og veru. Þetta
er spennandi tilraun. Ef við notum
ekki þetta ástand til að prófa eitt-
hvað nýtt, hvernig er þá hægt að
vita hvort það virki? Við þurfum að
nota þessa tíma til að læra til að
Sýna eingöngu verk eftir konur
Norræna listakaupstefnan CHART haldin með nýju sniði um
helgina Sýnt í fimm höfuðborgum Norðurlanda Íslensku
galleríin þrjú sýna saman „Þetta er spennandi tilraun“
Morgunblaðið/Einar Falur
Stjórnandinn Nanna Hjortenberg, stjórnandi CHART, ræddi við fjölmiðla-
menn víða að við opnun CHART í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum.
Meistaraprent Fjöldi gesta skoðaði sýningu gallerísins BERG Contemporary á merkilegum
grafíkverkum eftir Dieter Roth á CHART-listakaupstefnunni fyrir tveimur árum.
Fjölbreytileg Á sýningu i8 gallerís á listakaupstefnunni CHART fyrir tveimur árum skoðuðu
gestir meðal annars verk eftir myndlistarmennina Ólaf Elíasson og Kristján Guðmundsson.