Morgunblaðið - 27.08.2020, Síða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
Magnaður nýr spennuþriller
með Russell Crowe í aðalhlutverki.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Tröll 2 (ísl. tal)
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* My Spy
* The Postcard
Killings
* The Secret : Dare to
dream
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Frábær ný teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna.★★★★★
★★★★★
★★★★★
The Guardian
The Times
The Telegraph
geta komið undan þessu fargi á
sterkari og áhrifaríkari hátt.“
Hún segir alla gallerista hafa far-
ið gegnum sömu sveiflur áhyggna
og svartsýni eftir að markaðurinn
fór á hliðina. „Hér í Danmörku hef-
ur höggið til að mynda verið afar
þungt, ég hef lesið skýrslu sem stað-
hæfir að sala á myndlist hafi dregist
saman um 90 prósent fyrstu mánuði
veirunnar. Galleristar lögðust þá í
dvala og reyndu að draga úr högg-
inu sem rekstrinum var greitt. Þá
voru allir að hugsa um bestu lausn-
irnar sem mögulegar voru fyrir
listamennina sem þeir vinna með,
hvað væri hægt að gera. Þetta hefur
líka verið eins konar endurræsing
fyrir alla. Nú í vikunni vorum við
með samtal í beinni á Instagram--
reikningi okkar með tveimur þekkt-
um norrænum galleristum, og þeir
sögðu að nú væri tími til að losa sig
við slæma siði. Til að mynda yrði
ekki hægt að ferðast jafn frjálslega
og áður, en samt vissum við að öll
þessi ferðalög væru ekki ákjósanleg.
Þau væru slæm fyrir umhverfið og
mögulega ekki nauðsynleg fyrir við-
skiptin með listaverk heldur. Og nú
finnst mér í kringum CHART vera
ákveðin spenna fyrir því að prófa
nýjar leiðir, að hugsa vel um hvað sé
best og réttast.“
Hjortenberg finnst sérstaklega
áhugavert að sjá þá leið sem ís-
lensku galleríin hafa valið að fara.
„Þau koma saman sem kollegar,
sýna saman, og það er sterkur
vitnisburður um það hvernig megi
finna nýjar leiðir. Saman skapa þau
litla CHART-sýningu í Reykjavík
og geta þannig eflaust náð til fleiri
gesta en ef þau sýndu hvert fyrir
sig.
Skyndilega eru nýjar leiðir að
koma í ljós til að kynna starfsemina
og mér finnst það sem íslensku gall-
eríin gera vera hluti af áhugaverðri
lausn og skref fram á við. Í samstöð-
unni hljóta allir að verða sterkari en
ella.“
Samtakamátturinn mikill
Rannsóknir hafa sýnt að þrátt
fyrir tal undangenginna ára um al-
varlegan kynjakalla á sýningum
gallería og listakaupstefna, þar sem
verk mun fleiri karla eru sýnd,
gengur illa að ná jafnrétti á því
sviði. Hjortenberg segir að stjórn
CHART hafi því ákveðið að sýna að-
eins verk kvenna að þessu sinni, á
öllum viðburðum.
„CHART er ekki starfrækt til að
skila hagnaði heldur er meginmark-
miðið að hafa góð áhrif á og styðja
við listalífið og myndlistarsenuna á
Norðurlöndum. Stjórninni fannst
mikilvægt að taka á ójafnvæginu
milli kynjanna á markaðinum. Eng-
inn einn aðili getur leyst vandann
heldur þarf að finna nýjar leiðir til
samstarfs þvert á listheiminn til að
hafa áhrif, nýja meðvitund um
ójafnvægið sem þarf að laga. Við er-
um öll hluti af vandanum en getum
líka verið hluti af lausninni og það
að biðja galleríin að sýna bara verk
kvenna var okkar leið til að taka á
þessu.
Það er mikill máttur sem felst í
því að taka höndum saman með
ákvörðun sem þessari en CHART
er svo vel lukkað sem raun ber vitni
vegna samstöðunnar og samtaka-
máttar allra norrænu galleríanna
sem vinna með okkur. Það er eitt af
því sem gerir CHART svo sér-
stakt,“ segir Hjortenberg.
Myndheimar Sigríður L. Gunnarsdóttir, galleristi í Hverfisgalleríi, kynnti verk eftir myndlistarmennina Steingrím
Eyfjörð og Loja Höskuldsson á CHART-listakaupstefnunni í Charlottenborg í Kaupmannahöfn í fyrra.
„Við sýnum núna saman hér á ein-
um stað því það er auðveldara að
skapa stemningu á þennan hátt,“
segir Ingibjörg Jónsdóttir, eigandi
gallerísins
BERG Contem-
porary á Klapp-
arstíg 16, en ís-
lensku galleríin
þrjú, BERG, i8
gallerí og
Hverfisgallerí,
sem á síðustu ár-
um hafa tekið
þátt í norrænu
listakaupstefn-
unni CHART í
Charlottenborg í Kaupmannahöfn,
sýna saman í húsnæði hennar nú
um helgina. Eins og fram hefur
komið verður fyrirkomulag
CHART með gjörbreyttum hætti í
ár vegna veirufaraldursins en und-
ir heitinu „De-centred“, eða „Af-
miðjað“, setja gallerín 28 sem
hefðu annars sett upp sýningar í
Kaupmannahöfn, sýningarnar upp
í galleríunum í höfuðborgum Norð-
urlandanna um helgina. Þá eru að-
eins sýnd verk eftir kvenkyns lista-
menn í þeim öllum.
BERG Contemporary sýnir verk
eftir Steinu Vasulka og Huldu Stef-
ánsdóttur en bók með verkum
Huldu kemur þá einnig út; i8 gall-
erí sýnir verk eftir Margréti H.
Blöndal, Örnu Óttarsdóttur og B.
Ingrid Olson; og Hverfisgallerí
sýnir verk eftir Hildi Bjarnadóttur,
Hörpu Árnadóttur og Guðnýju
Rósu Ingimarsdóttur. „Það er að
hluta til sama fólkið sem kemur á
sýningar og opnanir hjá okkur í
galleríunum og okkur fannst að
það myndi vera skemmtilegt fyrir
gestina að koma á einn stað, og svo
er líka gaman fyrir okkur í gall-
eríunum þremur að vinna að þessu
saman,“ segir Ingibjörg. „Við
skiptum sölunum nákvæmlega í
þrjá hluta og hvert gallerí hefur
einn þeirra að sýna í.“
Áhugaverður og
sterkur hópur
Ingibjörg segir að alla jafna ríki
heilbrigð samkeppni milli þessara
þriggja gallería, sem vinni eftir
ólíkum áherslum.
„Að hluta er hópur viðskiptavin-
anna hinn sami en einnig hefur
hvert gallerí sína viðskiptavini,
vegna ólíkra áherslna og lista-
manna sem unnið er með. En það
er líka mikil samvinna. Þgar ég
opnaði galleríð fann ég bara fyrir
samkennd og velvilja frá þeim gall-
eríium sem voru hér fyrir. Við er-
um sterkari saman og viljum öll
styrkja myndlistarsenuna; því
stærri og fjölbreyttari sem íslenska
myndlistarsenenan er, þeim mun
sterkari getum við verið.“
Sýningar galleríanna í BERG
Contemporary verða opnar á laug-
ardag og sunnudag.
„Þessar ólíku konur sem gall-
eríin þrjú sýna verk eftir eru mjög
sterkur og áhugaverður hópur,“
segir Ingibjörg.
Skapa stemningu með samstöðu
Verk átta kvenna á sýningum íslensku galleríanna í BERG Contemporary
Steina
Vasulka
Hulda
Stefánsdóttir
Margrét H.
Blöndal
Ingibjörg
Jónsdóttir
Arna
Óttarsdóttir
B. Ingrid
Olson
Hildur
Bjarnadóttir
Harpa
Árnadóttir
Guðný Rósa
Ingimarsdóttir