Morgunblaðið - 27.08.2020, Side 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þessi plata er óður til samstarfs.
Við flæðum inn í hvert annað og mót-
um hvert annað. Ég væri ekki það
sem ég er án fólksins í kringum mig.
Allir þeir sem ég vinn með á plötunni
hafa verið í lífi mínu í um 20 ár og
hafa haft stór áhrif á sköpun mína,“
segir Gyða Valtýsdóttir, sellóleikari
og tónskáld, um nýja plötu sína, Epi-
cycle II, sem kemur út á morgun,
föstudaginn 28. ágúst. Hún hefur að
geyma verk eftir átta íslensk sam-
tímatónskáld í flutningi Gyðu.
Íslensku tónskáldin sem eiga verk
á plötunni eru Ólöf Arnalds, Daníel
Bjarnason, Úlfur Hansson, Jónsi,
María Huld Markan Sigfúsdóttir,
Kjartan Sveinsson, Skúli Sverrisson
og Anna Thorvaldsdóttir.
Árið 2017 gaf Gyða út plötuna
Epicycle og af titlinum að dæma má
geta sér þess til að Epicycle II sé
framhaldsverk á einhvern hátt. „Á
báðum Epicycle-plötunum er ég í
hlutverki flytjanda,“ segir hún.
Fyrsta Epicycle-platan spannaði
2000 ár af skrifaðri tónlist sem Gyða
gefur sér mikið listrænt frelsi til að
túlka. Báðar plöturnar flæða
áreynslulaust á milli tónlistargreina
og skapa veröld út af fyrir sig.
Þráður sem syndir í gegn
„Þar sem öll tónskáldin á fyrstu
plötunni voru löngu farin fékk ég
öllu að ráða en nú vel ég sprelllifandi
íslenskt tónlistarfólk,“ segir Gyða.
Tónskáldin fengu sjálf að ráða í hve
miklu samstarfi þau væru við Gyðu.
„Anna Þorvaldsdóttir skrifaði til
dæmis fyrir mig verk og Ólöf Arn-
alds lét mig hafa lag og texta sem ég
síðan útsetti. Við Kjartan Sveinsson
og Úlfur Hansson sömdum verkin
saman en Jónsi byrjaði á því að taka
mig upp selló og rödd og ég spann og
vann svo verkið út frá því. Það var
því allur gangur á því hvernig sam-
starfinu var háttað.“
Tónskáldin átta sem Gyða fékk til
liðs við sig eru jafn ólík og þau eru
mörg en hún telur þó að á plötunni
myndist ákveðinn samhljómur. „Ég
hef aldrei skilið þessa þörf á flokkun
í tónlist. Fyrir mér er einhver þráð-
ur sem syndir í gegnum hluti sem
hefur ekkert með flokkun að gera.
Þetta er mín leið að sýna fram á
það,“ segir hún. „En svo er líka fullt
af innri tengingum á milli tónlistar-
fólksins á plötunni. Maður er aldrei
eins með ólíku fólki. Það togar eitt-
hvað úr manni sem maður nær ekki
til sjálfur. Mér finnst það rosalega
áhugavert og spennandi og eitthvert
frelsi við að leyfa því að koma upp.“
Með því að flytja verk samtíma-
tónskálda er Gyða ekki einráð um
plötuna en hún segist kunna vel við
það. „Ég er í meira þjónustuhlut-
verki,“ segir hún. „Þrátt fyrir að ég
beri fulla ábyrgð á ferlinu þá fengu
allir að ráða hvað þeir vildu gera, svo
ég hef minni stjórn á útkomunni. Að
því leyti vissi ég ekkert hvernig
plata þetta yrði en fannst ég samt
bera ábyrgðina að kynna hvern tón-
listarmann fyrir sig og gera það vel
og líka sjá til þess að platan sjálf
væri heilsteypt og sterk.“
Ákvað að sleppa tökunum
Á síðustu plötu Gyðu, Evolution
(2018), flutti hún eigin verk. Að gefa
út eigin tónlist er, sem von er, ann-
ars konar reynsla en að flytja verk
annarra. „Þegar maður er að búa til
sína eigin plötu þá er maður alltaf
að spyrja sig: „Hvað vil ég segja?“
og á það til að fara í einhverja
sjálfsmyndarkrísu. Það er svo rosa-
lega persónulegt og ég átti satt að
segja erfitt með það til að byrja
með. Það var kannski þess vegna
sem ég byrjaði á að gefa út fyrstu
Epicycle-plötuna þar sem ég er
flytjandi,“ segir Gyða.
„Evolution fékk að hluta til það
nafn vegna þess að ég ákvað að
sleppa tökunum og vera ekkert að
reyna að gera plötu sem væri ein-
hvern veginn sneiðmynd af mér,
heldur kannski bara einn fingur.
Þetta er bara lítill kafli og ég vissi
að ég þyrfti að segja hann fyrst.“
Gyða stendur í fyrsta sinn sjálf að
baki útgáfunni. „Það er rosalega
mikil vinna sem hefur ekkert með
það að gera að vera tónlistarmaður,“
segir hún og hlær.
Hún hefur einnig framleitt tvö
tónlistarmyndbönd sem fylgja plöt-
unni. Annað þeirra er við verk Daní-
els Bjarnasonar, „Air to Breath“.
„Verkið hans Daníels er það eina
sem hefur verið gefið út áður en ég
vissi strax að ég vildi hafa það á plöt-
unni því ég elska það verk. Ég finn
svo mikinn samruna við verkið þegar
ég flyt það. Hugmyndin að mynd-
bandinu var að undirstrika þetta
samband milli flytjenda og höf-
undar. Þannig að ég fékk Daníel til
þess að vera með í myndbandinu þar
sem ég er að spila verkið fyrir hann,“
segir Gyða. „Það er einnig dýpri
þráður en tónskáld og flytjandi þar
sem við vorum par í 6 ár. En svo
fannst mér þetta smá „banal“ hug-
mynd svo ég hafði samband við
Ragnar Kjartansson sem ég hef
unnið mikið með. Hann er snillingur
í að skapa gull úr „banal“ hugmynd-
um svo ég fékk hann til þess að leik-
stýra myndbandinu.“
Gyða gaf út annað myndband við
verk sem hún samdi ásamt Jónsa,
„Evol Lamina“. „Það var svona
sóttkvíarmyndband. Ég var í þrjá
mánuði í einangrun í New York og
ákvað þá að gera tónlistarmyndband
heima í stofu.“
Sannkallað sóttkvíarmyndband
Gyða býr og starfar í Reykjavík
og New York. Hún hefur verið á
stöðugu flakki síðustu ár og segir
þessa veru í Brooklyn hafa verið
lengstu dvöl sína á sama stað í níu ár.
Það hafi því verið upplifun út af fyrir
sig.
Þrátt fyrir að myndbandið við
verk Jónsa væri sannkallað sóttkví-
armyndband vildi Gyða ekki vera á
náttfötunum, þótt það væri viðeig-
andi. „Ég sá föt eftir kínverskan
fatahönnuð, Rui Zhou, á Instagram
og ég hugsaði strax: „Já, ég vil vera í
þessu.“ Svo ég hafði samband við
hana. Hún var í sóttkví í Kína en það
vildi svo til að búningurinn var hjá
vinkonu hennar í korters göngu-
fjarlægð frá húsinu mínu í Brooklyn.
Svo ég setti bara á mig grímuna og
fór út fyrir hússins dyr í fyrsta sinn í
sex vikur.“
Aðstæður til plötuútgáfu eru
óvenjulegar enda ekki auðsótt að
halda tónleika til að kynna útgáfuna
um þessar mundir. „Það eru tón-
leikar, í samstarfi við Listahátíð í
Reykjavík, á varamannabekknum að
bíða eftir því að leikurinn byrji. Þeir
verða að öllu óbreyttu 23. september
í Norðurljósum Hörpu. Við erum
bara að bíða og vona en eins og er þá
er hugmyndin að hleypa fáum inn í
salinn svo fólk geti haldið tveggja
metra reglunni og ef til vill spilum
við oftar.“
Gyða hlaut tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs í nóvember í fyrra.
„Það er mikil viðurkenning og ég
þurfti orkulega að stíga inn í hana.
Verðlaunin gáfu mér ákveðið frelsi,
til að einbeita mér að eigin sköpun
og til dæmis að gefa út plötuna sjálf.
Svo hefði ég örugglega skipulagt
tónleikaferðalag ef aðstæður væru
aðrar, en í stað þess hef ég verið svo-
lítið undir feldi, en kannski eru flest-
ir það líka.“
Gyða er byrjuð að vinna að næstu
plötu með eigin tónsmíðum. „Mér
finnst ég ekki geta sokkið almenni-
lega inn í sköpun hennar fyrr en
þessi er komin út, þá skapast meira
pláss.“
Platan Epicycle II verður fáanleg,
bæði á geisladisk og vínyl, í helstu
tónlistarverslunum auk þess sem
hún verður aðgengileg á streymis-
veitum frá og með morgundeginum.
Þess má geta að miðasala hefst í
næstu viku á tónleika Gyðu og er
takmarkaður fjöldi miða í boði.
Morgunblaðið/Eggert
Sellóleikari „Þar sem öll tónskáldin á fyrstu plötunni voru löngu farin fékk ég öllu að ráða en nú vel ég sprelllifandi íslenskt tónlistarfólk,“ segir Gyða.
Epicycle II er óður til samstarfs
Gyða Valtýsdóttir gefur út plötuna Epicycle II Vann með átta íslenskum samtímatónskáldum
Finnur fyrir frelsi í hlutverki flytjanda Vonast til að halda útgáfutónleika 23. september
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma