Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 10

Ægir - 2019, Side 10
10 Hafnarnes Ver í Þorláks- höfn hefur undanfarin ár verið umsvifamikið í veið- um og vinnslu á sæbjúgum. Í fyrra fóru um 4.000 tonn í gegnum fyrirtækið en heild- arafli þá var tæp 6.000 tonn. Nú hafa aflaheimildir verið skornar verulega niður og verða 2.400 tonn á þessu fiskveiðiári samkvæmt ráð- leggingum Hafró. Við það missir Hafnarnes Ver mik- inn spón úr aski sínum og telur Hannes Sigurðsson, stjórnarformaður fyrirtæk- isins að stofnunin fari of varlega í ráðleggingum sín- um. „Við vorum með þeim fyrstu en vorum ekki fyrst. Það eru um 12 ár síðan við byrjuðum. Þetta hófst í raun þannig að við vorum með verkefnalausan bát, Sæfara. Ég þekkti hann Óla í Reykofn- inum í Kópavogi og son hans sem hafði kynnst bæbjúgum í Japan. Þeir voru upphafs- mennirnir að þessum veiðum í Grundarfirði. Í gegnum þá kviknaði áhugi minn á þessum veiðum og að koma bátnum í þetta verkefni,“ segir Hannes. Kaupendur ánægðir með framleiðsluna „Við fórum svo af stað og það gekk svona og svona, bæði að veiða og koma þessu á mark- að. Við náðum svo tökum á veiðunum og síðar náðum við betri tökum á markaðnum, sem er eingöngu í Kína. Upp úr því komu Rússar með mikið framboð af sæbjúgum og þá hrundi verðið og birgðir hlóð- ust upp hjá okkur. Það varð tap á þessu dæmi. Við gáfumst samt ekki upp og smám saman tók þetta nýja stefnu. Við fundum nýja kaupendur og lærðum betur á veiðar og vinnslu. Við höfum núna ágætis viðskiptasambönd og traust. Kaupendurnir koma og kíkja á okkur annað slagið og eru ánægðir með framleiðsl- una,“ segir Hannes. Það hafa verið ýmsar brekkur í þessu ævintýri og segir Hannes að þetta hafi ekki verið vandalaust. Þau byrjuðu veiðarnar í Faxafló- anum en þá var búin að vera svolítil veiði í Breiðafirðinum. Síðan var farið að prufa fyrir austan land. Byrjað á Vöðlavík með góðum árangri og síðan hefur fyrirtækið haldið áfram að leita að og finna veiðisvæði og gengið ágætlega. Hafnarnes Ver vann úr 4.000 tonnum af sæbjúgum á síðasta ári Ýmsar brekkur í þessu ævintýri ■ Hannes Sigurðsson segir að upphafið hafi verið að finna verkefni fyrir bát. ■ Sæbjúgun eru að mestu leyti heilfryst og flutt þannig utan til Kína. ■ Sæbjúgun eru skorin og þurrkuð fyrir notkun og eru vinsæl gjafavara.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.