Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 16

Ægir - 2019, Side 16
16 „Það yrði mjög alvarlegt og mikið áfall ef svo færi að engin loðnuvertíð yrði í vetur, annað árið í röð. Slíkt er högg fyrir fyrirtækið, starfsfólk, sveitar- félögin í sjávarbyggðunum og sam- félagið allt. Þó fréttirnar úr haust- mælingum á loðnu gefi ekki tilefni til bjartsýni þá vona ég að mælingar í janúar verði jákvæðari. Þess eru dæmi og ekki annað hægt en að halda í þá von,” segir Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóri í frystihúsi Ísfélags Vestmanneyja á Þórshöfn. Þar var að ljúka makríl- og síldarvertíð en þrátt fyrir að vinnslan hafi gengið vel síð- ustu mánuði er það stóra spurningin um loðnuna sem allt snýst um. Mynstur loðnunnar að breytast? „Á loðnuvertíð er unnið allan sólarhring- inn og munar heldur betur um það hjá starfsfólkinu ef ekkert yrði annað í boði en dagvinnan við bolfiskvinnslu þegar hefðbundin loðnuvinnsla væri annars í gangi hjá okkur. Loðnubresturinn kemur einnig fram hjá þjónustufyrirtækjunum, sveitarfélögunum sem verða af útsvars- tekjum, höfnunum sem missa tekjur af löndun og þannig mætti áfram telja,“ segir Siggeir um áhrifin af loðnuleysi og bætir við að ef litið sé yfir lengra tímabil sjáist að ekki aðeins hafi magnið af loðnunni minnkað heldur hafi göngu- mynstur hennar einnig breyst. „Það eru margar spurningar í um- ræðunni um hvað valdi þessu. Stað- reyndin er að það virðist meira ganga af loðnu upp að strönd Norðurlands til hrygningar en gert hefur síðustu ára- tugi. Hvort ástæðan fyrir því er að stofninn er mun minni en áður eða hvort loðnan hefur breytt hegðun sinni af ein- hverjum ástæðum vitum við ekki. Og svo er spurning hvort við séum að ná að mæla loðnuna rétt út frá því mynstri er á henni þessi árin. Menn hafa mismun- andi skoðanir á þessum málum og velta mikið fyrir sér, enda miklir hagsmunir í húfi,“ segir Siggeir. Makrílafurðir auðveldari í sölu en síldin Nýafstaðin vertíð í síld og makríl gekk vel hjá Ísfélaginu á Þórshöfn. „Við byrjuðum í júlí að vinna makríl í Vestmannaeyjum en byrjuðum 4. ágúst hér á Þórshöfn og var samfleytt vinnsla fram í byrjun nóvember. Makríllinn var búinn um miðjan september en þá tók við síldarvinnsla. Þetta var svipaður taktur í vinnslunni og síðustu ár. Makríllinn var góður til að byrja með á vertíðinni en aðeins lakari til vinnslu þegar skipin þurftu að fara dýpra austur frá landinu. Makríllinn er á þessum tíma að fita sig mjög hratt og þá getur hann orðið linari og erfðara að vinna hann,“ segir Siggeir en nær allur makrílaflinn fer til manneldisvinnslu. Mest af síldinni fer í flökun og það sem skerst frá í þeirri vinnslu er brætt í mjöl. Markaðir fyrir makríl segir Siggeir að séu traustir um þessar mundir en erfiðari hvað síldina varðar. „Rússland var okkar stóri markaður fyrir síld og við höfum aldrei náð góðri fótfestu í sölu á síld eftir að Rússar settu viðskiptabannið á. Makríllinn er meiri heimsvara, ef svo má segja, þ.e. mun stærri neyslusvæði fyrir þann fisk í heiminum. Neysla á síld takmarkast hins Loðnuleysi í vetur yrði mikið áfall segir Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn ■ Heimaey VE, uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja í höfninni á Þórshöfn.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.