Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 17

Ægir - 2019, Síða 17
17 vegar meira við norðlægar slóðir. Þegar Rússlandsmarkaður lokaðist féll verðið á makríl en það hefur smám saman náðst upp á ný á öðrum mörkuðum. En í síld- inni er þetta bara strögl, bæði lægri verð og erfiðara að finna kaupendur,“ segir Siggeir en síldarafurðir Ísfélagsins fara að stærstum hluta til Póllands, Hvíta- Rússlands og Asíu. Neyslan breytt í Rússlandi? Fjögur ár eru liðin frá því viðskipta- bannið var sett í Rússlandi en mikið magn af uppsjávarafurðum fór frá Ís- landi á þann markað, auk afurða frá fleiri löndum sem bannið gildir einnig um. Sú spurning er því nærtæk hvort vera kunni að þessi markaður hafi glat- ast varanlega þegar svo langur tími er liðinn, verði banninu aflétt. „Þetta er einmitt sú spurning sem við veltum fyrir okkur. Líklegast er að neyt- endur í Rússlandi hafi snúið sér að öðr- um vörum og því kann að verða erfitt að vinna markaðinn til baka ef viðskipta- banninu yrði aflétt. Án þess að vita ná- kvæmlega hvernig þetta hefur gengið fyrir sig þá hefur maður svolitlar áhyggjur af því að áhrifin séu orðin tals- verð á markaðnum eftir svona langan tíma sem bannið hefur staðið,“ segir Sig- geir. Bolfiskvinnsla fyllir í skarðið Vel gekk að fá starfsfólk í vinnsluna á Þórshöfn á nýafstaðinni vertíð en fast starfsfólk í frystihúsinu er um 50 talsins en fleiri koma að meðan vertíðin stend- ur. „Við rekum bolfiskvinnslu sem er í gangi milli vertíða og hún er mikilvæg til að skapa fasta fólkinu heilsársvinnu. Sú vinnsla bjargaði miklu þegar loðnan brást okkur síðasta vetur og fyrirtækið hefur ágæta kvótastöðu í bolfiski. En óskastaðan er auðvitað sú að fá hefð- bundna loðnuvertíð því áhrifa hennar gætir í tekjum sem hríslast um allt sam- félagið. Það finna allir fyrir því þegar loðnubrestur verður,“ segir Siggeir. Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík ■ Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóri Ísfélagsins á Þórshöfn. og nokkrir minni sem stunda meðal annars strandveiðar og grásleppuveiðar. Þórshöfn

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.