Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 18

Ægir - 2019, Page 18
18 Uppsetning vinnslubúnaðar á milliþil- fari togarans Bergeyjar VE 144, sem er í eigu Bergs-Hugins hf. í Vest- mannaeyjum, er langt komin hjá Slippstöðinni Akureyri. Bergey VE er einn af sjö togurum sem smíðaðir voru fyrir íslenskar útgerðir hjá skipasmíðastöðinni Vard í Noregi en nú eru fimm þeirra komnir til lands- ins. Fyrst í röðinni var Vestmannaey VE sem hóf veiðar fyrr í haust eftir að búnaður á millidekki og í lest hafði verið settur upp. Mikil tilhlökkun Bergey VE kemur í stað samnefnds eldra skips hjá útgerðinni og verður Jón Val- geirsson skipstjóri en hann sótti gömlu Bergey VE einnig nýja á sínum tíma. Jón segir mikla tilhlökkun að taka nýja skip- ið í notkun. „Það er alltaf mikill áfangi að fá nýtt skip í hendur. Við getum sagt að nýja Bergey sé númerinu stærri en sú gamla, bæði hærri og breiðari. Þar af leiðandi dálítið meira skip en samt mjög lipurt með öllum þeim stjórnbúnaði sem er í því. Mesta stækkunin frá gamla skipinu er á milli- dekkinu þar sem er hægt að koma fyrir meiru af vinnslulínum og sem henta okkar veiðiformi. En þessi aukna breidd kemur líka fram í vinnusvæðinu á efra dekki, borðsal og íbúðum. Það er allt stærra,“ segir Jón en skip Bergs-Hugins koma til með að verða í svipuðu úthaldi og þau gömlu og sækja í blandaðar fisk- tegundir. Vinnslubúnaður frá Slippnum Akureyri Slippurinn Akureyri smíðaði og setti upp vinnslubúnað á þilfar Bergeyjar VE og í lest er svokallað snúningsband frá Vél- smiðjunni Þór í Eyjum. Slíkur búnaður var einnig í gömlu Bergey. Aflinn í nýja skipinu verður krapakældur en kælibún- aðurinn kemur frá Kapp. Í lest komast 244 ker af stærðinni 460 l. Lestin kemur því til með að rúma um 80 tonn. Bergey er 29 metrar á lengd og 12 metra breið. Í skipinu eru tvær aðalvélar frá Yanmar og tvær skrúfur frá Finnoy en með því segir Jón að eigi að fást jafn- ara og betra átak í togi. Togspilin um borð eru frá Seaonics í Noregi og eru rafmagnsknúin. Aflanemakerfi er frá Marport en SeaQ, sem er dótturfyrirtæki Vard, hannaði brúarkerfið. Flest tækin í brúnni eru af gerðinni Furuno. Skipin eru máluð með International málningar- kerfi frá Sérefni. Markmiðið er betra hráefni „Hugsunin með þessum nýju skipum er númer eitt, tvö og þrjú að auka gæði hráefnisins. Þess utan fáum við auðvitað líka góða vinnuaðstöðu og íbúðir fyrir áhöfnina en til dæmis fann ég verulegan mun á hljóðbærni í nýja skipinu miðað við það gamla. Sóknin verður síðan með sama hætti og áður, við erum innan þriggja mílna og erum mikið á vertíðinni í kringum Eyjar en förum síðan lengra austur á haustin,“ segir Jón en vinnuað- staða hans í brúnni verður með öllu því besta sem gerist í fiskiskipum í dag. „Það verður nóg að læra á en þó þetta virki flókið í byrjun þá lærist fljótt að nota búnaðinn.“ Ný Bergey VE að verða tilbúin á veiðar ■ Slippurinn Akureyri hefur síðustu vikur unnið að því að setja upp búnað á vinnsluþilfarinu í Bergey VE 144. Skipið mun fara í fyrstu veiðiferðir nú í desember. Ný fiskiskip

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.