Ægir - 2019, Page 21
21
boðsaðili fyrir, rafmagnsknúin spil eru
frá Seaonics, brúarkerfi frá SeaQ, dóttur-
fyrirtæki Vard og tæki í brú að stórum
hluta af gerðinni Furuno.
90 metrum styttra skip en það
síðasta!
„Við fengum svo sem ekki mikil veður á
okkur á heimleiðinni, svolítinn hliðar-
vind sem skipið stóð mjög vel af sér. Mér
líst því afskaplega vel á skipið. Mín til-
finning er sú að skipið velti ekki mikið,
enda mjög breitt miðað við lengd en svo
er að sjá hvernig það verður í miklum
mótvindi,“ segir Hjörtur sem hefur und-
anfarin ár stýrt mun stærri togskipum
hjá fyrirtækjum Samherja erlendis, bæði
togaranum Kristina og var nú síðast á
verksmiðjuskipinu Heineste. „Það skip er
120 metra langt þannig að ég er að fara
yfir á skip sem er 90 metrum styttra! Og
fækka um 90 menn í áhöfn þannig að
þetta er mikil breyting fyrir mig,“ bætir
Hjörtur við og hlær.
„En það er enginn vafi að öll aðstaða
í Harðbak er eins og best verður á kosið,
hvort heldur eru vinnusvæðin á rúm-
góðu millidekki, togdekki eða í íbúðum.
Þessi mikla breidd skilar sér á mörgum
sviðum,” segir Hjörtur en áætlað er að
skipið haldi í fyrstu veiðiferð fljótlega á
nýju ári.
■ Fyrsti Harðbakurinn kom nýsmíðaður til Akureyrar árið
1950. Nýja skipið er það þriðja sem ber þetta nafn.
■ Heimkomu nýja togarans fagnað. Frá vinstri: Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Friðrik Karlsson, yfirvélstjóri,
Hjörtur Valsson, skipstjóri, Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir, eiginkona hans og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri
útgerðarsviðs Samherja.
■ Hjörtur Valsson, skipstjóri, í brúnni ásamt eiginkonu
sinni, Stefaníu Elísabetu Hallbjörnsdóttur.