Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 23

Ægir - 2019, Page 23
23 breidd. Í þeim eru tvær aðalvélar með tveimur skrúfum. Ný kynslóð rafmagns- spila er í skipunum frá Seaonics. Íbúðir eru fyrir 13 manns og taka þau 80 tonn af fiski í lest eða um 244 kör, 460 lítra. Eldri skip Gjögurs með sama nafni voru afhent nýjum eiganda í sumar, Fisk Seafood. Þau voru smíðuð 2007 og 2009. Vörður verður væntanlega tilbúinn á veiðar undir lok nóvember og Áskell eitt- hvað síðar en Ingi Jóhann segir að hann geri ráð fyrir að frágangur á vinnslu- búnaði í seinna skipið taki styttri tíma en það fyrra. Skipin mun landa afla sín- um að hluta til á fiskmarkað og að hluta til vinnslu á Grenivík, þar sem Gjögur vinnur ferskan fisk til útflutnings. Heim- ildir skipanna eru nokkuð rúmar og næg verkefni framundan. Skipin reyndust vel á heimleiðinni og skipstjórarnir eru ánægðir með þau. Skipstjórarnir eru Þorgeir Guðmundsson á Verði og Reynir Gestsson með Áskel. Reynir lætur vel af skipinu. Þeir lentu í kaldaskít út af Noregi í upphafi heimsigl- ingar og við Skaftárfjöru, þegar komið var upp að landinu. „Það gekk bara ágætlega og skipið lofar góðu. Það virk- ar mjög vel á okkur svona við fyrstu kynni,“ segir Reynir. ■ Áskell ÞH í innsiglingunni í Grindavík. Báðum skipinum var siglt til Hafnar- fjarðar eftir heimkomuna þar sem er verið að setja vinnslubúnað í þau. ■ Reynir Gestsson, skipstjóri á Áskeli GK.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.