Ægir - 2019, Blaðsíða 24
24
Sjálfvirkni mun taka yfir í íslenskri
fiskvinnslu innan 20 ára og hefur
reyndar þegar hafið innreið sína í
vinnsluna í verulegum mæli. Tækni-
væðingunni eru litlar skorður settar
en henni er ætlað að draga úr fram-
leiðslukostnaði og auka samkeppnis-
hæfni á alþjóðavísu. Þetta mun leiða
af sér mun minni mannaflaþörf og
mun því störfum í landvinnslu óhjá-
kvæmilega fækka. Svipaða sögu er að
segja af fiskveiðum. Tækninni þar
fleygir fram, fiskilestar eru þegar
orðnar mannlausar og enginn ís-
mokstur lengur. En lengra verður
haldið og hugsanlega verður hægt að
senda fiskiskipin mannlaus út eða
hreinlega „reka hann í réttir eins og
sauðfé“.
Í fiskeldinu sjá menn fyrir sér úthafs-
eldisstöðvar sem sökkt er í sjó með sjálf-
virka fæðustýringu og að rafrænt eftirlit
verði úr landi. Jafnvel ræða sumir um að
hefðbundnum veiðum verði hætt og fiski
smalað saman með ýmsum aðferðum
eins og loftbólublæstri eins og hvalir
nota til að þétta fiskitorfur.
Þessar hugleiðingar komu fram á
Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin
var í Hörpu nýlega. Þar lýstu Jón Kjart-
an Jónsson framkvæmdastjóri fiskeldis
Samherja, Alfreð Tulinius stjórnarfor-
maður skipahönnunarfyrirtækisins
Nautic og Sigurður Ólason framkvæmda-
stjóri Marel Fish, framtíðarsýn sinni í
þessum efnum undir yfirskriftinni „Hvar
stendur íslenskur sjávarútvegur eftir 20
ár?“
Að kaupa fisk í matinn með „appi“
„Störfin og framleiðslan hafa breyst mik-
ið á undanförnum 20 árum og spurning-
in er hvar við ætlum að vera eftir 20 ár,“
sagði Jón Kjartan. Hann sagði að þróa
þyrfti fiskeldi áfram, huga að breyting-
um á skipastólnum með hliðsjón af orku-
notkun og tæknivæða fiskvinnsluna. Í
framtíðinni verði mikilvægast hvernig
eigi að nálgast neytendur. „Við munum
þurfa að stytta virðiskeðjuna og nálgast
neytendur meira með beinum hætti. Það
verða ekki sömu aðferðir og í dag, upp-
lýsingar þurfa að vera aðgengilegri raf-
rænt um vörurnar okkar í versluninni
eða á netinu í einhvers konar inn-
kaupa„appi“ í símanum.“
Hann benti á að aukið framboð á
sjávarmeti í heiminum komi fyrst og
■ Mikill áhugi var á málstofunni um framtíð sjávarútvegs á Íslandi, líkt og almennt á umfjöllunarefnum Sjávarútvegsráð-
stefnunnar 2019.
Sjávarútvegur
á Íslandi eftir 20 ár