Ægir - 2019, Page 25
25
fremst úr fiskeldi, sem aukist hratt ár frá
ári. Í því stóra samhengi séu íslenskir
framleiðendur algjörir dvergar og sem
dæmi sé spáð um 5 milljóna tonna fram-
leiðslu í laxeldi í Noregi árið 2050 en hér
sé miðað við 170 þúsund tonna fram-
leiðslu að hámarki á sama tímapunkti.
Aukningin byggist á meiri tækni, kyn-
bótum og sölustarfi. Nú séu til dæmis 80
ný eldisleyfi í burðarliðnum í Noregi og
verið að fjárfesta fyrir háar upphæðir í
þessum mikla fyrirhugaða vexti. Verið sé
að þróa úthafseldisstöðvar í líkingu við
borpalla. Hér á landi sé búið að mynda
fiskeldisstefnu sem byggist á áhættumati
Hafrannsóknastofnunar. „Vonandi náum
við tökum á þessari grein vegna þess að
það er einmitt atvinnugrein eins og fisk-
eldið, sem getur vaxið með okkur og
skapað aukna velferð.“
Verðum að þora að fjárfesta í því
sem við trúum á
„Í fiskveiðunum ætlum við að auka gæði
með því að flytja lifandi fisk að landi og
höfum keypt skip til þess. Við ætlum að
dæla fiskinum úr dragnótinni eða troll-
inu um borð og og flytja hann lifandi í
vinnsluna. Við trúum því að þetta sé
framtíðin og þetta er að koma. Nú erum
við að byggja frá grunni það sem verður
fremsta hátækni fiskvinnsluhús í heimi.
Við verðum að þora að fjárfesta í sýn-
inni sem við trúum á,“ sagði Jón Kjartan.
Tvær leiðir, önnur ófær
Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri
Marel Fish, ræddi þær áskoranir og tæki-
færi sem framundan eru í framleiðslu
matvæla tengdum tækniframförum og
sjálfbærnisjónarmiðum. Hann nefndi
tvær leiðir til að svara spurningunni um
hvar við munum standa eftir 20 ár. Önn-
ur sé að ákveða að slást í för með öðrum
og taka á leiðinni margar góðar ákvarð-
anir en vandinn sé að ekki sé ljóst hvert
förinni sé heitið. Hún geti endað bæði
bæði vel og illa.
„Ég segi því; við þurfum að ákveða
hvar við ætlum að vera. Þetta er alfarið
undir okkur komið. Það þarf heildræna
nálgun allra hagsmunaaðila til þess að
fara úr stöðunni sem við erum í í dag,
sem er í rauninni mjög góð. En ef við
ætlum að stíga skrefinu lengra þarf sam-
stillt átak,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að hjá Marel hafi verið
tekin ákvörðun fyrir mörgum árum um
að fyrirtækið verði leiðandi í matvæla-
framleiðslu í heiminum. Það hafi tekist
með margra aðstoð. „Við sjáum fyrir
okkur heim þar sem gæðamatvæli eru
framleidd á sjálfbæran og hagkvæman
hátt. Við vitum að árið 2050 verða 10
milljarðar manna á jörðinni. Það þarf að
fæða allt þetta fólk.“
Róbótar verða algengari
Hann sagði að auka þurfi vöruþróun í
framleiðslu sjávarafurða og það hafi
gengið vel. Nú séum við komin inn í
fjórðu iðnbyltinguna. Róbótavæðingin
hafi farið af stað í þriðju iðnbyltingunni
í stórum atvinnugreinum en matvæla-
framleiðslan hafi þar í raun verið skilin
eftir. Þar liggi tækifærin í dag. Verið sé
að fara inn í framtíð þar sem gagnaöflun
og úrvinnsla þeirra verði sjálfvirk. Til
verði heildarvinnslulausnir þar sem
gervigreind verði notuð í sjálfvirkar
ákvarðanir um vinnslustýringu og ró-
bótar sjái um störfin.
„Það sem rekur okkur áfram að hluta
til í þessu er skortur á vinnuafli. Við
þurfum að fullvinna afurðirnar nær
auðlindinni þannig að við séum ekki að
flytja utan lítið eða óunninn fisk. Við
þurfum að vinna afurðirnar meira og
þar kemur róbótinn til sögunnar,“ segir
Sigurður og bætir við að með þessari
þróun fækki störfum í vinnslu sjávaraf-
urða. Við það verði menn einfaldlega að
horfast í augu. Fólk muni missa vinnuna
við fiskvinnslu en önnur tækifæri muni
hins vegar skapast.
■ Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja hf.
■ Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri Marel Fish.
Sjávarútvegsráðstefnan 2019