Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 29

Ægir - 2019, Page 29
29 Fjölsótt sjávarútvegs- sýning í Laugardalshöll Sýningin Sjávarútvegur 2019 sem haldin var í Laugardals- höll í lok september var að sögn aðstandenda sótt af um 18.000 gestum. Sýningin stóð í þrjá daga en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði hana formlega og sagði í opnunarræðu sinni að hann fyllist stolti að sjá hversu framarlega íslenskar útgerðir og tækni- fyrirtæki standi á því alþjóðlega markaðstorgi sem sjávar- útvegur er. „Við göngum til móts við aukna samkeppni óhrædd og ég vænti þess og vona að þessa daga, sem hér verður opið, tökum við einhver skref fram á við. Allt með það að markmiði að gera íslenskt þjóðfélag betra en það var í gær og enn betra á morgun,“ sagði ráðherrann. Fjöldi íslenskra og erlendra fyrirtækja kynnti þjónustu sína og vörur á sýningunni, nýjustu þróun í tækni fyrir skip og fisk- vinnslur. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá sýningunni. ■ Guðmundur Bragason í Sónar við skjávegginn sem var eitt af því sem fyrirtækið sýndi. ■ Þórir Matthíasson í Scanmar útskýrir virkni aflanema- kerfisins og nýjustu lausnir á því sviði. ■ Sjávarútvegráðherra leit við í bás Sæplasts. ■ Rýnt í skjáina og tæknina í bás Simberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.