Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 38

Ægir - 2019, Page 38
38  KROSSGÁTA Fyrir skömmu afhenti Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði nýjan Cleopatra bát til Tromsø í Noregi. Kaupandi bátsins er fyrirtækið West Atlantic AS en útgerðarmaður og framkvæmdastjóri þess er Bjarni Sigurðsson. Sæmundur Hnappdal Magnússon er skipstjóri á bátnum sem þegar hefur hafið veiðar við Noregsstrendur. Báturinn hefur hlotið nafn- ið Åsta B. Hann er af gerðinni Cleopatra 36, er 11 metra lang- ur og mælist 14 brúttótonn að stærð. Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hö tengd ZF V-gír. Rafstöð af gerðinni Nanni 7.5kW. Andveltigýr er af gerðinni Quick og er stað- settur í vélarrúmi.  Báturinn er útbúinn full- komnum siglingatækjum af gerðinni Furuno en í honum er Olex skipstjórnartölva. Bát- urinn er einnig með vökva- drifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línu- veiða. Línuspil kemur frá Beiti. Öryggisbúnaður bátsins kem- ur frá Viking-björgunarbún- aði. Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar og salerni með sturtu. Lest bátsins tekur 15 stk 380 lítra kör. Ný Cleopatra frá Trefjum til Tromsø ■ Åsta B er þegar komin á veiðar við Noregsstrendur. Fréttir Auglýsingasími 898 8022 - inga@ritform.is

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.