Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Page 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020 Ég kveikti á hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að sjálf poppprins-essan (hvað eru mörg pé í því?) Britney Spears var til umfjöllunar. Fréttin var greinilega vel á veg komin; hermt af afrekum hennar í popp- heimum og að hún hefði fyrir giska löngu byrjað að hegða sér undarlega. Við hjónin litum hvort á annað og vorum greinilega á sömu blaðsíðunni: Hún er dáin! Hvaða önnur skýring gat verið á því að Britney Spears væri til umfjöllunar í hádegisfréttum útvarps? Nú heyrir hvorugt okkar til fjölmennum aðdáendahópi Britneyjar – ég þekki bara eitt lag með henni, það heitir Úps – en það er alltaf sorglegt þegar fólk deyr, ekki síst langt fyrir aldur fram en Britney var ekki orðin fertug. „Hún átti um margt erfiða ævi, vonandi fær hún nú frið,“ sagði ég til að segja eitthvað; eins og maður gerir á stundum sem þess- um. Síðan drúptum við hjónin höfði í virðingarskyni við prinsessuna. En hvað var a’tarna? Skyndilega hresstist fréttakonan í útvarpinu og tvær grímur runnu á okkur hjónin. Britney var hreint ekki dáin, heldur hefur hún aðeins óskað eftir því við dómara í Los Angeles að faðir hennar, Jamie, fái ekki að taka aft- ur við hlutverki forráðamanns hennar. Okkur var vitaskuld létt en héldum eilítið ringluð aftur út í daginn eftir þessa undarlegu uppákomu. Britney ríkari. Um kvöldið sátum við að snæðingi á sveitasetri okkar, ásamt yngsta syni okkar og sonardóttur, með kvöldfréttir sjónvarps í bakgrunninum. Byrjar þá ekki Bogi Ágústsson, af öllum mönnum, að tala um Britney. Hann sagði það ekki upphátt en ég las úr augunum á syni mínum að hann var ekki í nokkrum vafa um að Britney væri öll. Hvaða önnur skýring gæti verið á því að Bogi Ágústsson væri að tala um hana í kvöldfréttum sjónvarps? Ég flýtti mér að leiðrétta þetta, Britney væri enn í fullu fjöri, og syni mínum létti strax. Hann heyrir ekki heldur til fjölmennum hópi aðdáenda Britneyjar en finnst alltaf sorglegt þegar fólk deyr, ekki síst langt fyrir aldur fram. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem manneskja „deyr“ á minni vakt. Ekki er langt síðan ég rakst óvænt á minningargreinar um kunningja elsta sonar míns í Morgunblaðinu; mann á aldur við Britney. Brá nokkuð en hámaði að vonum í mig minningargreinarnar. Í hádeginu hittumst við feðg- arnir svo í bumbuboltanum og hafði ég að sjálfsögðu orð á því hvað þetta væri sorglegt og vottaði syni mínum samúð. „Ha?“ hváði drengurinn. „Þetta er sama nafnið en kunningi minn er sprelllifandi. Þetta hlýtur að vera kunn- ingi einhvers annars?“ Aftur létti mér. Fátt jafnast á við upprisur mann- anna! Nei, ekki Britney! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Hvaða önnur skýringgat verið á því aðBritney Spears væri tilumfjöllunar í hádegis- fréttum útvarps? Guðrún Tryggvadóttir Bara mjög vel. Maður verður bara að lifa með kórónuveirunni, það er bara þannig. SPURNING DAGSINS Hvernig leggst haustið í þig? Ingvar Ómarsson Ágætlega. Það er ekki jafn slæmt og ég hélt það yrði. Linda Benjamínsdóttir Bara ágætlega. Þorsteinn Kolbeinsson Bara mjög vel. Maður verður að vera jákvæður. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hvað ertu að gera á Íslandi? Ég bý í Cleveland í Ohio en ákvað að búa í haust hjá íslensku fjölskyldunni minni vegna þess að kórónuveiru- faraldurinn er svo slæmur í Bandaríkjunum. Ég kom hingað fyrsta júní í sumarfrí með mömmu, pabba og systur minni en ákvað svo að verða eftir þegar þau fóru heim. Lífið er betra hér núna og meira frelsi. Hér er hægt að eiga venjulegt líf. Hvernig var vorið hjá ykkur? Í mars var skólanum lokað og við þurftum að fara í fjarnám. Það var bara einn tími á netinu á dag en mest var bara heima- nám. Svona var þetta í þrjá mánuði. Hvernig var það? Mér fannst það mjög leiðinlegt. Venjulega hittir maður mikið vinkonur sínar í frímínútum og stundum eftir skóla, en í vor hitti ég engan og var mjög innilokuð. Máttir þú hitta vini þína á kvöldin? Nei, við máttum ekkert hittast nema að virða tveggja metra regluna og við máttum bara hittast utandyra. Enginn bauð nein- um inn til sín. Reglurnar úti eru miklu strangari en á Íslandi. Þú þurftir að fara í sóttkví við komuna í júní, hvernig var það? Það var allt í lagi því ég hafði systur mína sem ég hafði ekki séð lengi. Við skemmtum okkur vel saman. Hvað ætlar þú að gera hér í haust? Þegar ég er ekki í fjarnámi í mínum skóla ætla ég að fara í tíma í Kvennó. Ég er mjög spennt að prófa íslenskan skóla. Vonandi eignast ég vinkonur þar. Morgunblaðið/Ásdís LÓA SCHRIEFER SITUR FYRIR SVÖRUM Venjulegt líf á Íslandi Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Menntaskólaneminn Lóa Schriefer, frá Ohio, ákvað að stunda nám sitt hérlendis í gegnum tölvu, auk þess að sækja tíma í Kvennó. Hún er íslensk í aðra ættina. t í næsta óteki Kem augnlokin þ.e. á lokuð augun. ugnlinsum. Fæs Ap ur sem hentugur úði en honum er spreyjað yfir Úðann má nota með farða og a Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.