Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Side 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Það er svo merkilegt að fylgjast meðviðbrögðum okkar þegar kemur aðstjórnmálum. Sum mál sigla fram hjá okkur, án þess að hreyfa við neinum, á með- an önnur virðast hafa sérstakt lag á að draga fram reiði og jafnvel ofsa. En hver ætli línan sé? Af hverju getum við stundum haldið áfram að drekka morgunkaffið og af hverju þurfum við stundum að kasta öllu frá okkur, hætta að nota inniröddina og láta alla vita að nú sé nóg komið? Ég gæti trúað að það snerist að mestu um tvennt. Annars vegar hvar við stöndum í pólitík. Við erum svo miklu líklegri til að verða reið við fólk sem við erum ekki sam- mála um grundvallarlífsskoðanir. Fólk sem við myndum aldrei kjósa á ekkert inni hjá okkur. Hitt er hvort við tengjum við atburðina. Hvort þeir séu til í reynsluheimi okkar og hvort við gætum mögulega séð okkur í að- stæðum á borð við þessar. Þegar Braggamálið fræga kom upp þá vakti það engin sérstök viðbrögð að fram- kvæmdin hafði farið meira en helming fram yfir upprunalega áætlun. Við kipptum okkur ekkert svo mikið upp við að svo virtist sem á borgarbúa myndu falla um 250 milljónir króna. Svona bara gerist. En þegar við fréttum að stráin fyrir fram- an hefðu kostað hátt í milljón, þá fyrst varð allt brjálað. Það var meira en við réðum við. Einhver bjánaleg strá sem hægt er að finna um allt og helst þar sem þau eiga ekki að vera! Nú er nóg komið. Á sama hátt man ég eftir, úr árdögum blaðamennsku minnar, fréttum um útlán rík- isbankanna sem voru algjörlega galin. Pen- ingar sem fóru í verkefni sem öllum mætti vera ljóst að myndu aldrei skila sér til baka. Mikið tap bankanna og slæmur rekstur. All- ir rólegir. En þegar kom að því að skipta um bíla þá varð allt brjálað. Það sama gerð- ist í hvert sinn sem keyptur var nýr bíll fyr- ir ráðherra. Nýjasta dæmið er Þórdís Kolbrún ferða- málaráðherra. Hún hitti vinkonur sínar í síð- ustu viku og fór út að borða með þeim. Það eru meira að segja til myndir af þeim saman og einmitt þessar myndir hafa kallað fram mikla reiði hjá mörgum sem ætla bara alls ekki að sætta sig við þetta. Hér höfum við ráðherra sem tók þátt í að leggja á okkur reglur um tveggja metra fjarlægð og svo virðist hún bara ekki fara eftir þeim sjálf. Það er að minnsta kosti til mynd af henni með vinkonum sínum og þar eru klárlega ekki tveir metrar á milli. Hún hefur reyndar beðist afsökunar en það er ekki nóg. Ekki fyrir suma. Þeir vilja að hún segi af sér eða eitt- hvað þaðan af verra. Sem mér finnst ekki sér- staklega góð hug- mynd. Ég er sannfærður um að flestir stjórnmálamenn, ef ekki allir, hafa gert miklu meiri og verri mistök en þessi. Mistök sem hafa jafnvel kostað miklu meiri peninga og jafnvel raunverulega ógnað heilsu okkar og lífsviðurværi. Við höfum bara ekki tekið eftir þeim af því á staðnum var enginn sem fannst svo gaman að hann bara varð að taka mynd af þeim. Staðreyndin er nefnilega sú að við gerum öll mistök. Það hefur aldrei leikið nokkur vafi á því, enda er það hluti af mannlegu eðli. Og ég verð að segja, að því meira sem ég hugsa um það, þá held ég að ég vilji frek- ar stjórnmálamenn sem eru mannlegir og gera mistök en einhvers konar ofurmenni sem alltaf vita allt best og misstíga sig aldr- ei. Ég á að minnsta kosti betra með að tengja við fólk sem sýnir af sér mannlega hegðun. ’Einhver bjánalegstrá sem hægt er aðfinna um allt og helstþar sem þau eiga ekki að vera! Nú er nóg komið. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Stráin, bíllinn og myndin Hertar sóttvarnaaðgerðir álandamærunum sem tókugildi í vikunni voru von- brigði fyrir alla. Fjölgun Covid- smita, bæði innanlands, á landamær- unum og í löndunum í kringum okk- ur, þótti hins vegar gefa tilefni til að grípa hratt til afgerandi varna. Vandasamt og jafnvel ómögulegt er að kveða upp stóra dóma um rétt- ar eða rangar ákvarðanir í þessu ferli öllu, slík er óvissan um svo margt. Sumt verður líklega alltaf óljóst og aldrei hægt að fullyrða um, ekki einu sinni eftir á. Við munum til dæmis aldrei geta sagt með vissu hvað hefði gerst ef einhverjar aðr- ar ákvarðanir hefðu verið tekn- ar. Markmið okkar getur aðeins verið að taka ákvarð- anir í ljósi bestu upplýsinga hverju sinni. Á sama tíma þurfum við að sætta okkur við að þær verða aldrei fullkomnar. Ég tek undir þau orð Bjarna Benediktssonar í Kastljósi í vikunni, að það er líkt því að við séum að skjóta úr boga á mark sem er langt í burtu, en smám saman færist markið nær þannig að lík- urnar aukast á að við hittum á hár- réttar ákvarðanir. Snögg áhrif Daginn eftir að aðgerðirnar tóku gildi áttu tæplega þrjú þúsund far- þegar bókað flug til landsins. Aðeins þriðjungur þeirra kom. Tveir af hverjum þremur hættu við ferðina. Áhrifin á ferðaþjónustu voru því snögg og afgerandi. Óhætt virðist að slá því föstu að mjög fáir ferðamenn komi til landsins við núverandi að- stæður. En hvers vegna skiptir þetta svo miklu máli? Mikilvægi gjaldeyristekna Gjaldeyristekjur eru lífsnauðsyn- legar þjóð sem framleiðir sjálf að- eins lítinn hluta þess varnings sem hún lítur á sem sjálfsagðan og jafn- vel nauðsynlegan í sínu daglega lífi. Einhvern tímann hefði ekki þurft að minna fiskveiðiþjóðina á þetta, en í dag er eins og þetta hafi sokkið neð- ar í þjóðarvitundina en áður. Með uppgangi annarra gjaldeyrisskap- andi útflutningsgreina en sjávar- útvegs hefur áherslan á gjaldeyris- tekjur í þjóðmálaumræðunni minnkað. Einu sinni voru aflabrögð og markaðsverð sjávarafurða á með- al helstu tíðinda í fjölmiðlum. Þetta er liðin tíð, en það er góð ástæða fyr- ir því að það var einu sinni þannig. Hugsum okkur tvo einstaklinga. Annar er Íslendingur en hinn er er- lendur ferðamaður. Hugsum okkur að þeir verji saman einum degi á Ís- landi þar sem báðir eyða 100 þúsund krónum í nákvæmlega sömu hlutina. Það er staðreynd að útgjöld erlenda ferðamannsins vega þyngra fyrir hagkerfið en útgjöld Íslendingsins. (Þess vegna er áhugavert að sjá þau lögð að jöfnu í opinberri umræðu.) Ástæðan er sú að útgjöld erlenda ferðamannsins eru gjaldeyristekjur; nýir peningar sem hefðu annars ekki komið inn í hagkerfið. Gjaldeyristekjurnar eru grund- völlur þess að við getum keypt vörur og þjónustu frá útlöndum. Vægi ferðaþjónustu í bættum lífsgæðum undanfarinna ára og sterkri stöðu þjóðarbúsins er umtalsvert. Með einhverjum skekkjumörkum stend- ur ferðaþjónustan undir um það bil einum þriðja af innkaupum okkar Ís- lendinga á vörum og þjónustu frá út- löndum. Við getum rétt ímyndað okkur áhrif þess ef þessi uppspretta dýrmætra gjaldeyristekna hverfur um lengri tíma. Það sem gerist iðulega þegar gjaldeyristekjur minnka er að gengi krónunnar gefur eftir, sem þýðir að aðföng og vörur frá útlöndum hækka í verði og við þurf- um að ráðstafa stærri hluta okkar tekna til að kaupa þær. Í sem einföld- ustu máli þýðir það lakari lífskjör. Þess vegna segi ég hiklaust að ferðaþjónustan er ekki „þröngir hagsmunir“ held- ur vegur hún þungt fyrir hagsmuni allra Íslendinga. Næstu skref Í minnisblaði sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina síðastliðinn þriðjudag er því sjónarmiði haldið til haga að æskilegt væri að vinna ítarlegri efnahagsgreiningu á sóttvarnaað- gerðum og leggja heildstætt mat á þjóðhagslegan kostnað og ávinning af misjafnlega ströngum sótt- vörnum, annars vegar á landamær- unum og hins vegar innanlands. Í því sambandi væri líka æskilegt, eft- ir því sem hægt er, að huga að sam- spilinu þarna á milli, þ.e.a.s. hve mikið hertar sóttvarnir á landamær- unum draga úr líkum á að grípa þurfi til harðra aðgerða innanlands. Við munum aldrei fá fullkomin svör við þessu en við ættum þó að geta dýpkað greininguna. Í minnisblaði mínu er líka vakin athygli á þeim hagsmunum sem fel- ast í því að fyrir liggi hvenær að- gerðir á landamærunum verði end- urmetnar og hvaða viðmið verði stuðst við til að meta hvort óhætt þyki að slaka á þeim eða ekki. Föst tök á faraldrinum inn- anlands eru forgangsatriði Ekkert af því sem hér er sagt má mistúlka á þann veg að ferðaþjón- ustan skipti meira máli en að hafa góð og örugg tök á faraldrinum hér innanlands. Hið síðarnefnda er auð- vitað forgangsatriði. Það er miklu dýrara að loka allri starfsemi hér heima (fyrirtækjum, skólum, menn- ingarstarfsemi o.s.frv.) en að loka ferðaþjónustunni, að ekki sé minnst á heilsufarsþáttinn. En það hefur ekki verið sýnt fram á að valið til lengri tíma standi að- eins um þessa tvo kosti og enga aðra. Verkefni okkar er að halda áfram að meta kostina í stöðunni, „færa mark- ið nær“ ef svo mætti segja til að við getum betur hitt í mark og verið eins viss og við getum verið um að hafa fundið jafnvægið sem hámarkar hag okkar, lífskjör og heilsu. Alvarleg staða Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Gjaldeyristekjur erulífsnauðsynlegar þjóð sem framleiðir sjálfaðeins lítinn hluta þess varnings sem hún lítur á sem sjálfsagðan og jafnvel nauðsynlegan í sínu daglega lífi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.