Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Page 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020 minnsta getur leiðin orðið mjög torsótt. Við verðum að grípa þessi börn og fjölskyldur strax og hlúa að þeim frá byrjun.“ Rödd barna skiptir máli „Mín helstu málefni þessa dagana eru að vinna gegn ofbeldi á börnum og erum við að styrkja aðildarríkin til að koma í veg fyrir ofbeldi með því til dæmis að banna líkamlegar refsingar inni á heimilum, stofnunum og skólum. Það eru langt frá því öll ríki sem bannað hafa líkamlegar refsingar inni á heimilum. Það er bardagi sem við þurfum að halda áfram að taka. Það er bara nýlega sem Frakkar innleiddu þessi lög og var það mikill sigur fyrir okkur, en það voru miklar deilur í kringum það í Frakklandi. Við lendum oft í átökum þegar ríki búa til löggjöf sem í raun segir foreldrum hvernig þau eigi að taka á sínu heimilislífi og ala upp sín börn.“ Annar málaflokkur sem Regína hefur einnig skoðað eru réttindi barna sem lifa með fötlun. „Við höfum einbeitt okkur að aðgengi og upp- lifun fatlaðra barna að netinu og samfélags- miðlum. Sum fötluð börn geta ekki fylgst með textum við myndbönd til að mynda. Það er hægt að gera svo margt til að hjálpa þessum börnum, eins og að stækka letur eða hægja á tali,“ segir hún. „Öll þátttaka barna hefur verið í forgangi hjá Evrópuráðinu; að hlusta meira á börn og þiggja þeirra sérfræðireynslu. Það hefur gengið mjög vel á Íslandi og umboðsmaður barna, Salvör Nordal, hefur komið sterk inn í starfið og setti meðal annars upp Barnaþingið sem er alveg einstakt. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur einnig gert réttindi barna að forgangsverkefni og ég hlakka til að sjá hvernig honum vegnar að hrinda sam- hæfðum breytingum í gang.“ Hafa skoðanir og hugmyndir barnanna nýst ykkur? „Jesús minn, já! Ef við tökum dæmi af barni sem hefur upplifað erfiðleika og farið í gegnum kerfið, þá hefur það barn miklu meiri reynslu en fullorðin manneskja sem aðeins hefur lesið um slíkt. Það er bráðnauðsynlegt að börn fái að tjá sig um það sem hefur komið fyrir þau. Þetta hefur hjálpað okkur mikið. Í dag búum við ekki til nýja löggjöf innan Evrópuráðsins á sviði réttinda barna án þess að sækja álit barna sem eru sérfræðingar á þessu sviði; hvort sem það eru flóttamenn, börn með fötlun eða börn sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Börnin verða að fá að vera hluti af lausninni.“ Brotið á flóttabörnum Börnum á flótta hefur á síðustu árum fjölgað verulega og hafa mörg Evrópuríki þurft að taka á móti fjölda flóttabarna. „Við reynum að tryggja að þau fái aðgang að upplýsingum, dómstólum og fái að koma að ákvarðanatöku. Að þeirra réttindi séu virt til jafns á við önnur börn í því landi sem þau koma til, en þau hafa rétt á verndun og stuðningi eins og öll börn,“ segir Regína. „Eðlilega geta ekki fyrstu löndin sem flótta- menn koma til tekið á móti öllu þessu fólki og því ættu löndin að skipta fólki á milli sín. En það þarf auðvitað að reyna að leysa málin sem fyrst,“ segir Regína og á við að erfitt sé fyrir fjölskyldur að setjast að í nýjum löndum en fá svo brottvísun. „Það er verið að brjóta á börnunum. Þess vegna er mikilvægt að taka ákvarðanir fljótt og vel. Það er hagur allra. Börn þurfa að fá aðgang að skóla og lífið tekur yfir. Oft er mjög flókið að vísa fólki úr landi þegar það hefur aðlagast nýju landi. En það er auðvelt að segja hvernig hlut- irnir eiga að vera,“ segir Regína. „Það sem við höfum verið að gera er að vinna að tveimur verkefnum. Annars vegar höfum við unnið að aldursgreiningu barna og hins vegar að því að flóttabörn sem koma fái úthlutað for- ráðamanni. Það eru mismunandi kerfi í gangi en það er mjög mikilvægt að um leið og barnið kemur í landið, fái það slíkan forráðamann. Það voru alls konar mismunandi reglur í gangi þannig að það er mikilvægt að samræma þær. Þá hefur Evrópuráðið líka unnið mikla vinnu við að forða flóttabörnum frá því að vera svipt frelsi sínu eða jafnvel fangelsuð fyrir það eitt að hafa farið yfir landamæri. Einnig er unnið að því að styrkja kerfi þar sem fósturfjölskyldur taka tímabundið að sér fylgdarlaus börn. Þetta er gríðarlega flókinn og erfiður málaflokkur og börn á flótta líða oft óbærilegar þjáningar. Við getum ekki breytt öllu alls staðar en reynum að velja verkefni þar sem stuðningur Evrópuráðs- ins kemur sterkur inn fyrir aðildarríkin.“ Er ekki inni í sorginni Regína er ánægð í vinnunni sem hefur leitt hana víða um lönd og í fjölmörg gefandi verk- efni. „Þetta er svakalega skemmtileg vinna og það er erfitt að ætla að hætta í þessum mála- flokki. Þetta eru mikilvæg og verðug verkefni og gaman að sjá þegar það verða breytingar,“ segir Regína. Spurð um týpískan dag í vinnunni svarar hún: „Hér er enginn dagur eins. Ég held utan um þessi þrjú teymi sem ég er með en þetta eru um tuttugu manns. Ég starfa í Strassborg en er líka með teymi í Búkarest í Rúmeníu, Kænu- garði í Úkraínu og Kisínev í Moldóvu. Síðustu sex mánuðir hafa auðvitað verið með breyttu sniði vegna kórónuveirunnar en á týpískum degi tek ég lestina hálftíma leið í vinnuna. Ég fer þá yfir daginn en ég sé líka um fjármál og starfsmannamál. Ég hitti teymin mín og fer yf- ir mál vikunnar. Oft þarf ég að taka á móti gestum á fundi, eins og ráðherrum og sendi- herrum. Ég held framsögur og ræður á þing- um og bý til verkefni, sæki fundi og margt fleira. Við erum oft að reyna að hafa áhrif á lagabreytingar og höfum þá samband við við- komandi sendiherra og sérfræðinga í ríkjunum okkar,“ segir Regína og segir þau alltaf að reyna að hafa áhrif til góðs. „Eins og með sakhæfisaldurinn í Bretlandi, hann var átta ár og er nú tíu ár,“ segir Regína og bætir við að þar mættu Bretar enn bæta sig. Þyrmir aldrei yfir þig að hugsa um öll þessi vandamál barna? „Nei, aldrei. Ég er ekki að vinna í einstökum málum og er því ekki inni í sorginni. Ég er á lagalegu hliðinni og hugsa um hvað sé hægt að gera til að breyta hlutum eða aðstoða. Ég hef mikla yfirsýn og það er ofsalega skemmtilegt að fá að taka þátt í teymum sem eru virkilega að breyta hlutum.“ Barnahús er algjör gullmoli Ef þú horfir yfir síðasta áratug, hvað hefur áunnist í mannréttindum barna? Hverju ert þú stoltust af? „Mér finnst án nokkurs vafa ótrúlegt hvað Barnahúsið hefur haft mikil áhrif. Evrópuráðið hefur haft áhrif á það að þessi 47 ríki skilji út á hvað þetta gangi og skilji hversu mikilvægt það sé að hlustað sé á öll börn sem verða fyrir of- beldi. Það hefur haft mikil áhrif og Lanzarote- samningurinn styður þessa hugmynd. Þessi samningur hefur gjörbreytt hvernig löggjöf ríkja passar upp á að börn verði ekki fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi og hvað á að gera þegar það gerist. Barnahús er algjör gullmoli og er í raun ein flottasta útflutningsafurð Íslands. Nokkuð sem fæstir vita af,“ segir hún og bætir við að ís- lenska starfsfólk Barnahúss hefur ferðast víða að kynna sína starfsemi og hefur Barna- húsmódelið vakið athygli víða um heim. „Mér finnst að íslenska ríkið og utanríkis- ráðuneytið ætti að vera með þróunarverkefni og setja meiri pening í að styrkja þetta. Það er verið að setja á laggirnar svona hús víða og mér finnst að Ísland ætti að vera meira í for- svari fyrir þessu,“ segir hún. Regína er í góðum tengslum við umboðs- mann barna, Salvöru Nordal, félags- og barna- málaráðherra, Ásmund Einar Daðason, starfs- fólkið í Barnahúsi og Braga Guðmundsson sem situr í barnarréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Regína segir það mikinn heiður fyrir Ísland að eiga þar fulltrúa og segir Braga hafa unnið öt- ult starf í þágu barna um langt skeið. „Mér finnst alltaf gott að vinna með þessum helstu aðilum sem styðja við réttindi barna á Íslandi og ég er alltaf til staðar ef þau þurfa á mér að halda og öfugt.“ Annað sem Regína segir standa upp úr þeg- ar hún horfir til baka er breyting í hugs- unarhætti. „Mér finnst jákvætt að sjá þessa breytingu í hugsunarhætti fólks að börn séu með mann- réttindi og séu ekki eign foreldra sinna.“ Lokuð inni í þrjá mánuði Sumarfrí Regínu á Íslandi er senn á enda þeg- ar viðtalið er tekið og styttist í að hún fljúgi yfir hafið til Frakklands. Mörg verkefni bíða á borðinu og mörg vandamálin sem þarf að leysa. „Ég vona að við getum haldið áfram að mæta í vinnuna en við vorum lokuð inni í vor í tæpa þrjá mánuði. Við vitum ekki hvernig haustið verður og auðvitað hefur þetta hægt aðeins á vinnunni. Við erum 2.000 manns sem vinnum hjá Evrópuráðinu í fjórum byggingum og það getur flækt málin,“ segir hún. „Annars ætla ég að nota síðustu dagana hér til að hitta vini, vandamenn og svakalega skemmtilegu vinkonur mínar en ég er búin að fara víða um landið í sumar. Svo þarf ég bara að fara að ná í reykta laxinn og pakka!“ Regína skipulagði barnaréttarráðstefnu Evrópuráðsins í nóvember 2019. Adrien Taquet, barnamálaráðherra Frakklands, heldur framsögu. Ljósmynd/Candice Imbert, Council of Europe ’Kynferðislegt ofbeldi á börn-um í gegnum netið er gjör-samlega að valta yfir allt. Þettaer faraldur í heiminum í dag. Fullorðið fólk er að ná í börn á netinu til þess að láta þau fækka fötum og senda myndir af sér. Þetta er oft alveg hrikalegt því þessar myndir hverfa aldrei. Evrópuráðssamningurinn um vernd barna gegn kynferðislegri misbeitingu og kynferðislegri misnotkun, eða Lanzarote-samningurinn, krefst þess að kynferðisafbrot gegn börnum sé talið glæpsamlegt athæfi. Ráðið leggur fram að ríki í Evrópu og víðar skuli samþykkja sérstaka löggjöf og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir kyn- ferðislegt ofbeldi, til að vernda fórn- arlömb og sækja til saka gerendur. Lanzarote-nefndinni er falið að fylgj- ast með því hvort aðilar innleiða í raun í hverju ríki Lanzarote-samninginn. Nefndin hefur einnig lagt sig fram við að bera kennsl á góða löggjöf, góðar venjur og starfshætti innan ríkja og skipuleggur margs konar fræðsluheim- sóknir, ráðstefnur o.fl. til að styrkja alla vinnu í þeim tilgangi að vernda börn gegn kynferðisofbeldi. Af hálfu Ís- lands hefur Bragi Guðbrandsson setið í og verið formaður nefndarinnar og í dag er Hrefna Friðriksdóttir prófessor nefndarmaður fyrir hönd Íslands. Lanzarote- samningur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.