Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020 LÍFSSTÍLL Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS HJÓLALÁSAR FRÁ TRELOCK Sjáðu úrvalið og veldu lásinn sem hentar þér á www.lykillausnir.is Það er ys og þys á kaffihúsinuSkool Beans í Vík í Mýrdal.Þetta óvenjulega kaffihús er í gömlum gulum amerískum skóla- strætisvagni og er engu líkt. Eigand- inn, hin breska Holly Keyser, tekur vel á móti gestum og gangandi og kaffiilmurinn liggur í loftinu. Skilti við dyr varar við lágri lofthæð og minnir um leið fólk á að spritta sig. Í einu horni logar glatt í arni og er stemmningin notaleg. Kötturinn Jeffrey þvær sér hátt og lágt og yljar sér við hitann frá eldinum. Keypti bilaðan strætisvagn Holly býr til kaffi og beyglu handa blaðamanni sem spyr hvað í ósköp- unum hún sé að gera á hjara ver- aldar að búa til kaffi. Holly segist hafa verið lögregluþjónn í heima- landi sínu í áratug áður en hún flutti til Ástralíu, en þar lærði hún til kaffi- barþjóns. Ævintýralöngun dró hana svo til Íslands. „Í Ástralíu uppgötvaði ég gildi þess að gefa fólki gott kaffi. En ég vildi komast aðeins nær Englandi þannig að ég flutti til Íslands fyrir þremur árum. Hér var mér boðin vinna sem jöklaleiðsögumaður. Ég var í leit að ævintýri,“ segir Holly sem bjó þá á Kirkjubæjarklaustri og vann í Skaftafelli. „Ég uppgötvaði svo Vík fyrir til- viljun þegar ég stoppaði hér á leið minni frá Reykjavík til Kirkjubæj- arklausturs og sá að hér var svo margt í gangi. Ég kann svo vel að meta andrúmsloftið í Vík þannig að ég keypti mér hús hér. Reyndar var það í sömu viku og ég keypti strætis- vagninn,“ segir hún. „Ég sá þennan bilaða strætó og keypti hann á hundraðþúsundkall og gerði við hann. Það eru nú tvö ár síð- an en þetta verkefni hefur tekið þennan tíma. Ég gerði sjálf upp strætóinn með góðri hjálp frá vinum hér,“ segir hún og segir samfélagið á Vík engu líkt. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldur ákvað Holly að opna kaffihúsið Skool Beans nú í byrjun ágúst. „Sólarhring eftir að nýjar Covid- Holly opnaði nýlega kaffihúsið Skool Beans en undirbúningur hefur stað- ið yfir í tvö ár. Hún og kisan Jeffrey taka vel á móti gestum og gangandi. Kaffihúsið er í gömlum amerískum strætó og er hann staðsettur við golf- völlinn og tjaldstæðið í Vík. „Ég vil að allir labbi hér út brosandi“ Jeffrey er gestrisinn hefðarköttur sem vekur lukku hjá gestunum. Skool Beans er glænýtt kaffihús í Vík í Mýrdal. Í gömlum amerískum skóla- vagni er gott að drekka eðalkaffi, te og súkkulaðiskot. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.