Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020 LÍFSSTÍLL Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. George Costanza, sem JasonAlexander túlkaði ógleym-anlega í þáttunum Seinfeld, var ekki þekktur fyrir að vera dug- legur í vinnunni. „Núna sit ég og þyk- ist hafa mikið að gera,“ segir George um vinnu sína hjá hafnaboltaliðinu New York Yankees í þáttunum. „Ég lít út fyrir að vera pirraður,“ segir hann spurður hvernig hann þykist hafa mikið að gera. „Ef þú lítur út fyrir að vera pirraður all- an tímann heldur fólk að þú hafir mikið að gera.“ Fyrr í þátt- unum sækir George um vinnu en í atvinnuviðtal- inu nær tilvonandi yfirmaðurinn ekki að segja honum hvort hann hafi feng- ið vinnuna því hann þarf að svara mikilvægu símtali. George ákveður að gera ráð fyrir að hann sé ráðinn og mætir næsta mánudag en þá er yf- irmaðurinn í fríi. Planið er að festa sig í sessi á vinnustaðnum svo yf- irmaðurinn geti ekki annað en ráðið hann þegar hann kemur til baka. George veit ekkert hvað hann á að gera en finnur skrifstofu þar sem hann situr og gerir ekkert frá níu til fimm á daginn. Málið vandast þegar honum er rétt „Penske-mappan“ og hann beðinn um að vinna í henni. Vika líður og George heldur áfram að gera ekkert þar til Penske sjálfur mætir og vill sjá hvernig gengur með skjalið. Eina sem George hefur gert er að raða skjölunum niður en Penske er svo ánægður að hann býð- ur honum starf hjá sér. 37% vinna tilgangslaus störf Í grein David Graeber, prófessors í mannfræði við London School of Economics, heldur hann því fram að margir vinni störf líkt og George Costanza, þ.e. er störf sem skila engu fyrir samfélagið. Segir hann að með aukinni framleiðni í störfum hafi fjöldi fólks færst yfir í það sem ég þýði yfir á íslensku sem tilgangslaus störf (e. bullshit jobs). Það eru t.d. millistjórnendur, fyrirtækjalögfræð- ingar, símasölumenn o.s.frv. Í greininni segir hann að þetta fólk fái há laun fyrir að vinna þessa til- gangslausu og leiðinlegu vinnu. Á meðan sé fólki sem vinni vinnu sem virkilega skipti máli, t.d. hjúkrunar- fræðingum eða kennurum, veitt mun lægri laun. Spyr hann sig hvað myndi gerast ef allir hjúkrunarfræð- ingar hyrfu skyndilega af jörðinni og ber saman við hvað myndi gerast ef fyrirtækjalögfræðingar færu sömu leið. Allt færi til fjandans í fyrra til- fellinu en öllum væri líklega sama í því seinna, að sögn Graeber. Greinin, sem birtist fyrst í tímarit- inu Strike! árið 2013, fór eins og eld- ur í sinu um netheima. Margir virt- ust kannast við það sem Greaber talaði um, hafði annaðhvort reynslu af slíkum störfum eða vissi af þeim. Var greinin þýdd yfir á fjölda tungu- mála. Rúmlega ári eftir að greinin var fyrst birt keypti einhver auglýsingar í neðanjarðarlestum London og birti þar tilvitnanir úr greininni. Komst hún þá aftur til umræðu sem varð til þess að breska tölfræðifyrirtækið gerði könnun meðal Breta um málið. Spurt var: „Skilar starf þitt raun- verulegu framlagi til heimsins?“ 37% svöruðu neitandi, 13% voru ekki viss og því aðeins helmingur sem var viss um að starf sitt hefði einhvern til- gang. Könnun í Hollandi skilaði svip- uðum niðurstöðum. Undirverktaki undirvertaka undirverktaka Eftir þetta ákvað Graeber að kafa dýpra í þetta fyrirbæri tilgangs- lausra starfa og skirfa bók um þau. Kom hún út árið 2018 og heitir Bull- shit Jobs. Graeber skilgreinir tilgangslaus störf sérstaklega í upphafi bók- arinnar. Tilgangslaus störf séu störf sem eru svo tilgangslaus og ónauð- synleg að ekki einu sinni sá sem vinnur starfið getur réttlætt tilgang þess. Á sama tíma verður starfsmað- urinn að láta sem svo að starfið hafi einhvern tilgang. Bókin er að miklu leyti byggð á sögum frá fólki sem unnið hefur til- gangslaus störf, er hafði samband við Graeber eftir að hann skrifaði grein sína og vildi segja sögu sína. Saga eins, Kurt, er einkar lýsandi: Þýski herinn er með und- irverktaka sem sér um tölvumál hersins. Tölvufyrirtækið er með und- irverktaka sem sér um flutninga. Flutingafyrirtækið er með und- irverktaka sem sér um mannauðs- mál, sem Kurt vann hjá. Ef hermað- ur vildi færa sig, og tölvuna sína, yfir ganginn á næstu skrifstofu þurfti hann að fylla út eyðublað og senda á tölvufyrirtækið. Tölvufyrirtækið þurfti að fylla út annað eyðublað og senda á flutningafyrirtækið sem þurfti að gera slíkt hið sama fyrir mannauðsfyrirtækið. Þá fékk Kurt málið á borð til sín. Við slíkar aðstæður þurfti hann að keyra á bilinu 100 til 500 kílómetra á staðinn, oftast á bílaleigubíl, fylla út eyðublað, pakka tölvunni ofan í kassa, láta mann frá flutningafyr- irtækinu bera kassann yfir ganginn, taka tölvuna úr kassanum og tengja hana. Þ.e. tveir menn þurftu að heila heilum vinnudegi í að gera eitthvað sem hermaðurinn hefði getað gert sjálfur á nokkrum mínútum. Og fylla þurfti út um 15 blaðsíður eyðublaða. Skýrslur sem enginn les Graeber skilgreinir fimm tegundir tilgangslausra starfa. Þá sem starfa við fyrstu tegundina kallar hann „flunkies“ sem eru þjónar sem gegna engum tilgangi öðrum en að láta hátt settan aðila líta vel út. Þetta eru til- gangslausir aðstoðarmenn, dyra- verðir sem opna dyrnar fyrir ríku fólki o.s.frv. Næst nefnir Graeber „goons“ sem eru aðeins til því aðrir slíkir eru til hjá öðrum fyrirtækjum. Þetta geta verið símasölumenn, fyrirtækjalög- menn eða upplýsingafulltrúar. Einn sagði frá upplifun sinni af eft- irvinnslu við auglýsingar og fannst auglýsingaiðnaðurinn gjörsamlega tilgangslaus; aðeins láta fólk finnast það þurfa að líta betur út eða eiga hitt eða þetta. Þriðju eru „duct tapers“ sem laga vandamál sem ættu ekki að vera til staðar ef menn nenntu bara að laga þau. Þetta eru til dæmis forritarar sem láta lélegan kóða virka í stað þess að fá tíma til að laga hann frá grunni. Nú eða fólk sem vinnur vinn- una fyrir yfirmenn sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Fjórðu í röðinni eru „box tickers“ en þeir láta fyrirtæki og stofnanir líta út fyrir að gera eitthvað sem þau í raun eru ekki að gera. Oft er þetta fólk sem skrifar langar skýrslur um tiltekið mál sem síðan enginn les nema í mesta lagi skoðar gröfin séu þau sett upp á flottri glærusýningu. Síðasta hópinn kallar Graeber „taskmasters“. Það fólk útdeilir verkefnum til annarra. Annaðhvort eru þetta millistjórnendur sem deila út verkefnum og fylgjast með fólki sem þarf engan til að stjórna sér eða stjórnendur sem búa til tilgangslaus verkefni fyrir undirmenn sína. Vinna bara til að vinna Graeber telur upp nokkrar ástæður upprisu þessara tilgangslausu starfa í vestrænu samfélagi. Ein þeirra er sýn okkar á að vinna sé mikilvæg í sjálfri sér, þ.e. hvort sem hún leiðir til einhvers eða ekki. Mikilvægt er að fólk vinni því ekki sé hægt að treysta því fyrir að finna sér eitthvað al- mennilegt að gera. Þá virðist vinnuveitendum mikið í mun að fólk vinni þá tíma sem því sé borgað fyrir að vinna. Þannig sé hverri sem klárar vinnu sína fljótt kennt að vinna hægar því annars sé henni bara falið að gera meira, ekki slaka á og gera það sem henni sýnist. Lausnin að mati Greaber, sem skil- greinir sig sem anarkista, er að setja á borgaralaun (e. universal basic in- come) þar sem hver einstaklingur fær greidda ákveðna upphæð hvort sem hann vinni eða ekki. Það sé svo val hans hvað hann geri við tíma sinn og getur því eytt tíma sínum í það sem gefur lífi hans gildi. Það mun valda því að öllum líði betur því að vinna við tilgangslaus störf dregur lífviljann úr fólki ef marka má sögurnar í Bullshit Jobs. Þá sé framleiðnin næg til fram- kvæmdarinnar, sé tilgangslausu störfunum útrýmt. Tilgangslaus störf Margir hafa unnið störf sem þeim fannst tilgangs- laust að vinna og þeim sem vinna mikilvæg störf finnst sífellt meiri tími fara í tilgangslausa hluti. David Graeber skrifaði bók um vandamálið. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Jason Alexander í hlutverki Geroge Costanza sem vann lítið annað en tilgangslaus störf í þáttunum Seinfeld. NBC David Graeber

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.