Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020
LESBÓK
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Fjarðarkaup, Melabúðin, Frú Lauga, Matarbúr Kaju Akranesi
ÁLAG „Eftir því sem tíminn líður átta ég mig betur á
því undir hvílíku álagi ég var. Ég gerði mér ekki al-
mennilega grein fyrir því á þessum tíma að öðru leyti en
því að mér leið óþægilega. Núna, 25 árum síðar, skil ég
að ég var undir ómanneskjulegu álagi,“ segir skoska
söngkonan Shirley Manson í samtali við breska blaðið
The Independent en þess er minnst þessa dagana að ald-
arfjórðungur er liðinn frá útgáfu fyrstu breiðskífu hinn-
ar vinsælu rokksveitar Garbage. Hún segir styrk sveit-
arinnar hafa legið í því að hún var fersk og tókst að
flétta ólíkar stefnur saman. „Við hljómuðum allt öðru-
vísi en aðrir á þessum tíma,“ segir Manson en í viðtalinu
kemur fram að hún hafi undrast hversu margir höfðu
trú á henni. „Sjálf leit ég alls ekki á mig sem söngkonu.“
Ómanneskjulegt álag
Shirley Manson í
Laugardalshöll 1999.
Morgunblaðið/Kristinn
ÁHYGGJUR Steve „Lips“ Kudlow, söngvari
hins goðsagnakennda málmbands Anvil, er
ekki sérstaklega bjartsýnn fyrir hönd tón-
leikahalds í bráð og lengd, ef marka má orð
hans í hlaðvarpsþættinum Between Awe-
some and Disaster. „Heimurinn er á hvolfi.
Maður getur sig hvergi hrært án þess að hafa
áhyggjur. Staðan er á marga lund mjög flók-
in. Sjáum hvað setur en að mínu mati eru tón-
list og tónleikar það seinasta sem snýr aftur,
ef það gerist þá yfirleitt,“ sagði hann og bætti
við að öðru máli gegndi um íþróttir en tónlist.
„Fólki þykir íþróttir mikilvægari en tónlist.
Guð má vita hvers vegna en þannig er það.“
Ekki bjartsýnn á tónleikahald
Lips karlinn hefur oftast verið bjartsýnni en nú.
AFP
Hlaupagikkurinn Tom Cruise.
Hleypur einn
HLAUP Fáir, ef nokkur leikari,
hafa tekið oftar á rás í kvikmynd-
um sínum en bandaríski hjarta-
knúsarinn Tom Cruise; óhætt er
líklega að fullyrða að hann sé
ókrýndur konungur spretthlaup-
anna á hvíta tjaldinu. Stuart Her-
itage, blaðamaður The Guardian,
leggur út af þessu í nýlegri grein og
vekur athygli á því að erfitt sé að
dæma um spretthörku Cruise enda
hlaupi hann iðulega einn. Hann
hljóp einn í Vanilla Sky, einn í
Minority Report og einn í Mission:
Impossible-myndunum. Í War of
the Worlds reyndu menn að hlaupa
með Cruise en voru þurrkaðir út af
geimverum. „Getur verið að Cruise
líti svona vel út vegna þess að það
hleypur aldrei nokkur maður með
honum?“ spyr hann. Það er nú það.
Ég veit ekki undir hvaða blætieða heilkenni það fellur en éghafði lúmskt gaman af því að
rifja upp áhugaverðar aukapersónur
úr ástsælustu sápuóperu síðustu
aldar, Dallas, á þessum vettvangi
um liðna helgi. Alltaf gaman að
halda til haga upplýsingum sem
skipta nákvæmlega engu máli. Úr
því að umsjónarmaður Sunnudags-
blaðsins er grunlaus og afslappaður
í sumarleyfi þá misnota ég bara
kinnroðalaust aðstöðu mína og held
hér áfram á sömu braut. Látum
Dallas að vísu liggja milli hluta í
þessari umferð en horfum til alls-
kyns annarra eftirminnilegra sjón-
varpsþátta og aukapersóna sem þar
komu við sögu og auðguðu líf okkar
með tilvist sinni og uppátækjum.
Hvað segið þið um að byrja á
Twin Peaks, þrjátíu ára gömlu snar-
undarlegu morðdrama eftir David
Lynch, þar sem okkar maður, Sig-
urjón Sighvatsson, kom að málum
bak við tjöldin?
Eins og þið munið hverfðist sá
ágæti þáttur um Lauru nokkra Pal-
mer; eða öllu heldur morðið á henni.
Laura sjálf kom á hinn bóginn sama
sem ekkert við sögu og fékk aldrei
tækifæri til að gera grein fyrir ferð-
um sínum og gjörðum undir það síð-
asta sem rannsókn leiddi í ljós að
voru í besta falli dularfullar. Þess
vegna hljótum við að vera í fullum
rétti þegar við skilgreinum hana
sem aukapersónu. Hver myrti ann-
ars Lauru Palmer? Twin Peaks
þynntist svo út er á leið að maður
var löngu búinn að tapa þræðinum.
Og kalla ég þó ekki allt ömmu mína
þegar kemur að sjónvarspglápi.
Réttnefndur höfðingi
Jerry „Hands“ Espenson, úr hinu
spéræna lagadrama Boston Legal
hlýtur að komast á listann hjá okk-
ur. Ykkur að segja er hann ein af
mínum uppáhaldspersónum, auka
og aðal, í sjónvarpssögunni. Jerry
karlinn var á alls konar rófi og
ómögulegur í mannlegum sam-
skiptum en með hjarta úr gulli.
Hann bjó með uppblásinni brúðu
sem hann fór gjarnan með í sunnu-
dagsbíltúr. Einu sinni komu þau
skötuhjúin í lúgusjoppu og af-
greiðslumaðurinn spurði í fáfræði
sinni, þegar hann sá þá uppblásnu í
framsætinu, hvort til stæði að gera
„do-do“ á eftir. Fauk þá heldur bet-
ur í okkar mann enda voru ástir
þessa sómapars að sjálfsögðu plat-
ónskar. Nema hvað? Réttnefndur
höfðingi, Jerry Espenson.
Edie Britt úr
Aðþrengdum
eiginkonum.
Auka á
gleði okkar
Hafið þið haldið að ég væri búinn að ryðja úr mér
öllum þeim aukapersónum úr sjónvarpsþáttum
sem mér koma í hug skuluð þið hugsa ykkur um
tvisvar. Við erum sumsé að henda okkur í annan
umgang og nú komum við víðar við en seinast.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Marty Castillo
úr Miami Vice.
Harry Klein. Ekki fannst mynd af honum án Derricks.