Morgunblaðið - 11.09.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.09.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skoðanir eru skiptar á áformum mennta- og menningarmálaráðu- neytisins að rýmka heimild til heimakennslu barna á grunn- skólastigi þar sem foreldrar þurfi ekki líkt og krafist er í dag að hafa kennsluréttindi til að fá heimild til að annast heima- kennslu. Drög að endurskoðaðri reglu- gerð um heimakennslu voru birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í sumar og hafa borist tíu umsagnir þar sem áformin eru ýmist gagn- rýnd eða tekið er undir breyting- arnar sem til stendur að gera. Menntamálastofnun gerir fjölmargar athugasemdir Menntamálastofnun (MMS) ger- ir fjölmargar athugasemdir við þessi áform og bendir m.a. á að litlar upplýsingar liggi fyrir um heimakennslu, umfang hennar og styrkleika og rétt væri að fara í betri úttekt áður en gerðar eru breytingar. „Til dæmis er ekki vitað hve margir njóta heimakennslu, hver eru gæði heimakennslu, í hvaða tilvikum er nauðsynlegt að þróa þetta fyrirkomulag og önnur slík álitaefni,“ segir í umsögn MMS. Einnig gerir stofnunin athuga- semdir við það að foreldrar sem ekki hafa leyfi ráðherra til að nota starfsheitið kennari fái undan- þáguheimild til að sinna heima- kennslu. Ekki liggi t.d. fyrir hver gæði náms og kennslu verði við slíkar aðstæður. Ekki sé gerð grein fyrir fjárhagslegum þáttum við heimakennslu og sé rétt að skýra frekar hvort þeir sem sinna heimakennslu eigi rétt á greiðslum og þá vegna hvaða þátta. Félag grunnskólakennara (FG) geldur varhug við frekari út- breiðslu eða upptöku heima- kennslu í umsögn. „Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Menntavísindasviði voru tengsl milli skóla og barna af erlendum uppruna eða í viðkvæmri fé- lagslegri stöðu líklegri til að rofna á meðan samfélagið tókst á við Covid. Þá var fyrrnefndi hópurinn í meiri vandræðum í fjarnámi. Mikilvægt er að standa vörð um þá stefnu að skólinn sé fyrir öll börn, óháð félagslegum bakgrunni, og að innan hans þrífist samfélag allra. Aukin heimaskólun getur haft í för með sér einsleitara skólasamfélag og aukið einangrun viðkvæmra hópa,“ segir m.a. í ít- arlegri umsögn FG. Getur verið spennandi kostur Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) telur aftur á móti að það geti verið spennandi kostur að bjóða upp á fjölbreyttari mögu- leika í námi, t.a.m. með því að heimila heimakennslu að hluta þó það geti verið snúið í framkvæmd. Tekur sambandið ,,heils hugar undir fyrirhugaðar breytingar þannig að heimild til heima- kennslu verði ekki einskorðuð við þá sem hafa rétt til að nota starfs- heitið kennari […]“. Spurður hvort SÍS hafi upplýs- ingar um hversu margir hafa not- fært sér heimakennslu á grunn- skólastiginu segir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs SÍS, að sambandið hafi alls ekki fullkomna yfirsýn yf- ir stöðu þessara mála á undan- förnum árum „en teljum þó óhætt að reikna með því, út frá þeim takmörkuðu upplýsingum sem við höfum, að sárafá dæmi séu um heimakennslu grunnskólabarna,“ segir Guðjón í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins. „Þar spilar ekki síst inn í að gildandi reglugerð setur mjög ströng skilyrði fyrir þessu fyrir- komulagi, þá sérstaklega sú krafa að annað foreldri þurfi að hafa kennsluréttindi. Ef opnað verður á þær kröfur er alls ekki ólíklegt að í ljós komi meiri eftirspurn eftir heimakennslu, í heild eða að hluta, en um það er ekki til nein töl- fræði, eðli máls samkvæmt. Á sama hátt er mjög erfitt að gera sér í hugarlund hvar eftirspurnin kunni helst að vera enda er þjóð- félagið ansi fjölbreytt og aðstæður fólks misjafnar,“ segir Guðjón. Rýmkun heimakennslu fellur í grýttan jarðveg  FG geldur varhug við frekari útbreiðslu heimakennslu Morgunblaðið/Hari Heimalærdómur Skiptar skoðanir eru á hvort rétt sé að auka heimakennslu. Launa- og forsendunefnd ASÍ og SA kom saman til síns fyrsta formlega fundar í gærmorgun til að meta hvort forsendur lífskjarasamningsins hafa staðist. Niðurstaða á að liggja fyrir í seinasta lagi 30. september um hvort forsendurnar þrjár halda en þær eru að kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu, vextir lækkað verulega fram að endurskoðun samningsins og stjórnvöld staðið við gefin fyrirheit um aðgerðir í tengslum við kjarasamningana. Viðræðurnar fara fram í trúnaði og vildi Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA, ekki tjá sig um hvað fram fór á fundinum í gær en staðfesti að nefndin hefði tek- ið til starfa og myndi alla vega taka sér eina til tvær vikur í þetta verk- efni. Miðstjórn ASÍ hefur samþykkt að boða til formannafundar ASÍ þann 22. september og verður um fjarfund að ræða. Í bréfi sem aðildarfélögin hafa fengið segir að tilefni fundarins sé ,,að fara yfir forsendur kjara- samninga og vilja okkar félags- manna. Forsendunefnd ASÍ og SA mun koma saman um miðjan sept- ember. Fyrir formannafundinn er það ósk forystu ASÍ að formenn að- ildarfélaga kanni hug félaga sinna til uppsagnar kjarasamninga, ýmist með fundum eða könnunum.“ Verði samningunum ekki sagt upp, verða þeir aftur endurskoðaðir í september 2021 en þeir eiga að gilda til 1. nóvember 2022. Um næstu ára- mót hækka almenn mánaðarlaun um 15.750 kr. og kauptaxtar um 24 þús. Í ályktun sem miðstjórn ASÍ sam- þykkti í byrjun mánaðarins var hafn- að með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafi verið fram af fulltrú- um atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. omfr@mbl.is Forsendunefnd ASÍ og SA er komin í gang  ASÍ kannar hug félagsmanna til uppsagnar  Boða formannafund Morgunblaðið/Hari Lífskjarasamningur undirritaður Ef forsendur teljast brostnar og ekki næst saman um viðbrögð, ber að tilkynna það fyrir kl. 16 þann 30. sept. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ísland er í níunda sæti á mælikvarða Social Progress Imperative- stofnunarinnar (SPI), sem mælir velferð og gæði innviða innan 146 ríkja heims. Ísland stendur sig best þegar kemur að því að veita grunn- þarfir borgara sinna og mælist hæst í tíu tilfellum í þeim undirflokki. Vísitalan er byggð á þremur und- irflokkum, grunnþörfum, velferð og tækifærum, en í heild eru mæld 53 atriði. Meðal lykilþátta má nefna lífslíkur, trúfrelsi, jafnrétti kynjanna, aðgang að heilsugæslu, vatni, menntun og hagkvæmu hús- næði, svo eitthvað sé nefnt. „Þörfin til þess að mæla annað en fjárhags- legar stærðir hefur líklega aldrei verið meiri en einmitt núna,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, sem er tengill Social Progress Imperative- stofnunarinnar á Íslandi. Norðurlandaþjóðir standa vel „Stóra fréttin er sú að heilt yfir er heimurinn að tapa heilum áratug, þegar kemur að því að ná heims- markmiðum Sameinuðu þjóðanna, vegna Covid. Íslendingar eru þó að standa sig vel og við megum vera stolt af því að vera meðal þeirra bestu þegar kemur að félagslegum þáttum í heiminum,“ segir Rósbjörg. Ísland mældist í sjötta sæti listans á síðasta ári og í öðru sæti árið 2018. Hafa Norðurlandaþjóðir jafnan komið vel út og skipar Noregur efsta sæti listans en þar á eftir koma Dan- mörk og Finnland. Svíþjóð er svo í fimmta sæti. Ef horft er til einstakra þátta sýn- ir sig að Ísland er m.a. öðrum lönd- um fremra hvað varðar aðgang að hreinu vatni og lofti auk þess sem jafnrétti kynjanna mælist hæst hér á landi. Þá er ofbeldi gagnvart minnihlutahópum hvergi minna. Á móti má nefna að Ísland mælist lægst í undirflokknum tækifæri. Meðal mælieininga sem horft er til má þar nefna að Ísland er í 31. sæti af þjóðunum hvað varðar trúfrelsi. Kann það að skýrast af háu hlutfalli fólks í þjóðkirkjunni. Þá mælast gæði háskóla hér í 77. sæti í sam- anburði við aðrar þjóðir á listanum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Velferð Rósbjörg Jónsdóttir, tengiliður SPI á Íslandi, tók í gær þátt í alþjóð- legum fjarfundi þar sem niðurstöður nýrrar mælingar voru kynntar. Ísland meðal topp tíu á velferðarlista Ísland í 9. sæti » Social Progress Index (SPI) er tekinn saman af Social Pro- gress Imperative-stofnuninni. » Ísland er í 1. sæti í undir- flokknum grunnþarfir, 2. sæti þegar kemur að grunnstoðum velferðar og 13. sæti þegar kemur að tækifærum.  Fellur um þrjú sæti frá því árið 2019 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Buxur frá Str. 36-48/50 • Kr. 13.900 Litur: Svartur • Háar í mittið „Það er alveg skýrt af hálfu Reykjavíkurborgar að húsið var með friðun vegna hverfisverndar. [...] Þessi framkvæmd sem við sjáum hér er ekki heimil,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngu- ráðs Reykjavíkurborgar, við mbl.is og vísar í máli sínu til niðurrifs á gamla verslunarhúsnæði Þorsteins Bergmanns við Skólavörðustíg 36. Ekkert stendur nú eftir af húsinu og hefur byggingarfulltrúi stöðvað allar framkvæmdir á reitnum. Eigandi hússins, Birgir Örn Arn- arson, hélt því fram við fréttavef RÚV í gær að niðurrifið hefði verið „óhapp“. Það stangast á við fyrri ummæli hans við Morgunblaðið þar sem hann sagði húsið hafa verið rif- ið með vitund fulltrúa borgarinnar. Næstu skref eru skýr, að sögn Sigurborgar Óskar: „Svona lög- brot, þau verða kærð.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögbrot Borgin er ósátt vegna málsins. Eigandi hússins má eiga von á málsókn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.