Morgunblaðið - 11.09.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 11.09.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2020 GMC Denali Litur: Silver/ Dark walnut að innan. 2020 GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Skjáir í hauspúðum, gúmmimottur, sóllúga. VERÐ 13.290.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: White frost/svartur að innan. Magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Skjáir í hauspúðum, gúmmimottur, sóllúga. Samlitaðir brettakantar. Tveir alternatorar. VERÐ 13.875.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Svartur/ Svartur að innan. Magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Skjáir í hauspúðum, dráttarbúnaður í palli, motta í palli, samlítaðir brettakantar, sóllúga. VERÐ 13.875.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 Ford F-350 XLT Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed Automatic transmission, 6-manna. Heithúðaður pallur. VERÐ 11.290.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ Þúsundir flóttamanna á grísku eyj- unni Lesbos höfðust við án húsa- skjóls í gær eftir brunann í Moria- flóttamannabúðunum í fyrradag. Grísk stjórnvöld sendu í gær tvö herskip og eina ferju til Lesbos. Alls munu skipin þrjú geta skotið skjóls- húsi yfir um 2.000 manns, en áætlað er að á bilinu 12-13.000 flóttamenn hafi endað á vergangi vegna eldsins. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari og Emmanuel Macron Frakk- landsforseti kynntu í gær tillögu um að ríki Evrópusambandsins myndu taka að sér um 400 ungmenni sem voru í búðunum, en þau höfðu verið flutt til Grikklands í fyrradag. Vilja loka búðunum varanlega Grísk stjórnvöld lýstu yfir fjög- urra mánaða neyðarástandi í fyrra- dag og sendu óeirðalögreglu til eyj- unnar. Þá reyndu Grikkir í gær að koma upp nýju tjaldsvæði fyrir flóttamennina, en íbúar á eyjunni settu upp vegartálma til að koma í veg fyrir að hægt væri að hreinsa brunarústirnar. Mikil spenna hefur ríkt á Lesbos síðustu mánuði, þar sem innfæddir hafa lagst gegn áformum um að stækka búðirnar eða reisa aðrar á eyjunni. „Núna er tíminn til þess að loka Moria fyrir fullt og allt,“ sagði Vangelis Violatzis, sveitarstjórn- armaður á Lesbos, við AFP- fréttastofuna. „Við viljum ekki aðrar búðir, og við munum mótmæla öllum byggingaráformum. Við höfum þurft að glíma við þetta ástand í fimm ár, það er kominn tími fyrir aðra að bera þessar byrðar.“ Katerina Sakellaropoulou, forseti Grikklands, sagði í gær að bregðast þyrfti við stöðunni án tafa og án þess að menn vikju sér undan ábyrgð. „Þá getur Evrópa ekki sett kíkinn fyrir blinda augað. Flóttamanna- og innflytjendamálið er fyrst og fremst evrópskt vandamál,“ sagði hún. Notis Mitarachi, ráðherra inn- flytjendamála sagði svo að hælisleit- endur hefðu kveikt eldinn sem gleypti búðirnar vegna þess að 35 manns þar hefðu verið settir í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þeir sluppu hins vegar úr henni þegar eldurinn kviknaði og dreifðust aftur meðal annarra flóttamanna. Grísk heilbrigðisyfirvöld sögðu að búið væri að finna aftur átta af þeim 35 og einangra á ný ásamt nánum aðilum. AFP Matargjöf Flóttamenn á Lesbos treysta nú á matvælagjafir líkt og þessa og eru margir sem bíða við hvern bíl. Senda skip til Lesbos til að hýsa flóttamennina  Innfæddir leggjast gegn endurreisn Moria-búðanna Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bresk stjórnvöld héldu neyðarfund með fulltrúum Evrópusambandsins í gær eftir að sambandið hótaði Bret- um lögsókn vegna nýs frumvarps bresku ríkisstjórnarinnar um tolla- mál milli Norður-Írlands og hinna þjóðanna á Bretlandseyjum. Maros Sefcovic, varaforseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, fundaði með breska ráðherran- um Michael Gove, en þeir sitja í sameiginlegri nefnd ESB og Bret- lands sem á að fara yfir vandamál sem koma upp tengd útgöngu Breta úr sambandinu. „Ég kom til þess að lýsa yfir alvar- legum áhyggjum Evrópusambands- ins af frumvarpinu,“ sagði Sefcovic við fjölmiða fyrir fund hans með Gove, en frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu á breska þinginu í fyrradag. Kurr innan stjórnarflokksins Nokkur andstaða hefur myndast við frumvarpið á breska þinginu eftir að Brandon Lewis, ráðherra Norð- ur-Írlandsmála, sagði í umræðum þar að frumvarpið myndi brjóta gegn ákvæðum Brexit-sáttmálans sem Bretar og Evrópusambandið gerðu með sér í fyrra, en frumvarpið mun færa breskum ráðherrum viss völd til að stýra tollum á milli Norð- ur-Írlands annars vegar og Eng- lands, Skotlands og Wales hins veg- ar. 4. grein sáttmálans segir hins vegar að þau mál eigi að vera á hendi Evrópusambandsins. Kurr er innan Íhaldsflokksins vegna málsins og reyndu ráðherrar ríkisstjórnarinnar í gær að fá þing- menn flokksins til að styðja frum- varpið. John Major, fyrrverandi for- sætisráðherra Íhaldsflokksins og andstæðingur útgöngu Breta úr sambandinu, varaði í gær við því að frumvarpið yrði að lögum. „Ef við glötum orðspori okkar fyrir að halda loforð okkar í heiðri, þá höfum við glatað ómetanlegum hlut sem verður mögulega aldrei hægt að endur- heimta.“ Ríkisstjórnin hefur réttlætt frum- varpið á þeim forsendum að sáttmál- inn hafi verið samþykktur „í flýti“, og að því sé einungis verið að lag- færa viss ófyrirséð vandamál sem séu einungis að koma núna upp á yf- irborðið. Frumvarpið sé því „örygg- isnet“ til þess að koma í veg fyrir að Norður-Írland verði aðskilið frá hin- um bresku þjóðunum ef Bretar og Evrópusambandið ná ekki saman um fríverslunarsamning. Brexit fyrir Evrópudómstólinn? Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lýsti því hins vegar yfir í gær að litið yrði á samþykkt frum- varpsins sem „alvarlegt brot á al- þjóðalögum“ og málið hefði skaddað traust Breta í samskiptum þeirra við sambandið. Hermdu heimildir breskra fjöl- miðla að framkvæmdastjórnin hefði í hyggju að sækja mál á hendur Bret- um fyrir Evrópudómstólnum. Þá hafði Daily Telegraph eftir embætt- ismönnum í Brussel að Evrópusam- bandið íhugaði að fara í tollastríð við Breta beygði ríkisstjórnin ekki af. Þá er óvíst hvaða áhrif málið muni hafa á fríverslunarviðræður Breta og Evrópusambandsins, en áttundu viðræðulotunni á að ljúka í dag. Þær viðræður hafa hins vegar skilað litlum árangri til þessa, en bresk stjórnvöld hafa gefið frest til 15. október næstkomandi til þess að ljúka þeim viðræðum með samningi. Ágreiningur um fiskveiðar og ríkis- aðstoð hafa hins vegar orðið að ásteytingarsteini í viðræðunum. Íhuga að fara í mál við Breta  Fulltrúar Breta og Evrópusambandsins funduðu í Lundúnum vegna Brexit-frumvarpsins  Hóta að fara með málið fyrir Evrópudómstólinn  Ríkisstjórnin sökuð um að tefla orðspori Breta í tvísýnu AFP Brexit Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, gengur til fundar í Lundúnum í gær ásamt samningateymi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.