Morgunblaðið - 11.09.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ferðamála-,iðnaðar- ognýsköp-
unarráðherra seg-
ir í samtali við
Morgunblaðið að
ljóst sé að stjórn-
völd þurfi á ýmsum sviðum að
gera betur í að stytta máls-
meðferðartíma. Fyrirspurnin
til ráðherra kom í kjölfar um-
fjöllunar um óhóflegar tafir á
afgreiðslu starfsleyfa fyrir
stækkun og nýframkvæmd Ís-
lenska kalkþörungafélagsins á
Vestfjörðum. Þar er um að
ræða mikilvægt og atvinnu-
skapandi verkefni á vegum
einkaaðila sem bíða þess að
fjárfesta en fá ekki leyfi til
þess. Ætlun fyrirtækisins var
að hefja starfsemi í haust en
nú er talið að það muni tefjast
um að minnsta kosti þrjú ár.
Ráðherra segir einnig að
hún hafi gert tillögu um að
veita hluta af fjármagni fjár-
festingarátaks ríkisstjórn-
arinnar, sem samþykkt hafi
verið í lok mars, til Skipulags-
stofnunar til að auka afkasta-
getu í málsmeðferð fram-
kvæmda við flutningskerfi
raforku. Eflaust hefur það ver-
ið skynsamleg ráðstöfun.
Þá segir hún að ekki séu vís-
bendingar um að óeðlilegar
tafir hafi verið hjá
undirstofnunum
hennar, Orku-
stofnun og Ferða-
málastofu, sem
standi atvinnu- og
verðmætaskapandi
verkefnum fyrir þrifum, og
eigi það meðal annars við um
fyrrnefnda kalkþörungaverk-
smiðju. Ekki skal efast um að
þetta sé rétt, en þá eru það
hinar stofnanirnar sem heyra
undir aðra ráðherra sem fyrir-
tækið þarf að fást við sem
tefja. Það skiptir vitaskuld
ekki máli hvaða stofnun tefur,
ein nægir. Vandinn er líka sá
að fyrirtæki geta þurft að leita
til margra stofnana vegna
margra leyfa og hver stofnun
um sig þarf að ljúka sínu verki
áður en hægt er að sækja um
hjá næstu. Allar hafa tiltekna
fresti til að vinna sín verk
þannig að augljóst er að jafn-
vel þó að allar starfi innan
frests getur tíminn sem líður
frá því að ákveðið er að ráðast
í nýsköpun í atvinnulífinu og
þar til hefjast má handa verið
mjög langur.
Það er gott að stjórnvöld
átta sig á að gera þurfi betur í
þessum efnum, en það er fátt
sem bendir til að þau átti sig á
hve alvarlegur vandinn er.
Ef stjórnvöldum er
alvara verða þau
að taka til hendi
svo um muni}
Gera þarf miklu betur
Margt for-vitnilegt var
að finna í fróðlegu
viðtali sem banda-
ríski lögmaðurinn
Lee Buchheit veitti
ViðskiptaMogg-
anum í vikunni. Buchheit, sem
er Íslendingum kunnur vegna
Icesave-málsins, hefur komið
víða við á löngum ferli og hefur
meðal annars veitt Juan
Guaidó, leiðtoga stjórnarand-
stöðunnar í Venesúela, ráðgjöf.
Í máli Buchheits kom fram
að Venesúela muni þurfa mjög
mikla aðstoð alþjóðasamfélags-
ins þegar Nicolas Maduro, sitj-
andi forseti, hverfur loks frá
völdum, meðal annars vegna
þess að fyrst um sinn verður
djúp félagsleg kreppa, sem er
raunar þegar hafin í Vene-
súela, og svo einnig vegna þess
að olíuiðnaður landsins er í
rúst eftir Maduro og félaga
hans.
Buchheit bendir á að um 95%
af útflutningstekjum Vene-
súela komi frá olíusölunni, en
það þurfi að endurreisa iðn-
aðinn. Þriðja vandamálið sem
Buchheit bendir á er að allir
innviðir landsins hafa laskast,
og því glímir Venesúela nú við
vandamál við að tryggja íbúum
sínum raforku og vatn.
Buchheit bendir
hér á hið augljósa,
að Venesúela er á
vonarvöl, og um
leið að endur-
reisnin geti ekki
hafist fyrr en Mad-
uro hverfur frá völdum, en eng-
inn veit hvenær það verður.
Það sem Buchheit lætur ósagt
er hvernig stjórnvöld í Vene-
súela hafa beitt ofbeldi og
grimmdarverkum gegn póli-
tískum andstæðingum til þess
að þagga niður í öllum
óánægjuröddum, en þær eru
margar eftir áralanga óstjórn
og skort á nauðsynjavörum.
Nýjustu fréttir frá landinu
benda hins vegar ekki til að
ástandið sé neitt að skána. Nú
er olíu- og bensínskortur í
Venesúela, vegna þess að ríkið,
sem býr yfir einhverjum mestu
olíuauðlindum í heimi, neyðist
til þess að flytja inn olíu frá
Írönum til þess að anna inn-
lendri eftirspurn.
Næst verður kosið til forseta
í desember, en stjórnar-
andstaðan hyggst sniðganga
kosningarnar að óbreyttu,
enda þykir tryggt að Maduro
muni hafa rangt við í þeim líkt
og síðast. Það bendir því allt til
þess að enn sé langt að bíða
breytinga í Venesúela.
Ekki sér enn fyrir
endann á ótíðinni
sem sósíalistarnir
hafa búið til}
Venesúela á vonarvöl
R
íkisstjórnin er sífellt að gera eitt-
hvað fyrir einhverja. Með beinum
og óbeinum hætti styrkir ríkið ís-
lenskan landbúnað um tugi millj-
arða árlega. Útgerðin nær inn
tæpum milljarði á viku gegn því að borga mála-
myndagjald fyrir aðgang að sameiginlegri auð-
lind þjóðarinnar. Bankar fá drjúgan skilding í
tekjur vegna þess að erlendir keppinautar þora
ekki að koma inn í hættulegt efnahagskerfi með
sveiflukenndan örgjaldmiðil. Nú síðast flutu
hundruð milljóna til fjölmiðla í einkaeigu. Já,
stjórnin er sannarlega góð við vini sína.
Það er gaman að vera örlátur á almannafé.
Flokkarnir tóku strax í upphafi samstarfsins þá
snjöllu ákvörðun að spreða peningum úr vel
stæðum sjóðum almennings í góðærinu. Ég er
búinn að gleyma því hvar í hagfræðibókunum
það stendur að ríkissjóður eigi að vera í mínus þegar vel ár-
ar, en stjórninni tókst það í hagvextinum í fyrra.
Skoðum aðeins uppskeruna eftir veislu stjórnarflokk-
anna.
Íslendingar fá að kaupa landbúnaðarvörur á miklu hærra
verði hér en í nágrannalöndunum, svo háu að jafnvel gegn-
heilir Framsóknarmenn á eftirlaunum verða að eyða drjúg-
um hluta ársins á suðlægum slóðum Evrópusambandsins.
Bændur eru samt launalægsta stétt landsins.
Einu sinni ræddi ég við þáverandi formann bænda-
samtakanna. Ég lagði til að sauðfjárbændur fengju peninga
beint og mættu ráða því hvaða búskap þeir stunduðu.
Fengju jafnvel greiðslur fyrir að hætta búskap enda of-
framleiðsla í gangi. Þetta fannst formanninum
afleit hugmynd og sagði ákveðinn: „Ég verð að
hugsa um hag sauðfjárræktarinnar.“ Ég svar-
aði um hæl: „Þetta er munurinn á okkur. Ég
hugsa um hag bænda.“
Sumir vinir mínir réttlæta gjöf ríkisins til út-
gerðarmanna með því að þeir séu svo duglegir
og nefna þekkt hörkutól. Mikið væri gaman að
sjá þessa félaga mína handvelja þann hluta
þjóðarinnar sem á skilið að fá sérstaka umbun
frá ríkinu fyrir dugnað. Ríkisstjórnin myndi
fagna þeim liðsauka.
Almenningur má líka borga hærri vexti og
meiri þjónustugjöld til íslenskra banka en geng-
ur og gerist í nágrannalöndum. Ríkissjóður náði
aftur á móti hagstæðustu vöxtum í sögunni í
fyrra þegar hann tók 500 milljóna lán í evrum á
0,1% vöxtum. Sannarlega öfundsverð kjör sem
almenningi bjóðast auðvitað ekki. En nú hefur okkar ágæta
króna séð svo um að á rétt rúmu ári hefur evruskuldin vaxið
um 20% í krónum. Alltaf reynist krónan vel!
Sagt er að enginn sinni því sem allir eiga. Það er ábyrgð-
arhluti að vera vörslumaður almannafjár. En auðvitað er
miklu skemmtilegra að eyða allra fé.
Í dægurlagatexta var á sínum tíma talað um „fjölmörg
dæmi um manneskjur sem farið hafa á taugum“. Ríkis-
stjórnin fer samt ekkert á taugum þótt hallinn sé mikill.
Hún hugsar stöðugt um vini sína og færir þeim almannafé.
En hvað um mig og þig?
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Hvað um mig og þig?
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Heimsókn Róberts Spanós,hins íslenska forsetaMannréttindadómstólsEvrópu (MDE), í liðinni
viku vakti mikla athygli, en þar
ræddi hann við Erdogan Tyrklands-
forseta og þáði heiðursdoktors-
nafnbót við Istanbúl-háskóla. Var
dómforsetinn sakaður um dóm-
greindarleysi, en um 10.000 mann-
réttindamál vegna harðstjórnar Er-
dogans bíða umfjöllunar MDE.
Róbert ætlar ekki að tjá sig
frekar um ferðina, en gagnrýni á
hann hefur lítið linnt síðan. Greinar
hafa birst um heimsóknina í ýmsum
evrópskum fjölmiðlum og áskoranir
um afsögn hans komið fram.
Heimsóknin var ekki síst at-
hyglisverð í ljósi þess hvað Erdogan
forseti hefur lagt mikla áherslu á að
gera út um sjálfstæði dómstóla, gera
saksóknara sér auðsveipa og grafa
undan réttarríkinu. Hann hefur látið
handtaka og dæma fjölda dómara í
fangelsi og til eignaupptöku fyrir
landráð og hryðjuverk og flæmt þús-
undir annarra úr starfi.
Sjálfsagt hefur Róbert komið
áhyggjum sínum á framfæri í sam-
tali við Erdogan, en eins fjallaði
hann í fyrirlestrum sínum í heim-
sókninni um nauðsyn sjálfstæðrar
og vandaðrar réttvísi.
Það var vafalaust þarft innlegg í
fræðilega umræðu, en Róbert er
ekki fræðaþulur heldur forseti MDE
að ávarpa stjórnvöld sem hafa verið í
óðaönn að mola niður réttarríkið.
Við blasir að Erdogan og félag-
ar notfærðu sér heimsóknina til að
sýna að þar væri allt svo í sóma, að
sjálfur forseti MDE heiðraði þá og
blessaði. Þannig kom það vafalaust
flestum Tyrkjum fyrir sjónir.
Þannig var athyglisvert að hann
þáði heiðursdoktorsnafnbótina við
háskólann í Istanbúl þar sem meira
en 200 fræðimenn voru reknir að
kröfu Erdogans, þar á meðal eig-
inmaður Icıl Karakas, fyrrverandi
meðdómara Róberts við MDE.
Réð vináttan eða annað?
Heimsóknin virðist um margt
sniðin að þörfum AKP, stjórnar-
flokks Erdogans, en ekki síður per-
sónulegum hagsmunum Saadet Yük-
sel, dómara Tyrklands við MDE.
Hún fylgdi Róberti í ferðinni, en
leiðin lá ekki aðeins til Ankara og
Istanbúl eins og eðlilegt er, heldur
einnig til smáborgarinnar Mardin,
sem er skammt frá landamærum
Sýrlands. Það er heimaborg Yüksel
og kjördæmi þingmannsins, bróður
hennar auk þess sem foreldrar
þeirra eru þar áhrifafólk. Fjölskylda
Yüksel er mjög holl Erdogan og í
innsta hring AKP. Réttkjörinn borg-
arstjóri þar var flæmdur úr embætti
og flokksbróðir Erdogans settur yfir
borgina. Ekki verður séð að heim-
sóknin þangað hafi átt sér annað til-
efni en nána persónulega vináttu
dómaranna tveggja, en þar sem ann-
ars staðar lét Róbert sér nægja að
ræða við flokksbrodda AKP, en hitti
enga stjórnarandstæðinga.
Fleira en vinskapur kann þó að
ráða. Sumir telja að Róbert hafi ein-
faldlega verið að þakka fyrir sig,
hann hafi munað um atkvæði Yüksel
og Tyrkja í forsetakjöri MDE í vor.
Hvernig sem því var farið þykir
gagnrýnendum Róberts Spanós
þetta allt bera vott um svo marg-
háttað dómgreindarleysi, siðferðis-
brest jafnvel, að honum sé ekki sætt
lengur sem forseta Mannréttinda-
dómstólsins.
Ekki þó síst þar sem hann
hafi með því blandað geði við
fólk og stofnanir sem koma við
sögu í fjölda mála sem eru fyrir
réttinum eða kunna að rata
fyrir hann á næstunni.
Róbert Spanó sakaður
um dómgreindarbrest
Saadet Yüksel er tyrkneskur
lögfræðingur sem lauk prófi frá
Istanbúl-háskóla árið 2012, en
stundaði einnig nám við Har-
vard-háskóla í Bandaríkjunum.
Hún var dósent við Istanbúl-
háskóla og stundakennari við
Koç-háskóla í sömu borg. Þá var
hún gestakennari í Katar.
Yüksel var skipuð til Mann-
réttindadómstóls Evrópu (MDE)
af Tyrklandi og tók sæti þar til
níu ára í fyrrasumar. Það vakti
eftirtekt, enda er hún í yngra
lagi, fræðistörf hennar hófleg
og hún hafði enga reynslu af
dómstörfum. Fjöl-
skylda hennar er
hins vegar náin Er-
dogan Tyrklands-
forseta og meðal
flokksbrodda
stjórnarflokksins
AKP.
Saadet Yük-
sel er 36 ára
gömul, ógift og
barnlaus.
Tyrkneski
dómarinn
MDE Í STRASSBORG
AFP
Heimsókn Róbert Spanó er gagnrýndur fyrir að hafa heiðrað Erdogan
Tyrklandsforseta, en ótal mál vegna mannréttindabrota hans eru fyrir MDE.