Morgunblaðið - 11.09.2020, Page 17

Morgunblaðið - 11.09.2020, Page 17
Að kveðja föður er erfitt og margs að minnast. Mínir foreldr- ar voru ung, pabbi tvítugur og mamma átján, með okkur Gumma, frekar líflega, þau bjuggu okkur gott heimili í Ak- urgerði. Á næstu 20 árum bætt- ust þrjú systkini í okkar hóp og oft líflegt í kringum okkur. Það að alast upp í Akurgerðinu heima á Akureyri voru mikil forrétt- indi, hverfið í uppbyggingu, fullt af ungu fólki og mörg börn. Við börnin voru mikið úti að leika saman og litum á foreldra hvert annars sem okkar eigin. Ferða- klúbburinn og saumaklúbburinn eru vinahópar sem við ólumst upp með, traust vinátta alla tíð. Pabbi vann alla tíð mikið og gjarnan í miklum törnum úti á landi, því hvíldi heimilishaldið og uppeldið á okkur systkinum mik- ið á mömmu. Þegar pabbi kom heim úr úthöldum var mikil gleði og spenna í okkur og æði oft leyfðir hlutir sem ekki voru í boði annars. Pabbi var mikill bílakall, en bílarnir á þessum tíma oft gamlir og þurfti mikið að gera og græja svo allt væri í góðu með þá. Ferðir niður á Odda með vin- um að gera við bílana voru tíðar og fengum við stundum að koma með, sem var mikil skemmtun, enda Vélsmiðjan Oddi hálfgert völundarhús og margt fyrir unga drengi að skoða og leika með. Þá er mér mjög minnisstæð Ítalíuför stórfjölskyldunnar 1980, fyrsta ferð okkar strák- anna til útlanda, varð úr hin mesta ævintýraferð sem skilur eftir minningar sem aldrei gleymast. Í Vaðlaheiðinni byggði móður- fjölskyldan upp sumarbústað og hefur hann alla tíð verið mikill griðastaður pabba. Hann hefur eytt þar mörgum stundum í slátt og viðhald og átt stóran hlut í að gera Hlíðarsel að þeirri paradís sem bústaðurinn er. Pabbi hefur alla tíð sýnt mik- inn áhuga á því sem verið hefur að gerast hjá mér, þegar ég eign- aðist minn fyrsta bíl þá þurfti hann stundum að fá hann lán- aðan, oft kom hann fullur af bensíni til baka eða nýsmurður. Símtölin sem ég fékk þegar ég var í skóla á Englandi voru ómet- anleg. Hann fylgdist með mat- reiðslunáminu mínu án þess að það væri kannski á hans áhuga- sviði, en eftir að ég fór í rekstur sjálfur á BK kjúklingum, þá var alltaf eitthvað að sem þurfti að dytta að þegar hann var í Reykjavík. Það voru því ófáar ferðirnar sem verkfærataskan fylgdi með suður, ef ekki var eitt- hvað á BK, þá að laga eitthvað heima hjá okkur meðan hann stoppaði, því ekki hefur skrúf- járnið leikið í höndunum á mér. Pabbi gekk í Frímúrararegl- una 1980 og starfaði þar af mikl- um heilindum alveg fram á síð- asta dag, átti hann þar marga af sínum bestu vinum og bestu stundum. Pabbi átti okkur 5 al- systkinin og svo Sverri hálfbróð- ur okkar, 13 barnabörn og 5 barnabarnabörn auk þess sem tvö eru væntanleg. Hans stærsta högg í lífinu var klárlega dótturmissir 21. október 2018, er Elín Helga lést einungis 30 ára að aldri, veit ég að hún hefur tekið vel á móti pabba þeg- ar hann fór. Minning okkar um góðan mann lifir í ljósinu. Í hljóðri bæn og heitri bið hjarta mínu gerðu frið. Þú ljóssins faðir leiddu mig svo lærist mér að elska þig. (Friðbert Pétursson) Haraldur og Björk, Hannes Daði og Anna, Birta Líf. Það var fyrir 10 árum sem ég kynntist honum Hannesi og það tók ekki langan tíma að sjá að þar fór vel gefinn og traustur maður sem maður var stoltur að geta kallað tengdapabba. Í raun var hann mér meira en bara tengdapabbi þar sem hann gekk manni nánast í föðurstað og átt- um við oft góð samtöl um lífið. Það var auðsótt að fá góðar ráð- leggingar hjá honum eða hjálp þegar maður þurfti á henni að halda. Fyrir mér var aðalsmerki hans dugnaður, lagni og sam- viskusemi og hjá honum voru aldrei vandamál, bara lausnir og alltaf tilbúinn að takast á við nýj- ar áskoranir. Það sást best á að maður náði að setjast með hon- um á skólabekk eina önn í VMA, kallinn kominn á sjötugsaldur- inn. Eins voru börnin mín mjög heppin að eiga þig sem afa, afi sem gat allt og gerði við allt og svo fundu þau hlýjuna og kær- leikinn frá þér. Skarðið sem hann skilur eftir sig verður vand- fyllt, en andi hans mun sannar- lega lifa í hjörtum okkar hinna sem fengum að njóta návistar hans. Nú hefur Hannes lokið sínu hlutverki hérna megin lífs- ins og tekið við ábyrgum störfum annars staðar þar sem kostir hans fá notið sín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Eðvarð (Eddi), Anton Gauti og Guðrún Edda. Öðlingur er fallin frá. Mágur, svili og kær fjölskylduvinur, Hannes Haraldsson, lést á heim- ili sínu, Furulundi 47, hinn 1. september sl. Það ríkir mikil sorg og söknuður í huga okkar eftir lát þessa heiðursmanns. Hannes var mikill fjölskyldu- maður sem hélt þétt utan um fjölskylduna sína með sínum stóra faðmi sem var fullur af kærleika og umhyggju. Guðrún og Hannes leiddust ástfangin í gegnum lífið í yfir hálfa öld. Hannes hafði ríka kímnigáfu og glettnin skein úr augum hans þegar hann gat komið fólki á óvart. Í eðli sínu var Hannes mikið náttúrubarn og allt ungviði heill- aði hann. Hann var í essinu sínu úti í náttúrunni að slá í kringum sumarbústaðinn, sem öll fjöl- skyldan á og hefur veitt okkur mikla gleði og ánægju að vera þar saman. Við Kiddi áttum því láni að fagna að heimili okkar og Guðrúnar og Hannesar lágu stutt hvort frá öðru og var sam- gangur því mikill og góður. Börnin okkar voru á svipuðum aldri og ólust því upp nánast sem systkini, sem er ómetanlegt. Fjölskylduböndin eru sterk og trygg eftir hálfrar aldar samleið, fyrir það viljum við þakka af al- hug. Við eigum eina dýrmæta minningu frá því í fyrrasumar að Hannes bauð okkur systrum og mökum í ferðalag í tilefni af 70 ára afmæli sínu. Við fórum sem leið lá inn í Svartárdal, skoðuð- um okkur um þar og héldum upp á afmælið hans með sviðasultu, hákarli, kakói og kertaljósi. Þetta er ógleymanleg ferð. Hannes var afburða verkmað- ur, lærður vélvirki, honum voru færð mörg krefjandi verkefni, sem hann leitaði ávallt lausna við að framkvæma. Hann gafst aldr- ei upp við hálfnað verk. Hannes tók þátt í starfi Frí- múrarareglunnar á Íslandi og var mjög virkur meðlimur þar. Hann hafði hæfni til að tileinka sér þann boðskap og leitaðist við að láta hann rætast í daglegu lífi. Drengskapur var honum í blóð borinn. Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, Le droit huma- in, á honum mikið að þakka fyrir ómetanlega vinnu og hvatningu við uppbyggingarstarf hennar hér á Akureyri. Við kveðjum Hannes með ljóði séra Sveins Víkings: Við kveðjum þig hljóðir með heitri þökk í hópnum er einum færra. En handan við banadjúpin dökk rís dýrðlegra musteri og hærra. Megi algóður Guð vernda og styrkja Guðrúnu og fjölskylduna alla í framtíðinni. Með hlýrri þökk, Margrét Guðmunds- dóttir og Kristinn Hólm. Í dag kveðjum við Hannes, frábæran fjölskyldufélaga sem við litum alltaf á sem frænda okkar. Við vorum lánsöm að alast upp í stórri fjölskyldu þar sem samgangur var mjög mikill og kom það sér oft vel að stutt var á milli heimila og alltaf hægt að leita til Hannesar og Guðrúnar. Við systkinin eigum margar skemmtilegar minningar úr Ak- urgerðinu þar sem var oft gest- kvæmt og margt um manninn. Hannes var til dæmis meðal þeirra fyrstu sem fjárfesti í víd- eótæki og nutum við systkinin góðs af því, sjáum nýjustu spennumyndirnar og oft var þétt setið í sjónvarpsherberginu þeirra. Hannes var hörkuduglegur og einhvern veginn alltaf að, hann var einstaklega handlaginn og ef eitthvað bilaði þá fann hann leið til að laga það. Hann var bóngóð- ur og því auðvelt að leita til hans og alltaf gat hann reddað hlut- unum. Hann var ekki maður margra orða og á sinn rólega hátt gekk hann í verkin. Á tímabili vann Hannes sem dyravörður í Sjall- anum og þá var stundum gott að þekkja hann, þegar röðin náði fram fyrir horn í norðanáttinni, en þá átti hann það til að hleypa okkur fram fyrir. Þegar við ól- umst upp með þeim systkinum fann maður að Hannes treysti okkur unglingunum alltaf, sama hvað við vorum að bralla jafnvel þótt við ættum það ekki alltaf al- veg skilið. Hannes var kærleiksríkur fjölskyldumaður, vinamargur og góður vinur vina sinna. Hann var lífsglaður og jákvæður og hafði þann skemmtilega eiginleika að brosa með augunum. Elsku Guðrún, Halli, Gummi, Gauti, Rúnar og fjölskyldur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Heimir, Jóhanna og Hildur Ýr. Stundum verður fólk á vegi manns í lífinu sem táknar eitt- hvað fyrir manni. Það getur táknað tímabil, atburð eða ein- hver gildi og hugsanir. Það gerði og gerir Hannes fyrir mig. Ég var svo heppinn að kynn- ast Hannesi, en ég var heima- gangur hjá fjölskyldunni í Akur- gerði 5b á unglingsárunum, í gegnum vinskap minn við Hann- es Rúnar. Þar kynntist ég Hann- esi eldri fyrir það góðmenni sem hann var. Ég hef margar góðar minn- ingar af honum sem fylgja mér. Sem dæmi var ég bílstjóri fyrir þau hjón í fimmtugsafmælinu hans Hannesar. Ég var nýkom- inn með bílpróf og veislan var hinum megin í Eyjafirði í bústað þeirra. Ég var að keyra þau hjón yfir til Akureyrar aftur og á leið- inni lagði hann vinstri bjarnar- hramm sinn yfir höndina á mér sem var á stýrinu. Hann brosti sínu vanalega góðlátlega brosi til mín og spurði hvort ég væri stressaður, ég héldi svo fast um stýrið að hnúarnir hvítnuðu. Hann hélt áfram utan um hana á þennan hlýja hátt sem einkenndi hann, sagði að þau væru ekki að flýta sér, klappaði svo létt á höndina á mér og sagði mér að muna að slaka á og þetta kæmi allt með æfingunni. Enn þann dag í dag hugsa ég um þetta þeg- ar ég finn að ég er að stífna upp í akstri og man að slaka á. Fleira lærði ég af honum. „Gerum það þá núna,“ var vana- legt viðkvæði þegar hann var beðinn um skutl eða smágreiða. Ég einhvern veginn tók þetta upp, beint frá honum. Þetta er ekkert mál, en klárum hlutina bara af – það er þá ekki eftir. Það eru ekki bara þessar minningar og hans hlýja viðmót sem ég tek með mér. Heldur líka þessi gildi sem hann stendur fyr- ir í mínum huga, sem maður sem kunni að meta og njóta mikil- vægu hlutanna í lífinu; fjölskyld- unnar, vina og líðandi stundar. Ég hef margoft hugsað til hans, sérstaklega á þeim stund- um þegar ég þarf að muna eftir því mikilvæga. Fyrir þessar minningar og gildi er ég Hannesi ævinlega þakklátur. Góður mað- ur er genginn, en minningin um hann lifir. Húni Jóhannesson. Ég hafði fengið upplýsingar frá sameiginlegum vini okkar Hannesar skömmu fyrir andlátið að nú væri heilsu hans farið að hraka og að hann væri kominn á sjúkrahús. Við Hannes höfðum oft áður rætt um undirliggjandi veikindi hans en hann bar sig alltaf vel og sagði að margir hefðu það verra en hann. Ég fylgdist með líðan hans allt til síðustu stundar og þegar úrslit þessarar dauðastundar lágu fyrir var ekkert annað að gera en fella nokkur tár um stund. Ég átti þess kost að kynnast foreldrum Hannesar og var heimagangur hjá þeim á mínum yngri árum en vinskapur minn við eldri bróður hans var og er mikill. þeir bræður voru sam- rýndir og miklir vinir eins og bræður eiga að vera. Hannes giftist ungur æskuástinni sinni og saman stofnuðu þau heimili og eignuðust börn og bú sam- hliða því sem hann lærði iðn sína sem hann síðan vann við til ævi- loka. Hannes var eins og faðir hans bóngóður og eins og pabb- inn var ekki sagt nei ef aðstoðar þeirra var óskað. Nú sakna margir handlagni hans og hjálp- semi. Strax og Hannes hafði aldur og þroska til gekk hann Frímúr- arareglunni á hönd og starfaði þar um áratuga skeið allt fram á síðasta dag. Hann var vinmargur og vinsæll bróðir og er hans nú djúpt saknað. Í stóru húsi eins og í húsi Frímúrara er eitt og annað sem gengur úr sér og eða bilar og var það oftast fyrsta hugsun hjá stjórnendum: Tölum við Hannes. Það eru því mörg dagsverk sem eftir hann liggja í húsinu og þar myndast nú tómarúm sem þó verður að fylla. Frímúrarareglan var honum mjög kær en þar eru einnig bróðir hans, þrír synir og tengdasonur. Hann og fjölskyld- an eiga stóran reit í Vaðlaheiði þar sem einnig er glæsilegt sum- arhús og þar naut hann þess svo sannarlega að vera í faðmi fjöl- skyldunnar og hefur sennilega ekki verið verklaus ef ég þekkti hann rétt. Hannes er nú horfinn yfir móðuna miklu og lagður af stað í aðra ferð sem hann veit ekki hvert stefnir. Hann má þó vita að fararstjórnin í ferðinni er í góðum höndum hjá hinum hæsta höfuðsmið. Við frímúrarabræður kveðjum nú góðan og vinsælan bróðir og óskum honum velfarnaðar á nýj- um leiðum. Ég kveð góðan vin og bróður og bið hinn hæsta höf- uðsmið að vaka yfir velferð hans stóru fjölskyldu um komandi framtíð. Hvíl þú í friði, kæri vin- ur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólafur Ásgeirsson.  Fleiri minningargreinar um Hannes Haraldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 ✝ Íris Ingibergs-dóttir fæddist í Reykjavík þann 1. febrúar 1935. Hún lést á elliheimilinu Grund hinn 3. sept- ember 2020. For- eldrar hennar voru hjónin Oddfríður Sveinsdóttir, f. 30. okt. 1905, d. 9. sept. 1973, og Ingibergur Stefánsson, f. 9. okt. 1910, d. 18. des. 1980. Bræður Ír- isar eru Sveinn, f. 5. ág. 1944, og Ingibergur, f. 1. sept. 1945. Hinn 12. október 1956 giftist Íris Óskari Nikulássyni, f. 25. ág. 1926, d. 4. feb. 2004. Börn þeirra eru 1) Ingibergur tæknifræð- ingur, f. 28.2. 1957, maki Anette Mogenson, f. 4.11. 1961, eiga þau þrjú börn; Jóhann Thor, f. 8.11. 1989, sambýliskona Nomi Svane Worsøe Rasmussen, dóttir þeirra er Eija Svane Worsøe Jóhanns- dóttir, Sif Önnu, f. 23.7. 1993, og Emmu Björk, f. 10.8. 1998. 2) Oddfríður Ósk, kjóla- og klæð- skeri, f. 17.3. 1960, maki Guð- mundur Svavarsson, f. 14.1. 1962, börn Óskar eru Jana Mar- en, f. 16.11. 1977, maki Leifur Sigurðsson. Íris Ósk, f. 14.3. 1981, maki Tómas Haarde, dóttir þeirra er Hanna Ósk. Arnar Barri, f. 13.11. 1989, Haukur Barri, f. 28.5. 1991, Jóhann Bern- hard, f. 18.5. 1994, og Guðný Bernhard, f. 17.11. 1995, sam- býlismaður Styrmir Ragnarsson, sonur þeirra er Styrmir Bernhard. 3) María viðskiptafræðingur, f. 13.11. 1967, börn hennar eru Linda Dögg, f. 13.2. 1990, sambýlismaður Georg Adam, barn þeirra Óliver Frank, Eva Sól, f. 25.3. 2009, Óskar Nikulás, f. 17.8. 2010. Íris vann á Borginni og minnt- ist þess oft. Hún tók síðan að sér bókhald og almenn skrifstofu- störf fyrir föður sinn í Blikk- smiðjunni Gretti. Íris var heima- vinnandi meðan börninn voru ung en fór síðan aftur að vinna í Gretti. Síðustu æviárin vann Íris hjá Landsbanka Íslands í veð- deildinni. Íris og Óskar hófu búskap sinn á Kleppsvegi, síðan í Hátúni. Lengst af bjuggu þau á Háaleit- isbrautinni en síðustu árin bjuggu þau á Grettisgötu. Eftir veikindi flutti Íris á Elliheimilið Grund og dvaldi þar síðastliðin 17 ár. Útför Írisar fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 11. september 2020, og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku mamma. Takk fyrir að vera mamma mín, þú hefur kennt mér svo ótal margt. Ég stóð oft við eldhús- borðið hjá þér og fylgdist með handtökum þínum, hvernig þú gerðir fiskibollurnar og lagaðir matinn. Við höfum átt margar góðar stundir síðastliðin ár. Far- ið út að borða saman, í Kringluna að útrétta og fá okkur kaffi. Þar hittum við oft einhverja gamla ættingja, vini og jafnvel fyrrver- andi eða núverandi starfsfólk á Grund og allir svo ánægðir að hitta þig. Þegar ég lít yfir farinn veg minnist ég þess þegar við fórum saman í enskuskóla til Flórída, það var yndislegur tími. Þú fékkst undanþágu fyrir mig því ég var of ung en þar sem ég var í fylgd með fullorðnum þá slapp það til. Við eignuðumst marga vini frá öllum heimshornum og Yosi kom frá Japan að heim- sækja okkur á Háaleiti ári seinna. Við fórum í allskonar vís- indaferðir saman með skólanum og ég fékk mjög góðan grunn í ensku sem hefur nýst mér alla tíð síðan. Þú varst eitthvað rög við að keyra bíl þarna úti enda hafði pabbi alltaf séð um það en svo fannst þú út úr því eins og öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þegar við vorum búin með tveggja mánaða tungumálanám var von á pabba að hitta okkur í St. Petersborg á Flórída. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við sátum úti í bíl fyrir utan hót- elið og biðum eftir flugvallarrút- unni sem pabbi var í því þegar ég leit á þig varstu eins og lítil stelpa, svo feimin og spennt yfir að pabbi skyldi vera að koma, enda voru fagnaðarfundir að fá hann til okkar. Mér er líka minnisstæð fermingarferðin mín árið áður, þá fékk ég allar mínar óskir upp- fylltar. Ég bað um að heimsækja Baldur og Dóru í Boston sem þið höfðuð heimsótt nokkrum sinn- um áður og þar kynntist ég líka Sirry. Síðan langaði mig að heim- sækja frænkur mínar Helgu og Lilju sem ég hafði kynnst á Ís- landi 2 árum áður. Við flugum frá Boston og síðan til Virginíu og keyrðum svo til Flórída í sólina. Þetta var mikið ævintýri. Elsku mamma, ég sagði þér aldrei frá því en þú hefur leikið stórt hlutverk í kennslugögnun- um sem ég hef útbúið. Þar ertu titluð sem framkvæmdastjóri, eins og ég leit alltaf á þig. Í kennslugögnunum slettir þú að- eins úr klaufunum sem mér fannst alltaf passa við þig. Þér fannst oft gaman þegar það var glatt á hjalla og þú vildir alltaf vera í góðra vina hópi. Þegar Leikhúshópurinn hittist fannst þér mjög gaman og þegar þú varst með veislurnar voru þær mjög flottar hjá þér. Eftir að leik- húshópurinn þinn hætti reglu- lega að hittast fórum við að kaupa okkur leikhúskort saman, ýmist í Borgarleikhúsinu eða Þjóðleik- húsinu. Þá nutum við þess saman að sjá góða sýningu. Þú saknaðir alltaf pabba og þráðir að fara til hans. Ég veit að hann tekur vel á móti þér með opnum örmum. Þú keyptir handa mér gítar og gítarnámskeið þegar ég var ung- lingur. Nú tek ég reglulega í gít- arinn og spila fyrir mig og börn- in, það gefur mér innri ró og styrk að gera það. Þessa dagana er ég að spila þetta lag og hugsa til þín því við vorum svo sann- arlega góðar vinkonur og vinir. Ég er sko vinur þinn. Langbesti vinur þinn. Gangi illa fyrir þér allt á skakk og skjön hvert sem litið er, þá skaltu muna vísdóms orð frá mér að ég er vinur þinn. Já, ég er vinur þinn. Elsku mamma, nú fékkst þú loksins hvíldina langþráðu sem þú varst búin að þrá í þónokkurn tíma. Guð veri með þér og við hittumst síðar. Þín dóttir, María. Íris Ingibergsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.