Morgunblaðið - 11.09.2020, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020
✝ Guðrún Mar-got Ólafsdóttir
fæddist í
Dengzhou í Henan-
sýslu í Kína 12.
febrúar 1930. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 30. ágúst
2020, níræð að
aldri. Foreldrar
hennar voru Ólaf-
ur Ólafsson, f. 14.
ágúst 1895, d. 30. mars 1976,
og Herborg Eldevik Ólafsson,
f. 11. ágúst 1898, d. 5 mars
1992.
Systkini Guðrúnar eru Jó-
hannes, f. 26. mars 1928, Hjör-
dís, f. 12. október 1931, Rann-
veig, f. 27. júlí 1933, og
son, f. 5. desember 2008.
Guðrún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1950 og cand.mag.-prófi frá
Háskólanum í Ósló í landa-
fræði, sögu og ensku 1956.
Guðrún var kennari við Kenn-
araskóla Íslands þar til hún hóf
störf við Háskóla Íslands árið
1974. Hún átti mikinn þátt í að
byggja upp nám í landfræði,
fyrst sem lektor en síðan sem
dósent, allt þar til hún lét af
störfum vegna aldurs árið
2000.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 11. sept-
ember 2020, klukkan. 13.
Vegna aðstæðna verða ein-
ungis fjölskylda og nánir vinir
viðstaddir athöfnina. Henni
verður streymt á Facebook,
slóðin er Útför – Guðrún Mar-
got Ólafsdóttir. Stytt slóð á
streymið: https://tinyurl.com/
y435hzkd/. Virkan hlekk má
nálgast á https://www.mbl.is/
andlat/.
Haraldur, f. 15.
ágúst 1935, d. 9.
mars 2019.
Eiginmaður
Guðrúnar var
Helgi Guðmunds-
son, f. 7. maí 1933.
Þau skildu. Börn
þeirra eru: 1) Egill
Óskar Helgason, f.
9. nóvember 1959,
kvæntur Sig-
urveigu Káradótt-
ur, f. 21. september 1973. Son-
ur þeirra er Kári, f. 14. mars
2002. 2) Halla Helgadóttir, f. 5.
júní 1963, maður hennar er
Ingvi Þór Elliðason, f. 24. júní
1966. Synir hennar eru Arn-
aldur Bjarnason, f. 21. ágúst
1991, og Matthías Orri Ingva-
Okkar kæra móðursystir Guð-
rún Ólafsdóttir verður jarðsung-
in frá Dómkirkjunni í dag. Um
hugann reika margar ljúfar
minningar um fjölskyldusam-
veru með henni og frændsystk-
inunum Agli og Höllu sem við ól-
umst upp að hluta með framan
af ævi okkar í fjölskylduhúsinu
við Ásvallagötu. Við í kjallaran-
um en þau á fyrstu hæð og afi,
amma og Hjördís móðursystir
okkar á annarri hæð. Það er
margs að minnast og böndin
ætíð sterk. Ævi Guðrúnar var
um margt merkileg en hún og
móðir okkar Rannveig fæddust í
Kína á fjórða áratug síðustu ald-
ar á róstusömum tímum þar í
landi hvar afi okkar Ólafur og
amma Herborg voru kristniboð-
ar. Fimm voru þau systkinin og
fæddust fjögur í Kína. Haraldur
var yngstur og lést á síðasta ári
en eftir lifa Jóhannes, Hjördís
og Rannveig. Guðrún var ætíð
glettin frænka og gaman að
heimsækja fjölskylduna á Ás-
vallagötuna eftir að við fluttum
fyrir hornið á Ljósvallagötu. Í
gömlum bréfum sem við fundum
nýverið í fórum mömmu frá því
þær systur voru liðlega tvítugar
ævintýragjarnar stúlkur má
glögglega sjá væntumþykju
Guðrúnar og ábyrgð, en ávallt
var stutt í gamansemina og
mömmu ávarpaði hún í þessum
gömlu bréfum sem „Elsku
Blómhildur“. En hún var stóra
systirin og gætti að þeim yngri -
að þær skrifuðu gott mál og
pössuðu stafsetningu og stíl-
bragð – þar var kennarinn kom-
inn fram. Þannig minnumst við
Guðrúnar frænku - hún var glað-
leg og hélt menningarheimili á
Ásvallagötunni hvar hún bjó alla
tíð og hélt þannig við fjölskyldu-
óðalinu fyrir okkur hin. Það er
ríkidæmi að geta heimsótt æsku-
stöðvarnar og átti hún ógrynni
af bókum og fallegum munum
frá ferðum vítt og breitt um
heiminn. Það er okkur bræðrum
mikilvægt að böndin við Ásvalla-
götuna bresti ekki og minnumst
við Guðrúnar með mikilli hlýju
og virðingu og sendum fjölskyld-
unni okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Pálmi og Ólafur Finn-
bogasynir og fjölskyldur.
Þegar maður sér fyrir sér
Guðrúnu Ólafsdóttur gæti það
verið á Hringbrautinni þar sem
hún skundar létt í spori milli
heimilis og vinnustaðar. Þegar
nær er komið sér í sposka brosið
og íhugult augnaráð.
Við mæðgur kynntumst Guð-
rúnu þegar við fluttum á Ás-
vallagötuna árið 1970. Handan
götunnar á númer 13 bjó Guðrún
með fjölskyldu sinni, þau gam-
algrónir Ásvallagötubúar í
fjölskylduhúsi. Börnin á heim-
ilunum mynduðu fljótt tengsl sín
á milli og Guðrún varð traustur
fjölskylduvinur. Sameiginleg við-
horf tengdu okkur fjölskyldurn-
ar og vinátta Guðrúnar náði í
ríkum mæli til barnsins, Stein-
unnar, því aldur skipti Guðrúnu
ekki máli í mannlegum sam-
skiptum. Hún skemmti sér með
börnum, hlustaði á það sem þau
höfðu fram að færa.
Guðrún var heimsborgari,
fædd í Kína og uppalin þar
framan af æsku sinni. Rætur
lágu líka til Noregs en móðir
Guðrúnar var norsk. Eftir stúd-
entspróf helgaði hún sig landa-
fræði og var háskólakennari í
þeirri fræðigrein bróðurpart
starfsævinnar.
Guðrún var víðförul, ferðaðist
um allan heim. Oft lék landfræð-
ingnum hugur á að kynna sér
slóðir og þjóðir sem fáir Íslend-
ingar þekkja vel. Á þessum
ferðalögum var hún oft ein og þá
kom sér vel meðfæddur styrkur
og kjarkur til að takast á við hið
óþekkta.
Frásagnir hennar af ferðalög-
um voru spennandi og skemmti-
legar voru sögurnar frá
barnæskunni í Kína þegar hún
fór með barnagælur eftir kín-
verskri fóstru sinni.
Guðrún naut tónlistar, söng í
kórum og sótti tónleika. Hún lét
sig varða þjóðfélagsmál, ekki
síst jafnrétti kynjanna, og stóð
með fleiri konum að Kvenna-
framboðinu og síðar stofnun
Kvennalistans. Þær Helga nutu
þess löngum stundum að deila
þessum áhugamálum.
Við mæðgur kveðjum ein-
staka konu, þökkum henni fyrir
vináttuna og gleðina sem hún
veitti okkur. Við sendum hennar
góðu börnum, Agli og Höllu og
fjölskyldum þeirra, samúðar-
kveðjur.
Helga Ólafsdóttir,
Steinunn Stefánsdóttir.
Það var styrkur og gæfa
Kvennaframboðsins, þegar því
var ýtt úr vör í árslok 1981,
hversu breiður og fjölbreyttur
hópur kvenna lagði því lið.
Þarna komu saman konur á öll-
um aldri úr ýmsum áttum.
Flestar með litla reynslu af póli-
tísku starfi en allar með sömu
brennandi þörfina til að láta um
sig muna í baráttunni fyrir bætt-
um hag kvenna. Guðrún var einn
af stofnendunum og í nóvember
1981 var hún kosin í kynning-
arnefnd fyrir væntanlegt fram-
boð. Um vorið tók hún svo 10.
sætið á lista Kvennaframboðs til
borgarstjórnar Reykjavíkur, þá
52ja ára lektor við Háskóla Ís-
lands. Hún sat í umhverfismála-
ráði borgarinnar 1982-1986,
fyrstu tvö árin sem aðalfulltrúi
en seinni tvö sem varafulltrúi í
samræmi við útskiptareglu
Kvennaframboðsins. Umhverfis-
málin voru hennar hjartans mál
og í umhverfismálaráði fékk hún
m.a. samþykkta friðun Skild-
inganeshólanna auk þess sem
hún beitti sér fyrir verndun suð-
urstrandar borgarinnar. Hún
hafði þungar áhyggjur af mikilli
skólpmengun í fjörum borgar-
innar og ein okkar minnist þess
að hún sagði einhvern tímann:
„Ég svaf bara ekkert í nótt, ég
var að hugsa um holræsakerfið“.
Seinna meir var hún svo í starfs-
hópi á vegum Kvennalista um
umhverfismál og stóriðju. Mest
var þó líklega framlag hennar til
tímaritsins Veru sem gefið var
út á árunum 1983-1999 en Guð-
rún var í ritnefnd á árunum
1985-1987 og svo aftur 1990-
1994. Þar skrifaði hún m.a.
greinar um umhverfismál, um
konur í þróunarlöndum, mennta-
mál kvenna og síðast en ekki síst
um kvennarannsóknir en þar
lagði hún mikið af mörkum. Hún
sótti ýmis kvennarannsóknar-
þing erlendis og miðlaði frá þeim
í Veru en rauði þráðurinn í
þeirri umfjöllun var sú skoðun
hennar að kvennarannsóknir
ættu að næra kvennapólitíkina
og kvennahreyfinguna. Sjálf var
hún frumkvöðull á sínu fræða-
sviði og kynnti femínískar rann-
sóknir í landafræði fyrir nem-
endum sínum.
Guðrún áorkaði miklu en aldr-
ei með látum. Hún gerði allt vel,
var róleg og yfirveguð og alltaf
kurteis og elskuleg. Hún hefði
getað verið móðir margra þeirra
sem hún starfaði með í Veru og
bjó bæði yfir meiri þekkingu og
víðsýni en við hinar en kom samt
alltaf fram við okkur sem jafn-
ingja.
Þó að henni lægi lágt rómur
og þyrfti að etja kappi við há-
værar ungar konur þá náði hún
alltaf í gegn.
Við hlustuðum þegar hún tal-
aði. Hún hafði góðan húmor, var
einstaklega glaðsinna og lét sig
aldrei vanta í góðan gleðskap.
Guðrún fylgdist vel með því sem
við vorum að gera og það var
alltaf gott að hitta hana á gangi í
Vesturbænum og spjalla um það
sem efst var á baugi í pólitíkinni.
Fyrir nokkrum árum var ljóst að
hún var ekki alltaf meðvituð um
stund og stað en samt jafn hlý,
brosandi og elskuleg og áður.
Nú hefur hún kvatt og við fáum
ekki lengur notið hennar góðu
nærveru. Við þökkum vináttu
hennar og handleiðslu á árum
áður og mikilvægt framlag til
baráttu kvenna fyrir betri heimi.
Börnum hennar og barnabörn-
um sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir,
Ragnhildur
Vigfúsdóttir,
Kristín Ástgeirsdóttir,
Kristín Jónsdóttir
og Kristín Blöndal.
Guðrún Ólafsdóttir var hríf-
andi heimskona með mikla út-
geislun og hreif hugi þeirra sem
henni kynntust.
Ólafur, faðir hennar, var um
14 ára skeið í Kína þar sem hann
boðaði kristna trú og sinnti
hvers konar líknarstörfum.
Þegar hann sneri aftur til Ís-
lands hófst eins konar Kínatrú-
boð. Hann ferðaðist um landið
og sýndi myndir sem hann hafði
tekið. Hreif hann ýmsa með frá-
sögn sinni af þessu stórmerka
ríki.
Þegar kínverskir tónlistar-
menn komu hingað til lands í
fyrsta skipti árið 1954 var hann
beðinn að túlka fyrir þá og hið
sama varð upp á teningnum þeg-
ar hingað kom fyrsta menning-
arsendinefndin frá Kína ásamt
Peking-óperunni.
Leiðir okkar Guðrúnar lágu
saman í Háskóla Íslands á 8.
áratug síðustu aldar. Við bræður
höfðum valið okkur norsku sem
aukafag og var Guðrún prófdóm-
ari. Áttum við tal saman því að
hún vissi um áhuga minn á Kína.
Haustið 1977 buðu Kínversku
vináttusamtökin Kínversk-ís-
lenska menningarfélaginu að
senda 10 manna sendinefnd til
Kína.
Þegar hafist var handa við að
finna þátttakendur kom nafn
Guðrúnar fram. Hún þá boðið
okkur til mikillar ánægju.
Það var einstaklega áhuga-
vert að ganga með henni um
strætin í Beijing. Hvarvetna
birtist ýmislegt sem Guðrúnu
rámaði í og eitt og eitt orð um
mat og ýmsar hefðir rifjaðist
upp fyrir henni.
Til stóð að nefndin færi á
heimaslóðir hennar, en þar sem
engir innviðir voru fyrir hendi
að taka á móti erlendum gestum
varð ekkert úr því að við færum
þangað.
En nefndin fór býsna víða og
ákvað kínverska fréttastofan,
Xinhua, að senda með okkur
blaðamann sem fylgdist með
heimsókninni.
Guðrún átti eftir að fara oftar
til Kína og í annarri ferð hennar
fann hún æskuheimili sitt.
Nú, þegar Guðrún Ólafsdóttir
hefur haslað sér völl á víðáttum
almættisins, eru henni fluttar
einlægar þakkir fyrir hlut sinn í
auknum samskiptum Íslendinga
og Kínverja.
Eitt sinn var hún spurð hvort
sá orðrómur væri réttur að er-
lendir trúboðar hefðu valdið
óróa í samskiptum þeirra við
kínversk stjórnvöld. Svaraði hún
því til að flestir þeirra hefðu
unnið af heilindum að köllun
sinni – kristniboði sem fólst m.a.
í margs konar líknarstörfum, en
hinu mætti ekki neita að hvar-
vetna væri misjafn sauður í
mörgu fé.
Höfundur er vináttusendi-
herra og fyrrverandi formaður
Kínversk-íslenska menningar-
félagsins.
Arnþór Helgason
Guðrún Ólafsdóttir var ein af
brautryðjendum í íslenskum
kvennarannsóknum og hvata-
maður um áratuga skeið. Það
byrjaði með Áhugahópi um ís-
lenskar kvennarannsóknir þar
sem konur úr ýmsum fræði-
greinum komu saman og réðu
ráðum sínum. Haustið 1985 stóð
hópurinn fyrir fjölsóttri ráð-
stefnu um íslenskar kvennarann-
sóknir sem haldin var í Odda,
húsi Háskóla Íslands, 29. ágúst
til 1. september. Þar fluttu 24
konur erindi, hver um sína
fræðigrein. Voru þau ári síðar
gefin út á bók, með titlinum Ís-
lenskar kvennarannsóknir, og er
það dæmigert, að hún var fjölrit-
uð, ekki prentuð.
Á ráðstefnunni hélt Guðrún
erindi um lífskjör kvenna,
byggðaþróun og byggðastefnu,
þar sem hún m.a. sagði frá
markmiði og sögu kvennarann-
sókna í landfræði, auk þess sem
hún lagði línurnar fyrir okkur
hinar með orðunum: Engar
kvennarannsóknir án kvenna-
pólitíkur. Ráðstefnan tókst vel
og í framhaldi var ákveðið að
vinna að tillögum um skipulag
kvennafræða við Háskóla Ís-
lands. Ég man þegar Guðrún
hringdi í mig vorið 1990 þar sem
ég var í rannsóknaleyfi hinum
megin á hnettinum og sagði mér
að málið hefði gengið í gegn og
Rannsóknastofa í kvennafræð-
um við Háskóla Íslands hefði
verið stofnuð með reglugerð frá
7. mars. Hafði hún verið tilnefnd
í stjórn og spurði mig hvort hún
mætti leggja til að ég yrði það
líka.
Þannig atvikaðist það að við
vorum saman í fyrstu stjórn
Rannsóknastofu í kvennafræð-
um og reyndar einnig þeirri
næstu, ásamt fjórum fræðikon-
um öðrum, hverri frá sínu sviði.
Það var mikið í bígerð og haldn-
ir margir fundir. Hafði ein
stjórnarkona það á orði við mig
seinna að þetta hefði verið
skemmtilegasta stjórn sem hún
hefði verið í, það hefði verið svo
gaman á fundum. Var það ekki
síst Guðrúnu að þakka með sinn
fína húmor, snjöllu frásagnar-
gáfu, heilindi, velvild og létta
skap.
Meðal þess sem stofan stóð
fyrir var „Rabb um rannsóknir“
sem haldið var í hádeginu (og
aðrir hermdu svo eftir). Í einu
slíku sagði Guðrún frá rann-
sóknaverkefni sem hún var að
leggja drög að um ferðabækur
eftir erlendar konur sem ferð-
uðust um Ísland á 19. öld. Um
það fjallar að nokkru greinin
„Hefðirðu verið drengur, stúlka
mín“ í Kvennaslóðum (2001), af-
mælisriti til Sigríðar Th. Er-
lendsdóttur. Segir Guðrún þar
frá Íslandsferð skáldkonunnar
Benedicte Arnesen-Kall árið
1867 og boðar framhald á þeirri
rannsókn – rannsókn sem veik-
indi hennar bundu svo sorglega
enda á.
En Guðrún sinnti ekki síður
miðlun. Um árabil var hún í rit-
stjórn Veru og birti þar fjölda
skemmtilegra pistla, ritdóma og
viðtala. Þá var hún í ritstjórn
Landabréfsins, tímarits land-
fræðinga, og birti þar krítískar
greinar, þar sem landfræðin og
kvennafræðin koma saman.
Í rannsóknum sínum lagði
Guðrún áherslu á sjálfstæð,
vönduð og traust vinnubrögð,
kenningar vel studdar heimild-
um. Ég kveð hana með sömu
orðum og hún í erindinu á ráð-
stefnunni góðu árið 1985, sóttum
í gríska heimspeki: „Það þarf
fastan punkt til að standa á til
þess að lyfta veröldinni.“
Helga Kress.
Í dag kveðjum við Guðrúnu
Margot Ólafsdóttur, kæra vin-
konu og samstarfsfélaga til
margra ára. Guðrún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1950 og
cand.mag.-prófi frá Háskólanum
í Osló í landfræði, sögu og ensku
árið 1956. Hún hóf störf við jarð-
og landfræðiskor Háskóla Ís-
lands árið 1974, um það leyti
sem við vorum að hefja þar nám.
Hún var fyrsti kvenlektorinn við
Verkfræði- og raunvísindadeild
og átti stóran þátt í að byggja
landfræðina upp sem vísinda-
grein innan HÍ. Eftir hana liggja
ýmis rit og greinar. Við minn-
umst Guðrúnar hér vegna vin-
áttu hennar og mannkosta. Aðrir
munu segja frá fræðistörfum
hennar og kennslu.
Guðrún var einstök og kær-
komin fyrirmynd okkar í náminu
við jarð- og landfræðiskor HÍ á
fyrrihluta áttunda áratugar síð-
ustu aldar, en þá var skorin að
öðru leyti mönnuð ágætum körl-
um! Guðrún var fáguð í fram-
komu og hlý. Hún var ein af
þessum djúpvitru konum sem
höfðu farið víða og séð margt.
Hún átti ríkan þátt í að gæða
gamla atvinnudeildarhúsið, þar
sem jarð- og landfræðin voru til
húsa, bæði mannlegri hlýju en
einnig alþjóðlegum straumum,
sem eru svo mikilvægir í uppeldi
háskólanema. Síðar nutum við
þeirra forréttinda að starfa með
Guðrúnu innan HÍ.
Guðrún var einstaklega vinnu-
söm, fordómalaus og umgekkst
alla sem jafningja. Aldrei fund-
um við t.d. fyrir því að rúmlega
20 ára aldursmunur var á okkur.
Í námsferð til Noregs vorið 1977
bundumst við Guðrúnu tryggum
vinaböndum sem áttu eftir að
dýpka og þróast þegar við urð-
um samstarfsfélagar eftir að
námi lauk. Guðrún hafði lifandi
áhuga á rannsóknum okkar og
bar hag okkar innan vísindasam-
félagsins fyrir brjósti. Það var
gott að eiga stuðning hennar vís-
an.
Guðrún var ekki upptekin af
efnislegum gæðum. Hún var
mikill lestrarhestur og listunn-
andi, átti mjög gott bókasafn,
sótti listasöfn og var tryggur
áskrifandi að sinfóníutónleikum.
Við hittumst oft til að gleðjast
og ræða málin og af öllum vina-
fundum með Guðrúnu komum
við ríkari, því hún kom oftar en
ekki með nýjan og óvæntan
vinkil á málefni líðandi stundar.
Hún hafði einnig áhuga á börn-
um okkar og velferð þeirra.
Spurði grannt út í skólagöngu
og fylgdist með þroska þeirra.
Gjarnan kom hún með gjafir úr
ferðum sínum frá framandi lönd-
um bæði til þeirra og okkar.
Guðrún var einlægur jafnrétt-
issinni og sat m.a. í stjórn fyrstu
rannsóknarstofu í kvennafræð-
um við HÍ. Hún tók þátt í að
þróa kvennalandfræði í sam-
starfi við ýmsar forystukonur á
heimsvísu, sem komu gjarnan
hingað til lands til funda við
hana. Guðrún tók einnig virkan
þátt í nærsamfélaginu og var á
lista Kvennaframboðsins 1982.
Hún starfaði fyrir framboðið í
nefndum á vegum borgarinnar
og sat í ritstjórn tímaritsins
Veru.
Að leiðarlokum er okkur
þakklæti efst í huga. Þakklæti
fyrir að hafa kynnst heimsborg-
aranum, fræðaranum og mann-
vininum Guðrúnu Ólafsdóttur.
Börnum hennar, þeim Agli og
Höllu og fjölskyldum þeirra
vottum við dýpstu samúð.
Árný Erla Sveinbjörns-
dóttir, Bryndís Brands-
dóttir, Guðrún Gísladóttir.
Guðrún Margot
Ólafsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Margot Ólafs-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær systir okkar, mágkona
og móðursystir,
KOLBRÚN SÆVARSDÓTTIR,
héraðsdómari,
Grænuhlíð 4,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 9. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Eva Guðrún Gunnbjörnsd. Örn Elvar Arnarson
Stefán Kristján Gunnbjörns.
Steinunn Margrét Larsen Páll Jóhannsson
Jóhannes Arnar Larsen Rannveig Skúla Guðjónsdóttir
Friðrik Rafn Larsen Íris Mjöll Gylfadóttir
Linda Rut Larsen Eiður Ingi Sigurðarson
Freyja Guðrún Mikkelsdóttir
Eldgrímur Kalman og Gunnbjörn Ernir Atlas Arnarsynir