Morgunblaðið - 11.09.2020, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020
✝ Baldvin Krist-jánsson fædd-
ist á Siglufirði 22.
apríl 1944. Hann
lést 2. september
2020 á krabba-
meins- og blóð-
lækningadeild
Landspítalans við
Hringbraut.
Foreldrar hans
voru Guðmunda
Margrét Valde-
marsdóttir, f. 7.1. 1922, d. 22.5.
1952, og Ingimar Hallgrímur
Þorláksson, f. 23.6. 2024, d.
13.1. 2011.
Kjörfaðir Kristján Skarp-
héðinsson, f. 1.7. 1922, d. 7.4.
1988, hans sonur er Kristján
Grétar. Fósturforeldrar um
tíma voru Guðbrandur Jón Frí-
mannsson og Hallfríður Ey-
Baldvin Már og Jónbjörg Erla.
2) Róbert Páll, f. 1972, börn
hans: Bakr Máni (látinn), Syr-
ine Pálína og Björgvin Yazan.
3) Margrét, f. 1979, m. Jón
Svanur Sveinsson, f. 1977,
börn þeirra: Sveinn Máni, Guð-
björg Amelía og Ísak Hrafn.
Baldvin var bakarameistari
að mennt og vann við það til
ársins 1973. Eftir það vann
hann við ýmis verslunarstörf,
ökukennslu, sem gjaldkeri í
banka en síðustu árin starfaði
hann sem meðhjálpari, kirkju-
vörður og útfararstjóri við
Sauðárkrókskirkju.
Baldvin og Jóna bjuggu
megnið af sínum hjúskap-
arárum á Sauðárkróki.
Útför Baldvins fer fram í
dag, 11. september 2020,
klukkan 14 frá Sauðárkróks-
kirkju. Verður athöfnin aðeins
fyrir nánustu aðstandendur í
ljósi aðstæðna í samfélaginu en
verður streymt á youtube-rás
Sauðárkrókskirkju. Virkan
hlekk á streymið má nálgast á
https://www.mbl.is/andlat/.
björg Rútsdóttir,
bæði látin. Þeirra
börn eru Frímann,
Margrét og Guð-
brandur.
Systkini Bald-
vins samfeðra:
Guðrún Margrét
(látin), Erla Haf-
dís, Guðfinna, Þór-
dís Petra, Jó-
hanna, Sólrún,
Björn Þór, Birgir
og Bylgja. Móðir þeirra var
Elsa Petra Björnsdóttir.
Baldvin giftist 22.4. 1967
Jónu Björgu Heiðdals, f. 3.12.
1948. Foreldrar hennar voru
Heiðdal Jónsson og Sigrún
Eiðsdóttir. Börn Baldvins og
Jónu eru: 1) Kristján Óskar, f.
1968, m. Karen Emilía Jóns-
dóttir, f. 1967, börn þeirra:
Fallinn er frá góður vinur minn
og frændi Baldvin Kristjánsson,
eftir erfiða barráttu við krabba-
mein.
Við Baldvin vorum systrasynir,
en móðir hans Margrét lést þegar
Baldvin var 8 ára gamall.
Okkar fyrstu kynni voru þegar
hann ásamt foreldrum sínum kom
í heimsókn til okkar suður í Garð,
móðir hans Margrét þá orðin fár-
sjúk. Ég man hvað mér fannst
Margrét vera blíð og falleg kona.
Ég skynjaði strax að þessi heim-
sókn væri eitthvað sérstök, það
var mikil sorg. Sjálfsagt hafa syst-
urnar verið að ræða framtíð Bald-
vins. Það var aldrei spurning með
að Baldvin yrði velkominn til okk-
ar á Bjarg sem og raunin varð.
Hann kom á sumrin til okkar og
var eins og eitt af systkinunum frá
Bjargi.
Við Baldvin vorum alla tíð mjög
góðir vinir. Fórum í margar veiði-
ferðir saman m.a. í Blöndu og átt-
um þar margar skemmtilegar
stundir.
Þegar ég heimsóti Baldvin í síð-
asta skiptið á spítalann ræddum
við gamla daga og rifjuðum upp
sögur frá því við vorum pollar.
Baldvin sagði við mig, Siggi
manstu þegar við stálum harðfisk
frá nágranna okkar og hann napp-
aði okkur? Manstu hvað hann var
reiður og við skíthræddir? Svo
vorum við líka skammaðir á
Bjargi.
Ég held að þetta hafi verið
mesti glæpur sem hann frændi
minn hefur framkvæmt.
Eitt sinn fundum við brúsa með
vökva í, við þurftum auðvitað að
athuga innihaldið frekar og
kveikti Baldvin þá á eldspítu, þá
kom mikill blossi og stór hluti af
hárinu á honum fór með blossan-
um. Það var erfitt að útskýra hár-
leysið á Baldvini fyrir mömmu
þegar við komum heim.
Í þessari sömu heimsókn skil-
aði ég kveðju frá systkinunum á
Bjargi til Baldvins og þakkaði
honum góð kynni. Baldvin bað
einnig fyrir kveðjur til allra og
sagði það ekki sjálfgefið að allir
hefðu alltaf verið svona góðir við
hann. Þetta lýsir frænda mínum
best, alltaf svo þakklátur og vina-
legur, fannst ekkert sjálfgefið sem
snerti hann.
Nú að leiðarlokum viljum við
þakka þér kæri vinur samveru-
stundirnar og vináttu og biðjum
við góðan guð að styrkja Jónu og
fjölskylduna alla í þeirra miklu
sorg.
Hvíl í friði.
Þinn frændi og vinur,
Sigurður Ingvarsson.
Rótarýklúbbur Sauðárkróks
sér á eftir góðum og gegnum fé-
laga við fráfall Baldvins Kristjáns-
sonar. Hann var félagi í klúbbnum
í 33 ár, forseti klúbbsins 1997-
1998, aftur 2008-2009 og Paul
Harris-félagi 2012.
Baldi var áhugasamur félagi,
tryggur, samviskusamur og frá
honum stafaði vinsemd og velvilji
til klúbbsins og félaganna. Hann
var vinur allra og átti áreiðanlega
ekki óvin. Því var hann klúbbnum
mikilvægur félagi með áhrifum
sínum á félagsandann og starf
klúbbsins. Balda verður sárt
saknað úr klúbbstarfinu. Að leið-
arlokum vil ég þakka Baldvini
Kristjánssyni vináttu, góðan fé-
lagsskap og félagsstarf í Rótarý-
kúbbi Sauðárkróks með samúðar-
kveðjum til fjölskyldu hans.
Fyrir hönd Rótarýklúbbs
Sauðárkróks,
Árni Ragnarsson forseti.
Í dag er til moldar borinn kær
vinur okkar hjóna, Baldvin Krist-
jánsson, sem lést á Landspítalan-
um 2. september sl. Baldvin eða
Baldi eins og hann var ávallt kall-
aður vann lengi eins og Gunnar í
Búnaðarbankanum og síðar Arion
banka.
Kynni þeirra hófust þegar þeir
voru ungir að árum og bar aldrei
skugga þar á.
Við höfum átt margar ánægju-
legar stundir með þeim hjónum,
meðal annars vorum við félagar í
húsbílafélaginu Flakkarar og
ávallt fylgdumst við að í ferðum og
á samkomum í þessum ferðum var
bílunum oftast lagt hlið við hlið.
Baldi kom stundum við í Eskihlíð-
inni, sagði að sig langaði til að sjá
okkur og var það ætíð kærkomin
heimsókn. Hann settist alltaf í
sama sætið við eldhúsborðið og
var spjallað og drukkið kaffi. Í
minningarorðum um móður hans
sem lést þegar hann var aðeins 7
ára gamall segir í lokaorðum að
hún hafi verið gædd innilegri alúð
og hlýju. Baldi erfði þennan eig-
inleika móður sinn í ríkum mæli.
Við kveðjum með söknuði traust-
an og góðan vin sem alltaf var til
staðar með sinni góðu nærveru.
Við vottum Jónu og börnum
þeirra og fjölskyldum innilega
samúð
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(úr Hávamálum)
Gunnar og Kristín.
Það voru 12 sjö ára krakkar
sem byrjuðu skólagöngu fyrir 69
árum síðan, öll með tilhlökkun en
smá kvíðahnút í maga og síðar
bættust fleiri við. Ég held við höf-
um verið nokkuð samheldinn hóp-
ur, þótt leiðir skildi eftir grunn-
skóla þá hélst alltaf eitthvert
samband og bekkjarmótin okkar
alveg meiri háttar, hefðu bara
þurft að vera fleiri. Það var frá-
bært að fá að alast upp á Krókn-
um í því frelsi sem þar var. Á vet-
urna renndum við okkur á sleðum
niður Kristjánsklaufina frá Ívari
niður til Haraldar Júl, fórum á
skauta á Flæðunum og grófum
okkur snjóhús í hengjunum á Nöf-
unum. Í þá daga voru engar hætt-
ur. Strax á vorin var farið að veiða
á gömlu bryggjunni og stokka upp
og beita hjá trillukörlunum. Í skól-
anum var þetta hefðbundna skóla-
starf og ógleymanlegar eru skóla-
skemmtanir og skólaferðalögin
okkar í 6. bekk í Barnaskólanum
og 3. bekk í Gaggó. Það hefur
fækkað í hópnum sem hóf nám í 7
ára bekk. Gunnar Már Ingólfsson
(Gunni Már), Guðmundur Sveins-
son (Gumbi), Ögmundur Helga-
son (Ömmi) og Hólmfríður H.
Agnarsdóttir (Fríða á Heiði) sem
kom í bekkinn okkar 12 ára og svo
nú síðast Baldi sem kvaddi eftir
nokkuð snarpa viðureign. Við
Baldi fylgdumst að alla okkar
skólagöngu. Baldi var mikill
stærðfræðingur og skákmaður.
Stóð ég lengi vel í honum á reikn-
ingsprófum og var mikið kapp
með okkur, en þegar algebran
kom til sögunnar var ég búin á því.
Einnig tefldum við mikið saman á
barnaskólaárunum og unnum sitt
og hvað, hann þó oftar. Baldi var
einstaklega góður vinur og félagi.
Ég minnist þess ekki að hafa
nokkurn tímann heyrt hann tala
illa um nokkurn eða hallmæla
neinum. Hann var ákaflega hlýr
og elskulegur og hafði notalega
nærveru. Hann var eins og klett-
urinn okkar í bekknum. Lífsföru-
nautur Balda er Jóna B. Heiðdal
og eiga þau þrjú uppkomin börn.
Baldi var mikill fjölskyldumaður
og stoltur faðir, tengdafaðir og afi.
Þegar hann hætti störfum hjá
Sauðárkrókskirkju um áramót
2018-19 ætlaði hann að fara að
njóta ævikvöldsins og fara að
sinna fjölskyldunni betur. En það
var ekki mikill tími eftir. Eftir að
Baldi veiktist og var fluttur suður
töluðum við saman í síma annað
og eða þriðja hvert kvöld. Alltaf
var hann jafn bjartsýnn og bar-
áttuglaður. Hann batt svo miklar
vonir við að fara á Grensás og þar
heyrði ég síðast í honum og skildi
hann ekkert hvað þetta gengi
seint. Ég á eftir að sakna þessa
góða vinar. Sakna þess að hann
hringi og segi „Sæl ljósið mitt, ég
er á leiðinni í kaffi og spjall,“ og
þegar mætt er þá hlýtt faðmlag og
koss á kinn. Við Baldi vorum sann-
færð um að eftir jarðvist okkar
hér tæki eitthvað annað við. Þá
verður það ég sem hringi og segi
„Sæll ljósið mitt, ég er að koma í
kaffi og spjall.“ Þá hittumst við öll
þessir gömlu góðu félagar,
Ytribæingar á gamla Króki. Jónu
og fjölskyldu votta ég mína inni-
legustu samúð, þeirra missir er
mikill. Kveð kæran vin og skóla-
bróður, sjáumst.
Sigrún Aadnegard.
Kveðja frá sóknarnefnd
Sauðárkrókskirkju
Fallinn er frá fyrir aldur fram,
eftir nokkurra mánaða snörp og
erfið veikindi, Baldvin Kristjáns-
son. Hann kom inn í sóknarnefnd
Sauðárkrókskirkju árið 2001 og
tók þar við sæti gjaldkera sókn-
arinnar, sama ár hætti meðhjálp-
ari kirkjunnar og tók Baldvin að
sér starf hans. Árið 2004 losnaði
staða kirkjuvarðar og varð það
niðurstaðan að sameina starf
kirkjuvarðar og meðhjálpara.
Baldvin tók þetta starf að sér og
annaðist það með miklum sóma
samhliða annarri vinnu sinni og
eftir það vék hann úr sóknar-
nefnd. Þannig leiddi eitt af öðru og
innan tíðar var hann kominn í fullt
starf við kirkju og safnaðarheimili
og síðar að stjórna grafartöku og
frágangi í kirkjugarðinum.
Baldvin var einstaklega skap-
góður og mikið ljúfmenni, hafði
góða og hlýja nærveru sem hann
nýtti vel í samskiptum við fólk.
Áhugasamur um kirkjunnar mál
og lagði metnað sinn í að allar at-
hafnir færu fram á virðulegan og
vel skipulagðan hátt. Gott var til
hans að leita og treystu safnaðar-
meðlimir honum mjög vel, þeir
fundu fyrir öryggi í návist hans
jafnt í gleði og sorg. Hann átti
auðvelt með að vinna með öllum
hvort sem um var að ræða presta,
sóknarnefnd eða aðra starfsmenn
kirkjunnar. Allt gekk vandræða-
laust fyrir sig.
Starf kirkjuvarðar var oft og
tíðum erilsamt, sumarfrí sundur-
slitið og stundum lítið. Baldvin
kvartaði ekki en sagði einstaka
sinnum „ég er svolítið þreyttur“.
Árið 2018 ákvað Baldvin að segja
starfi sínu lausu við Sauðárkróks-
kirkju og fara að hægja ferðina.
Hann hætti störfum í árslok 2018.
Sóknarnefnd þakkar Baldvin gott
og ánægjulegt samstarf í gegnum
árin og erum við þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynnast
honum.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
hans og vinum sem við sendum
innilegustu samúðarkveðjur.
Ingimar Jóhannsson.
Baldvin
Kristjánsson
✝ Jón Ármannfæddist á Fossi,
Húsavík, 10. janúar
1936. Hann lést á
sjúkradeild HSN
Húsavík 1. sept-
ember 2020. For-
eldrar hans voru
Árni Jónsson frá
Fossi, f. 14. október
1901, d. 14. nóv-
ember 1994, og Guð-
rún Stefanía Stein-
grímsdóttir frá Túnsbergi, f.
21. febrúar 1908, d. 21. sept-
ember 1990. Þau eignuðust alls
sjö börn og var Jón Ármann
miðjubarn. Eldri en Jón Ár-
mann voru Kristín, f. 19. júní
1928, d. 30. ágúst 2012, Stein-
grímur, f. 25. nóvember 1930,
d. 12. febrúar 2014, og Sigrún
Kristbjörg, f. 18. nóvember
1931, d. 16. apríl 2020, en yngri
systkinin lifa bróður sinn, þau
Bjarni, f. 23. maí 1938, Agnes, f.
9. desember 1943, og Sigurður,
f. 12. nóvember 1948.
Jón Ármann kvæntist Fann-
eyju Árdísi Sigvaldadóttur, f. 1.
janúar 1939, frá Hofsárkoti í
Svarfaðardal, 1958. Þau skildu.
Börn þeirra eru 1) Árni, f. 1959,
kvæntur Sigríði Kristínu Sverr-
isdóttur, f. 1965. Börn þeirra
eru Lovísa Fanney, f. 1993, Jón
Andri, f. 1996, og Daníel Geir,
smíði í Iðnskólanum á Húsavík
og hjá frænda sínum Stein-
grími Birgissyni og lauk síðar
meistaraprófi. Hann stofnaði
með honum trésmíðaverk-
stæðið Hlyn árið 1964 og ráku
þeir síðan húsgagnaverslun
með sama nafni. Síðar stofnuðu
Jón Ármann og Árdís Híbýla-
þjónustuna, verslun með gólf-
efni, málningarvörur og
innréttingar og ráku hana í
nokkur ár. Jón Ármann starf-
aði sem byggingarstjóri Hótels
Húsavíkur og Dvalarheimilis
aldraðra á Húsavík auk þess að
reka eigið trésmíðaverkstæði
um árabil. Byggingar og end-
urgerð gamalla húsa áttu hug
hans allan og honum var um-
hugað um að bjarga slíkum
verðmætum og bera mörg hús
á Húsavík handverki hans
glöggt vitni. Hann var um tíma
virkur í bæjarpólitíkinni á
Húsavík og sat einnig í stjórn
ýmissa félaga og fyrirtækja.
Tónlist var alla tíð hluti af lífi
Jóns Ármanns og hann var einn
af stofnendum Lúðrasveitar
Húsavíkur og spilaði með henni
í fjölda mörg ár.
Útför Jóns Ármanns fer
fram frá Húsavíkurkirkju í
dag, 11. september 2020, kl. 14.
Streymt verður frá útförinni á
https://tinyurl.com/
y6k8k82g/. Virkan hlekk á
streymið má nálgast á https//
www.mbl.is/andlat/.
f. 2001. 2) Margrét
Kristín, f. 1960,
gift Árna Sveini
Sigurðssyni, f.
1960. Börn þeirra
eru Gunnar, f.
1995, og Unnur, f.
1998. 3) Sigvaldi
Óskar, f. 1965,
kvæntur Sigrúnu
Birnu Sigtryggs-
dóttur, f. 1967.
Börn þeirra eru
Sóley Ásta, f. 1996, í sambúð
með Nathan Masters, f. 1995,
Sunna Dís, f. 2003, og Dagur
Smári, f. 2004. 4) Anna Sigrún,
f. 1968, gift Magnúsi Hermanns-
syni, f. 1963. Dætur þeirra eru
Halldóra, f. 1990, og Heiðrún, f.
2002. Sambýlismaður Halldóru
er Aðalsteinn Pálsson, f. 1990,
og þau eiga saman Herdísi Mar-
íu, f. 2011, og Ingu Bergdísi, f.
2014. Jón Ármann og Árdís
eignuðust dreng árið 1962 sem
lést skömmu eftir fæðingu.
Eftirlifandi sambýliskona
Jóns Ármanns er Þórhildur
Sigurðardóttir, f. 27. apríl 1944,
frá Hallormsstað. Börn hennar
eru Sigurður Örn, f. 1961, Páll,
f. 1964, Laufey, f. 1966, Egill, f.
1967, Jóhannes, f. 1975, Arn-
þrúður, f. 1977, og Sigurlaug, f.
1982.
Jón Ármann lærði húsgagna-
Elsku Jón Ármann.
Það er erfitt að ímynda sér
Strandberg án þín þar sem þú sit-
ur í sólinni með kaffibolla sem
hægt var að ræða öll heimsins
mál yfir; allt frá lífi fuglanna í
trjánum til stöðunnar í veröld-
inni. Það var jafn mikilvægt og
jafn gott viðfangsefni í spjall eða
góðar rökræður, flónska mann-
anna eða gangur náttúrunnar.
Við systkinin minnumst þín
með þakklæti. Við vorum ætíð
velkomin á heimili ykkar
mömmu, alltaf hús sem stóð okk-
ur opið og þú mættir okkur með
jákvæðu og hlýju hugarfari. Þú
reyndir aldrei að ala okkur upp,
þrátt fyrir að það hafi eflaust
mátt á köflum, heldur tókst okk-
ur eins og við erum og studdir
okkur í því sem við vorum að
gera.
Við minnumst með hlýju þess
sem þú gafst af þér. Þú sýndir
þeim verkefnum sem við stóðum í
ætíð áhuga og veittir okkur lið,
hvort sem það var í hversdegin-
um eða einhverju stærra. Börnin
okkar áttu í þér góðan leikfélaga
og vin. Þegar þau voru í heim-
sókn ljómaðir þú hreinlega og
varst alltaf til í sprell og leiki. Það
virtist aldrei of mikill fyrirgangur
eða of mikil læti, það var alltaf
rúm fyrir börn til að vera þau
sjálf, hlæja og leika sér. Jafnvel
þegar heilsan var farin að bresta
varstu til í æsilegan eltingaleik
við þau í kringum húsið.
Það var gaman að sjá ykkur
mömmu skapa ykkur heimili
saman í Strandbergi. Þú varst
völundur í höndunum og með
sterkt fegurðarskyn sem skín í
gegn, bæði í húsinu sjálfu og
garðinum í kring. Smíðisgripir,
nýkomnir úr rennibekknum, bera
bæði færni og æfðu auga vitni.
Þú kunnir líka að njóta fegurð-
ar í verkum annarra og skreyta
umhverfi þitt og auðga með
myndlist og bókum, en ekki síst
tónlist, þar sem þú varst bæði vel
liðtækur sjálfur og kunnir að
hlusta og lygna aftur augunum af
einbeitingu og ánægju. Það var
okkur systkinunum styrkur að
finna þetta viðhorf fagurkerans
til okkar eigin listsköpunar og að
finna að þú hafðir alltaf bæði trú
og áhuga á fjölbreyttum við-
fangsefnunum.
Það er ótal margs að minnast
en ofarlega er þakklætið og sökn-
uður. Við vottum mömmu, börn-
um Jóns Ármanns, fjölskyldum
þeirra og aðstandendum öllum
okkar dýpstu samúð. Hvíldu í
friði.
Jóhannes, Arnþrúður,
Sigurlaug og
fjölskyldur þeirra.
Jón Ármann Árnason
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTRÚN JÓHANNSDÓTTIR,
andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
4. september. Útför hennar fer fram frá
Höfðakapellu 15. september. Í ljósi
aðstæðna verða einungis nánir ættingjar og vinir viðstaddir.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir
einstaka alúð og umönnun.
Friðbjörn Björnsson Kristín Guðbrandsdóttir
Ingi Björnsson Margrét Baldvinsdóttir
Ásbjörn Björnsson Hlíf Hansen
ömmubörn og langömmubörn
Okkar ástkæra
GUÐRÚN INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Hofteigi 4, Reykjavík,
lést þann 7. september sl. á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför hennar
fer fram frá Laugarneskirkju, 17. september
kl. 13, að viðstöddum nánum aðstandendum og vinum en
einnig verður streymt frá afhöfninni.
Fyrir hönd aðstandenda,
Marteinn Rúriksson