Morgunblaðið - 11.09.2020, Page 21

Morgunblaðið - 11.09.2020, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020 ✝ Ævar ÖrnJónsson fædd- ist í Reykjavík 1. júní 1972. Hann lést á heimili sínu þann 30. ágúst 2020. For- eldrar Ævars eru Valdís Tómas- dóttir, f. 1947, og Jón Bjarni Helga- son, f. 1949, d. 2016. Systkini Ævars eru Ísak Leifsson, f. 1967, Anton Karl Þorsteinsson, f. 1970, og Björg Jónsdóttir, f. 1973. Eftirlifandi eiginkona Ævars er Sigrún Erla Hill, f. 13. ágúst 1967. Foreldrar hennar voru John Hill, f. 1942, d. 2016, og Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, f. 1947, d. 2014. Ævar og Sigrún UMFN. Í körfunni náði Ævar í drengjalandslið Íslands en síðar tók sundið yfir og var Ævar á meðal fremstu sundmanna lands- ins. Eftir grunnskóla fluttist Æv- ar Örn ásamt systur sinni til Sví- þjóðar til náms og sundæfinga. Hann útskrifaðist úr Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og síðar lög- regluskólanum áður en leið hans lá í flugumferðarstjóranám. Æv- ar starfaði lengst sem sem flug- umferðarstjóri hjá Isavia á Ís- landi en einnig í Kosovo og Írak. Ævar Örn verður jarðsunginn í dag, 11. september 2020, klukk- an 13 frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. Í ljósi aðstæðna munu einung- is nánustu aðstandendur og vinir vera viðstaddir athöfnina. At- höfninni verður streymt á: Útför, Ævar Örn Jónsson frá Njarðvík- urkirkju. Stutt slóð á streymið: https://tinyurl.com/y3qnrw3u/. Virkan hlekk á streymið má nálgast á www.mbl.is/andlat/. eignuðust börnin Ísak John, f. 2000, Þórunni Hafdísi, f. 2002, og Aron Rún- ar, f. 2004. Fyrir átti Ævar Örn soninn Kristján Helga, f. 1992. Móð- ir hans er Gunnlaug Olsen. Unnusta Kristjáns er Ellý María Hermanns- dóttir og eiga þau dótturina Emmu Katrínu. Sigrún átti fyrir soninn Ívar Aron, f. 1986, sem Ævar gekk í föður stað. Börn Ívars eru fjög- ur. Ævar Örn ólst upp í Njarðvík þar sem íþróttir urðu snemma hans helsta áhugamál. Hann æfði fótbolta, körfubolta og sund með Í dag kveð ég minn allra besta vin sem kveður þessar jarðvist langt fyrir aldur fram, í blóma lífs- ins, á besta aldri og öllum að óvör- um. Nú sit ég hér sorgmæddur með brostið hjarta en þakklátur fyrir að hafa fengið að vera sam- ferðamaður Ævars frá æsku. Fengið að njóta fölskvalausrar vináttu hans í gegnum tíðina. Allt frá barnaskólaaldri höfum við Ævar fylgst að og tekist á við raunir lífsins í blíðu og stríðu, átt ómetanlegar stundir, ýmist tveir saman, með fjölskyldum okkar eða hópi vina. Ævar var ekki ein- ungis stór maður, hann var mikill maður. Maður manngæsku, létt- leika, styrks og trausts. Maður já- kvæðs viðhorfs og tók öllum með sínum opna, hlýja og stóra faðmi. Allir sem urðu á vegi hans fengu hlýtt viðmót og vöktu áhuga hans og athygli í hvaða flokki sem þeir voru en í hans huga tilheyrði eng- inn neinum hópi eða flokki. Ég á eftir að sakna löngu sím- talanna þar sem heimsmálin voru rædd, jafnvel leyst og háleitu markmiðanna okkar um bjarta framtíð, um framkvæmdir, ferða- lög og veiðitúra. Áttum við mörg sameiginleg áhugamál og vorum meðal annars haldnir ólæknandi bíla- og veiðidellu. Ekki leiddist okkur ef söngvatnið var haft við hönd og einstakt dálæti höfðum við á koníaki og töluðum gjarnan um að fá okkur einn hlébarða. Að skrifa um og kveðja sinn besta vinn og samferðamann er ekki auðvelt en samhliða óbæri- legum söknuði koma fram yndis- legar minningar. Minningar sem um leið vekja upp hlátur og þakk- læti fyrir hans tíma í þessari jarð- vist. Ævar var stór og sterkur mað- ur en eins og oft er með stóra menn þá fór oft mikið fyrir honum og því sem honum tilheyrði. Skór hans vöktu athygli en einn slíkur dugði fyrir tvo meðalmenn og þar sem hann æfði sund á yngri árum fékk hann viðurnefnið froskalöpp- in í einni veiðiferðinni. Gekk hann undir viðurnefninu innan félaga- hópsins. Húmoristinn Ævar var snöggur til, tók einn skóinn við sama tækifæri og bjó um höfund viðurnefnisins, til svefns, í skónum en sá er í andstæðum hlutföllum við Ævar. Voru þessi viðbrögð Ævars lýsandi fyrir hann. Hann sá alltaf jákvæðar og skemmtileg- ar hliðar á öllum hlutum, var snöggur að hugsa og svara. Óhöpp hans voru oft höfð í flimtingum því hann var einstakur hrakfallabálk- ur og var ekki til sá líkamspartur á honum sem ekki var búið að stoppa í, gifsa eða plástra. Hafði hann ekki síður gaman af hrakföll- um sínum og gerði óspart grín að sjálfum sér og hrakföllum sínum Ævar var mikill fjölskyldumað- ur, stoltur af eiginkonu sinni, börnunum 5 svo ekki sé minnst á barnabörnin og naut hverrar stundar sem þau áttu saman. Elsku vinir Sigrún og fjölskylda, hugur okkar Andreu er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Það eru forréttindi að hafa átt Ævar að vini og skilur hann eftir stórt skarð í hjörtum okkar allra. Megi minning Ævars skína skært. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Jón Halldór Sigurðsson. Þegar líða tekur á þetta skrítna en yndislega sumar berast þau óvæntu tíðindi að æskuvinur, Æv- ar Örn Jónsson, sé fallinn frá. Það var blóðtappi sem tók hann svo snöggt frá fjölskyldu sinni og vin- um. Ævari kynntist ég fimm ára gamall, þegar foreldrar okkar voru að koma sér fyrir í Móahverf- inu í Njarðvíkum. Hverfið var þá að byggjast upp og fljótt fylltist það af krökkum sem brölluðu ým- islegt saman. Þá var gott að eiga Ævar sem vin því hann var traust- ur, glaðlyndur og orkumikill hrak- fallabálkur sem lét ekki stoppa sig. Jú þær voru þó nokkrar ferð- irnar á slysó hjá Ævari. Oftast var það sár á hnjám sem þurfti að sauma en hann var mættur til leiks aftur jafnharðan og gaf ekkert eftir þótt hann mætti ekki beygja fótinn. Það var helst þegar hann var saumaður á báðum hnjám að aðeins náðist að hæga á honum. En oftar var hann heill og þá var gott að hafa hann með sér í liði. Í fótboltanum þar sem hann brunaði upp vinstri kantinn á leið að Suðurnesjameistaratitli eða í körfunni þar sem hann ásamt fleiri góðum Njarðvíkingum átti ógleymanlega stund þegar fyrsti Íslandsmeistaratitillinn var í höfn, þá aðeins 11 ára gamall. Þar nýtt- ist stærð og styrkur Ævars vel. Síðar tók sundið hug hans allan þar sem hann hélt áfram að skara fram úr og fá útrás fyrir þá orku sem í honum bjó. Já, það eru ófáar minningarnar sem skjóta upp kollinum á svona stundu og þó að sorgin sé mikil, þá er ekki annað hægt en að brosa þegar maður hugsar til Ævars, því þannig strákur var hann. Eftir grunnskóla skildi leiðir okkar en við hittumst þó reglulega í góðra vina hópi, þá oft með 72- árganginum úr Njarðvíkum. Þar voru æskuárin rifjuð upp og spurt nýrra frétta. Eins og áður hafði líf- ið lagt hinar ýmsu brekkur fyrir Ævar, en hann var samur við sig, brosti út í annað og hélt ótrauður áfram. Ævar var ávallt sami ljúfi, glað- lyndi strákurinn. Strákurinn sem ég var svo heppinn að eignast sem vin á fyrstu árum ævi okkar og mun ég varðveita þær minningar um ókomna tíð. Ég kveð þig nú elsku vinur, hugur minn er hjá þér og fjöl- skyldu þinni sem ég vil senda inni- legar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Magnús Már Þórðarson. Það var árið 1999 sem ég hitti Ævar fyrst, hann kom upp stigann í flugturninum í Keflavík og var að byrja þjálfun í flugumferðar- stjórn, ég var svo heppinn að fá að þjálfa hann. Heppinn var ég sann- arlega því Ævar var einstaklega auðveldur í umgengni, skemmti- legur, tók sjálfan sig hæfilega al- varlega og var snöggur að ná góð- um tökum á starfinu. Eftir að hafa klárað turnþjálfun var hann áfram á vaktinni okkar, A-vaktinni, og kláraði seinna radarþjálfun hjá okkur líka. Það var góður andi á vaktinni okkar og Ævar varð strax hluti af hópnum. Alltaf gaman að vera í kringum Ævar, hann var lífs- reyndur þrátt fyrir ungan aldur, við gátum spjallað saman um hvað sem var. Hann vildi allt fyrir alla gera, var alltaf með eitthvað í gangi, stundum kannski of mikið. Janúar 2004 var verkefni ís- lensku friðargæslunnar í fullum gangi í Kósóvó. Ég mætti aftur út eftir að hafa verið á Íslandi í 6 mánuði. Flutti inn á Ævar og Þröst, kollega mína, í hús sem stóð fyrir utan Pristina, í næsta húsi bjó Erna. Við bjuggum saman í 3 mánuði og þar kynntist ég Ævari enn betur. Við fjögur unnum sam- an á daginn, fórum saman út á kvöldin, vorum heima að spila eða horfa á DVD, oftast Goldmember sem Ævar gat orðið leikið jafn vel ef ekki betur en Mike Myers. Allir sem unnu á og í kringum flugvöllinn þekktu Ævar, fólk sótti í að vera í samskiptum við hann. Hann þjálfaði heimamenn í flug- umferðarstjórn og þar naut hann sín, snillingur í mannlegum sam- skiptum. Ég fékk svo enn meiri staðfestingu á því hversu dáður og elskaður Ævar var í Kósóvó í byrj- un apríl 2004 þegar hann lauk eins árs veru sinni þar. Fullorðnir menn hágrétu þegar þeir voru að kveðja Ævar og hann þurfti að fara um allt svæðið því að allir vildu faðma og kveðja hann. Enda fór það þannig að flug- vélin sem Ævar átti að fara með var beðin um að bíða eftir honum því hann væri að klára síðustu kveðjurnar. Turninn talaði við kapteininn á vélinni, skýrði málið og hann beið í extra 20 mínútur eftir Ævari. Þetta er í eina skipti á mínum 35 ára ferli sem ég veit til að svona hafi gerst. Ég er búinn að vinna erlendis síðustu 11 ár og hér hef ég kynnst fólki sem vann með Ævari í Írak og það er sama sagan, allir elsk- uðu að vinna með honum og eyða tíma með honum í og utan vinnu. Ævar var stór og mikill dreng- ur að utan og innan og það er hræðilegt að þurfa að kveðja hann allt of snemma. Missir Sigrúnar, barna og barnabarna er mestur og ég sendi þeim og öðrum í fjölskyldu og vinahópi Ævars mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um Ævar verða ljós í lífi þeirra. Egill Már Markússon. Elsku Ævar fallinn frá, hræði- legt, sorglegt og ósanngjarnt og það er erfitt að ná utan um þetta eða koma því í orð. Við Ævar kynntumst árið 1996 þegar við fórum í Lögregluskóla ríkisins, hann frá lögreglunni á Keflavík- urflugvelli og ég frá lögreglunni í Reykjavík. Strax tókust með okk- ur sterk vinabönd sem hafa hald- ist alla tíð síðan. Á þessum tíma ók Ævar á svörtum Chevy Blazer- jeppa og minningin um hann með niðurskrúfaða ökumannsrúðuna á Blazer-jeppanum, hlæjandi, glett- inn, lífsglaður og kátur með vindil í munni lýsir Ævar vel. Ævar var með mikinn jeppaáhuga sem hann fékk í föðurarf en þeir feðgar voru einstaklega nánir og ótrúlega líkir og þannig komst maður ekki hjá því að kynnast Jóni, föður hans, þeim eðalmanni. Síðar þróaðist jeppaáhugi hans með árunum og áttum við ófá jeppaspjölln í gegn- um tíðina. Ævar var mikill íþrótta- maður og ungur að árum hafði hann verið afreksmaður í sundi og lét hann okkur líta illa út þegar við lögregluskólanemarnir vorum að hamast við að reyna að ná þessum blessuðu sundkröfum. Við Ævar deildum körfuboltaáhuga, vorum saman valdir í löggulandsliðið í körfu sem keppti í undankeppni Evrópumóts í Danmörku en sú ferð var rík af gleði og ánægju sem skilur eftir margar góðar minningar. Árið 2001 stóð ég í húsbyggingu og í einhverju spjalli okkar hef ég greinilega eitthvað verið að kvarta því nokkrum dög- um síðar mætti Ævar að óvörum og lagði hönd á plóginn. Þannig var Ævar, alltaf tilbúinn til að hjálpa vinum sínum. Í dag eru þau Sigrún búin að byggja sér einstaklega fallegt heimili í Sandgerði og var Ævar á fullu í pallasmíði í sumar þegar hann sleit liðbönd í hné í ágúst og þurfti að vera í gifsi í 6 vikur. Það var ekki Ævars að vera aðgerða- laus og síðasta spjall okkar gekk einmitt út á að geta ekki klárað pallinn og hvað þá að vera í sex vikur aðgerðalaus. Það er ekkert gefið í þessu lífi og þannig verður veiðiferð sem við Ævar fórum tveir saman í árið 2017 upp á Arnarvatnsheiði gull af minningu. Vorum við búnir að skipuleggja veiðiferð, til að búa til fleiri minningar, helgina örlaga- ríku sem Ævar dó. Þegar við Ævar hittumst var alltaf innilegt faðmlag og kært knús og líklega hefur það vakið kátínu margra að sjá þessa tvo stæðilegu karlmenn faðmast svona. En þannig var Ævar, bak við glettna, lífsglaða, orkumikla og káta Ævar var blíður, einlægur og traustur vinur. Ég votta Sigrúnu, börnum og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Þegar rofar til mun minn- ingin lifa. Veit að pabbi þinn tekur vel á móti þér, elsku Ævar minn. Lúðvík Kristinsson. Okkur voru færðar þær þung- bæru fréttir nú í lok sumars að kær samstarfsfélagi og vinur væri fallinn frá. Þegar höggvið er svo miskunnarlaust og skyndilega í hópinn okkar þá verða krefjandi tímabil undanfarinna mánaða að hjómi einu. Ævar Örn hafði einstakt lag á því að ná til fólks, það var þægilegt að vinna með honum og hann vildi ávallt samstarfsfélögum sínum vel. Alltaf nóg að gera hjá honum og hans fólki og ekki spurning um hvað ætti að gera næst heldur hvernig ætti að finna tíma til verka. Í flugturni Njarðvíkur, eins og hann kallaði iðulega vinnustaðinn, starfaði hann stærstan hluta síð- ustu 20 ára, hann var þó alltaf vak- andi fyrir öðrum tækifærum og reyndi fyrir sér víðar. Ævar tók m.a. þátt í sérverkefnum í Kósóvó, um tíma leitaði hann fyrir sér á öðrum vettvangi og hann starfaði einnig í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Það voru allir jafnir í augum Ævars, hann gerði ekki manna- mun og tók ávallt opnum örmum á móti fólki sem starfaði við hlið hans. Það var svo sannarlega gott að vera með Ævar með sér í liði. Eitt sem er lýsandi fyrir Ævar er sú staðreynd að aldrei entist neitt ósætti milli hans og annarra á vinnustaðnum í lengri tíma en kortér, auðvitað gengur á ýmsu á tuttugu árum en ávallt var það svo að hægt var að ræða málin, setja þau aftur fyrir sig og halda áfram uppbyggilegu og gefandi sam- starfi. Þau eru mörg skemmtileg augnablikin sem hafa rifjast upp á síðastliðnum dögum og þau er einnig mörg tárin sem fallið hafa nú þegar við erum minnt á að lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Djúp og styrk rödd Ævars hef- ur hljómað í síðasta sinn á flug- bylgjunum en eftir standa hlýjar minningar um yndislegan mann. Kæra Sigrún og fjölskylda, okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Fyrir hönd samstarfsfólks Isavia í Njarðvíkurturni, Bjarni Páll Tryggvason. Ævar Örn JónssonÉg mun sakna þín mjög mikið,elsku amma mín. Ég elska þig. Þín Hafdís Ósk. Ég trúi ekki að þremur mán- uðum eftir að ég skrifa minning- argrein um Gústa afa, þá er ég að skrifa minningargrein um Ásu ömmu. Þetta átti ekki að gerast, ekki í mínum huga. En afi var bú- inn að segjast koma fljótt að sækja hana og hún þráði að fara til hans. Ása amma var mikill húmor- isti. Ég man eftir mér sem barn að suða í henni að taka úr sér gervitennurnar og sýna mér hvernig hún liti út án þeirra. Hún skellti upp úr með sínum ráma og háværa hlátri: „Nehei, Ása Guð- rún.“ 10 mínútum síðar kallar hún á mig og segir mér að koma. Ég kem og þá snýr hún sér að mér, tannlaus. Hún gjörsamlega bilað- ist úr hlátri. Amma var líka ein mesta barnagæla sem ég hef vitað um. Hún vildi fá að kíkja ofan í alla vagna sem hún sá, sama hvort hún þekkti viðkomandi einstak- ling eða ekki. Þegar hún hitti börnin mín, langömmubörnin sín, varð hún eitt stórt sólskinsbros og fór að tala barnamálið sitt: „Duuminn ammáttujur, þú gedu deeepiðana’ömmu.“ Hún var svo góð við þau og vildi helst klípa þau og kyssa í kaf. Ég mun sakna þess svo sárt að fá aldrei að sjá hana aftur horfa svo blíðlega á Gabríel minn, með annan lófann á kinninni hans, skælbrosandi og talandi fallega til hans. Mér hlýn- ar í hjartanu við þessa tilhugsun en á sama tíma brotnar það. Mik- ið vildi ég að hún hefði getað fylgst með þeim í nokkur ár í við- bót. Amma var alltaf vel tilhöfð þegar hún fór úr náttsloppnum og dreif sig út. Varir og neglur svo bleikar og fínar, hárið vel lakkað og fullt af skartgripum. Svo falleg og fín. Ekki má gleyma veskinu sem innihélt að minnsta kosti einn pakka af bláum Capri. Hún hefði reyndar farið að hlæja hefði hún heyrt mig lýsa sér á þennan hátt. Hún trúði nefnilega ekki að til væru falleg orð um hana og tók ekki mark á því þegar henni var hrósað. Mikið vildi ég að það hefði ver- ið til tafla sem hefði látið henni líða betur, andlega og líkamlega. Hún óskaði þess oft sjálf að það væri til tafla við þjóðhátíðarveiki. Ein tafla sem hefði bætt geð- heilsu hennar, líkamlegt ástand og veikt þjóðhátíðarþrána. Hún átti sem sagt mjög erfitt með að sleppa þjóðhátíð, enda mikil Eyjapæja og ekkert sérlega hrifin af stórborginni. Það máttu sko allir vita. Hún var mikill kar- akter sem oft var hægt að pirra sig á en einnig hlæja að og með, svo skemmtileg. Símtölin sem við áttum voru löng. Já, þau voru mjög löng og oft á tíðum mjög góð. Hún hafði frá mörgu að segja og vildi fá fréttir af okkur fjöl- skyldunni. Ég á svo eftir að sakna þessara símtala og þeirra stunda þegar ég reyndi ítrekað að kveðja hana eftir 40-60 mínútna símtöl. Henni fannst samt svo leiðinlegt að tala í símann. Elsku amma mín, þú mundir aldrei trúa því hvað er sárt að missa þig. Ég reyni að hugga mig við að þú sért búin að finna frið og hitta afa á ný eftir erfiðan að- skilnað. Ég elska þig svo mikið og á eftir að sakna þín meira en orð fá nokkurn tíma lýst. Mig langar svo að knúsa þig og kyssa á mjúku kinnina þína og ilma rest- ina af deginum af Ásu ömmu lykt. Full af sorg kveð ég þig með trega, elsku amma mín. Ása Guðrún Guðmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Ásu Hólmfríði Sigurjóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS SIGURÐSSONAR, Austurbyggð 17, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Víðihlíð fyrir umhyggju og hlýju við umönnun hans. Lilja og Sóldís Stefánsdætur Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir okkar, HALLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR flautuleikari, lést föstudaginn 4. september á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 14. september klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður einungis fjölskyldu og nánustu vinum boðið í athöfnina en henni verður streymt á eftirfarandi hlekk: youtu.be/50GBGJp2VaY Ármann Helgason Gunnhildur Halla Ármannsdóttir Tryggvi Pétur Ármannsson Ólafur Tómasson Stefanía María Pétursdóttir Tómas Björn Ólafsson María Ólafsdóttir Kristín Anna Ólafsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.