Morgunblaðið - 11.09.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020
Húsnæði íboði
Til leigu 2 herbergja íbúð
Glæný 66 m2 íbúð í nýju fjölbýlishúsi
miðsvæðis í Kópavogi, með stæði í
bílageymslu.
Sérgeymsla og aðgengi að sameiginlegri
hjóla og vagnageymslu.
Íbúðin er laus strax.
Verð 245.000 á mánuði með húsgjöldum.
Upplýsingar í síma 898 7820
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Rimasíða 29F, Akureyri, fnr. 215-0059 , þingl. eig. Jan Frederik Kindt
og Halldóra Friðriksdóttir, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15.
september nk. kl. 10:45.
Jórunnarstaðir, Eyjafjarðarsveit, eignarhluti gerðarþola, fnr. 215-9023
, þingl. eig. Elmar Þór Magnússon, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar
hf., þriðjudaginn 15. september nk. kl. 13:30.
Aðalstræti 62, Akureyri, fnr. 214-4697 , þingl. eig. EXT ehf.,
gerðarbeiðendur Akureyrarbær og Landsbankinn hf., þriðjudaginn
15. september nk. kl. 10:30.
Sandur land 3, Þingeyjarsveit, fnr. 216-4929 , þingl. eig. Sigfús
Bjartmarsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf.,
miðvikudaginn 16. september nk. kl. 11:00.
Vetrarbraut 4, Fjallabyggð, fnr. 213-1009 , þingl. eig. Joachim ehf.,
gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Fjallabyggð,
fimmtudaginn 17. september nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
10. september 2020
Félagsstarf eldri borgara
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk-
efni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Smá- og raðauglýsingar
Aflagrandi 40 Vegna starfsdags félagsmiðstöðva í Vesturbæ, Mið-
borg og Hlíðum er húsið einungis opið í hádegismat milli kl. 11 og 13.
Góða helgi :)
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-
16. Stólajóga með Hönnu kl. 9. Sýnum þætti úr Spaugstofunni kl.
13.50. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Hádegismatur
kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir vel-
komnir. S. 411 2600.
Bólstaðarhlíð 43 Starfsdagur hjá Samfélagshúsi Bólstaðarhlíð 43.
Því er lokað í dag fyrir utan hádegismatinn.
Bústaðakirkja Karlakaffi verður í dag kl. 10 í kapellunni við safnaðar-
salinn. Hólmfríður djákni sér um stundina og sýnir myndir frá sumr-
inu, ,,ferðumst innanlands”. Heitt á könnunni og nýbakað bakkelsi.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall við hringborðið kl.
8.50. Skráning á þátttökulista er á skrifstofunni kl. 8.50-16. Hádegis-
matur kl. 11.30-12.30. Myndlistarnámskeið Margrétar kl. 12.30-15.30.
Hæðargarðsbíó kl. 13. Sýnd verður myndin Life is beautiful. Síðdegis-
kaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari
upplýsingar í síma 411 2790.
Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512 1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Dansleik-
fimi kl. 9.30 og 10.15 Stjörnuheimilið.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 10-12
prjónakaffi (Háholt), kl. 10-10.20 leikfimi gönguhóps (sólstofu), kl.
10.30 gönguhópur um hverfið, kl. 13-16 bókband með leiðbeinanda,
kl. 13-15 kóræfing (Háholt).
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 tréskurður. Heitt á könnunni kl. 9-
kl. 15.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 9-16.
Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Gönguhópur kl. 10,
gengið frá Borgum. Hannyrðahópur frá kl. 12.30 við skapandi störf í
listasmiðju. Hið sívinsæla vöfflukaffi Borgardætra hefst í dag kl. 14.30.
Virðum samfélagssáttmálann 1 meter milli allra.
Samfélagshúsið Vitatorgi Föstudagsspjall í handverksstofu kl. 10-
11.30. Eftir hádegi hittist Handaband í handverksstofu kl. 13-15.30. Þá
verður haldið bingó í matsal 2. hæðar kl. 13.30 og vöfflukaffi í fram-
haldi af því. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59!
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Syngjum saman í saln-
um á Skólabraut kl. 10. Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri 30
kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er 568 2586.
✝ Sigurður Stef-ánsson fæddist
að Grundarkoti í
Héðinsfirði 23. júní
1925. Hann lést 3.
september 2020.
Foreldrar hans
voru Stefán Er-
lendsson, f. á Ámá í
Héðinsfirði 27.6.
1888, d. 28.12.
1972, og eiginkona
hans María Þórðar-
dóttir, f. í Bræðratungu í Dýra-
firði f. 11.10. 1889, d. 19.6. 1952.
Sigurður ólst upp í Grundarkoti
með foreldrum og systkinum,
síðar fluttu þau til Siglufjarðar.
Eiginkona Sigurðar var Ísól
Karlsdóttir frá Garði í Ólafs-
firði, f. 17. ágúst 1917, d. 2. febr-
úar 2001. Foreldrar Ísólar voru
Karl Guðvarðarson og Sólveig
Rögnvaldsdóttir búendur í
Garði.
Börn Sigurðar og Ísólar eru
1) drengur fæddur í ágúst 1950
sem þau misstu aðeins nokkurra
daga gamlan 2) Fanney, f. 7.
sept. 1951, börn hennar eru: úr
hjónabandi með Jakobi Daníels-
syni, Sigurður Jakobsson, f.
1970, og með Pétri Erni Péturs-
syni eignaðist hún Guðmund
Rúnar Pétursson, f. 1978. Fann-
ey á átta barnabörn og tvö
Þórðardóttir sem nú er látin.
Börn Óskars úr fyrra hjóna-
bandi með Ragnheiði Ingunni
Magnúsdóttur eru: Anna Bryn-
dís fædd 1971 og Birgir Karl
fæddur 1980. Dóttir Ragnheiðar
Ingunnar og uppeldisdóttir Ósk-
ars er Kristín Stefánsdóttir
fædd 1967. Kona Óskars, Marite
Tiruma á tvö uppkomin börn og
eitt barnabarn. Óskar á átta
barnabörn og fjögur barna-
barnabörn. 6) Álfheiður Björk
Karlsdóttir fædd 2. desember
1946, hennar maður er Benedikt
Kristjánsson. Börn Álfheiðar úr
fyrra hjónabandi með Einari
Benediktssyni eru: Rósa, fædd
1967, Stefán, fæddur 1968, Aldís
fædd 1975 og Ísól Björk fædd
1979. Barnabörn Álfheiðar eru
átta og tvö barnabarnabörn.
Árið 1951 festu Sigurður og
Ísól kaup á eyðijörðinni Hólkoti
í Ólafsfirði, sem þau byggðu upp
frá grunni. Þar bjuggu þau í 40
ár en fluttu þaðan í raðhús á Að-
algötu 50 í Ólafsfjarðarbæ. Eftir
að búskap í Hólkoti lauk starfaði
Sigurður fyrst við trésmíðar og
síðan múrverk. Lengstan starfs-
feril eftir búskapinn átti Sig-
urður síðan við fiskeldi í Ólafs-
firði, bæði lax og silungseldi sem
hann veitti forstöðu í mörg ár.
Útför Sigurðar fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 11.
september 2020, og mun hún
fara fram aðeins að viðstöddum
hans nánustu aðstandendum.
barnabarnabörn. 3)
Stefanía María
(Stella) f. 2. maí
1954. Börn hennar í
hjónabandi með
Reyni Guðmunds-
syni eru: Ívar
Smári Reynisson f.
1973 og Jóhanna
Lúvísa Reynisdóttir
f. 1978. Börn henn-
ar í hjónabandi með
Heimi Loftssyni
eru: Álfheiður Björk Sæberg f.
1983 og Bjarki Reyr Heimisson
f. 1988. Stefanía María á níu
barnabörn.
Fósturbörn Sigurðar úr fyrra
hjónabandi Ísólar með Karli Sig-
tryggssyni eru 4) Karl Sigtrygg-
ur Karlsson f. 30. september
1941, kvæntur Guðbjörgu Svein-
björnsdóttur. Börn Karls úr
fyrra hjónabandi með Þóru
Benediktsdóttur eru: Einar Þór
fæddur 1966 og Ísól Björk fædd
1972. Dóttir Guðbjargar og upp-
eldisdóttir Karls er Kristbjörg
Sigurðardóttir. Barnabörn
þeirra eru níu og eitt barna-
barnabarn. 5) Óskar Þór Karls-
son, fæddur 26. nóvember 1944,
kvæntur Marite Tiruma Karl-
sone. Börn Óskars eru Vilmund-
ur fæddur 1965, móðir hans og
barnsmóðir Óskars er Katla
Elsku pabbi minn. Nú ertu
farinn þína hinstu ferð og ég
horfi á eftir þér með söknuð í
hjarta.
Lífsgangan þín var löng, en
dauðinn sigrar okkur öll að lok-
um. Líka orkubolta eins og þig.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast þér tvisvar. Fyrst þegar
að ég var barn og svo síðar á
lífsleiðinni sem föður og vini.
Þú varst óstöðvandi dugnað-
arforkur og lést aldurinn ekki
hafa áhrif á þig. Jú aldur er
bara tölur sagðir þú. 92 ára
komstu og mokaðir bílinn minn
upp úr snjónum.
Húmorinn þinn var einstakur
og það sem upp úr þér valt vakti
oft kátínu.
Ég þakka þér samveruna og
umhyggjuna, ferðafélaginn
minn.
Minningin yljar uns við hitt-
umst á ný.
Þín dóttir,
Fanney Sigurðardóttir.
Um miðja síðustu öld tók Sig-
urður fóstri saman við móður
okkar Ísól, sem þá var fráskilin
kona með þrjú ung börn. Þau
bjuggu í fyrstu á Siglufirði en
festu svo kaup á jörðinni Hólkoti
í Ólafsfirði og fluttu þangað
snemma vors árið 1951. Jörðin
Hólkot hafði þá lengi verið í
eyði. Íbúðarhúsið hafi brunnið á
sínum tíma, gripahús voru líka
engin og ræktað land sáralítið.
Fyrsta verk Sigurðar fóstra
okkar fólst í að moka snjó og
heilmiklum jarðvegi út úr húsa-
rústunum og búa til grunn fyrir
nýtt íbúðarhús. Síðan var íbúð-
arhúsið reist þá strax um sum-
arið og komið upp húsum fyrir
þeirra litla bústofn að auki.
Mörg erfið ár og krefjandi
fylgdu svo í kjölfarið. Verkefnin
voru endalaus og með ólíkindum
hversu miklu tókst að koma í
verk við afar knöpp efni á fáein-
um árum. Bæði voru hjónin dug-
leg og samhent með einbeittan
vilja í því að ná því marki að
byggja upp góða jörð. Fóstri
okkar hann Sigurður var allt í
senn, hamhleypa til allra verka
þannig að fáir stóðust honum
snúning, afar laghentur, góður
smiður og múrari. Þannig
byggði hann öll sín gripahús og
hlöður sjálfur að mestu leyti. Öll
vinnan við heyskapinn fyrstu ár-
in var gerð án allra véla. Aðeins
hestar okkar voru nýttir til
flutninga á heyinu í hlöðu.
Dráttarvélin kom ekki til sög-
unnar fyrr en 8 árum seinna. Þá
varð auðvitað mikil breyting á
og upp frá því varð þeim hjónum
kleift að annast búskapinn án
utanaðkomandi hjálpar. Eftir að
þau hjón brugðu búi starfaði
Sigurður fóstri um langt árabil
við lax- og silungseldi í Ólafs-
firði. Það starf leysti hann með
sóma, eins og allt annað sem
hann tók sér fyrir hendur. Við
þau störf lauk hann sinni löngu
starfsævi. Eitt af helstu áhuga-
málum Sigurðar var söngur.
Hann hafði djúpa og fallega
bassarödd og var lengi í Karla-
kór Ólafsfjarðar. Á efri árum
undi fóstri sér gjarnan við smíð-
ar. Hann smíðaði m.a. æði
marga fagurgerða kistla sem
hann gaf svo afkomendum sín-
um og vinum. Sigurður hafði
líka yndi af útivist og hreyfingu.
Hann fór daglega í langa göngu-
túra og hélt þeim sið fram yfir
nírætt. Hann var mjög heilsu-
hraustur alla sína ævi, allt þar
til undir það síðasta, þegar á
hann lagðist sá skaðvaldur sem
varð honum að aldurtila.
Sigurður fóstri var mikill
mannkostamaður og þess nutum
við öll afkomendur hans í ríkum
mæli. Af honum lærðum við
margt í uppvextinum sem kom
sér vel fyrir okkur síðar. Aldrei
gerði hann neinn greinarmun á
sínum eigin dætrum og fóstur-
börnum sínum. Honum þótti
jafn vænt um okkur öll og sýndi
það ætíð í orði og verki. Elsku
fóstri, á þessari skilnaðarstund
er okkur mikið þakklæti til þín í
huga. Takk fyrir allt. Takk fyrir
hvernig þú reyndist okkur í upp-
vextinum og svo alla tíð síðar.
Við þökkum þér fyrir allar þær
gleðistundir sem við áttum sam-
an með þér. Þú stóðst alltaf eins
og klettur við hlið mömmu alla
tíð. Þú mátt vera stoltur af því
mikla dagsverki sem þú áorkaðir
í þínu lífi. Þótt þú sért nú horf-
inn á braut munu minningarnar
um þig lifa og fylgja okkur sem
leiðarljós alla tíð um ófarinn
veg.
Hvíl í friði, elsku Sigurður
fóstri. Guð blessi þig.
Meira: mbl.is/andlat
Óskar Þór Karlsson,
Karl Sigtryggur
Karlsson,
Álfheiður Björk
Karlsdóttir.
„Er það kitluafi?“ spurði Vict-
oría Dís þegar ég sagði henni að
Sigurður afi væri dáinn. Þannig
man hún hann, afann sem hún
hitti síðast þegar hún var 5 ára
gömul, afann sem var svo
skemmtilegur. Mínar fyrstu
minningar af stundum með afa
eru líka óljósar; við bæjarlækinn
að brjóta ís svo vatnið næði til
bæjar, í skemmunni eitthvað að
bardúsa, uppi í fjalli að tína ber,
með heimalningana að gefa þeim
pela, við heyskap, um morgun
að róa út á vatn að vitja neta, á
dráttarvélinni á leið með mjólk í
kaupfélagið. Minningarnar þyrl-
ast upp þegar ég hugsa til baka
og þvílíkur fjársjóður þær eru.
En ekki minnst dýrmætar eru
minningarnar um heimsóknir
með mín eigin börn til afa. Þá
var hann í essinu sínu, að leika
við þau og var óþreytandi í að
svara spurningum um lífið og til-
veruna, til í alls konar vitleysu,
gaf sig alltaf allan.
Ég var líka svo lánsamur að
fá að verja með honum stundum
eftir að ég sjálfur var orðinn
fullorðinn, maður með manni, og
þá var oft glatt á hjalla. Afi hafði
líka gaman af lífinu, var töffari,
reffilegur og spengilegur, í
fantaformi langt fram yfir ní-
rætt, talaði tæpitungulaust þeg-
ar við átti, var orðheppinn og
einskis manns eftirbátur. Magn-
aður maður.
Fyrir norðan, nú í sumar þeg-
ar ég heimsótti afa sem þá var á
sjúkrahúsinu á Siglufirði, þar,
og á Ólafsfirði, hvar og við
hvern sem minnst var á afa var
alltaf viðkvæðið: „ Já, hann Sig-
urður, hann er svo...“ og allir
höfðu gott af honum að segja,
um góð viðkynni, greiðvikni,
ljúfmennsku, fyrir að vera eins
og hann var. Og þetta, auðvitað,
var áður en hann dó.
Ætli ég hafi ekki verið á
fimmta ári þegar afi smíðaði
handa mér hrífu og ég gekk
stoltur og rakaði í garða með
fullorðna fólkinu þegar Snati
Lubbason, sem þá var á hunda-
unglingsárum, stökk á hrífu-
skaftið og beit í sundur. Þá var
ekki lofað að kaupa nýja hrífu
eða smíða aðra, eins og nú er
gert þegar hugga þarf börn,
þegar flest er einnota og auð-
veldara að henda en hirða um,
nei ég fékk að sætta mig við orð-
inn hlut og lærðist að sumt er
óbætanlegt. Líklega ein ástæða
þess að ég held svo fast í minn-
ingar, þær eru ómetanlegar, og
þótt ég viti að ég hitti ekki afa
aftur, hérna megin alla vega,
hvað sem verður, veit ég að
hann verður alltaf með mér og
börnunum mínum svo lengi sem
við lifum.
Einar Þór Karlsson.
Sigurður Stefánsson