Morgunblaðið - 11.09.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2020
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Heimili&
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. september
Skoðuð verða húsgögn og innréttingar,
skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið,
litir og lýsing ásamt mörgu öðru.
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 21. sept.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur náð langt, en staldrar
sjaldan við og hrósar sjálfum þér. Hikaðu
ekki því þú hefur allt sem til þarf.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ættir að leita ráða hjá góðum vini
varðandi krefjandi verkefni, sem þér hefur
verið falið, en stendur aðeins í þér. Varastu
þó að láta afvegaleiða þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Settu þér alltaf raunhæf takmörk
og stefndu að þeim hvað sem tautar og
raular. Kynntu þér nýjar hugmyndir í heim-
speki, trúmálum eða stjórnmálum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt eitthvað sé að angra þig skaltu
reyna að taka því með jafnaðargeði. Hugs-
aðu bara málið í næði, og farðu af stað þeg-
ar þú ert tilbúinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Rómantíkin nær sér á skrið, þó að þú
takir kannski varla eftir því. Ef þú neyðir þig
til þess að vera glaður í bragði, finnur þú
eitthvað til þess að gleðjast yfir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ágengni er ekki endilega besta leiðin
til að ná settu marki. Njóttu hinna smærri
sigra, þeir skipta meira máli en þú gerir þér
grein fyrir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Upp-
finningamenn eru einstaklingar sem óttast
ekki mistök og hvort sem gengur vel eða illa
viltu að hlutirnir séu eftirminnilegir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver þér nákominn þarf á
hjálp þinni að halda. Ekki aðeins veistu ná-
kvæmlega hvað þú vilt heldur veistu líka
hvernig þú átt að fá því framgengt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Feimni er valkostur, ekki ein-
kenni á persónuleikanum. Láttu ekkert stíga
þér til höfuðs heldur gefa þér aukinn byr.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er hætt við fjölskyldudeilum
í dag. Nú veistu hvað gagnast þér og hvað
ekki svo þú átt að eiga auðvelt með að
sætta deiluaðila.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur þörft fyrir að kafa til
botns í hlutunum. Gefðu sjálfum þér tæki-
færi og opnaðu dyrnar að hjarta þínu því þá
geta góðir hlutir gerst.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er töluverður hraði í þínu lífi
þessa stundina. Mundu að sýna öllum hlut-
um lotningu og njóta þess, sem þeir hafa
upp á að bjóða með virðingu og þakklæti.
einnig Guðlaugur Jónsson og ég var
ráðinn og af þeim lærði ég fagið.
Þessi rakarastofa var mjög merkileg
því hún var elsta rakarastofa lands-
ins og var starfrækt í rúm 100 ár, allt
til ársins 2007.“ Halldór fór í Iðnskól-
ann og lærði bóklega hlutann og fór
að vinna strax eftir útskrift á rakara-
stofunni á Hótel Sögu þar sem hann
hefur unnið sleitulaust frá árinu
1971. „Fyrsti dagurinn minn á stof-
unni var 2. júní 1971, en ég mætti
ekki fyrr en klukkan 10, því fyrst
þurfti ég að fara á lögreglustöðina,“
segir hann íbygginn. Ekki var lög-
reglan þó að reyna að hafa hendur í
hári Halldórs vegna glæpsamlegrar
hegðunar, heldur voru bara sveins-
prófin afhent á lögreglustöðinni í þá
daga.
Nú er spurning hvernig það hafi
verið að útskrifast sem hárskeri á
hippatímabilinu þegar allir ungir
menn voru með hár niður á herðar.
„Okkur, sem vorum sjálfir ungir og
síðhærðir, var treyst til að snyrta
Sögu. „Þeir voru mjög skemmtilegir
rakararnir og svo sá ég auglýst eftir
nema á rakarastofuna á Kirjutorgi 6,
svo ég fór þangað og þar tók á móti
mér Haukur Óskarsson hárskeri og
H
alldór er Vestur-
bæingur í húð og hár.
Hann fæddist í Eyvík
við Arnargötu í
Reykjavík og ólst upp
á Grímstaðarholti, sem er svæðið
sem markast vestan við flugvallar-
svæðið og sunnan við Melana niður
að Ægisíðu og nær austur að miðjum
Hjarðarhaga. „Arnargata er pínulít-
ill götustubbur sem liggur á milli
Fálkagötu og Tómasarhaga og þar
var gott að alast upp. Það var mikið
frelsi á þessum árum og við strák-
arnir spiluðum fótbolta með Þrótti,
sem var þá í gömlum hermanna-
bragga þarna niðri á kambinum,“
segir Halldór og bætir við að Þróttur
hafi ekki flutt inn í Sæviðarsund fyrr
en á sjöunda áratugnum. „Frá barns-
aldri var draumurinn að fá að fara á
sjó með grásleppukörlunum í Gríms-
staðavör, þar sem grásleppuhjall-
arnir voru við Ægisíðuna. Á þessum
tíma voru engin barnaheimili svo ég
muni eftir og við gengum um sjálfala,
en höfðum alltaf athvarf heima.“
Halldór flutti á Fálkagötuna í
sannkallað fjölskylduhús þegar hann
var fimm ára. „Afi og tveir bræður
pabba byggðu húsið og þarna bjuggu
afi og amma og þrjár fjölskyldur
sona þeirra, svo maður hafði alltaf
athvarf og líka aðhald, þótt við vær-
um lausir og liðugir að leika okkur
úti alla daga. Ég var orðinn 6 eða 7
ára gamall þegar fyrsti róluvöllurinn
kom á Dunhagann. Svo fór maður í
tímakennslu að ég held einu sinni eða
tvisvar í viku til Þórðar á Melhag-
anum til að læra að lesa.“ Eins og al-
gengt var á þessum árum fór Halldór
í sveit og var 9 sumur hjá afa sínum
og ömmu á Nautaflötum í Ölfusi.
Hann segir sveitadvölina hafa verið
dásamlega og gott að kynnast öðru-
vísi lifnaðarháttum. Á veturna gekk
hann í Melaskóla og síðar Hagaskóla.
Þegar Halldór er spurður hvað
hafi vakið áhugann á hárskeraiðn-
inni, segir hann að það hafi verið fínn
hárskeri á Hjarðarhaganum og árið
1964 var stofnuð rakarastofa á Hótel
síða hárið á yngri mönnunum, en
svona upp úr 1974 fóru menn að láta
klippa sig og svo má ekki gleyma
permanent-tískunni sem varði um
nokkurt skeið.“ Halldór segir að í
hárskurðinum sé tískan allsráðandi
og það sem þykir flott einn daginn,
gæti þótt afar hallærislegt þann
næsta og svo aftur komist í tísku enn
seinna. „Tískan er breytileg og mjög
skemmtileg finnst mér. Ég er ekkert
viss um að ég væri enn þá í þessu fagi
ef ég væri enn þann dag í dag að
klippa sömu gömlu herraklipping-
arnar og maður gerði fyrst.“
Eins og fram hefur komið vinnur
Halldór enn á hárgreiðslustofunni á
Hótel Sögu, Hársögu, sem hann rek-
ur með félaga sínum Rögnvaldi
Hreiðarssyni körfuboltadómara. „Ég
er langelsti starfsmaðurinn í Bænda-
höllinni og enginn sem hefur unnið
þar jafn lengi og ég,“ segir Halldór
sem bætir við að félagi hans Rögn-
valdur hafi einnig slegið met, því
hann hafi dæmt yfir 2.000 leiki á sín-
um ferli sem körfuboltadómari.
„Vinur minn spurði mig að því
hvenær ég ætlaði eiginlega að hætta
að klippa og konan mín svaraði að
bragði að ég myndi fyrr skilja við sig
en að að hætta með fastakúnnana,
karlana mína. Það segir kannski allt
sem þarf. Ég hef reyndar minnkað
við mig vinnuna, en það er bara svo
gaman í vinnunni og að hitta alla
gömlu vinina. Núna er ég t.d. að bíða
eftir fyrsta barnabarni eins við-
skiptavinar míns, því þá væri það
sjötti ættliðurinn í fjölskyldunni sem
ég klippi.“
Utan vinnunnar hefur Halldór átt
mörg áhugamál. Sautján ára fór
hann að spila á trommur með hljóm-
sveit Guðmundar Sigurjónssonar, en
í þeirri sveit voru allir eldri en hann.
„Undir 1970 var ég farinn að spila
með félögum mínum á Gríms-
staðaholtinu í hljómsveit sem hét
Ernir. Við vorum mikið að spila í
Klúbbnum og á Röðli og eins mikið
uppi á Velli. Þar spiluðum við kántrí-
tónlist, svona í ætt við Brimkló.“
Halldór Helgason hárskeri og eigandi Rakarastofunnar á Hótel Sögu – 70 ára
Úr einkasafni.
Fjölskylda Halldór og Selma og afkomendurnir. Fremri röð f.v.: Soffía,
Stella, Emil Kári og Lára. Aftari röð: Andrea, Halldór Óskar, Halldór Helga-
son, Selma, María, Freyja Sól, Kristinn Snorri, Selma og Ingi Jóhannes.
Enginn starfsmaður unnið
jafnlengi í Bændahöllinni
Vesturbæingurinn Halldór Helga-
son spilaði fótbolta með Þrótti.
Til hamingju með daginn
30 ára Brynjar ólst
upp í Keflavík en býr
núna í Reykjavík. Hann
er tónlistarmaður og
spilar á gítar í hljóm-
sveitinni Of Monsters
and Men. Brynjar seg-
ist hafa áhuga á mat-
reiðslu og útivist en samt sé það fátt
annað en tónlistin sem eigi hug hans all-
an. Of Monsters and Men gaf út nýtt lag,
Visitor, í vikunni og myndbandið var
frumsýnt á miðvikudaginn var.
Sambýliskona: Ragnhildur Gunn-
arsdóttir, f. 1989, talmeinafræðingur.
Foreldrar: Leifur Gunnar Leifsson, f.
1956, húsasmíðameistari í Keflavík, og
Guðlaug Brynja Hjartardóttir, f. 1958,
sjúkraliði í Keflavík.
Brynjar Leifsson
40 ára Drífa ólst upp
í Borgarnesi en býr í
Reykjavík núna. Hún
er lýðheilsufræðingur
og starfar sem verk-
efnastjóri hjá velferð-
arsviði Reykjavíkur-
borgar.
Maki: Jakob Hallgeirsson, f. 1975,
rekstrarstjóri hjá Íþróttafélagi Reykja-
víkur.
Börn: Benedikt Bergmann, f.2001, Hild-
ur Arney, f. 2005, og Jóhanna Karen, f.
2007, Sveinbjörnsbörn.
Foreldrar: Baldur Jónsson, f. 1953, lag-
ermaður hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, og
Jóhanna Skúladóttir, f. 1956, héraðs-
skjalavörður hjá Héraðsskjalasafni Borg-
arfjarðar.
Drífa Baldursdóttir
LEIÐRÉTT
Texti féll niður
Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að texti féll niður í af-
mælisgrein um Sigurð E. Sigurðsson, framkvæmdastjóra
lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hér er textinn réttur:
Börn Sigurðar og Steinunnar eru 1) Haukur, f. 7.5. 1985, for-
ritari í Hollandi, í sambúð með Emmu Theodórsdóttur sem er
grafískur hönnuður. 2) Valur, f. 8.3. 1989, geislafræðingur í
Reykjavík, og 3) Erla Sigríður, f. 14.8.1997, læknanemi í
Reykjavík.
Systkini Sigurðar eru 1) Gunnsteinn, f. 8.12. 1964 umsjónarþroskaþjálfi í
Snæfellsbæ. 2) Sævar Sigurðsson, f. 3.5. 1968, framkvæmdastjóri fram-
kvæmdasviðs Íslenska gámafélagsins í Reykjavík. 3) Eydís Ósk, f. 2.9. 1970,
mannauðsstjóri hjá Vestmannaeyjabæ.
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.