Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 1

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 1
Freyr Bjarnason Oddur Þórðarson Sighvatur Bjarnason Á ögurstundu freistar Icelandair þess að afla að lágmarki 20 milljarða króna í nýju hlutafé, til að tryggja áfamhaldandi rekstur eftir mikil áföll sökum faraldurs kórónuveir- unnar. Hlutafjárútboð félagsins hófst kl. níu í gærmorgun og klukkustund síðar steig Bogi Nils Bogason, for- stjóri Icelandair, í pontu á opnum kynningarfundi þar sem hann fór yf- ir stöðu félagsins og hvers fjárfestar megi vænta um framtíðarhorfur. Fá- menni var á fundinum en hægt var að hlýða á kynningar um streymi. Þrátt fyrir langan aðdraganda hefur farið hljótt um mögulega þátt- töku í útboðinu og enginn stór fjár- festir steig fram fyrir skjöldu í gær og lýsti yfir áformum um kaup. Beri fullt traust til starfsmanna Öll spjót hafa beinst að lífeyris- sjóðunum, sem í dag eru stærstu hluthafar félagsins. Samkvæmt heimildum blaðsins var víða fundað um málið í gær, en þegar eftir því var leitað vildu forsvarsmenn sjóðanna ekki tjá sig um áform sín eða mögu- lega þátttöku í útboðinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagðist í samtali við mbl.is í gær bera fullt traust til starfsmanna Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna til þess að taka faglegar ákvarðanir um mögulega aðkomu sjóðsins að útboð- inu. Drífa Snædal, forseti Alþýðusam- bands Íslands, hafnaði því í gær að sameiginleg viljayfirlýsing sam- bandsins og Icelandair hefði verið undirrituð á fundi miðstjórnar ASÍ í gærmorgun. Heimildir Morgun- blaðsins herma þó að sáttir hafi náðst í deilu ASÍ og Icelandair. Morgunblaðið leitaði eftir við- brögðum tveggja lífeyrissjóða, Birtu og LSR, um hvort yfirlýsingin hefði áhrif á ákvörðun þeirra, en fékk þau svör að þátttaka í útboðinu væri skoðuð út frá fjárfestingarkostinum einum saman. „Stjórnin er búin að vera að funda út af málinu undanfar- ið,“ sagði Arnaldur Loftsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðs- ins. Hann vildi ekki greina frá því hvort sjóðurinn ætti aðkomu að út- boðinu og sagði sjóðinn hafa þá reglu að tjá sig ekki um afstöðu til ein- stakra fjárfestinga fyrir fram. Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem sit- ur í stjórn Gildis, staðfesti einnig að fundarhöld hefðu verið í gangi en vildi ekki tjá sig frekar um útboðið. Hvorki náðist í stjórnendur Lífeyr- issjóðs verzlunarmanna né Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins í gær- kvöldi. Mikil óvissa í alþjóðaflugrekstri Greinendum kemur saman um að fjárfesting í Icelandair sé áhættu- söm þar sem mikil óvissa ríkir í al- þjóðlegum flugrekstri, en benda á að verð bréfanna sé hagstætt og ávöxt- unin gæti reynst góð ef allt fer á besta veg. Gangi þær forsendur eftir sem Icelandair kynnti í gær gæti vænt ársávöxtun út árið 2024 verið á bilinu 17-50%. Íslandsbanki og Landsbanki annast umsýslu útboðsins og skrán- ingu, og verða niðurstöður gerðar opinberar á morgun. Ögurstund hjá Icelandair  Öll spjót beinast að stærstu hluthöfum félagsins, lífeyrissjóðunum  Sáttir náðst í deilu ASÍ og flugfélagsins  Áhættusöm fjárfesting  Niðurstöður á morgun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kynning Tíminn tifar hjá Icelandair þessa dagana og forstjórinn, Bogi Nils Bogason, fylgdist með klukkunni á fundi með fjárfestum sem haldinn var í gær. HLUTAFJÁRÚTBOÐI LÝKUR Í DAG 20 milljarðar hluta eru í boði, í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group. Ein króna er á hvern hlut samkvæmt auglýstu útboðsgengi. F I M M T U D A G U R 1 7. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  219. tölublað  108. árgangur  BORGARA HEIMA BÚÐU TIL ÞINN NÝTT Í NETTÓ! FJÖLBREYTT OG GIRNILEG HELGARTILBOÐ Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri 1.150KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 17.—20. september -50% -40% -20% Ketópylsur Með cheddar & chipotle 947KR/PK ÁÐUR: 1.579 KR/PK MIKIL VEISLA BÍÐUR Í ÞJÓÐ- LEIKHÚSINU TEIKNAÐI UPP 1.500 KM HESTAFERÐ UNNIÐ ALLA SÍNA LEIKI TIL ÞESSA TEKUR 50 DAGA 14 LEIKA VIÐ LETTA 62MAGNÚS GEIR 64 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að misræmi sé í tölum Evrópusam- bandsins um útflutning á kjöti til Ís- lands og innflutningstölum Hagstofu Íslands. Tölur ESB séu hærri. Samninganefnd bænda lýsti því yfir á síðasta fundi samninganefnda bænda og ríkisins um endurskoðun rammasamnings um starfsskilyrði landbúnaðarins að ekki yrði frekar fundað fyrr en þetta misræmi hefði verið skýrt. Fjármálaráðherra hefði lofað að láta gera það. Hann segir að skýrt sé í milliríkja- samningum hvað megi flytja til landsins á lægri tollum eða án tolla. „Hver á að fylgjast með þessum kvótum og hvað flutt er inn sam- kvæmt þeim? Eða mega menn flytja inn það sem þeim sýnist? Ef það er raunin þurfum við enga milliríkja- samninga,“ segir Gunnar. »28-29 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gagnrýni Gunnar Þorgeirsson, for- maður Bændasamtaka Íslands. Misræmi í tölum um innflutning  Bændur fresta viðræðum við ríkið  Þrettán smit kórónuveiru greind- ust á þriðjudag og var aðeins einn þeirra sem greindist í sóttkví. Eldri einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Sóttvarnalæknir segir alltaf von- brigði þegar smitum fjölgar og að á næstu dögum ráðist hvort hert verði á aðgerðum. Hann minnir á mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna og segir það skipta öllu máli að fólk sem finni fyrir ein- kennum fari ekki til vinnu eða á önnur mannamót. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, er uggandi og segir Ís- lendinga þurfa að vera undirbúna undir aðra bylgju veirunnar. »2 Bakslag í baráttunni við kórónuveiruna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.