Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Arnhildur Hálfdánardóttir hlaut fjölmiðlaverðlaun um- hverfis- og auðlindaráðuneytisins og Kári Kristjánsson náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti við hátíðlega athöfn í gær, á Degi íslenskrar náttúru. Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlind- aráðherra, afhenti verðlaunin en dómnefnd skipuð fag- fólki úr fjölmiðlum valdi handhafa fjölmiðla- verðlaunanna. Var það niðurstaða dómnefndar að veita Arnhildi Hálfdánardóttur, dagskrárgerðarkonu á RÚV, verð- launin fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapíuna sem var á dagskrá Rásar 1 síðastliðinn vetur. Í rökstuðningi dómnefndar segir að með þáttunum hafi Arnhildur skoðað ýmsa snertifleti loftslagsbreyt- inga við hið mannlega, meðal annars pólitík og siðferði. Í umsögn ráðherra vegna náttúruverndarviðurkenn- ingar Sigríðar í Brattholti kemur m.a. fram að Kári, sem stundum hafi verið talað um sem landvörð Íslands, hafi sinnt náttúruvernd af miklum áhuga og eldmóði undanfarna áratugi. Morgunblaðið/Eggert Arnhildur og Kári verðlaunuð Á þriðjudag greindust 13 ný kórón- uveirusmit hér á landi og hafa ekki greinst fleiri smit síðan 6. ágúst. Einn eldri einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús á þriðjudag en hann er ekki á gjörgæslu. Alls eru nú fimm smit komin upp hjá starfs- mönnum Háskóla Íslands og þar að auki eru tveir nemendur Háskólans í Reykjavík smitaðir. Íslensk erfða- greining hefur boðist til þess að skima alla starfsmenn og nemendur skólanna tveggja þeim að kostnaðar- lausu og er sú vinna nú þegar hafin. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði í samtali við mbl.is í gær að það muni ráðast á næstu dög- um hvort farið verði í frekari losanir á samkomutakmörkunum. Smit- rakning vegna smitanna á þriðjudag muni vera aðeins flóknari viðureign- ar í ljósi þess hve stór hluti þeirra var ekki í sóttkví og hversu lítil tengsl voru á milli einstaklinganna. Þórólfur segir það skipta höfuðmáli að hver og einn gæti að eigin sótt- vörnum og að fólk sé ekki að fara á mannamót með einkenni. Hann segir að í einhverjum tilfellum séu ein- staklingar ekki að halda sig heima þrátt fyrir að sýna einkenni. „Einstaklingar sem eru veikir og eru að fara í vinnuna og eru að fara á fleiri staði,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig séu ansi margir sem geta verið berskjaldaðir fyrir smiti, sem geri smitrakningarteymi erfið- ara fyrir. Nýi hnappurinn reynst vel Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra, segir að mögulegt sé að fólk slaki aðeins á sínum persónu- legu smitvörnum þegar sóttvarnayf- irvöld slaka á samkomutakmörkun- um. Það geti útskýrt þann fjölda smita sem greindist á þriðjudag. „Við höfum séð það þegar við er- um að slaka á reglunum og rýmka aðeins þá hefur fólk örlítið slakað sínum persónulegu reglum og þetta er kannski hluti af því, án þess að það sé hægt að fulllyrða endilega um það.“ Þeir sem vilja tilkynna um brot á sóttvarnalögum geta nú gert það með því að ýta á þar til gerðan hnapp á upplýsingasíðunni covid.is. Víðir segir að gott hefði verið að taka þennan hnapp í gagnið fyrr. Áður var tekið við tilkynningum um brot í gegnum símtöl og skilaboð á sam- félagsmiðum en nú hafi þessi mál verið sett í fastari skorður. Hann segir engan vilja vera að skammast í neinum en í tilefni þess fjölda sem greindist á þriðjudag sé mikilvægt að minna fólk á að sinna einstak- lingsbundnum sóttvörnum; passa upp á eins metra regluna, hand- þvottinn og sprittið. Býst við annarri bylgju Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, var ugg- andi yfir stöðunni og sagði í viðtali við mbl.is í gær að Íslendingar ættu að búa sig undir aðra bylgju veir- unnar hér á landi í ljósi nýrra smita. „Það er ógnvekjandi. Þetta fólk er úti um allt í samfélaginu og mér finnst líklegt að smit sé það líka. Ég held að við ættum að búa okkur und- ir að það gæti komið önnur bylgja eftir svona eina til tvær vikur. Þótt ég sé ekki að leggja það á okkur að það komi eða spá því að það gerist þá finnst mér að við verðum að búa okk- ur undir það.“ Flest smit síðan 6. ágúst  Þrettán smit á þriðjudag og einn á sjúkrahúsi  Kári Stefánsson er uggandi og varar við annarri bylgju  Ítreka mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni Beðið eftir mótefnamælingu Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna 15.6.-15.9. 437 einstaklingar eru í sóttkví 2.189 staðfest smit 75 eru með virkt smit Heimild: covid.is 13,6 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 238.738 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 141.396 sýni 20 15 10 5 0 Nýgengi innanlands: júní júlí ágúst september Óstaðsett 0 10 Austurland 0 0 Höfuðborgarsvæði 52 233 Suðurnes 6 40 Norðurland vestra 0 1 Norðurland eystra 2 5 Suðurland 11 130 Vestfirðir 4 14 Vesturland 0 4 Einangrun (virk smit) Sóttkví Einangrun og sóttkví eftir landshlutum 1 einstaklingur er á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu Morgunblaðið/Snorri Másson Bið Fleiri tugir biðu í röð eftir því að komast í skimun ÍE í gær. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í bréfi til flokksystkina sinna að hún hyggist gefa kost á sér til embættis varafor- manns Samfylk- ingarinnar á næsta landsþingi flokksins sem haldið verður 6. til 7. nóvember næst- komandi. Helga segir að hún finni fyrir síauknum áhuga á Samfylk- ingunni og að nýtt fólk á öllum aldri sé að ganga til liðs við flokkinn. Ný forysta hafi verið kos- in innan Ungra jafnaðarmanna en eins og Morgunblaðið hefur greint frá varð borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ragna Sigurðardóttir, þar hlutskörp- ust. Helga segir í bréfi sínu að búast megi við því að þó nokkur skjálfti verði við ríkisstjórnarborðið í aðdraganda þingkosninganna sem fara fram haustið 2021. Komandi vetur verði strembinn og að tekist verði á um stór mál í landspólitíkinni. Þingflokkur Samfylkingarinnar muni leggja höf- uðáherslu á jöfnuð, mannréttindi, vel- ferðar- og heilbrigðiskerfið og fjöl- breytta atvinnustarfsemi um land allt í baráttunni við kreppuna í kjölfar kór- ónuveirufaraldursins. Helga segir einnig að Samfylkingin muni vera skýr valkostur fyrir þá sem vilji flokk sem hugsi út fyrir rammann og leiti nútímalausna í stað gamalla og endurunninna lausna. Heiða Björg Hilmisdóttir, borg- arfulltrúi í Reykjavík, hefur gegnt varaformennsku í flokknum und- anfarin ár. Vill gegna varafor- mennsku  Segir komandi vet- ur verða strembinn Helga Vala Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.