Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér finnst þetta alvarlegt mál en það er því miður lýsandi fyrir þá óreiðu sem er í skipulagsmálum í borginni. Það er enginn fókus á það sem fólkið og markaðurinn kallar eftir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um skipulagningu hagkvæms húsnæðis fyrir almennan markað á Keldum og í Örfirisey var felld á fundi borgar- stjórnar á þriðjudag. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, benti á að samið hafi verið um að skipuleggja íbúða- byggð á Keldnalandinu í fyrra en enn hafi ekkert gerst. Ekki sé staðið við skuldbindingar sem felist í sam- göngusáttmálanum né lífskjara- samningnum. Vísar Eyþór þar til plaggs um stuðning stjórnvalda við lífskjarasamninga þar sem segir: „Ríkið og Reykjavíkurborg komist að samkomulagi um að hefja skipu- lagningu Keldnalands, m.a. með markmiðum um félagslega blöndun, og semji í framhaldinu um eignar- hald og framkvæmdir.“ Kom fram í umræðum um málið að stefnt sé að uppbyggingu á Keld- um árið 2030 og því vakna spurn- ingar hver tengingin við lífskjara- samninginn er, en hann rennur út árið 2022. Ragnar Þór segir í samtali við Morgunblaðið að það sé dapurleg niðurstaða að borgaryfirvöld skuli ekki leggja meira af mörkum og hefði viljað sjá tillöguna samþykkta. „Þetta eru ofboðslega dapurleg vinnubrögð af hálfu borgarinnar og ábyrgðarleysi að taka ekki þátt í þeirri uppbyggingu sem stefnt var að með gerð lífskjarasamningsins. Markaðurinn kallar klárlega eftir hagkvæmum íbúðum. Fólk sem er jaðarsett hefur ekki efni á að kaupa lúxusíbúðir á þeim miðbæjar- svæðum sem byggð hafa verið upp.“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lags- og sam- gönguráðs, segir að verið sé að vinna stóra breytingu á aðalskipulagi þar sem tekið er tillit til framtíðarnýt- ingar Keldnalandsins. Mikil vinna sé fram undan við greiningar á svæðinu en forsenda fyrir uppbyggingu þar séu góðar almenningssamgöngur. Því sé horft til 2030 í tengslum við uppbyggingu borgarlínu. „Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið ef það er vilji til að fara fyrr í upp- byggingu á svæðinu að flýta þessum legg borgarlínu. Boltinn er hjá rík- isstjórninni hvað þetta varðar en við erum alveg til í að vinna með þeim ef það er vilji til að breyta þessu,“ segir Sigurborg. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra bendir á að um 40 at- riði hafi verið á lista yfir stuðning stjórnvalda við lífskjarasamninginn og sum þeirra taki sinn tíma. Mörg atriði fari fyrir þingið á vetri kom- anda. „Hluti af þessum yfirlýsingum um húsnæðis- og samgöngumál lutu að því að tryggt yrði að byggðar yrðu upp almenningssamgöngur og mögulegt væri að byggja ódýrt hús- næði. Það horfir auðvitað ekki til eins eða tveggja ára heldur allrar framtíðar,“ segir ráðherra. Hvað Keldnalandið sjálft varðar segir Sigurður Ingi að unnið sé að því að stofna félag sem meðal annars taki við Keldnalandinu og annist þar þróun til að hámarka verðmæti. „Það er öllum ljóst að það mun taka tíma, hversu langan veit ég ekki en í framkvæmdaáætluninni er borgarlínutengingin þar í öðrum áfanga eftir 2028. Ef það er hægt að fara fyrr af stað og hraðar er það já- kvætt en augljóslega sá ekki nokkur maður fram á að það væri búið að byggja Keldnalandið innan þriggja ára gildistíma lífskjarasamnings- ins.“ Segir vinnubrögðin dapurleg  Formaður VR ósáttur við að tillaga um uppbyggingu Keldnalandsins hafi verið felld í borgarstjórn og vill uppbyggingu  Boltinn hjá ríkinu, segir Sigurborg Ósk Morgunblaðið/Árni Sæberg Keldur Verðmætt byggingarland í borginni sem nýtt verður á næstu árum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson Ragnar Þór Ingólfsson Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur skipað nýja siðanefnd Ríkisútvarps- ins (Rúv.). Siðanefnd hefur ekki ver- ið skipuð í Efstaleiti síðan fyrri nefnd lét af störfum í fyrra, en það kom í ljós þegar Samherji kærði á dögunum ellefu starfsmenn Rúv. fyrir brot á siðareglum, sem lúta að þátttöku þeirra í þjóðmálaumræðu á félagsmiðlum. Samkvæmt traustum heimildum Morgunblaðsins verður formaður nýju siðanefndarinnar Gunnar Þór Pétursson, lagaprófessor og deildar- stjóri hjá ESA, en hann er skipaður af útvarpsstjóra án tilnefningar. Starfsmannasamtök Ríkisútvarps- ins tilnefndu Sigrúnu Stefánsdóttur, fyrrverandi fréttamann hjá Rúv., en Siðfræðistofnun tilnefndi Pál Rafnar Þorsteinsson, sem er starfsmaður hennar. Hann er jafnframt fyrrver- andi fréttamaður hjá Rúv. og var á sínum tíma aðstoðarmaður Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra fyr- ir Viðreisn. Óvíst er hvernig Samherji bregst við skipun nefndarinnar, en lögmað- ur félagsins sendi í fyrri viku fyr- irspurn til útvarpsstjóra og gerði at- hugasemdir við málsmeðferð Ríkisútvarpsins, þar sem m.a. var að því fundið að innanbúðarfólk í Efsta- leiti réði meirihluta nefndarinnar. Nú er ljóst að utanhússmaðurinn í siðanefndinni er einnig með tengsl við fréttastofuna, þar sem hinir kærðu starfa. Samherja þóttu svör útvarps- stjóra ekki fullnægjandi, svo spurn- ingar voru ítrekaðar í öðru bréfi. Þar var aftur spurt hvert hafi verið til- efni setningar siðareglnanna 2016 og endurskoðunar þeirra aðeins þrem- ur árum síðar. Jafnframt var spurt hvernig endurskoðuninni væri hátt- að og hvort hún varðaði þær greinar, sem kæra Samherja nú tekur til. Ný siðanefnd Ríkis- útvarpsins skipuð  Tveir fyrrverandi fréttamenn í siðanefnd um kæru Samherja Morgunblaðið/Eggert Efstaleiti Engin siðanefnd var starfandi þegar Samherji kærði. Egypska fjölskyldan sem fyrirhugað var að vísa úr landi í gærmorgun var ekki til staðar í húsnæði sínu þegar til brottvísunar átti að koma. Því gat brottvísun ekki farið fram að sögn stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Yfirvöld vita ekki enn hvar fjöl- skyldan er niðurkomin og ekki hefur enn þá verið lýst eftir henni. Mál fjölskyldunnar komst í hámæli ný- verið en hún hafði verið hér á landi í 15 mánuði þegar úrskurður kæru- nefndar útlendingamála um brott- vísun lá fyrir. Síðan hafa liðið nokkrir mánuðir og hafa stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir að enn skuli fyrirhugað að vísa fjölskyldunni úr landi þrátt fyrir að hún hafi nú dvalið hér í um tvö ár. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að börnunum innan fjölskyldunnar líði vel hér á landi og að þau hafi jafnvel lært íslensku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að reglum verði ekki breytt til þess að bjarga fjölskyldunni frá brottvísun. Ljósmynd/Sema Erla Serdar Enn á landinu Egypska fjölskyldan sem senda átti úr landi í gær. Fjölskyld- an enn hér á landi Þið finnið okkur á Facebook Kaia.homedecor og á Instagram. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 822 7771 eða 822 7772. Fallegt úrval af vínylgólfmottum Oleanna Frumsýningá morgunborgarleikhus.is Tryggðu þér miða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.