Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020
Forstjóri BBC lét til sín taka ádögunum þegar hann lagði
línurnar um að starfsmenn stofn-
unarinnar mættu ekki vera hlut-
drægir í umfjöllun sinni og ætti
það einnig við um
framgöngu þeirra á
samfélagsmiðlum.
Þetta vakti nokkra
athygli enda höfðu
starfsmennirnir
ítrekað gert sig
gildandi í at-
hugasemdum um
hin ýmsu mál og drógu ekki alltaf
af sér.
BBC er ekki eini ríkisfjölmiðill-inn sem glímir við þennan
vanda. Ríkisútvarpið býr einnig að
fjölda starfsmanna sem gerst hafa
æði virkir í athugasemdum hér og
þar á netinu og láta fólk og fyrir-
tæki finna fyrir óánægju sinni án
nokkurs tillits til lagaákvæða um
hlutleysi stofnunarinnar.
Nú hefur verið greint frá þvíað gamli markaskorarinn
Gary Lineker, sem fjallar um
íþróttir fyrir BBC, hafi endurnýj-
að samning sinn þar um.
Fótboltakappinn er einn þeirrasem nefndir voru sérstaklega
til sögunnar þegar forstjórinn
lýsti stefnu stofnunarinnar enda
hefur hann ekki þótt draga af sér
í umræðum um eitt og annað á
netinu.
Í nýja samningnum er kveðið áum að Lineker skuli gæta þess
að vera óhlutdrægur og segir
BBC að „engar undantekningar“
séu frá þeirri reglu.
Nú er spurning hvort Rúv.muni fara eftir eigin reglum
og lagaákvæðum. Það er alls
óvíst.
Gary Lineker
Gary þarf að gæta
sín. Hvað með Rúv?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Á áttunda hundrað flugleggir voru
bókaðir með afsláttarkóða Loftbrúar
fyrstu viku verkefnisins, að því er
fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
„Samtals hefur það sparað íbúum
landsbyggðarinnar tæpar fimm
milljónir króna,“ segir þar.
Loftbrú veitir 40% afslátt til
þeirra sem eiga lögheimili á lands-
byggðinni fjarri höfuðborgarsvæð-
inu og á eyjum án vegasambands.
Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti
af Norðurlandi vestra, Norðurland
eystra, Austurland, Hornafjörður og
Vestmannaeyjar. Svæðið er afmark-
að með tilliti til póstnúmera. Alls ná
afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega
60 þúsund íbúa á þessum svæðum.
Markmiðið með verkefninu er að
bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni
að miðlægri þjónustu og efla byggðir
með því að gera innanlandsflug að
hagkvæmari samgöngukosti.
Fyrstu vikuna bókuðu rúmlega
700 hjá manns fluglegg hjá Air Ice-
land Connect og um 30 hjá Erni.
Meðalverð á fluglegg með afslætt-
inum er um 16.600 krónur.
Algengustu flugleiðirnar sem bók-
aðar hafa verið eru frá Akureyri til
Reykjavíkur og frá Egilsstöðum til
Reykjavíkur. Almenningur getur
skoðað réttindi sín á Ísland.is.
sisi@mbl.is
Margir hafa nýtt sér Loftbrúna
Íbúar á landsbyggðinni spöruðu sér
tæpar fimm milljónir fyrstu vikuna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Loftbrúin Langflestir hafa bókað
flug með Air Iceland Connect.
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð-
ardóttir, hefur staðfest ráðningu
nýrra sóknarpresta á Húsavík og
Ólafsfirði.
Umsóknarfrestur um embætti
sóknarprests í Húsavíkurpresta-
kalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
prófastsdæmi rann út á miðnætti
þann 6. júlí sl. Þrjár sóttu um.
Kjörnefnd kaus séra Sólveigu
Höllu Kristjánsdóttur og hefur bisk-
up staðfest ráðningu hennar.
Sr. Sólveig Halla er fædd 14. des-
ember 1977 og ólst upp í Lönguhlíð í
Hörgárdal, dóttir Kristjáns Her-
mannssonar og Jórunnar Sigtryggs-
dóttur, sem er látin. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1997 og mag.theol.-prófi
frá guðfræðideild Háskóla Íslands
2004. Hún hefur verið prestur á Ak-
ureyri og í Sømna í Noregi og bóndi í
Þingeyjarsýslu. Var settur sókn-
arprestur í Húsavíkurprestakalli við
afleysingar frá 1. september 2019.
Eiginmaður Sólveigar Höllu er
Sigurður Páll Tryggvason og eiga
þau tvö börn. Að auki á hún þrjú
uppkomin stjúpbörn.
Umsóknarfrestur um embætti
sóknarprests í Ólafsfjarðarpresta-
kalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
prófastsdæmi, rann út 7. júlí sl.
Tvær sóttu um. Kjörnefnd kaus
Guðrúnu Eggertsdóttur guðfræðing
og hefur biskup staðfest ráðningu
hennar.
Guðrún Eggertsdóttir er fædd 12.
janúar 1964 og ólst upp á Jörfa á
Kjalarnesi, dóttir Eggerts Ólafs-
sonar og Þóru Sigrúnar Gunnars-
dóttur, sem er látin. Hún lauk kenn-
araprófi frá Emerson College 2004,
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti vorið 2013 og guð-
fræðiprófi frá Háskóla Íslands 2020.
Guðrún hefur gegnt ýmsum störfum
í gegnum tíðina, m.a. sem versl-
unarmaður og Waldorf-kennari.
Eiginmaður hennar er Jón Viðar
Óskarsson, löggiltur rafverktaki.
Eiga þau þrjú uppkomin börn auk
sex barnabarna. sisi@mbl.is
Tvær konur ráðnar
til starfa í kirkjunni
Verða prestar á
Húsavík og Ólafsfirði
Sólveig Halla
Kristjánsdóttir
Guðrún
Eggertsdóttir
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga 10–17
Laugardaga 11–15
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Eldhúsinnréttingar