Morgunblaðið - 17.09.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 17.09.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Sundaborg 7-9 | 104Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is Starfsmannafatnaður Einkennisfatnaður BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fimm framboðslistar eru í boði við kosningar til sveitarstjórnar hins sameiginlega sveitarfélags á Aust- urlandi. Kosningarnar fara fram á laugardag. Ný sveitarstjórn tekur við eftir kosningar og starfar aðeins fram að næstu sveitarstjórnarkosn- ingum, eða í rúmlega eitt og hálft ár. Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar- kaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps á sér langan aðdraganda. Eftir mik- inn undirbúning voru tillögur sam- einingarnefndar lagðar fyrir íbúana í atkvæðagreiðslu sem fram fór 26. október á síðasta ári og var samein- ing samþykkt í öllum fjórum sveit- arfélögunum. Boðað var til kosn- inga til nýrrar sveitarstjórnar 18. apríl en þeim var síðan aflýst á síð- ustu stundu vegna samkomutak- markana og óvissu í kórónuveiru- faraldri. Nú á að reyna aftur. Reynt fólk í framboði Ekki er að sjá að önnur bylgja faraldursins hafi teljandi áhrif á framkvæmd kosninganna. Fram- boðin geta þó ekki haldið opna fundi en frambjóðendur heimsækja fyrir- tæki og fara mikinn á samfélags- miðlum. Þá hafa íbúar verið beðnir að nýta sér sem mest utankjörfund- aratkvæðagreiðslu til þess að létta álaginu af kjörstöðunum á kjördag. Kosnir verða ellefu fulltrúar í sveitarstjórn. Sem fyrr segir er fólk af fimm framboðslistum í boði, lista Framsóknarflokks, Sjálfstæðis- flokks, Austurlista, Miðflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Á öllum listunum er reynt fólk úr fráfarandi sveitar- stjórnum í efsta sæti eða einhverju af efstu sætum. Þannig er Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjar- stjórnar á Fljótsdalshéraði, efsti maður á lista Framsóknarflokksins, Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, oddviti sjálfstæðis- manna og Hildur Þórisdóttir, for- seti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, er oddviti Austurlistans. Erfitt er að átta sig á stöðu fram- boðanna innbyrðis. Skoðanakönnun sem héraðsmiðlarnir Austurglugg- inn og Austurfrétt gerðu í lok ágúst bendir til að kosningarnar geti orð- ið spennandi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystuna, kom út með 27% fylgi og þrjá menn kjörna, Austur- listinn með 23% og þrjá, Miðflokk- urinn og Framsókn með 20 og 16% og tvo fulltrúa hvor og VG með 15% og einn mann kjörinn. Verði þetta niðurstaðan er einn möguleiki á tveggja flokka meirihluta, það er að Sjálfstæðisflokkur og Austurlisti fari í eina sæng. Deiliskipulag afgreitt heima Ein af helstu nýjungunum við sameininguna á Austurlandi er stofnun svokallaðra heimastjórna sem verða fjórar, ein í hverju gömlu sveitarfélaganna. Þær fá, sam- kvæmt undanþáguheimild í sveit- arstjórnarlögum, heimildir til að taka endanlegar ákvarðanir um mál nærsamfélagsins, svo sem um deili- skipulag, framkvæmaleyfi, mál tengd fjallskilum og að veita um- sagnir um ýmis leyfi. Björn Ingi- marsson, bæjarstjóri Fljótsdalshér- aðs, segir að menn telji að stjórnsýslan verði skilvirkari með því að heimamenn á hverjum stað taki ákvarðanir sem snerta nær- samfélagið. Kosið verður í heimastjórnirnar í kosningunum á laugardag. Kosnir verða tveir fulltrúar í hverja og síð- an kýs ný sveitarstjórn þriðja fulltrúann. Allir íbúar sveitarfélag- anna eru í kjöri en fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í þessu starfi er boðið að kynna sig á heimasíðu sameiningarinnar. Þegar hafa nokkrir gert það. Samgöngumálin mikilvæg Björn telur að stærsta verkefni nýrrar sveitarstjórnar verði að raungera þær hugmyndir og til- lögur að stjórnkerfi sem undirbún- ingsstjórn skili af sér. Einnig að láta þetta nýja sveitarfélag starfa sem eina heild. Ekki virðist mikið svigrúm fyrir önnur stefnumál eða skrautfjaðrir enda stutt til næstu kosninga. Þó virðast samgöngumálin og atvinnu- málin vera efst á baugi hjá flestum framboðunum. Sérstaklega sam- göngumálin enda eru þau grund- völlur þess að sveitarfélagið geti talist ein félagsleg heild. Til stendur að gera göng á milli Héraðs og Seyðisfjarðar og með því skapast möguleikar á að leiða heitt og kalt vatn til Seyðisfjarðar. Endurbætur á veginum til Borgarfjarðar eystri eru vel á veg komnar en þarf að klára. Þá er stórt mál að tengja syðsta hluta sveitarfélagsins, Djúpavogshrepp, við miðjuna, Fljótsdalshérað. Það gerist með nýjum heilsársvegi um fjallveginn Öxi. Undirbúningur þeirrar fram- kvæmdar hefur eitthvað þokast áfram. Þá verður eitt af fyrstu verk- efnum sveitarstjórnar að ákveða formlega nafn á sveitarfélaginu. Í ráðgefandi atkvæðagreiðslu sem efnt var til fékk nafnið Múlaþing flest atkvæði. Útlit fyrir spennandi kosningar  Kosið til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi á laugardag  Einnig kosið til héraðsstjórna sem fara með völd í málefnum nærsamfélagsins  Samgöngur helsta baráttumálið Kortagrunnur: Loftmyndir ehf. 1 Sveitarfélag Íbúafjöldi Borgarfjarðarhreppur 122 Seyðisfjarðarkaupstaður 680 Djúpavogshreppur 501 Fljótsdalshérað 3.619 Alls 4.922 Egilsstaðir Borgarfjörður Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Íbúafjöldi í Múlaþingi FL JÓ TS DA LS H RE PP UR FJARÐA- BYGGÐ DJÚPAVOGS- HREPPUR BORGARFJARÐAR- HREPPUR FLJÓTSDALS- HÉRAÐ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggð Fjórir þéttbýlisstaðir eru í Múlaþingi, Egilsstaðir stærstir. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vitinn á Gjögurtá, austan Eyja- fjarðar, virðist hafa staðið af sér miklar jarðskjálftahrinur sem geng- ið hafa yfir svæðið undanfarnar vik- ur og mánuði. Starfsmenn Vegagerðarinnar, sem eru í árlegri viðhaldsferð um landið með Landhelgisgæslunni á varðskipinu Þór, komu í Gjögur- táarvita í gærmorgun. Að þeirra sögn er allt í stakasta lagi enn þá þó að vissulega hallist vitinn eins og undanfarin ár en hann hafi þó lítið hreyfst í skjálftunum undanfarið. „Sinnt var hefðbundnu viðhaldi á vit- anum og vonandi stendur hann áfram af sér komandi jarðhrær- ingar,“ segir í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar Í sumar var sögð af því frétt að óttast væri að vitinn hefði orðið fyrir skemmdum í jarðskálftahrinum en mikil skriðuföll urðu í fjallshlíðinni ofan vitans í júní. Landhelgisgæslan flaug þá yfir vitann til að skoða að- stæður úr lofti og einnig fékkst stað- festing frá bátum að vitinn lýsti enn. Gjögurtáarviti er fjögurra metra hár, byggður árið 1970, og stendur tæpt á mjóum klettarana. Hann hall- ast lítils háttar á stallinum þar sem hann stendur og hefur gert undan- farin ár. Gjögur, Gjögrar eða Gjögurfjall er ysta fjall á Flateyjarskaga, 721 metri á hæð, segir á alfræðiritinu Wikipediu. Fram úr fjallinu gengur lítið nes sem kallast Gjögurtá og markar það mynni Eyjafjarðar aust- an megin. Austan fjallsins er Kefla- vík, en sunnan þess eru Látrar. Gjögurfjall er einnig nyrsta fjall Látrafjalla, en svo nefnist fjallgarð- urinn upp af Látraströnd allt inn að Kaldbak fyrir ofan Grenivík. Ljósmynd/Guðmundur Jón Björgvinsson Gjögur Starfsmenn Vegagerðarinnar sinntu almennu viðhaldi á vitanum. Allt í himnalagi í vitanum á Gjögurtá  Hefur staðið af sér jarðskjálftahrinur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.