Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 11

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo er- lenda karlmenn í fangelsi fyrir stórfelldan sígar- ettustuld úr frí- hafnarverslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mennirnir tveir, annar lettneskur ríkisborgari og hinn litháískur, voru fundnir sekir um að hafa, í félagi við tvo aðra menn, ítrekað keypt sér flugmiða, innritað sig í flug, farið í fríhafn- arverslanirnar og tekið þar sígar- ettukarton ófrjálsri hendi. Þeir yfirgáfu síðan flugstöðina án þess að fara inn í flugvélarnar. Annar mannanna var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela samtals 93 kartonum af sígar- ettum sem voru metin á 602 þúsund krónur en maðurinn fór í átta skipti í fríhöfnina á tímabilinu frá júní til ágústloka árið 2018 þegar menn- irnir voru handteknir. Var mað- urinn jafnframt dæmdur til að greiða Fríhöfninni ehf. 602 þúsund krónur í bætur. Hinn maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 66 kartonum af sígar- ettum, samtals að verðmæti 438 þúsund krónur. Hann fór einnig í átta skipti í fríhöfnina á tímabilinu frá október 2017 til loka ágúst 2018. Hann var dæmdur til að greiða Fríhöfninni ehf. tæpar 438 þúsund krónur í bætur. Hvorugur mannanna mætti fyrir dóm og var ákæran á hendur þeim birt í Lög- birtingarblaðinu nú í júlí. Mennirnir fjórir sátu í gæslu- varðhaldi í viku haustið 2018. Fram kom í Morgunblaðinu á þeim tíma að talið var að þeir hefðu alls stolið um 900 kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslunum. Í tengslum við rannsóknina fór lögreglan á Suður- nesjum í húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, að fenginni heimild, og fann þýfi, þar á meðal ferðatöskur fullar af sígarettum. Dæmdir fyrir stórfelldan sígar- ettuþjófnað Úr Leifsstöð Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana. Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 Lau: 11-15 www.spennandi-fashion.is 2020 HAUST Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook ÝTT FRÁ GLÆSILEGAR VETRARYFIRHAFNIR M/HETTU OG EKTA SKINNI N SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar haustvörur 2020 Fæst í netverslun belladonna.is Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Cherry Berry buxur Kr. 5.900 Str. 2-9 • 5 litir Kr. 4.990 Str. S/M-XXL/XXXL 2 litir Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.