Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég er alveg himinlifandi. Það var
æðislegt að fá þau tíðindi að hafa
unnið þessa keppni,“ segir Kristín
Marksdóttir sem bar sigur úr býtum
í samkeppni um myndskreytingu á
dósir hins áfengislausa Bríó sem nú
er fáanlegur í verslunum.
Borg brugghús auglýsti í sumar
eftir tillögum að myndskreytingu á
Bríó. Tíu ár eru liðin síðan bjórinn
vinsæli kom á markað og af því til-
efni var gerð áfengislaus útgáfa af
honum sem vakið hefur talsverða at-
hygli síðustu vikurnar. Halda marg-
ir því fram að þarna sé kominn ein-
hver besti áfengislausi bjór sem
fengist hefur hér á landi. Samkvæmt
upplýsingum frá Borg brugghúsi
hafa þegar selst yfir 30 þúsund dós-
ir, sem hafi verið langt yfir vænt-
ingum. Áfengislaus Bríó sé þegar
orðinn einn vinsælasti bjór brugg-
hússins.
Mikill áhugi reyndist á samkeppni
um útlit dósanna. Alls bárust rúm-
lega tvö hundruð tillögur að mynd-
skreytingum og var meirihluti
þeirra frá konum, eða um 60%. Hug-
myndir kvennanna féllu líka betur í
kramið hjá dómnefnd brugghússins
og svo fór að tillögurnar í fimm efstu
sætunum voru frá konum.
Sigurtillaga Kristínar er uppfærð
útgáfa af myndinni sem prýðir hefð-
bundnu Bríó-dósirnar. „Ég endur-
teiknaði manninn á þeirri dós og
gerði það með smá tvisti; setti á
hann klikkuð augu og partíhatt eins
og hann væri að fagna tíu ára afmæl-
inu,“ segir Kristín.
Kristín er 23 ára og lauk námi í
myndskreytingu við Leeds Art Uni-
versity í vor. Hún sá keppnina aug-
lýsta í Morgunblaðinu og fannst til-
valið að taka þátt í henni. Það skilaði
sínu og hlýtur Kristín 407.413 krón-
ur að launum fyrir sigurinn en það
jafngildir listamannalaunum í einn
mánuð.
Ljósmynd/Hari
Sigurvegari Kristín Marksdóttir fékk sér einn Bríó eftir að hafa unnið samkeppni um hönnun nýrra dósa.
Fangaði áfengislausa
Bríó-andann best allra
Kristín sigraði í hönnunarkeppni Konur í efstu sætum
Bríó Áfengislaus en í góðu stuði.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
BROTINN
SKJÁR?
Sanngjörn verð
og hröð þjónusta
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Veðurstofan, í samráði við almanna-
varnir, hvetur fólk á Norðurlandi og
þá sérstaklega í nánd við Trölla-
skaga og Flateyjarskaga að huga að
öryggi sínu komi til þess að stór
skjálfti ríði yfir á Tjörnesbrotabelt-
inu á Skjálfandaflóa. Virkni hefur
verið þar síðan í sumar og í fyrradag
mældust skjálftar upp 4 og 4,6 á
svæðinu. Eru það öflugustu skjálft-
ar sem mælst hafa síðan í júní í sum-
ar þegar skjálftahrinan hófst.
Mældust þá þrír skjálftar á bilinu
5-6. Heimildir eru um enn stærri
skjálfta á svæðinu.
Skemmdur urðu á húsum
Í frétt á vef Veðurstofunnar kem-
ur fram frá Kristínu Jónsdóttur veð-
urfræðingi að ástæða sé til þess ætla
að skjálfti upp að stærðargráðunni 7
gæti riðið yfir svæðið. Í ljósi þess
hvetja Veðurstofan og almanna-
varnir fólk m.a. til þess að vera með-
vitað um að halda sig frá skemmd-
um byggingum komi til skjálfta,
halda sig frá höfnum og strönd
vegna hættu á flóðbylgju auk þess
að huga að innanstokksmunum og
lausamunum á heimilum.
Einar Bessi Gestsson, náttúru-
vársérfræðingur hjá Veðurstofu Ís-
lands, segir að ástæða þess að gert
sé ráð fyrir því að skjálfti allt að sjö
stigum geti riðið yfir svæðið sé að
heimildir bendi til þess að slíkt hafi
áður gerst á svæðinu. Þannig hafi
skjálfti árið 1755, á milli Flateyjar
og Húsavíkur, verið metinn 7,0 að
stærð. Þá varð tjón á bæjum í Þing-
eyjarsýslum og Grímsey. Árið 1872
urðu miklir jarðskjálftar á Húsavík-
ur-Flateyjarmisgenginu og stærð
stærstu skjálftanna er metin um 6,5
með þó nokkurri óvissu. Miklar
skemmdir urðu á byggingum á
Húsavík
Til samanburðar voru Suður-
landsskjálftarnir árið 2000 6,5 að
stærð og skjálftinn árið 2008 6,3.
„Virknin sem er núna er áframhald
á skjálftavirkninni í júní. Þá var
skjálftavirknin út af mynni Eyja-
fjarðar en svo færði hún sig á Skjálf-
anda og þar eru þessir síðustu
skjálftar. Öll þessi skjálftavirkni er
á sama Húsavíkur- Flateyjarbelt-
inu,“ segir Einar.
Að sögn hans höfðu í gær mælst
allt að 700 eftirskjálftar frá því í
fyrradag þegar stóru skjálftarnir
mældust. „Í ljósi þessarar skjálfta-
virkni metum við það svo að það séu
auknar líkur á að von sé á fleiri
skjálftum sem eru jafn stórir og þeir
sem urðu í gær [fyrradag] eða
stærri,“ segir Einar.
Heimildir um
skjálfta upp á
7 á svæðinu
Sama skjálftavirknin og var í sumar
Allt að 700 eftirskjálftar mældust
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsavík Skjálftavirknin hefur
mælst á Skjálfandaflóa.