Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sér sóknar- færi víða í landbúnaði. Nefnir akur- yrkju, framleiðslu nautakjöts og starf nýstofnaðs Matvælasjóðs. Þá eigi sauðfjárræktin tækifæri í aukinni sölu ef hægt væri að bjóða ferskt kjöt í lengri tíma og laga framboð kjöts að þörfum neytenda í nútímasamfélagi. Hann vekur athygli á því að tölum um útflutning ESB á kjöti ber ekki saman við innflutningstölur hér og veltir því fyrir sér hvort meira sé flutt inn en heimilt er. Hann finnur að því að stjórnsýslan skuli ekki hafa betra eftirlit með nýtingu tollkvóta samkvæmt milliríkjasamningum og krefst þess að þetta misræmi verði skýrt. Staðan í landbúnaði er ágæt, að mati Gunnars. Faraldur kórónuveiru hafi ekki haft afgerandi áhrif. Ekki varð samdráttur í sölu á kjöti, í heild- ina, þótt sala á dýrustu steikunum hafi minnkað. Örlítill samdráttur hef- ur orðið í sölu á mjólk og rjóma. „All- ir Íslendingar hafa verið heima og það vegið upp á móti samdrætti í komum erlendra ferðamanna. Hins vegar hefur neyslumynstrið breyst, minna er selt af lúxussteikum og rjóma en meira af almennum búvör- um í verslunum,“ segir Gunnar. Krefjast skýringa á misræmi Bændasamtökin eiga nú í við- ræðum við ríkisvaldið um endur- skoðun á rammasamningi um almenn starfsskilyrði í landbúnaði. Hann kemur í framhaldi af endurskoðun samninga um sauðfjárrækt, naut- griparækt og garðyrkju. „Ekki var vilji fyrir því hjá ríkisvaldinu að setja aukna fjármuni í neina af þessum samningum. Þegar svo kórónuveiru- faraldurinn hófst voru allt í einu boðnar 200 milljónir aukalega í garð- yrkjuna, út samningstímann. Það er í sjálfu sér mjög jákvætt,“ segir Gunn- ar. Þeim fjármunum verður aðallega varið í niðurgreiðslu á flutnings- kostnaði rafmagns og stuðning við útiræktun grænmetis. Hann segir að hægt væri að gera landið sjálfbærara með korn til fóð- urs og manneldis með því að auka kornrækt. Í viðræðum um ramma- samning hafi komið fram að ekki væri vilji hjá ríkisvaldinu til að auka stuðning við akuryrkjuna. Nefnir Gunnar einnig í þessu sambandi að Danir séu að vinna prótein úr grænu hráefni. Telur hann að gríðarleg tækifæri geti verið hér á landi til að gera prótein úr grasi eða öðrum gróðri og jafnvel lúpínu. Nóg sé af landi hér. „Stór hluti af starfsskilyrðum land- búnaðarins felst í tollvernd, tollum og heimildum til innflutnings á búvör- um. Staðan er hins vegar sú að miklu munar á tölum um útflutning á bú- vörum frá ESB til Íslands og inn- flutningstölum Hagstofunnar. Töl- urnar frá ESB eru hærri. Á síðasta fundi samninganefndanna sagðist ég ekki ætla að ræða málin frekar fyrr en fundið hefði verið út úr þessu mis- ræmi,“ segir Gunnar. Segist hann hafa orð fjármálaráðherra fyrir því að það verði gert. Hann segir að skýrt sé í milliríkja- samningum hvað megi flytja til landsins á lægri tollum eða án tolla. „Hver á að fylgjast með þessum kvót- um og hvað flutt er inn samkvæmt þeim? Eða mega menn flytja inn það sem þeim sýnist? Ef það er raunin þurfum við enga milliríkjasamninga. Við hjá Bændasamtökunum höfum ekki aðgang að þessum upplýsingum. Ég tel að ef við fengjum frið til að starfa á grundvelli gildandi samninga gæti atvinnugreinin plumað sig ágætlega.“ Gunnar bætir því við að aðalrökin fyrir samningum um aukinn inn- flutning hafi verið fjölgun ferða- manna frá Evrópu. Nú séu fáir ferða- menn á landinu og allur innflutningurinn í samkeppni við inn- lenda framleiðslu. Hann bíti í því við útboð á tollkvótum í miðjum kórónu- veirufaraldrinum hafi tollarnir lækk- að og því sé innflutt kjöt nú með lág- um tollum. Komi það sérstaklega illa við innlenda nautakjötsframleiðslu sem verið sé að reyna að byggja upp með fjárfestingu í nýjum holdanauta- stofni. Stefnan mikilvæg Kristján Þór Júlíusson landbún- aðarráðherra kynnti á búnaðarþingi í byrjun mars áform um gerð land- búnaðarstefnu. Það átti að gerast strax. Síðan hefur lítið frést af því máli, þar til í vikunni að kynnt var verkefnastjórn undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra. Gunnar segir að innandyra hjá Bændasamtökunum sé hafin vinna við undirbúning landbúnaðarstefnu. Kallað hafi verið eftir áherslum hjá búgreinafélögunum. Bindur hann vonir við að vel takist til um mótun landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Það hafi áhrif á næstu endurskoðun bú- vörusamninga árið 2023, og verði væntanlega leiðandi við gerð nýrra samninga þremur árum síðar. Sóknarfæri í fersku kjöti Miklar neyslubreytingar hafa orð- ið á síðustu árum og áratugum. Gunnar nefnir í því sambandi að sí- fellt fleiri vilji nýtt kjöt en ekki frosið og aukin eftirspurn sé eftir tilbúnum réttum. Stundum vanti upp á að bændur séu upplýstir um þarfir markaðarins og neytenda. Þar á milli séu vitaskuld millistykki í afurða- stöðvum og verslunum. Flestar af- urðastöðvarnar séu í eigu bænda og ættu því að hafa góða möguleika á að koma upplýsingunum til skila. Sauðfjárbændur hafa lent í hremmingum vegna verðfalls á kindakjöti fyrir fáeinum árum og þótt verðið hafi þokast upp á við er það langt frá því að skila þeim fyrri tekjum. Gunnar segir að vegna fækkunar fjár í landinu sé að komast á jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar, framleiðslan sé hæfileg fyr- ir íslenska markaðinn þótt flytja þurfi út aukaafurðir. „Til lengri tíma litið tel ég að tækifæri séu til sölu á fersku kjöti yfir lengri tíma og með því geti verðið hækkað og bændur borið meira úr býtum.“ Segir Gunnar að það sé ekkert náttúrulögmál að slátrun fari fram í fjórar til sex vikur að hausti, þótt það hafi alltaf verið gert þannig. Til þess að lengja tímann þyrftu afurðastöðv- arnar að sameinast þannig að ein sé fyrir norðan og önnur fyrir sunnan. Með því væri hægt að hagræða. Bændur hafi ekki efni á þessari miklu fjárbindingu í sláturhúsum. Þá yrði auðveldara að nýta sláturhúsin betur stærri hluta ársins og hafa ferskt kjöt á boðstólum í lengri tíma. Það skapi jafnframt meiri möguleika á útflutningi á fersku kjöti. „Ef markaðurinn vill ferskt kjöt, af hverju reyna menn ekki að leysa þessi skipulagsmál. Kaupendur vör- unnar þurfa að eiga þetta samtal við framleiðendur tímanlega, ekki dag- inn sem pöntun fer fram. Með því að ganga frá samningum um fyrirfram- sölu gegn ákveðnu verði og afhend- ingu á tilteknum tíma getur bóndinn séð sér hag í að flýta tilhleypingum. Ég er ekki að segja að allir hafi að- Mörg sóknarfæri í landbúnaði  Formaður Bændasamtakanna telur tækifæri felast í að laga framleiðslu betur að óskum neytenda  Gagnrýnir eftirlit með innflutningi  Misræmi í útflutningstölum ESB og innflutningstölum hér Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Garðyrkjubóndi Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og fjölskylda hans rækta krydd, blóm og fleira í garðyrkjustöðinni Ártanga í Grímsnesi. Hann er í fullu starfi í félagsmálum og stjórnar Sigurdís Edda Jóhannesdóttir, kona hans, daglegum rekstri fyrirtækisins. Formaðurinn » Gunnar Þorgeirsson er 57 ára gamall, prentari og garð- yrkjufræðingur. Foreldrar hans eru Þorgeir Baldursson, fv. prentsmiðjustjóri í Odda, og Ragna María Gunnarsdóttir. » Gunnar rekur garðyrkju- stöðina Ártanga í Grímsnesi með konu sinni, Sigurdísi Eddu Jóhannesdóttur. Þau eiga þrjú börn. » Hann var lengi í hrepps- nefnd Grímsnes- og Grafnings- hrepps og jafnframt oddviti og um tíma formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Gunnar hefur verið formaður Sambands garðyrkjubænda frá 2015 og var kosinn formaður Bændasamtaka Íslands í byrj- un mars sl. Bændasamtökin hafa verið í vandræðum með að fjármagna starfsemi sína síðan dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að búnaðargjald sem lagt var á alla framleiðslu væri ólögmætt. Gunnar Þorgeirsson telur að mistök hafi verið gerð við að afnema búnaðargjaldið. Það hafi vissulega ekki mátt nota í hagsmunagæslu samtaka bænda en hægt hefði verið að lækka það og nota áfram í þróunarstarf og rannsóknir. Í staðinn var tekið upp félagsgjald, sem nú er veltutengt, en aðeins hluti bænda sér sér hag í að greiða. Bændasamtökin hafa þurft að rifa seglin verulega og hafa ekki efni á því að sinna hagsmunagæslu og al- mennu markaðsstarfi fyrir landbúnaðinn með sama hætti og áður. „Við höfum ekki bolmagn til að horfa til framtíðar, getum aðeins reynt að slökkva elda,“ segir Gunnar. Unnið er að breytingum á félagskerfinu og var samþykkt á síðasta bún- aðarþingi að stefna að sameiningu samtaka bænda. Gunnar segir að vantað hafi upp á stefnumörkun, að menn hafi á hreinu hvert samtökin ætli að stefna. Verið sé að vinna í því og að skilgreina hlutverk búgreina- félaganna í nýju skipulagi og verkefni búnaðarsambandanna. „Ég á von á því að við getum kynnt fyrsta handritið í október og sagt grasrótinni hvað forystan leggur til. Ef við náum samstöðu verða tillögur um nýtt skipulag lagðar fyrir búnaðarþing í vor,“ segir Gunnar. Geta aðeins slökkt elda HAGSMUNAGÆSLA OG ALMENNT MARKAÐSSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.