Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 29
stöðu til þess en ég er viss um að margir gætu fundið grundvöll til að laga sig betur að þörfum markaðar- ins.“ Gunnar segir einnig að framleið- endur búvara geti lært margt af sjáv- arútveginum, ekki síst hvernig eigi að nálgast neytendur. Ef kaupandi vilji fá 100 bita af 186 gramma steik- um eigi hann að fá það en ekki tiltek- inn fjölda frosinna lambalæra. Salan fjórfaldaðist Gunnar segir að mikil framþróun sé í framleiðslu á íslensku nautakjöti með nýjum holdanautastofni. „Kaup- maður sagði mér að sala á nautakjöti hefði fjórfaldast þegar hann fékk kjöt af Angus-nauti til sölu. Ég tel að mikil sóknarfæri séu í framleiðslu á íslensku nautakjöti, sérstaklega ef neytendur eru farnir að slást um það. Nýtt kerfi við uppboð á tollkvótum hefur truflað þessa uppbyggingu í kjölfar innflutnings á nýju holda- nautakyni.“ Mjólkurframleiðslan gengur ágætlega, að sögn Gunnars. Það kom á óvart að ekki skyldi meira greiðslu- mark koma til sölu á síðasta kvóta- markaði þrátt fyrir að hámarks- verðið hefði verið hækkað. Það takmarki möguleika á hagræðingu í greininni. Niðurstaða tilboðsmark- aðarins sýni hins vegar að bændur vilji vera áfram í þessari framleiðslu. Góður gangur virðist sömuleiðis vera í garðyrkjunni þótt uppskeran geti verið misjöfn á milli ára. Nú er verið að byggja 18 þúsund fermetra gróðurhús í landinu sem Gunnar seg- ir að sýni vilja garðyrkjubænda til að þjóna betur íslenska markaðnum. Dreifbýlið í forgangi Gunnar sér sóknarfæri fyrir land- búnaðinn í nýstofnuðum Matvæla- sjóði sem varð til með sameiningu AVS - rannsóknasjóðs í sjávarútvegi og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og veitti ríkið 500 milljónir króna til hans í ár, til viðbótar því sem for- verar hans hafa úthlutað. „Við sjáum eftir Framleiðnisjóði en ef ráðherrann stendur við það sem hann hefur lofað, að veita aukna fjármuni í sjóðinn á næsta ári, tel ég að þarna séu tækifæri fyrir landbún- aðinn, ekki síður en sjávarútveginn. Hnykkt er á því í úthlutunarreglum Matvælasjóðs að horft verður til þess hvar afurðirnar verða til og því mun dreifbýlið vera í forgangi,“ segir Gunnar og hvetur bændur og fyrir- tæki í landbúnaði til að koma fram með hugmyndir sínar og sækja um. Pökkun Ártangi er eina garðyrkjustöðin hér á landi þar sem spínat er rækt- að. Starfsmenn vinna að pökkun í neytendaumbúðir og senda í verslanir. FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Gagnrýnt hefur verið hversu umkomulaus landbúnaðurinn hefur verið í stjórnkerfinu síðustu ár, sérstaklega eftir að þeir starfsmenn sem höfðu þau mál aðallega á sinni könnu í atvinnuvegaráðuneytinu hurfu til annarra starfa. Ráðherrann ákvað að taka búnaðarstofu inn í ráðuneytið frá Mat- vælastofnun en henni fylgdu nokkrir starfsmenn sem vinna við söfnum upplýsinga um búfjárhald, annast útreikning og greiðslu styrkja út á fram- leiðslu og fleira. Búnaðarstofa var millistykki á milli atvinnugreinarinnar og ríkisins og var áður sjálfstæð deild innan Bændasamtakanna. Rökin fyrir flutningi búnaðarstofu í ráðuneytið voru meðal annars þau að styrkja þyrfti stjórn- sýslu ráðuneytisins í landbúnaði. Gagnrýnt var að búnaðarstofu var ekki haldið saman sem einingu, eins og gert var ráð fyrir þegar Alþingi heimilaði flutninginn, heldur var starfsmönnum dreift um deildir ráðuneytisins. Ekki var heldur samstaða um að færa búnaðarstofu inn í ráðuneytið. Gunnar Þorgeirsson var einn þeirra sem gagnrýndu það. Hann bendir á að ef einhver bóndi sé ósáttur við ákvarðanir um beingreiðslur geti hann ekki sent stjórnsýslukæru til ráðuneytisins heldur verði að snúa sér beint til dómstóla. „Svona virkar stjórnsýsla ekki í lýðræðisríki,“ segir Gunnar. Spurður um staðsetningu slíkrar stofnunar segir Gunnar að hægt væri að vista verkefnin á ýmsum stöðum. Byggðastofnun gæti til dæmis annast þau. Aðalmálið væri að hafa fyrirkomulagið þannig að kæruferlið virki. Nú er unnið að ráðningu yfirmanns landbúnaðarmála í ráðuneytinu og fleiri yfirmanna, leitað var eftir forystufé, eins og til orða var tekið í auglýs- ingu. Ekki hefur frést af ráðningum. „Ég bind vonir við að ráðinn verði starfsmaður sem hefur þekkingu á landbúnaðarmálum,“ segir Gunnar. Umkomulaus atvinnugrein STJÓRNSÝSLA LANDBÚNAÐARINS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Öllu birkifræinu sem safnast á höf- uðborgarsvæðinu í haust verður sáð á skógræktarsvæði Kópavogs í Lækjarbotnum. Fólki gefst kostur á að koma til að sá fræi sem það hefur safnað eða fræi sem skilað hefur verið á móttökustöðvar. Landsátak til útbreiðslu birki- skóga hófst í gær með því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tíndi fræ af trjám í nágrenni Bessa- staðakirkju og setti í öskju sem átakið leggur til. Skógræktin og Landgræðslan standa fyrir verkefninu og hafa fengið til liðs við sig nokkur fyrir- tæki, félagasamtök og Kópavogs- bæ. Hægt er að fá söfnunaröskjur á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í versl- unum Bónuss og skila fræinu af sér á sömu stöðum. Fræinu verður dreift á völdum svæðum, sem friðuð hafa verið fyr- ir beit, í öllum landshlutum. Allt fræ sem safnast á höfuðborgar- svæðinu verður notað til sáningar á örfoka landi í Lækjarbotnum. Þar hafa Kópavogsbær og Skógræktar- félag Kópavogs verið með skóg- rækt á undanförnum árum. Almenningi verður gefinn kostur á að koma til að dreifa eigin fræj- um eða taka þátt í dreifingu úr sameiginlega pottinum laugardag- ana 26. september eða 3. október. Verður fyrirkomulagið kynnt síðar á vef Kópavogsbæjar. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópa- vogs, segir að dreifingin sé ekki erfið vinna og geti verið fjöl- skylduvæn. Fólk þurfi ekki nein áhöld og fái leiðbeiningar um hvar sé best að sá og hvernig. Í raun er birkifræinu dreift á jörðina og stig- ið létt á. Átakið er liður í því að útbreiða ný birkiskóglendi sem talið er að hafi þakið að minnsta kosti fjórð- ung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Morgunblaðið/Eggert Fræsöfnun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra aðstoðaði Guðna Th. Jóhannesson forseta við að tína fræ á Bessastöðum í gær. Birkifræi dreift í Lækjarbotnum  Landsátak til útbreiðslu birkiskóga skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Minnt er á að umsóknarferlið er í þremur skrefum fyrir hvern almanaksmánuð; ■ skrá allar forsendur fyrir hvern launamann sem um ræðir, ■ stofna umsókn með rafrænum skilríkjum og ■ staðfesta/undirrita umsókn með rafrænum skilríkjum og senda til afgreiðslu hjá Skattinum Allar nánari upplýsingar eru á skatturinn.is Umsóknarfrestur að líða Rekstraraðilum sem ætla að sækja um stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti í ágústmánuði er bent á að umsóknarfrestur rennur út 21. september n.k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.