Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 30

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 30
Aðalstræti 2 | s. 558 0000 LIFANDI PÍANÓ TÓNLIST föstudags- og laugardagskvöld FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í nóvember 2017 var auglýst breyt- ing á aðalskipulagi Reykjavíkur. Í henni fólst að framtíðarstaðsetning Björgunar ehf. verði í Álfsnesvík við Þerneyjarsund og þar verði vinnslu- svæði fyrir ómengað jarðefni úr sjó, landfylling og höfn fyrir sand- dæluskip félagsins. Starfsemi Björg- unar var áður í Sævarhöfða en staf- semi var hætt þar í fyrra. Þessi skipulagsbreyting mætti strax nokkurri andstöðu. Í bréfi Minjastofnunar Íslands, sem dag- sett er 17. júlí 2018, beinir hún þeim tilmælum til Reykjavíkurborgar, á grunni upplýsinga úr uppfærðri fornleifaskráningu Borgarsögu- safns, að fundin verði önnur stað- setning fyrir starfsemi Björgunar. Byggði Minjastofnun tilmæli sín á að svæðið væri hluti af einstakri minjaheild með minjum um verslun, útveg og landbúnað. Í framhaldinu ákvað Reykjavík- urborg að skoða hvort mögulegt væri að grípa til mótvægisaðgerða sem t.d. gætu falið í sér að skráðum minjum á svæðinu yrði hlíft að hluta eða öllu leyti, fornleifarannsóknir og/eða aðrar leiðir við varðveislu minjanna. Það var svo í júní 2019 að Björgun og Reykjavíkurborg undirrituðu samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunar- svæði Sorpu. Skipulagsferli hófst og jafnframt var unnið að umhverf- ismati á svæðinu. Björgun fékk svo lóðinni úthlutað fyrr á þessu ári. Einstakt menningarlandslag að mati Minjastofnunar Íslands Í framhaldinu ákvað Minjastofnun að hefja undirbúning tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um að friðlýsa menningar- og bú- setulandslag við Þerneyjarsund, í Þerney og á Álfanesi. Samkvæmt 18. gr. laga um menningarminjar frá 2012 megi friðlýsa fornleifar, sem hafa menningarsögulegt, visindalegt eða listrænt gildi. Fyrirhuguð upp- bygging í Álfsnesvík muni hafa mjög neikvæð áhrif á einstakt menningar- landslag á Álfsnesi og við Þern- eyjarsund og spilla menning- arminjum á óafturkræfan hátt. Með því yrðu hagsmunir Björgunar tekn- ir fram yfir hagsmuni almennings. Í friðlýsingarskilmálunum segir að Þerneyjarsund sé ein fjögurra gamalla kauphafna á því svæði sem nú er nefnt höfuðborgarsvæðið, hin- ar eru Leiruvogur í Mosfellsbæ, Hólmurinn í Reykjavík og Hafn- arfjörður. Við Þerneyjarsund sé ein- staklega vel varðveitt menningar- og búsetulandslag sem spanni búsetu á svæðinu frá því á miðöldum fram á 20. öld. Við Þerneyjarsund var haf- skipahöfn á 14. og 15. öld og á þeim tíma hafi verið þar ein aðalhöfn landsins. Í heimildum frá 1429 komi fram að Skálholtsskóli hafði aðstöðu við Þerneyjarsund vegna utanlands- verslunar. Skipalega var við sundið og búðarstæði á landi austan við það. Norðar var býlið Glóra, þar sem búið var til 1898 og aftur á árunum 1928- 1936. Enn megi sjá ummerki um bú- skap á fyrri hluta 20. aldar, fyrir tíma vélaaldar. Rústir Glóru séu einu minjar um slík býli sem eftir séu í landi Reykjavíkur. Kristín Huld Sigurðardóttir, for- stöðumaður Minjastofnunar, sendi bréf til Reykjavíkurborgar í júlí sl. og gaf borginni kost á að gera athugasemdir við friðlýsing- aráformin. Svar Ebbu Schram borg- arlögmanns var kynnt á síðasta fundi borgarráðs. Þar gerir Reykja- víkurborg athugasemdir við máls- meðferð friðlýsingartillögu Minja- stofnunar Íslands og telur að ekki hafi verið gætt að ákvæðum stjórn- sýslulaga við undirbúning tillög- unnar. Það er mat Reykjavík- urborgar að ekki sé nauðsynlegt að friðlýsa svæðið í heild sinni, enda geri uppfærð fornleifaskráning svæðisins ekki tilefni til slíkrar frið- lýsingar. Telur Reykjavíkurborg að meðalhófs og rannsóknarreglu hafi ekki verið gætt við gerð tillögunnar. Má tryggja vernd minja með öðrum hætti en friðlýsingu? „Af fyrirliggjandi gögnum er ljóst að Minjastofnun Íslands hefur eigi kannað hvort tryggja megi vernd minja á svæðinu með öðrum hætti en friðlýsingu. Mikilvægt er að slíkt mat fari fram í ljósi þess að ekki verður séð að hafnar- og athafna- svæði Björgunar ehf. muni koma til með að raska minjum sem teljast hafa menningarsögulegt eða sér- stakt verndargildi á svæðinu. Jafn- framt þarf slíkt mat að fara fram með hliðsjón af því að um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og stjórnarskrárvarinn eignarétt Reyjavíkurborgar og Björgunar ehf. sem handhafa lóðarréttinda á svæð- inu og veghelgunarsvæði Sunda- brautar,“ segir í svari Reykjavík- urborgar. Byggt í Álfsnesi eða ekki?  Deilt er um það hvort iðnaðarsvæði rísi á nesinu  Reykjavíkurborg hefur úthlutað Björgun lóð undir starfsemi sína  Áformin hafa mætt andstöðu Minjastofnunar sem undirbýr friðlýsingu Mynd/Alta Framtíðarsvæði Ný aðstaða Björgunar á Álfsnesi, gegnt Þerney. Mannvirki verða á landi og landfyllingum. Lega Sundabrautar er einnig sýnd á myndinni. Borgarsögusafn Reykjavíkur birti árið 2018 skýrslu um fornleifaskráningu á efnisvinnslusvæði í Álfs- nesvík við Þerneyjarsund. Anna Lísa Guðmundsdóttir og Margrét Björk Magnúsdóttir unnu að vettvangs- skráningu í október 2017 og maí 2018, og samhliða var unnið að heimildarannsóknum, úrvinnslu gagna og skýrslugerð. Niðurstöður skýrsluhöfunda voru þessar helstar: „Á úttektarsvæðinu er að finna merkar sjávar- útvegsminjar, leifar af átta fiskbyrgjum, líklega frá þeim tíma þegar Þerneyjarsund var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500. Byrgin eru flest hringlaga, grjóthlaðin, og eru í vestanverðu Glóruholti, eitt þeirra er þó torfhlaðið (1894-7). Í byrgjunum var fiskur þurrkaður og/eða geymdur á meðan hann beið útflutnings.“ Ennfremur segir að minjasvæði Sundakots og búða- svæði verslunarstaðarins við Þerneyjarsund séu ein- stakar minjar og engar líkar í Reykjavík, bæði hvað varðar aldur minjanna og menningarlegt gildi þeirra og eru fiskbyrgin hluti af því. Aðrar minjar á úttektar- svæðinu eru túngarður Glóru (1894-6), fjárhús (1894-1) og rétt (1894-15). „Þessar minjar eru hluti af minjaheild á minjasvæði í Glóru sem er einstakt, eink- um vegna þess að það myndar óraskaða heild og er góður fulltrúi fyrir hjáleigu frá 20. öld í nágrenni Reykjavíkur. Fáir staðir státa af svo heillegum minjum sem sýna heilt bæjarstæði,“ segir í skýrslunni. Fiskbyrgjunum átta er öllum lýst og hér er dæmi um slíka lýsingu: „Staðhættir: Á klettabrún við sjóinn neð- an við Glóruholt. Ferköntuð um 7x6,5 metra grjót- hlaðin rúst sem svipar til þeirra fiskbyrgja sem eru þarna í nágrenninu.“ NIÐURSTAÐA SKÝRSLU SÉRFRÆÐINGA BORGARSÖGUSAFNS REYKJAVÍKUR Fornleifar Fiskbyrgi við Glóru, sem talið er vera frá árunum 1300-1500. Er ferköntuð um 7 x 6,5 metra grjóthlaðin rúst. „Einstakar minjar og engar líkar í Reykjavík“ Ljósmynd/Borgarsögusafn 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.