Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 34

Morgunblaðið - 17.09.2020, Page 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 www.gilbert.is ● Úrvalsvísitala aðallista kauphallar Ís- lands lækkaði í gær um 0,66%. Mest lækkuðu hlutabréf Icelandair í verði, eða um 5,98%, í þriggja milljóna króna viðskiptum. Næstmesta lækkunin varð á bréfum Arion banka, en bréf félagsins lækkuðu um 1,05 í nítján milljóna króna viðskiptum. Þriðja mesta lækkunin á markaðnum í gær varð svo á bréfum í Festi, eða 1,04% í þriggja milljóna króna viðskiptum. Einungis þrjú félög hækkuðu í verði í gær. Mest hækkuðu bréf Iceland Sea- food, eða um 1,18%. Þá hækkaði fast- eignafélagið Eik um 0,56% og Kvika um 0,43%: Hlutabréf Icelandair lækkuðu um 5,98% 17. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.07 Sterlingspund 174.37 Kanadadalur 102.73 Dönsk króna 21.587 Norsk króna 15.014 Sænsk króna 15.438 Svissn. franki 149.14 Japanskt jen 1.2809 SDR 191.31 Evra 160.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 196.9279 Hrávöruverð Gull 1963.55 ($/únsa) Ál 1749.0 ($/tonn) LME Hráolía 39.7 ($/fatið) Brent ● BM Vallá hefur fyrst íslenskra steypu- framleiðenda fengið útgefna EPD- umhverfisyfirlýsingu á steinsteypu. Betri yfirsýn sem fæst í krafti slíkrar umhverf- isyfirlýsingar gefur möguleika á að fram- leiða steypu fyrir viðskiptavini með allt að 35% minna kolefnisspor en gerist og gengur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BM Vallá. „Við erum stolt af því að hljóta þessa vottun og geta veitt viðskiptavinum okkar vistferilsgreiningu steinsteypunnar sem þeir nýta í byggingarkosti sína,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins sem rekur BM Vallá, í tilkynningunni. Byggist á alþjóðlegum stöðlum Umhverfisyfirlýsingin byggist á alþjóðlegum stöðlum og hefur verið vottuð af norsku EPD-stofnuninni, EPD-Norge. ,,Umhverfisyfirlýsingin þýðir að nú er hægt að öðlast yfirsýn yfir og fá nákvæmar upplýsingar um umhverfisáhrif steinsteypunnar, allt frá öflun hráefna til afhendingar, þar með talið sjálft kolefnissporið.“ Gera steypu með 35% minna kolefnisspori Steypubíll frá BM Vallá. STUTT lifunin ætti að vera af heimsókn í lónið. Það er stór hluti af góðum árangri fyrirtækisins. Upp- lifunin skilar sér beint í verðmætasköpuninni.“ Eins og Rósbjörg minntist á hér á undan skiptir sagan sem sögð er miklu máli. Ef til dæmis á að nota upplifunarhönnun til að búa til góða ráðstefnu, þá verði að einblína á hvað sá sem mætir á ráðstefnuna fær fyrir sinn snúð. Að þar sé að finna einhverja sérþekk- ingu, sem eflir viðkomandi, fyrirtækið eða samfélagið í heild sinni. Fengu besta fólkið Eins og sagði hér á undan kemur fjöldi þekktra einstaklinga að námskeiðinu. „Við vorum svo heppin að fá besta fólkið í landinu með okkur í lið, til að segja hvernig það býr til upplifanir. Þar má nefna kvikmyndaframleið- andann Sigurjón Sighvatsson, kvikmynda- tónskáldið Veigar Margeirsson, Höllu Helga- dóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og Pál Óskar Hjálm- týsson tónlistarmann.“ Þau Eyþór og Rósbjörg leituðu einnig út fyrir landsteinana, en Írarnir Patrick Delaney og Pádraic Gilligan frá Soolnua kenna á nám- skeiðinu. „Þeir eru einna áhrifamestu sérfræð- ingarnir á þessu sviði í heiminum í dag. Þeir hafa til dæmis verið að hjálpa áfangastöðum að byggja sig upp, og einnig unnið með fyr- irtækjum og heilu atvinnugreinunum.“ Rósbjörg segir að núna, þegar atvinnulífið sé í hægagangi vegna kórónuveirufaraldursins sé gott að nota tímann til að efla starfsfólk, og undirbúa viðburði næsta árs. „Ísland hefur svo margt fram að færa, og það að bjóða enn sterk- ari upplifun er eitthvað sem gæti til dæmis eflt okkur sem áfangastað.“ Eyþór er samhliða störfum sínum í Aka- demias framkvæmdastjóri fyrir ráðstefnur hjá European Academy of Management. Hann segir að nú þegar færa þarf ráðstefnur á netið, sé fólk gjarnt á að halda að hægt sé að yfirfæra ráðstefnuna beint þar yfir. „Auðvitað áttu ekki að hugsa þannig, heldur þarf að hugsa um hvað viðskiptavinurinn vilji fá á þessu sniði. Horfa þarf á tæknina og sníða upplifunina að henni.“ Rósbjörg telur að þegar faraldrinum lýkur, muni ráðstefnuhald í heiminum fara aftur af stað, en þó með breyttu sniði. Hún telur að flestar ráðstefnur verði með blendingssniði (e. Hybrid), þ.e. bæði í sal og á neti. „Það verður áskorun, að sníða upplifunina að báðum að- ilum, þeim sem eru heima hjá sér og þeim sem eru á staðnum.“ Námskeiðið Leiðtogi í upplifunarhönnun verður einmitt haldið með blönduðu sniðið, bæði á netinu og í húsakynnum Akademias. 35 komast að og því þarf að hafa hraðar hendur að skrá sig, enda hefur námskeiðið nú þegar fengið góð viðbrögð að sögn Eyþórs. Upplifunin er mikilvægust  Fjöldi þekktra aðila kennir á námskeiði sem efla á aðferðafræði við mótun upplifana á Íslandi  Gæti hjálpað bæjarfélögum að laða að ferðamenn Gott að nýta tímann í kórónuveirufaraldrinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Námskeið Rósbjörg og Eyþór Ívar segja að upplifun sé góð leið fyrir atvinnugreinar til að koma nýsköpun á framfæri. Hún gerist þó ekki af sjálfu sér, hana þurfi að hanna. Leiðbeinendur » Sigurjón Sighvatsson » Patrick Delaney » Pádraic Gilligan » Veigar Margeirsson » Páll Óskar Hjálmtýsson » Leifur Welding » Halla Helgadóttir » Hlín Helga Guðlaugsdóttir » Katrín Ólína Pétursdóttir » Sigurður Þorsteinsson » Rósbjörg Jónsdóttir » Heimir Sverrisson » Eyþór Ívar Jónsson » Guðmundur Arnar Guðmundsson BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ef þig hefur einhvern tímann dreymt um að verða leiðtogi í upplifunarhönnun, er tækifær- ið komið, því ráðgjafarfyrirtækið Akademias í Borgartúni 23 býður nú upp á námskeið í því að „efla aðferðafræði við mótun upplifana á Ís- landi“, eins og það er útskýrt á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrsti hluti af sex hefst 19. október. Að námskeiðinu standa Rósbjörg Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri ráðstefnufyrirtæk- isins Cognito, og Eyþór Ívar Jónsson, ráðgjafi og eigandi Akademias, en þau hafa fengið til liðs við sig ýmsa vel þekkta aðila úr ýmsum áttum. „Hugmyndin sem kviknaði hjá okkur upphaflega var að búa til námskeið sem gæti hjálpað fólki að búa til betri viðburði. Við byrj- uðum að velta fyrir okkur hvað væri mikilvæg- ast til að gera góðan viðburð, og við vorum sammála um að það væri upplifunin,“ segir Eyþór Ívar í samtali við Morgunblaðið. Gerist ekki af sjálfu sér Hann bætir við að upplifun gerist ekki af sjálfu sér, hana þurfi að hanna. „Við fáum inn fólk úr listum, viðskiptum og þessum við- burðaheimi, til að koma saman og ræða hvað upplifun er í þessu samhengi, frá ólíkum sjón- arhornum.“ Rósbjörg segir að upplifun sé góð leið fyrir ýmsar atvinnugreinar til að koma nýsköpun sinni á framfæri. En til að upplifunin komist til skila, þarf ýmislegt að koma saman, eins og framsetning, samsetning, góð saga og um- gjörð. Eyþór segir sem dæmi að bæjarfélag sem þarf að ná athygli ferðamanna gæti notfært sér upplifunarhönnun í þeim tilgangi. „Bæj- arfélagið þarf að finna hvaða upplifun það er sem fær ferðamanninn til að koma og eyða tíma á staðnum.“ Bláa lónið er gott dæmi um aðila sem notað hefur upplifunarhönnun með framúrskarandi hætti, að sögn Eyþórs. „Þar veltu menn því fyrir sér hvaða sögu þeir vildu segja, hver upp-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.