Morgunblaðið - 17.09.2020, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum
er nú komin á fullt. Skoðanakann-
anir benda til þess að Donald Trump
Bandaríkjaforseti eigi á brattann að
sækja, nú þegar innan við fimmtíu
dagar eru til kjördags, en hann verð-
ur 3. nóvember næstkomandi. Joe
Biden, forsetaframbjóðandi Demó-
krata, hefur þannig mælst með
nokkuð örugga forystu á landsvísu,
eða um 50% fylgi, en forsetinn hefur
verið með um 42-43% fylgi. Kann-
anir á landsvísu segja hins vegar
ekki alla söguna, því að á endanum
eru það kosningar í hverju ríki fyrir
sig sem munu ráða því hver verður
næsti forseti Bandaríkjanna. Ekki
er á vísan að róa í þeim efnum og eru
því bæði Biden og Trump nú á far-
aldsfæti vítt og breitt um Bandarík-
in til þess að vinna sér inn sem mest
fylgi fyrir lokasprettinn. Það hvert
frambjóðendurnir ferðast segir hins
vegar ýmislegt um landslag kosn-
inganna, en bæði Biden og Trump
leggja nú höfuðáherslu á nokkur
lykilríki, sem munu ráða úrslitum í
haust.
Kosið „rétt“ frá 1996
Biden heimsótti þannig Flórída-
ríki í fyrsta sinn í kosningabarátt-
unni nú í vikunni, en ríkið hefur oft
verið talið meðal þeirra sem skipta
hvað mestu máli í kapphlaupinu um
Hvíta húsið. Frá árinu 1996 hefur sá
frambjóðandi sem unnið hefur ríkið
einnig náð meirihluta kjörmanna og
forsetaembættinu um leið, en fræg-
ust er líklega rimma George W.
Bush og Als Gore í kosningunum ár-
ið 2000, þar sem niðurstaðan valt á
því hvor hefði betur í Flórídaríki.
Það ýtir undir „sveifluhneigð“ rík-
isins, að íbúar þess skiptast nokkuð
jafnt milli flokka, en Repúblikana-
flokkurinn hefur þó á síðustu árum
átt ögn meira fylgi í ríkinu en með-
altal hans á landsvísu hefur sagt til
um.
Vegið meðaltal skoðanakannana í
ríkinu bendir til þess að hann njóti
þar 48,2% fylgis, en Trump 47%.
Munurinn er þar því einungis um 1,2
prósentustig í ríkinu, sem skýrist að
einhverju leyti af því að forsetinn
hefur á síðustu vikum náð að sækja í
sig veðrið meðal karlmanna af róm-
önskum uppruna.
Mikilvægi Flórída endurspeglast
einnig í því að milljarðamæringurinn
Michael Bloomberg tilkynnti fyrr í
vikunni að hann hygðist verja 100
milljónum bandaríkjadala til kosn-
ingabaráttu Bidens í ríkinu. Ekki er
víst hvaða áhrif sú peningagjöf mun
hafa, en á sama tíma berast fregnir
af því að framboð Trumps eigi nú í
nokkrum fjáröflunarvandræðum.
„Blái veggurinn“ endurreistur?
Auk Flórída hefur Biden einnig
heimsótt lykilríkin Wisconsin,
Michigan og Pennsylvaníu á síðustu
dögum. Allt eru þetta ríki, sem þóttu
vera svo örugg vígi Demókrata-
flokksins að talað var um „bláa
vegginn“, en Trump náði að vinna
þau öll árið 2016. Að þessu sinni
benda kannanir til þess að Biden
myndi vinna þau öll á ný, og er mun-
urinn um fjögur prósentustig í
Pennsylvaníu og Michigan, en rúm-
lega sex prósentustig í Wisconsin.
Ríkin þrjú ráða yfir samtals 46 kjör-
mönnum af þeim 538 sem eru í boði,
en vegna stöðunnar í öðrum ríkjum
gæti Biden jafnvel tapað í Flórída og
samt unnið kosningarnar, haldi hann
ríkjunum þremur ásamt þeim sem
nú þegar eru talin eru líkleg eða
örugg til að kjósa Demókrataflokk-
inn.
Beðið eftir kappræðunum
Ferðalög Bidens eru að einhverju
leyti svör við ásökunum Trumps, um
að Biden hafi eytt síðustu mánuðum
„í felum“, en kosningabarátta Bid-
ens þótti hófstillt framan af, og er
raunar enn þegar hún er borin sam-
an við dagskrá Trumps. Forsetinn
heldur nú hvern kosningafundinn á
fætur öðrum, og stærði hann sig af
því að hafa haldið fundi í þremur
ríkjum, á meðan Biden lét sér eitt
nægja.
Fundir Trumps hafa þó ekki verið
lausir við gagnrýni, þar sem stuðn-
ingsmenn hans hafa haft þann hátt-
inn á að koma margir saman innan-
dyra, þvert á ráðgjöf sóttvarna-
yfirvalda. Líklega mun sú gagnrýni
hrökkva skammt, en kannanir benda
til þess að stuðningsmannakjarni
forsetans sé nú þegar nokkuð viss
um að hann sé réttur maður á rétt-
um stað.
Eitt helsta áhyggjuefni Trumps
er að hann hefur lítt náð út fyrir
þann hóp. Forsetinn bindur því
helstu vonir sínar við það, að kapp-
ræður forsetaefnanna muni færa
honum yfirhöndina, en Biden hefur í
gegnum tíðina þótt nokkuð misjafn í
slíkum keppnum. Fyrstu kappræð-
urnar af þrennum fara fram 29.
september næstkomandi.
Frambjóðendur á ferð og flugi
Innan við fimmtíu dagar þar til kosið verður til forseta í Bandaríkjunum Frambjóðendur beggja
flokka einbeita sér að lykilríkjunum Biden með forystu víða en Trump bindur vonir við kappræður
AFP
Í Flórída Joe Biden, frambjóðandi demókrata, ræðir við blaðamenn á flug-
vellinum í Tampa, en þetta var fyrsta heimsókn hans þangað í baráttunni.
Fylgi Trump og Biden, staðan í lykilríkjunum
Þessi sex ríki
hafa yfi r 100
kjörmenn
Ríki Donald Trump Joe Biden Fjöldi kjörmanna
Flórída 47,1% 48,7% +1,6% 29
Pennsylvan ía 44,7% 49,0% +4,3% 20
Michigan 43,6% 47,8% +4,2% 16
Wisconsin 43,4% 50,1% +6,7% 10
Norður-Karólína 47,1% 47,8% +0,7% 15
Arizona 44,8% 49,5% +4,7% 11
H
ei
m
ild
:
R
ea
lc
le
ar
p
ol
it
ic
s.
co
m
11
29
15
16
10 20
AFP
Í Nevada Donald Trump Bandaríkjaforseti blæs fingurkossum til stuðn-
ingsmanna sinna eftir þéttsetinn kosningafund sinn í Las Vegas í Nevada.
Yoshihide Suga var í gær kjörinn af
japanska þinginu til þess að taka við
embætti forsætisráðherra eftir að
Shinzo Abe, sem lengst allra hefur
gegnt embættinu, lét af völdum fyrr
í mánuðinum.
Suga hét því í þakkarræðu sinni að
hann myndi halda kórónuveirunni í
skefjum og reyna að byggja upp á ný
efnahag landsins, sem nú gengur í
gegnum samdrátt vegna heimsfar-
aldursins.
Þá sagðist Suga myndu halda
stefnumálum Abes á loft. „Við þurf-
um að ýta áfram stefnumálum ríkis-
stjórnar Abes, mér finnst sem það sé
verkefnið sem fyrir mig hefur verið
lagt,“ sagði Suga meðal annars í
ræðu sinni.
Suga er 71 árs gamall og stýrði
hann síðast skrifstofu ríkisstjórnar-
innar. Var Suga ötull talsmaður
Abes og álitinn hans hægri hönd.
Ríkisstjórn Suga er að miklu leyti
svipuð og fráfarandi ríkisstjórn
Abes, þar sem bæði utanríkis- og
fjármálaráðherrann verða áfram í
sínum hlutverkum.
AFP
Forsætisráðherra Suga þakkar hér þingmönnum fyrir kjörið.
Mun halda áfram á
sömu braut og Abe
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,-
L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,-
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15